Morgunblaðið - 23.08.1991, Síða 27

Morgunblaðið - 23.08.1991, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1991 27 Ivar Helgi Öskars- son - Minning Fæddur 17. september 1971 Dáinn 17. ágúst 1991 Vorlaufið unga, veika og smáa veit það um blóm sitt, um daggir, yl og ljós? Vorlauf míns hjarta, vorlauf míns trega, verður þú rós? (Þorsteinn Valdimarsson) í dag kveðjum við okkar elskulega frænda, ívar Helga, sem tekinn var frá okkur allt of snemma. Hver var tilgangurinn? Við slíka harmafregn leita ótal spurningar á hugann en fátt er um svör. Orðin verða van- máttug og við finnum hversu lítils- megnug við erum gagnvart hinum stóru spurningum um lífið og dauð- ann. Við trúum því að allt hafi sinn tilgang, mannsævin sé aðeins einn bekkur í skóla hins eilífa lífs. Við vitum að sólin rís aftur þó nú sé myrkur og djúp sorg. ívar Helgi var yngstur barna syst- ur okkar, Lovísu Einarsdóttu, og Óskars Karlssonar. Hann ólst upp í Garðabænum með systrum sínum, Áslaugu og Dóru, sem nú gráta sárt ástkæran bróður og kæra vin. ívar átti stutta en góða ævi. Okk- ur eru minnisstæðar samverustund- irnar með fjölskyldunni í Aratúninu og heimsóknir þeirra vestur á ísa- fjörð til afa Einars og „ömmu“ Bettýjar. í hugum okkar var Ivar einstaklega glaðvær og gefandi drengur sem öllum þótti gaman að hafa nærri sér. Fyrir þessar stundir veðum við ævinlega þakklát og geymum í hjörtum okkar. Elsku Lovísa, Óskar, Áslaug og Dóra, góður Guð styrki ykkur og gefi ykkur þrek til að-takast á við það sem enginn fær breytt, en minn- ingin um elskulegan dreng mun ætíð lifa í bijóstum þeirra er til hans þekktu. Bettý, Elísabet, Magga, Kúddi, Konni og Kiddi .. .og liljan að hófnum hneig, hún var dáin. (Jóhannes úr Kötlum) Þessar ljóðlínur komu upp í huga minn þegar ég heyrði um ótímabært lát frænda míns, Ivars Helga, elsku- legs og góðs vinar sem gleymist aldr- ei. Sumarlangt dvaldi hann hjá mér í sveitinni ljúfur, kátur og lítillátur. Hann var barn náttúrunnar, hreinn, tær og mjúkur eins og liljan hvíta en nú hefur sláttumaðurinn slyngi verið að verki einu sinni enn og skil- ur okkur eftir fátækari. Megi ljósið sem ívar hafði lýsa okkur fram í birtuna sem geymir þennan góða dreng. Með þökk og virðingu og mína dýpstu samúð til foreldra, systra og ailra sem lifa. Helga Pálsdóttir Mig iangar fyrir hönd nemenda- félags Fjölbrautaskólans í Garðabæ að minnast í fáum orðum ástkærs vinar og skólafélaga, sem nú er lát- inn. ívar, sem var svo yndislegur, blíður og góður sama hvað á gekk, er alít í einu horfmn frá okkur. Við sitjum eftir harmi slegin. Það er varla hægt að lýsa í orðum hve sökn- uðurin er mikill, en við höfum þó alltaf minningarnar sem munu hlýja okkur um hjartarætur þegar við hugsum um hann. Ivar var glaðvær, ljúfur og nota- legur, svo að engum gat liðið illa í návist hans. Hann gat komið hvaða fýlupúka sem var í gott skap með kærleika sínum og hlýju. Glettnin var ævinlega í fyrirrúmi, því hann gat alltaf séð eitthvað jákvætt við allt og alla. Allir sem þekktu ívar dáðu hann og virtu og voru það ófá- ir, því hann var mjög vinmargur og gerði hann sér far um að kynnast hveijum nýjum nemanda sem birtist í skólanum okkar. Þær voru ófáar stundirnar sem við eyddum með honum niðri í setu- stofu og var alltaf jafn gaman að mæta brosi hans þegar hann gekk í salinn. Hann var góður skólafélagi og það mun seint verða fyllt það skarð sem myndast hefur í hóp nem- enda Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Við erum mjög þakklát fyrir að hafa fengið að njóta hans í þennan stutta en góða tíma og við verðum að sætta