Morgunblaðið - 23.08.1991, Page 33

Morgunblaðið - 23.08.1991, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1991 33 Lengst af stundaði hann verslunar- og sölustörf í Reykjavík og var síðast auglýsingastjóri útvarps- stöðvarinnar Effemm. Hugurinn leitar aftur til ársins 1984. Vinur minn Gísli Hafsteins- ‘ son hringdi og sagðist langa til að kynna mig fyrir pilti sem hann hafði heillast af. Og kvöld eitt birtist hann með Stefáni, þá átján ára Verslunarskólanema. Við áttum saman langt og fjörugt kvöld, og þegar við kvöddumst vissi ég að þennan dreng kæroi ég mig um að þekkja. Þeir Gísli áttu síðan eftir að bindast sterkum böndum og næstu árin áttum við félagarnir ótaldar samverustundir glaðar og sárar, en fullar af því trausti og þeirri aðdáun sem gerir vinátt- una góða. Aðdáun mín á Stefáni var ekki úr lausu lofti gripin. Kornungur hafði hann horfst í augu við dýr- mætar tilfinningar sínar og ákveðið að rækta þær eins og ábyrgum manni sæmdi. Þar skaut hann mörgum félögum okkar sem eldri voru ref fyrir rass. Ég sé hann fyr- ir mér kvöld eitt, veturinn sem við kynntumst, þar sem hann situr á móti mér, í svipmótinu kostulegur blendingur af barni og karlmanni, hann horfir beint í augun á mér og talar um sjálfan sig og sjálfsvirð- inguna. Og orðin heyri ég eins og þau væru sögð í gær: „Ef þú lýgur lengi verður lygin að vana og það hefur áhrif á mann alla ævi, hugsa ég. Því lengur sem maður lifir tvö- földu lífi því erfiðara er að breyta lífi sínu.“ Svona var Stefáni eiginlegt að tala af því að hann var sá gæfumað- ur að treysta sjálfum sér til góðra verka og treysta á stuðning fjöl- skyldu sinnar og vina þegar hann efaðist um eiginn styrk. Að vísu að vísu er stundin hverful og stutt - en gefum dýpt hennar gaum sem alkyrrð vatni og auga Þannig orti Þorsteinn frá Hamri eitt sinn við sviplegt fráfall ungs manns. Þó að samverustundirnar yrðu færri en vinir Stefáns Harðar- sonar hefðu kosið, þá skulum við gefa dýpt þeirra gaum. Ég þakka fyrir stöku gleðistundir, svo góðar að ekki þurfti að staðfesta þær með hlátrasköllum, þakka fyrir fáein augnablik samúðar sem voru svo hlý að ekki var þörf á orðum til að sanna það sem að baki bjó. Ástvinum hans öllum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Þorvaldur Kristinsson í dag er lagður til hinstu hvíldar vinur okkar og fyrrum samstarfs- maður, Stefán Harðarson. Það er sárt þegar svo góður drengur kveð- ur þennan heim svo ungur að aldri. Stefán ætlaðist til svo mikils af lífinu, var iðinn og allskostar óhræddur við að prófa nýja hluti. Hann var fagurkeri mikill og gerði strangar kröfur til umhverfis síns. Mikið af hans tíma fór í að fegra heimilið. Utkoman var glæsileg enda var Stefán mjög svo hreykinn af. Fatnaður skipti miklu máli og var hann ávallt mjög snyrtilega og vel klæddur. Stefán var mjög ein- lægur og skemmtilegur, sannkall- aður vinur vina sinna. Það eru ótrú- lega margir vinir og kunningjar sem nú syrgja góðan dreng. Stefán var virkilega góður í sínu fagi eins og við fengum að kynn- ast. Hann hóf störf sem sölustjóri auglýsingadeildar FM 957 í apríl 1990 og skilaði þeim með prýði þar til hann hélt utan í júní síðastliðnum til nýrra starfa og á vit ævintýr- anna, fullur spennu og eftirvænt- inga. Stefáns var sárt saknað á FM 957 og öll vonuðumst við til að fá að njóta krafta hans að nýju. Það tók okkur sárt að missa hann úr starfi. Enn sárara er þó að missa Stefán sem vin. Við erum öll afar þakklát fyrir þann tíma sem okkur var gefinn með honum. Fjöjskyldu hans viljum við votta okkar dýpstu samúð og megi Guð styrkja ykkur. Vinir og samstarfsfólk á FM 957 Brynja Þorgríms- dóttir - Minning Fædd 7. júlí 1926 Dáin 4. ágúst 1991 Þegar við setjumst niður og lát- um hugann líða um öll þau viðburð- ar- og gleðiríku ár sem við áttum hana ömmu Brynju, er svo ótal margs að minnast. Og máltækið, enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, á alveg sérstaklega vel við. Okkur barnabörnunum hennar langar til að