Morgunblaðið - 23.08.1991, Page 17

Morgunblaðið - 23.08.1991, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1991 17 yfirvegaðan mann. „Ég á erfitt með að trúa því, jafnvel nú, að Jazov hafi átt þátt í þessu og í fyrstu hélt ég að nafn hans hefði verið notað til að láta þetta líta betur út,“ sagði hann. „Ég gaf þá skipun til Kremlar að hleypa ekki neinum inn sem starfaði með þeim. Það leit út fyrir að þeir gætu hafa gert mér eitthvað, þeir gætu hafa drepið mig og alla fjölskyldu mína. Mér fór að verða ljóst hversu frumstæðir, ruddalegir og slóttugir þessir einstaklingar voru. Við megum engan tíma missa. Við verðum að sækja fram og leysa vandamál okkar. Það skiptir mestu máli.“ „Skylda mín að hreinsa til í flokknum" Þegar Gorbatsjov var spurður að því hvað hann hefði í hyggju varðandi kommúnistaflokkinn svaraði hann: „Ég lít á það sem skyldu mína - og ég mun fylgja því eftir svo lengi sem ég er við völd - að hrekja afturhaldsöflin úr flokknum á grundvelli nýrrar áætl- unar sem brátt mun verða hleypt af stokkunum. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma á umbótum í flokknum til að blása i hann lífi. Ég tel að mögulegt sé að sameina þá hluta flokksins sem eru framsýnir og rétthugsandi. En ef litið er á flokkinn allan sem afturhaldsafl hlýt ég að vera ósammála, því að ég veit um þús- undir manna - og sumir þeirra sitja hér í þessu herbergi - sem eru sannir lýðræðissirinar og sem trúa á perestrojkuna.“ Þegar Gorbatsjov var spurður almennt um afturhaldsöfl svaraði hann því til að hann teldi að engin þörf væri á því að hefja nornaveið- ar eða beita aðferðum gamla tímans. „Við verðum að halda okk- ur innan ramma lýðræðisins og innan ramma glasnost og á grund- velli laga okkar. Þannig verðum við að bera okkur að.“ Gorbatsjov þakkaði Borís Jeltsín Rússlandsforseta og rússnesku þjóðinni fyrir þann stuðning sem honum var sýndur og andstöðu þeirra við valdaræningjana. „Rúss- ar brugðust hárrétt við sé miðað við aðstæður.“ Sovétleiðtoginn vísaði sjálfstæðiskröfum Eystra- saltsríkjanna á bug og fór hörðum orðum um ráðamenn þeirra. Krjútsjkov Hann var áður forseti sovéska her- ráðsins. Þegar hefur komið fram vantraust í hans garð á Vesturlönd- um. Háttsettur bandarískur emb- ættismaður sagði í gær að Mojsesjev væri ekki treystandi. Ekki sé vitað hvar hann stóð og enn sé því ósvar- að hvers vegna hann kallaði ekki aftur herdeildir undir sinni stjórn fyrr en honum bárust fyrirmæli þess efnis frá Gorbatsjov. Vasilíj Trúsjkin, fyrrum aðstoðarinnanríkisráðherra, verður innanríkisráðherra. StJórnmálasamband við Eystrasaltsríkin: * Islendingar tilbúnir til viðræðna - segir Jón Baldvin Hannibalsson JÖN Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra gerir ráð fyrir að svör berist í dag frá stjórnvöld- um Eystrasaltslandanna þriggja um hvernig og hvenær þau vilji taka upp formlegt stjórnmála- samband við ísland. Hann tjáði í gær utanríkisráðherrum Lett- lands og Eistlands og forseta Litháen að ísland væri tilbúið til viðræðna um stjórnmálasamband og heiður yrði að því að fulltrúar ríkjanna kæmu hingað til að leiða málið til lykta. Að sögn Jóns Baldvins kom það fram í einkaviðræðum hans við ýmsa ráðherra eftir fund utanríkisráð- herra ríkja Atlantshafsbandalagsins í fyrradag, að þeir teldu stöðu Eyst- rasaltsríkja breytta og ástæðu til að endurskoða afstöðu til sjálfstæðis þeirra. Jón vill ekki geta þess hvaða ráðherrar hafi sagt þetta, en segir hins vegar fulltrúa Éystrasaltsríkja hafa látið í ljós við sig vonir um að Belgar breyttu afstöðu sinni þeim í hag. Jón Baldvin hitti Janis Jurkans, utanríkisráðherra Lettlands, í Kaup- mannahöfn ög ræddi í síma við eist- neskan starfsbróður þeirra, Lennart Meri. Þar sem ekki náðist í utanríkis- ráðherra Litháens, Algirdas Saud- argas, var Vytautas Landsbergis forseta landsins send orðsending um að íslenska ríkisstjórnin áréttaði við- urkenningu á sjálfstæði allra land- anna þriggja. Utanríkismálanefnd Alþingis fundaði vegna þessa í gær. Eyjólfur Konráð Jónsson, formaður