okkur við, þótt erfitt sé, að nú er komið að einhveijum öðrum að njóta hans, á öðrum góðum stað. Við höf- um deilt með honum mörgum af okkar bestu stundum og þeim mun- um við aldrei gleyma. Elsku Lovísa, Óskar, Dóra, Ás- laug og vinir, við vottum ykkur okk- ar dýpstu samúð og vonum að að Guð gefi ykkur styrk í þessari miklu sorg. F.h. nemendafélags FG, Mjöll Jónsdóttir forseti. Mig langar að minnast ástkærs vinar míns, með miklum trega sem, nú er látinn í æskublóma. Ég kynntist ívari fyrir nokkrum árum í gegnum sameiginlega vini okkar. Hann var svo ófeiminn og hress að ég komst ekki hjá því að kynnast honum. Fljótlega urðum við bestu vinir og eyddum við mörgum af okkar bestu stundum saman. Ivar gat alltaf komið okkur í gott skap, Anna Guðmunds- dóttir - Kveðja Fædd 4. ágúst 1908 Dáin 16. júlí 1991 Mig langar að kveðja hana ömmu með fáeinum orðum. 13 ára gömul er ég svo lánsöm að flytja á hæðina fyrir neðan ömmu og til að heim- sækja ömmu voru aðeins örfá þrep upp stigann. Alltaf var tekið vel á móti manni með kaffi og kökum. Ég man hvað mér fannst notalegt að vita af ömmu uppi, þegar ég var ein heima og hafði ekkert fyrir stafni, þá lá leiðin upp stigann til ömmu. Hún hafði alltaf tíma til að spjalla, og það voru margar sögurn- ar sem hún sagði frá uppvaxtarár- um sínum. Amma var alltaf að vinna eitthvað í höndunum og það voru ófáir vettlingar, sokkar og treflar sem við krakkarnir fengiim hjá henni ömmu þegar við komum í heimsókn. Ég man fyrsta sumarið sem ég átti heima fyrir neðan ömmu að einn morguninn var hún að sjóða lítið fiskstykki, vafði hún því innan í pappír og henti út um eldhús- gluggann. Hvað ertu að gera spurði ég? Æ, hann á engan að greyið sagði hún og benti á bröndóttan kött sem hafði vanið komur sínar undir eldhúsgluggan. Já þarna er ömmu rétt lýst. Ástarfaðir himinhæða, heyr þú bama þinna kvak: enn í dag og alla daga, í þinn náðarfaðm mig tak. Náð þín sólin er mér eina orð þitt döggin himni frá, er mig hressir, elur, nærir eins og foldar blómin smá. (St. Thorst.) Ég vil að lokum þakka ömmu fyrir allar samverustundirnar sem við áttum saman, og þær minningar mun ég geyma vel. Sigríður Erna Valgeirsdóttir með vingjarnlegri hlýju og glettni sinni. Hann var með eindæmum hjálplegur ef eitthvað bjátaði á, og sá hann ávallt björtu hliðarnar á líf- inu. Hann var vinnusamur dundari og var hann ávallt eitthvað að vinna heimafyrir þegar ég kom í heimsókn til hans í Aratún 22. Ég þakka fyrir að hafa fengið að njóta góða drengs- ins míns í þennan stutta en yndis- lega tíma. Ég veit að hann er kallað- ur til góðra verka í hinum nýja heimi. Ég mun ininnast ívars með miklum söknuði, en hann mun lifa í hjarta mínu. Elsku Lovísa, Óskar, Áslaug og Dóra, ég vil biðja algóðan Guð að styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Kveðja, Klara Okkur langar með nokkrum fá- tæklegum orðum að minnast góðs vinar, ívars Helga Óskarssonar. Fyrstu minningar okkar um ívar, í grunnskóla, eru hversu rólegur og prúður hann var, enn samt tók hann virkan þátt í leik og félagsstörfum. Myndaðist þar náin vinátta sem hélst til síðasta dags. ofáar stundir áttum við félagarnir saman í Aratúninu og tengjast margar okkar bestu minningar þeim stundum er við áttum saman í bílsk- úrnum. Voru þar uppátækin mörg og misjöfn. Oftar en ekki er við mæltum okkur mót heima hjá ívari kom hann til dyra í bílskúrnum frek- ar en í aðaldyrunum. Var hann þá að dunda við eitt af sínum fjölda- mörgu verkefnum. En þannig var ívar, að hann gat setið tímum saman með einhvern hlut í höndunum, skrúfað hann í sundur og