Morgunblaðið - 23.08.1991, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 23.08.1991, Blaðsíða 34
Honda ’91 Civic Sedan 16 ventla fclk í fréttum cwsc 34 MOBGÚNBLAÐIÐ FÖSTUDAGÚR 23. ÁGÚST 1991 DEILUR Hunter hverfur af skjánum Nú er útséð um að sjónvarpsþátt- aröðin um lögreglumanninn harðskeytta Rick Hunter hefur run- nið sitt skeið á enda. Vinsældirnar hafa verið miklar þær sex vertíðir sem Hunter hefur verið á skjánum. Bæði framleiðendur þáttanna, Step- hen Cannell og Fred Dryer sem auk þess leikur sjáfur stjörnulögguna, og sjónvarpsstjórarnir vildu halda framleiðslunni áfram, en samkomu- lag náðist ekki um kaup og kjör Dryers. Framleiðandinn, Cannell, var að sögn reiðubúinn að tryggja Dryer ‘,5,6 milljónir dollara fyrir að leika Hunter og vera í senn aðstoðar- framleiðandi. Dryer vildi meira og neitaði að semja um minna en 7 milljónir dollara. Þarna skildi á milli og er mál manna að þarna séu svo miklir þverhausar á ferð að þættirnir verði fremur látnir deyja drottni sínum heldur en að annar aðilinn gefi eftir. Cannell hefur ekkert viljað segja um málið, en Dryer hefur lofað því að draga ekert undan um samskiptin við Cannell, en ætlar að bíða þar til að hann hefur landað nýju verkefni. Dryer segist geta valið úr spennandi þátt- um. Fred Dryer í hlutverki hins full- komna lögreglumanns, Rick Hunter. Sigursveitin að leik loknum. Ljósmynd/Sveinn Sveinsson ílát fyrir garéúrgang Meim en þú geturímyndaó þér! Þátttakendur í handboltagolfmótinu. Ljósmynd/Sveinn Sveinsson GOLF Golfmót handboltamanna Golfmót handknattleiksmanna var haldið á Strandarvelli á Hellu föstudaginn 16. ágúst og voru þátttakendur tæplega 60 tals- ins. Mót sem þetta voru haldið hér á árum áður og þóttu takast vel. Það kom í hlut „Mulningsvélarinnar" að endurvekja mótið og það fór ef til vill vel á því að ein sveit Vals- manna sigraði að þessu sinni. I sigursveit Vals voru Jón Carls- son, Gísli Blöndal og Stefán Gunn- arsson, en keppt var um punkta og hæsta forgjöf var 18. KR-ingar sendu eina sveit og varð hún í öðru sæti með Karl Jóhannsson í broddi fylkingar og í þriðja sæti var önnur svejt frá Val. Ákveðið var að halda samskonar mót að ári og var skorað á Víkinga að sjá um það og samþykktu þeir það. Rétt til þátttöku hafa þeir sem leikið hafa meistaraflokksleik í handknattleik, verið dómarar eða íþróttafréttamenn. Höfdabakka 1, 110 Reyk|avlk >imi 67 68 55, felefax 67 33 40 Verð frá kr. 1.090 þús. GLi-special GREIÐSLUSKILMÁLAR FYRIR ALLA. ÍHONDA VATNACÖRÐUM 24, RVÍK., SÍMI 689900 (-i) (Ift) Með nýju ílátunum frá HIRÐI losnar þú við garðúrgang á auðveldan hátt og nýtir hann jafnframt aftur sem gróðurmold Verð 8.900 kr. með vsk. Hafðu samband við HIRÐI í síma 91 - 67 68 55 og fáðu nánari upplýsingar. HIRÐIR UMHVSRHSfiöNUStA HLUTHAFAR ÓSKAST ÍSLENSKT VATN ER GULLS ÍGILDI Vatnsberinn hf. er fyrirtæki sem flytur út vatn. Fyrirtækið hefur nú þegar gert sölusamning til tveggja ára við bandarískt fyrirtæki um kaup á allri framleiðslu þess tíma. Um er að ræða vatn í neytendaumbúðum, en útflutningur á iðnaðarvatni með tankskipum er einnig í undirbúningi. Áætluð velta fyrsta starfsárið er 1,8-2 milljarðar króna. Arðsemisútreikningar eru vel yfir meðallagi. Vegna væntanlegra framkvæmda og fjárfestinga hefur verið ákveðið að bjóða nýjum hluthöfum inn í félagið. Nánari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri, Þór- hallur Gunnlaugsson, í síma 91-45676. V ÁTNSBERINN HF AQUARIUS-INC

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.