þakka henni svo ótal margt. Hún amma var okkur meira en bara venjuleg amma. Hún var sannkallaður ættarhöfðingi. Amma notaði hvert tækifæri sem gafst til að kalla fjölskylduna saman. Ekk- ert tilefni var svo lítið að ekki væri boðið í veislu hjá ömmil og afa, og þá stóð amma og bakaði pönnukök- ur sem áttu það til að vera horfnar ofan í svanga maga áður en sest var að borðum, en það gerði ekkert til af nógu var að taka. Það voru jólaboð, þorrablót, laufabrauðsgerð þar sem allir fengu að sýna hæfi- leika sína og bara ef einhver var að koma utan af landi þá var hist hjá ömmu og afa og ekkert til spar- að. Hún amma hugsaði fyrir öllu til að gera okkur lífið sem léttast, og þó stundum hafi sumum fundist nóg um stjórnsemina hennar þá sjáum við nú að það sem lá að baki var eintóm væntumþykja og umhyggju- semi. Ekki má gleyma því að það var henni ömmu Brynju að þakka að ekkert okkar fór í jólaköttinn, alltaf sá hún um að kaupa ný nær- föt og náttföt á allan hópinn sinn. Og hún sá til þess á jólunum sváfu allir með drifhvít og straujuð rúm- föt. Hún amma var alltaf að gefa, bæði af sjálfri sér og sínum eignum. Eitt af því síðasta sem hún gerði núna, var að kaupa jólagjöf fyrir nafna sinn Bpynjar, yngsta barna- barnið. Gjafmildi ömmu kom fram í ýmsu sem hún kenndi okkur, t.d. því að kunna að fyrirgefa, hún lagði á það mikla áherslu að enginn færi að sofa á kvöldin fyrr en allir væru sáttir. Amma var aldrei rík í peningutn talið, en hennar fjársjóður var hann afi Magnús og öll fjölskyldan sem hún svo sannarlega lifði fyrir. Núna líður henni önnnu vel, við þökkkum henni allt. Blessuð sé minning ömmu Brynju. Barnabörnin Hinu blíðasta sumri í manna minnum fer senn að halla. Ekki hafa þó allir átt kost á að njóta þess. Innan sjúkrahússveggja- hafa margir háð harða baráttu við sjúk- dóma og þjáningar. Vandamenn milli vonar og ótta, hafa setið við sjúkrabeð sinna nánustu og veitt þeim þann styrk, sem hver og einn megnaði. Brynja Þorgrímsdóttir, vinkona okkar, andaðist 4. ágúst eftir margra mánaða hetjulegt stríð við þann sjúkdóm, sem leggur svo marga að velli. Lengst af þeim tíma dvaldist hún á lungnadeild Vífils- staðaspítala, var heima þess á milli, en síðustu vikurnar á 11 E krabba- meinslækningadeild. Ekki er það ætlun okkar að rita hefðbundin eftirmæli, heldur rifja upp nokkur minningarbrot frá fyrstu kynnum af þeim elskulegu hjonum Brynju og Magnúsi, en ævinlega nefndum við þau bæði í sömu andrá. Oft er það svo, að vin- áttubönd sem treyst eru á unga aldri, endast þar til yfir lýkur. Við fráfall Brynju finnst okkur þvl, sem sterkur þráður í lífsmynstri okkar hafi rofnað. Okkur finnst ekki langt síðan að við hittumst öll fyrst, en samt eru það orðin meira en 40 ár. Við vorum nokkrir gagnfræðaskólakrakkar sem bjuggum einn vetur á jarðhæð- inni í Garði sem þá var skóþastjóra- bústaður á Laugarvatni. Á sömu hæð var einnig íbúð ráðsmanna og ____________Brids_________________ Arnór Ragnarsson Átján pör í sumarbrids byrjenda Miðvikudaginn 21. ágúst mættu 18 pör í sumarbrids byrjenda og urðu úrslit eftirfarandi: N-S riðill: Hjördís Sigurjónsd. - María Guðnadóttir 253 Ásgeir Benediktss. - Hallgrímur Kristjáns. 245 Jóna Magnúsdóttir - Guðlaug Sveinsdóttir 236 A-V riðill: Geirlaug Magnúsdóttir - Torfi Axelsson 280 Álfheiður Gísladóttir - Pálmi Gunnarsson 261 Kolbrún Thomas - Einar Pétursson 231 Nk. miðvikudag er síðasta spila- kvöldið sem ætlað er byijendum í sumarspilamennskunni og að venju hefst spilamennskan kl. 19.00. Spil- aður er tvímenningur með Mitc- hell-sniði og útreikningur gerður með aðstoð tölvu, þannig að staðan eftir hveija umferð liggur fyrir fljót- lega að umferð lokinni. Ástæða er til að hvetja alla byijendur til að mæta og taka í spil og sem fyrr segir hefst spilamennskan kl. 19.00. í september tekur síðan við Bridsfé- lag byijenda og verður staður og stund auglýst nánar síðar. + Ástkær sonur okkar og bróðir, ÍVAR HELGI ÓSKARSSON, verður jarðsunginn frá Garðakirkju í dag, föstudag, kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en bent er á líknarfélög. Lovísa Einarsdóttir, Óskar Karlsson, Áslaug Óskarsdóttir, Dóra Oskarsdóttir. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVAFAR STEINDÓRSSON, skipstjóri, Torfufelli 32, sem andaðist 15. ágúst, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju mánudaginn 26. ágúst kl. 13.30. Ragnar Svafarsson, Stella Magnúsdóttir, Dóra M. Svafarsdóttir, Ingebrigt Solvberg, Svava Svafarsdóttir, Garðar Ingjaldsson, Elísabet B. Svafarsdóttir, Árni Gunnarsson, barnaborn og barnabarnabörn. sáum ekki út úr annríkinu að okkur fannst. En ævinlega vissum við af Brynju og Magga. Við vissum að þau áttu 5 mannvænlegar dætur, sem allar eru uppkomnar og eiga heimili og börn. Við vissum að Maggi gerðist bústjóri á Vífilsstöð- um og þar bjuggu þau í 23 ár, en fyrir nokkrum árum fluttu þau í íbúð sína í Hafnarfirði, um það leyti sem Maggi komst á eftirlaun. Við vissum líka að heilsa þeirra var ekki alltaf svo góð sem skyldi, eink- um hin síðari ár. En um það hafa ekki haft mörg orð, fremur spurst fyrir um líðan annarra. Á milli þátta í „annríkinu“ höfum við hist og átt góðar stundir saman „stelpurnar“. En tíminn hefur leikið á okkur, hann er eins og hraðfleygur fugl, kemur aldrei aftur. Núna þegar við þykjumst hafa stund aflögu, hefur tíminn hrifið nieð sér vandamenn og vini, sem við hefðum viljað eiga lengur. Hún Brynja okkar er nú horfin inn í sumarið eilífa, þar sem sorgir og sjúkdómar eru ekki til. Ein- hverntíma eigurn við eftir að hittast þar allar og taka upp þráðinn á ný. Gleði og guðsblessun fylgi henni á nýjum leiðum. Elsku Maggi og þið öll. Guð gefi ykkur styrk í sorginni. Megi allar ljúfu minningarnar um yndislega manneskju ylja ykkur um ókomin ár. María Sigurjónsdóttir, Ester Guðmundsdóttir, Olöf Þórarinsdóttir. Leiðrétting í afmælisgrein urn Ragnhildi Guðmundsdóttur á Stafafelli sl. miðvikudag féll niður að börn henn- ar voru þijú og þeirra elst Ásgeir, sem fæddist 1918. Hann bjó um árabil á Víghólsstöðum á Fells- strönd, en býr nú í Reykjavík. Beð- ist eð velvirðingar á þessum mistök- um. + Bróðir minn, SVEINN ERASMUSSON frá Háu-Kotey, Meðallandi, sem lést 12. ágúst sl., verður jarðsunginn frá Langholtskirkju, Meðallandi laugardaginn 24. ágúst kl. 15.00. Fyrir hönd vandamanna, Gísli Erasmusson. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, bróð- ur og afa, SKAFTA ÞORSTEINSSONAR, Efstakotí, Dalvík. Guðrún Jóhannsdóttir, Þorsteinn Skaftason, Elísabet Jóhannesdóttir, Jóhanna Skaftadóttir, Brynjólfur Sveinsson, Hjalti Þorsteinsson, Þórunn Þorsteinsdóttir, barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför MAGNÚSAR GUÐMUNDSSONAR frá Hvitárbakka, Fjölnisvegi 8, Reykjavík. Jakob Frímann Magnússon, Ragnhildur Gísladóttir, Borghildur Magnúsdóttir, Gísli Gunnlaugsson, Rúna Hauksdóttir, Friðrik Á. Guðmundsson, Áslaug Zoega. Lokað Lokað í dag, eftir hádegi, vegna jarðarfarar EGILS JÓNS KRISTJÁNSSONAR. Gúmmíbátaþjónustan, Eyjaslóð 9, Reykjavík. bjuggu þar ung og glæsileg hjón, Brynja og Magnús, ásamt tveimur ungum dætrum. Það var með ólík- indum hve vel þau tóku þessum gáskafullum ungmennum. Ér ekki að orðlengja það, að áður en langt um leið voru þau orðin góðvinir okkar allra. Hinsvegar urðum við nokkrar stelpurnar meira inn á gafli hjá þeirn en aðrir. Ekki af því að við værum tiltakanlega framhleypnar, heldur vegna þess að Brynja hóaði oft í okkar í kaffi og kökur, eða annað gott sern hún átti hveiju sinni. En þanhig var hún alla tíð, hún átti svo niikið að gefa af glað- værð og hjartahlýju. Og ekki var Maggi þar neinn eftirbátur. Við áttum ógleymanlegar ánæg- justuændir hjá þeim hjónum og litlu dætrunum. Fyrir það allt viljum við þakka, bæði fyrir ökkur og einnig fyrir hönd þeirra skólasystkina okkar, sem bjuggu í Garði þennan vetur. Um vorið skildu leiðir og fáum árum seinna vorum við „stelpurnar" komnar með heimili og börn og

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.