sett svo aftur saman, til þess eins að skoða hann. ívar var mesti námsmaðurinn af félögunum og var það ósjaldan sem verkefni er skila átti til kennara, komu úr tölvunni hans, svo við hinir þurftum bara að skrifa undir. ívar var mjög hjálpsamur, það var sama hvað um var beðið, aldrei stóð á hjálpinni. Þótt ívar hafi verið rólegur að eðlisfari, þá átti hann mjög auðvelt með að eignast vini. Hvar sem við komum, þá var ívar kominn í hróka- samræður innan fárra mínútna og skipti þá engu hvort viðmælandi hans var háaldraður eða barnungur og skýrir það sjálfsagt þann ótrúlega stóra vinahóp sem hann átti. Síðustu stundirnar sem við áttum með ívari voru síðastliðna verslun- armannahelgi, sem við ásamt nokkr- um öðrum vinum eyddum í Þórs- mörk. Við áttum þar saman yndis- legar stundir, þar sem allir voru brosandi og ánægðir og það er þann- ig, sem við geymum Ivar í hjörtum okkar. Það skarð sem ívar skilur eftir sig verður aldrei fyllt, þó að hann hafi ekki fylgt okkur nema tæp 20 ár, voru það sjálfsagt 20 bestu af 'ævi okkar allra. Elsku Lovísa, Óskar, Áslaug og Dóra, við og fjölskyldur okkar sam- hryggjumst ykkur innilega og biðj- um Guð að styrkja ykkur á þessutn þungbæru sorgarstundum. Sigurjón, Stefán, Sverrir og Hjörtur í svipnum hans sé ég æsku okkar og eitthvað svo viðkvæman sumarstreng, við skiljum vait þessi óblíðu örlög sem ætla sér, vinur, þinn góða dreng. (Matthías Johannessen.) Söknuður og sár tregi hvílir yfir. í dag kveðjum við ungan mann, sem svo skjótt var hrifinn brott á því æviskeiði, sem er upphaf afls atorku. Harmafregnin kom óvænt og skynsamleg rök eru víðs fjarri. ívar Helgi Oskarsson var nemandi í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ. Kynni mín af ívari voru ekki löng, en þó minnisstæð fyrir þær sa,kir, að vonirnar bjuggu svo sannarlega í huga þessa einlæga og viðkvæma manns, sem svo margt átti eftir ógert í lífinu. Við ræddum lengi sam- an síðastliðið vor. Hann hafði nokkr- ar áhyggjur af námi sínu enda sam- viskusamur að eðlisfari. Mér fannst bjart yfir áformum og ásetningi þessa unga manns, en örlögin hafa kallað hann til starfa á öðru lífs- sviði. Harmurinn er nánustu ættingj- um þungur og bótalaus, en nií-gij minningin um góðan dreng vera þeim huggun á erfiðum tímum. Ég votta foreldrum ívars, Lovísu og Öskari, systrum hans, Áslaugu og Dóru og öðrum ástvinum hans innilega samúð mína og flyt þær kveðjur frá kennurum og öðru starfsfólki Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Blessuð sé minning ívars H. Óskarssonar. Þorteinn Þorsteinsson Gísli R. Einarsson smiður — Minning Fæddur 29. ágúst 1969 Dáinn 16. ágúst 1991 Að kveldi 18. ágúst var hringt og mér tjáð að Gísli bróðir hennar Fríðu vinkonu minnar væri látinn. Þessi ljúfi og viljasterki drengur sem barð- ist svona hetjulega í veikindum sem öll vernd og umhyggja Fríðu og íjöl- skyldu hennar stóð máttvana gegn. Elsku Fríða mín, Guð einn þekkir dýpt þess sársauka sem yfir fjöl- skyldu þinni grúfir. Við sem stöndum álengdar getum aðeins rétt út hend- ur okkar ef það skyldi vera til ein- hvers stuðnings. Sá sem öllu ræður, hefur ætlað Gísla eitthvert annað hlutverk, sem við eigum erfitt með að skilja, en við verðum að virða í auðmýkt óskilj- anlegar ráðstafanir hans. Guð huggi elsku Fríðu mína, Þór- hildi, Einar, Júlla, Margréti og litlu Ömu Viktoríu sem hann fékk að njóta allt of stutt. Hulda María Við kveðjum nú kæran vin okkar í hinsta sinn. Allir vita að eitt sinn verða allir að deyja, en það er samt alltaf jafn sárt þegar einhver manni kær yfir- gefur þetta líf. Kynni okkar Gísla