Morgunblaðið - 23.08.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.08.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1991 Jón Sigurpálsson setur upp eitt verka sinna fyrir sýninguna í Nýlista- safninu. Eg- hef gaman af að stilla saman ólíkum efnum — segir Jón Sigurpálsson myndhöggvari sem opnar sýningu í Nýlistasafninu á morgun I NEÐRI sölum Nýlistasafnsins við Vatnsstíg verður á morgun, laug- ardag, opnuð niunda einkasýning Jóns Sigurpálssonar myndhöggv- ara. A sýningunni eru fimm myndverk sem Jón segir unnin í ýmis efni með blandaðri tækni. Sýningin verður hún opin daglega frá kl. 14 til 18 fram til sunnudagsins 8. september nk. Rannsókn- arstofa í kvennafræð- um opnuð RANNSÓKNARSTOFA í kvenna- fræðum við Háskóla Islands verð- ur formlega opnuð í Odda n.k. sunnudag kl. 16. Að stofnun rann- sóknarstofunnar stendur Áhuga- Iiópur um íslcnskar kvennarann- sóknir. Opnunarhátíðin í Odda er opin öllu áhugafólki. Rannsóknarstofan var stofnuð á fyrrihluta síðasta árs með reglúgerð en í júní 1990 skipaði háskólaráð fyrstu stjórn stofunnar. í henni eiga sæti sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, Guðný Guðbjömsdóttir uppeldis- fræðingur, Helga Kress bókmennta- fræðingur, Ragnheiður Bragadóttir lögfræðingur, Kristín Bjömsdóttir hjúkrunarfræðingur og Guðrún Ól- afsdóttir landfræðingur. Meginviðfangsefni stofunnar verður að efla og samhæfa rannsókn- ir í kvennafræðum, hafa samstarf við innlenda og erlenda rannsókna- raðila á sviði kvennafræða auk þess að koma á gagnabanka um kvenna- rannsóknir, vinna að og kynna niður- stöður rannsókna í kvennafræðum sem og að veita upplýsingar og ráðg- jöf um rannsóknir á því sviði. Reykhólasveit: Minnisvarði um Gest Pálsson MINNISVARÐI um Gest Pálsson er að rísa við þjóðveginn út að Reykhólum, ofan við fæðingarbæ Gests, Miðhús. Þórir Barðdal myndhöggvari var fenginn til að hanna minnisvarðann sem er úr blágrýtisbjargi úr Miðhúsalandi, með inngreyptum marmara. Minnivarðinn verður afhjúpaður nækstkomandi sunnudag. Það er Barðstrendingafélagið í Reykjavík í samvinnu við Rithöf- undasamband íslands og Reykhóla- hrepp sem heiðra minningu þessa skálds og rithöfundar frá Miðhúsum í Reykhólasveit en 19. ágúst sl. voru liðin 100 ár frá andláti Gests. Athöfnin hefst við Miðhús kl. 14.00 og á eftir verður efnt til sam- sætis í Bjarkalundi, þar sem dagskrá um Gest Pálsson verður, segir í fréttatilkynningu frá Barðstrend- ingafélaginu í Reykjavík. werzalitr íglugga SÓLBEKKIR Ma fyrirllagjandi vatn. hK SENOUM i PÓSTKRÖFU @8 Þ.Þ0RBRÍMSS0N&C0 Ármúla29 • Reykjavik • sími 38640 Jón stundaði myndlistarnám í Myndlistaskóla Reykjavíkur og Myndlista- og handíðaskóla íslands á árunum 1974 til 1978 og síðan í Hollandi, m.a. við Ríkisakademíuna í Amsterdam. Hann hélt sína fyrstu einkasýningu árið 1980 á ísafírði og hefur síðan haldið sýningar einn og með öðrum bæði hér á landi og í Danmörku, Hollandi og í Banda- ríkjunum. Að sögn Jóns hafa verkin á sýn- ingunni í Nýlistasafninu verið unnin á síðustu tveimur árum. „Ég hef átt í ákveðnum erfiðleikum með að finna hentugt íslenskt heiti yfir verkin á sýningunni en kýs að kalla þau myndverk þar sem þetta eru bæði skúlptúrar og veggmyndir, frekar lágmyndir heldur en mál- verk,“ sagði Jón í samtali við Morg- unblaðið. Undanfarin ár hefur Jon verið búsettur á ísafirði þar sem hann starfar sem safnvörður og sér m.a. um uppbyggingu friðlýstra húsa, Listasafn ísafjarðar og Byggðasafn Vestfjarða. Hann segir verkin á sýningunni ekki hafa sérstakar fyr- irmyndir heldur sé bakgrunnur sótt- ur í hugmyndaheim hans. Efnisnotkun Jóns er fjölbreytt. í verkin notar hann steinsteypu, tjöru, hamp, járn,_ tré, gler og blý auk fleiri efna. „Ég hef gaman af því að stilla saman efnum sem í sjálfu sér eru mjög ólík en falla vel fsaman,“ sagði Jón. Verkin á sýningunni eru flest til sölu. 1 **Artline TIL ALLRA NOTA Artline pennar eru til í miklu úrvali í bókaverslunum um allt land. Artline tússspennar endast lengi og eru fyrsta flokks vió leik og störf. Hafnarborg: Ritskoðunin að baki - segir eistneskur teiknimyndaleik- stjóri sem gistir þing Norðurljósa REIN Raamat, einn kunnasti hreyfi- og teiknimyndaleikstjóri Eistlendinga, er gestur á þingi Norðurljósa, sem fram fer í Hafnarfirði dagana 23. til 25. ágúst. Norðurljós eru samtök þeirra sem fást við hreyfi- myndagerð á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndunum. Tíu manns sækja þingið frá Eystra- saltslöndunum, fjórir frá Eist- landi