Morgunblaðið - 23.08.1991, Side 21

Morgunblaðið - 23.08.1991, Side 21
21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1991 Þingmenn rússneska þjóðþingsins hylla Borís Jeltsín, forseta, eftir að ljóst var að tilraunin til valdaráns hafði mistekist. Þingmennirnir studdu Jeltsín dyggilegá og dvöldu með honum inn í þingbyggingunni meðan á umsátrinu um hana stóð. Borís Jeltsín ávarpar mannfjöldann af svölum rússneska þinghússins. Við hlið hans blaktir fáni Rússlands. Hann var fáni landsins allt fram til byltingarinnar 1917 en þá var hann bannaður. Á síðasta ári brá honum fyrir á nýjan leik og meðan á valdaráninu stóð, veifuðu mótmælendur fána lýðveldisins. í gær lýsti Jeltsín því yfir að hann væri löglegur fáni rússneska sambands- lýðveldisins. Gífurlegúr mannfjöldi fagnaði á miðvikudag falli neyðarnefndarinnar fyrir utan þinghús rússneska þjóðþingsins. Á mótmælaspjaldinu segir: „Jeltsín er forseti vor. Valdaklíku Janajevs hefur verið steypt.“ Það voru ekki síst hörð viðbrögð almennings sem stöðvuðu valdaránið. I gær þakkaði Jeltsín mót- mælendum stuðninginn og sagði að sovéska þjóðin hefði unnið sigur. „Niður með kommúnistaflokkinn,“ hrópuðu stuðnings- menn Jeltsíns á leið sinni yfir Rauða torgið í gær. í bak- grunni sést i kirkju heilags Basíls.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.