Ragnars voru ekki löng, aðeins örfá ár, ár sem hafa gefið okkur mikið af hlýjum minningum um góðan dreng og við erum þakklát fyrir að hafa notið vináttu hans. Gísli Ragnar háði harða baráttu við sjúkdóm sem að lokum hafði yfirhöndina. Hugrekki hans var með eindæmum og mættum við öll læra af því. Hinn 17. júní 1989 fæddist Gísla Ragnari dóttir, Arna Viktoría, sem var sólargeisli föður síns, en því miður fékk hann ekki langan tíma með henni. Eitt er víst að hún á dyggan aðdáanda á himnum. Með þessum fáu orðum sendum við foreldrum hans, Einari og Þór- hildi, systkinum hans, Margréti, Fríðu og Júlla, og dóttur hans, Órnu Viktoríu, einnig öllum aðstandend- um og vinum hans, okkar dýpstu samúðarkveðjur. Guð blessi minningu hans._ Reynir og Ólöf Okkur langar að minnast góðs drengs, Gísla, sem nú hefur kvatt þannan heim eftir löng og erfið veik- indi. Kynni okkar hófust er hann hóf störf hjá sama fyrirtæki og við unn- um hjá, sem lærlingur í trésmíði árið 1987. Gísli var mjög efnilegur smiður, útsjónarsamur og duglegur. Einnig var hann mjög notalegur í umgengni, glettinn og ætíð var fjör í kringum hann. Ekki áttum við von á því þegar við fyrrverandi vinnufélagarnir hitt- umst í vetur að það væri í síðasta skiptið sem Gísli var með í hópnum. Hann virtist hressari og var kátur og vonuðum við að hann væri að sigrast á veikindunum. Það var mikil gæfa að fá að kynn- ast Gísla þó að æðri máttarvöld kæmu í veg fyrir að þau kynni yrðu lengri, en við munum ætíð minnast hans. Kæri Einar, Þórhildur, dóttir og systkini, við vottum ykkur innilega samúð. Siggi, Guðlaug og Margrét Rós. Gísli Ragnar Einarsson andaðist í foreldrahúsum föstudaginn 16. ágúst á Álfhólsvegi 89 í Kópavogi. Hann laut að lokum í lægra haldi fyrir sjúkdómi sem hann átti við að stríða í nær þijú ár. Hann var sonur hjónanna Einars Kjartanssonar og Þórhildar Gísladóttur. Leiðir okkar Gísla lágu saman þegar ég flutti í sama hús í ágústmánuði árið 1979. Ég sá þennan fjöruga strák í fót- bolta úti í garði og duldist þá ekki að þar væri á ferð sterkt og þróttm- ikið ungmenni. Við Gísli áttum sam- an nokkur áhugamál Við tefldum sfúndiim' Ifráðskak'sjFrúðúbr brids og skiptumst á skoðunum um bíla. Þegar hann keypti sinn fyrsta bíl var það hans fyrsta verk að sýna mér hann. Þetta var kraftmikill bíll en Gísli vildi vera fljótur í ferðum. Gísli fór í Fjölbrautaskólann í Breiðholti og lærði trésmíði. Vann hann jafnframt hjá Trésmíðaverk- stæðinu Smiðshúsum hf. á meðan kraftar hans entust. Gísli stofnaði heimili í Garðabæ ásamt Erlu Björk Reynisdóttur. Þau éignuðustu dótt- urina Örnu Viktoríu, sem fædd«fi 17. júní 1989, en þau slitu samvistir eftir stutta sambúð. í desember á síðasta ári festi Gísli kaup á vélsleða til þess að ferðast um. Þá gekk hann við hækju og neitaði að gefast upp í baráttunni við krabbameinið. Einn- ig flutti hann til landsins bíl til þess að flytja sleðann og ferðast á. Aldr- ei sáum við neinn bilbug á honum þótt þrekið væri af skornum skammti. Hann gat ekki keyrt þenn- an nýja bíl þegar hann kom til lands- ins en hann fór nokkrar ferðir upp í sumarbústað á Þingvöllum með foreldrum sínum. Þótti Gísla rhjf£ gaman að dvelja þar. Nú síðast varð hann rúmfastur og í hjólastól. Móð- ir, faðir og systkini hjúkruðu honum á nóttu sem degi og höfum við ekki séð eins mikla umhyggju á nokkru heimili. Systkini Gísla eru Margrét, Fríða og Júlíus. Með þessum fátæk- legu orðum vottum við dóttur, fq^. eldrum, systkinum, afa og ömmu svo og öðrum ættingjum innilega samúð. Snórri óg Ingá

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.