nefndar- innar, segir um niðurstöðu fundar- ins, að því sé beint til ríkisstjórnar- innar, að stofnað verði til formlegs stjórnmálasambands við Eystra- saltsríkin. Að þeim úrslitum fengnum kveðst Jón Baldvin hafa haft samband við stjórnvöld í löndunum þremur á ný. „Ég sagði að þeirra væri að ákveða hvenær og hvernig þeir vildu lúka þessu, sitt í hveiju lagi eða sameigin- lega. Menn hugðust ræða saman í gærkvöldi og ég geri ráð fyrir svari í dag. Þess er vart langt að bíða að endalega verði gengið frá málinu." Jón Baldvin segist ekki telja nauðsyn að opna sendiráð í þessum löndum, engir peningar séu heldur til þess. Jón Baldvin segir að eftir ráð- herrafund NATO-landanna hafi ver- ið rætt um að alls hafi verið skipu- lagðar þijár tilraunir til valdaráns í Áskorendaeinvígin í skák: Karpov, Short o g Timman áfram ÁTTUNDA og síðasta uinferð áskorendaeinvígjanna í Brussel var tefld í gær. Karpov og Short tryggðu sér þá sæti í næstu um- ferð einvígjanna en áður hafði Timman borið sigurorð af Kortsnoj. Úrslit urðu þau í gær að Karpov vann Anand, Júsúpov vann ívant- sjúk og Short vann Gelfand. Karpov fékk því 41/2 vinning gegn _3‘/2 vinn- ingi Anands. Júsúpov og ívantsjúk skildu jafnir í einvíginu, báðir með 4 vinninga. Þurfa þeir að tefla bráðabana á morgun. Short fékk 5 vinninga gegn 3 vinningum Gelf- ands. Sovétríkjunum. Sú fyrsta, í desemb- er á síðastliðnu ári, hafí hún að engu orðið þegar Edúard Shevardnadze sagði af sér til aðvörunar. Aftur hafi haukar í stjórnkerfinu ætlað að hrifsa til sín völdin 18. júní, en ekk- ert hafi orðið úr því þar sem aðilar á Vesturlöndum hafi komið upplýs- ingum á framfæri í tæka tíð. „í öllum tilvikunum áttu sömu aðilar hlut að máli; innanríkisráð- herrann Borís Púgó, æðstu yfirmenn öryggislögreglunnar, KGB, og þá- verandi forsætisráðherra Sovétríkj- anna, Valentín Pavlov. Þeir voru allir tilnefndir af Gorbatsjov þegar hann virtist hafa snúið baki við umbótaöflunum og reyndi að mynda bandalag við æðstu yfirmenn hers, öryggislögreglu, innanríkisráðu- neytis og eftirlitskerfis þess til að lifa af pólitískt. Gullkorthafar og félagar í Euroklúbbnum! Lauaaxdaginn 24 umvi' kemmtinar í mm Nk. laugardag efnir Eurocard til mikillar veislu í Hvammsvík í Hvalfirði fyrir gullkorthafa og félaga í Euroklúbbnum. Ýmislegt verður þar til skemmtunar íyrir alla fjdlskylduna - farið í veiði, golf eða golfkennslu, á hestbak, í gönguferðir og grillveislu svo nokkuð sé nefnt. ff' Veiði Veiðisvæðið í Hvammsvík er sérstaklega skemmtilegt og hægt er að beita ýmsu tilfallandi, s.s. maísbaunum, rækjum, möðkum o.fl. Viðilíkur þar verða að teljast með því mesta sem þekkist. Flestir ættu því að koma heim með væna silunga eða laxa í soðið. Sá sem fær stærsta fiskinn fær verðlaun. V eiðisvæðið er opið frá kl 10 -18. Auk þess er einn sérmerktur fiskur í vatninu. Sá sem veiðir hann hlýtur ferðavinning frá FERÐAMIÐSTÖÐINNI VERÖLD. I Golfleikur - golfltennsla í Hvammsvík er góð aðstaða til golfiðkunar en þeir sem skemmra eru á veg komnir geta brugðið sér í golíkennslu milli kl. 10 -13. Golfvöllurinn verður opinn milli kl. 10 -18. Hestar Hestaferð í Hvammsvík ætti að gleðja börnin. Hestaferðirnar eru í boði frá kl. 10 -12 og 13 -18. Gönguferð með leiðsögn Göngugörpum býðst skemmtileg ferð um Hvítanes og næsta nágrenni frá kl. 13. Lýður Björnsson sagnfræðingur fylgir gönguhópnum en hann er kunnur fyrir áhugaverða leiðsögn. 0» Grillveisla og Pepsíáskorun Goði hf. og Pepsí standa fyrir grillveislu. Veislan stendur yfir frá kl. 13 -15. f, Upplýsingabás Eurocard verður með upplýsingabás þar sem korthafar geta leitað margskonar upplýsinga og kynnt sér þá þjónustu sem kortinu fylgir. Allt þetta bjóðum við gullkorthöfum og félögum í Euroklúbbnum en athugið þó að greiða þarf 300 kr fyrir hvern veiddan fisk. Hér gefst allri Qölskyldunni kjörið tækifæri til að eiga ánægjulegan dag þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Kreditkort hf., Ármúla 28,108 Reykjavík. Sími (91) 685499

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.