en þrír frá Lettlandi og þrír frá Litháen. Frá Norður- Iöndunum koma á milli fjörutíu og fimmtíu gestir. Sérstök kynning á Rein Raamat og verk- um hans verður á laugardags- morguninn í Bæjarbíói í Hafn- arfirði. Rein Raamat lagði af stað í för sína hingað til lands á mánudaginn var, daginn sem valdaránið var gert í Sovétríkjunum. Hann þurfti þá að fara frá Tallin til Moskvu og þaðan daginn eftir til Stokk- hólms. Rein segir að þótt ferðin hafi verið erfið og flókin, ekki síst vegna útgöngubannsins í Moskvu, hafí allt farið vel. Rein Raamat útskrifaðist úr málaradeild Listaskólans í Tallin árið 1957. Næstu árin vann hann að leikmyndagerð fyrir leiknar kvikmyndir, en frá árinu 1971 hefur hann nær eingöngu unnið að gerð teiknimynda. Fyrst hjá Tallin Film í Eistlandi, en frá árinu 1989 hefur hann unnið hjá Studio B í Tallin, en þar er eingöngu unnið að gerð teikni- og hreyfi- mynda. Að sögn Reins Raamat er Studio B eitt þriggja teiknimynda- vera í Sovétríkjunum. Hin tvö eru í Moskvu og Kiev. Rein Raamat segir að margt hafi breyst í listalífi Eistlendinga undanfarin ár, og það snerti Studio B eins og aðrar listastofnanir. „Áður þurftum við ekki að hafa svo miklar áhyggjur af peninga- málunum en bjuggum þá við rit- skoðun", segir hann. „Nú er rit- Morgunblaðið/KGA Rein Raamat, teiknimyndaleik- stjóri frá Eistlandi. skoðunin hins vegar á bak og burt. Við getum tjáð okkur á þann hátt sem við viljumn, en jafnframt þurf- um við að bera meiri ábyrgð á fjár- hag stofnunarinnar en áður.“ Það eru tvenn hjón, þau Jón Axel Egilsson og Sigríður Magnús- dóttir og Sigurður Örn Brynjólfs- son og Fjóla Rögnvaldsdóttir, sem standa að þingi Norðurljósa hér. Við undirbúninginn hafa þau notið velvildar Hafnarfj arðarbæjar og Flugleiða. Þing Norðurljósa er haldið árlega en fer nú fram í fyrsta sinn hérlendis. í tengslum við þingið verður haldin samsýning á verkum sem tengjast hreyfi- myndagerð frá öllum þátttökulönd- unum. Sýningin verður í Hafnar- borg og stendur til 1. september. A Iaugardag og sunnudag gefst almenningi einnig að sjá teikni- og hreyfimyndir frá þátttökulönd- unum í Bæjarbíói í Hafnarfirði, þar sem Rein Raamat verður einnig kynntur sérstaklega á laugardags- morguninn. I I I I i i Menntamalaraðuneytið: Kennaranám verður ekki lengt MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur ákveðið að lenging kenn- aranáms við Kennaraháskóla Is- lands komi ekki til framkvæmda í haust og verður tilhögun ný- nemakennslu því áfram eftir námsskrá fyrir þriggja ára nám til B.Ed. prófs. í lögum um Kenn- araháskólann sem samþykkt voru árið 1988 er kveðið á um að almennt kennaranám skuli skipulagt sem fjögurra ára nám innan sex ára og hafði fyrrver- andi menntamálaráðherra, Sva- var Gestsson, gefið leyfi til slíks í apríl sl. Framkvæmdastjórn bandalags háskólamanna hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem ákvörðun núverandi mennta- málaráðherra er mótmælt. Að sögn Ólafs Arnarsonar, að- stoðarmanns Ólafs G. Einarssonar menntamálaráðherra, er kennaras- kortur meginröksemdin gegn því að lengja námið nú. „Ef ákvæðið i haust kæmist til framkvæmda í haust hefði það í för með sér að árið 1994 yrðu engir kennarar útskri- faðir og við því megum við ekki í þeim kennaraskorti sem nú ríkir. Þegar leyfið var gefíð í apríl voru ( auk þess ekki gerðar neinar ráðstaf- anir til þess að tryggja að húsnæði væri til fyrir þá 120 nemendur sem . myndu bætast við, við þessa tilhög- > un,“ sagði Ólafur Arnarson í sam- tali við Morgunblaðið. Fleiri hugmyndir eru auk þess } uppi um það hvernig haga mætti fjögurra ára námi, að hans sögn, eins og að bjóða kennurum upp á framhaldssnám eftir að þeir koma út á vinnumarkaðinn og verða þeir möguieikar kannaðir á næstunni. I yfirlýsingu sem framkvæmda- stjórn bandalags háskólamanna, BHM, hefur sent frá sér vegna þessa máls segir að lenging kenn- aranáms sé löngu tímabær og með frestun hennar sé stigið alvarlegt skref af framfarabraut. „Með skyndiákvörðun mennta- málaráðuneytisins er að engu hafð- ur undirbúningur Kennaraháskól- i ans að fjögurra ára kennaranámi ' og miklu starfi t.d. við gerð nýrrar kennsluskrár þar með kastað á glæ. i Ráðuneytinu hlýtur að vera ljóst * að skólar verða að búa við öryggi og samfellu í starfi eigi árangur að nást. Yfirvöld menntamála geta því ekki leyft sér að stýra skóla- starfinu með tilskipunum af þessu tagi,“ segir í yfirlýsingu fram- kvæmdastjómar BHM.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.