Morgunblaðið - 23.08.1991, Page 12

Morgunblaðið - 23.08.1991, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1991 Slys - Hvað er til ráða? eftir Jóhann Ag. Sigurðsson Ágrip Nýlega var haldið á Akureyri norrænt þing um slys í umferð í víðu samhengi á láði, legi og í lofti. Eftirfarandi grein er að hluta byggð á rannsókn sem kynnt var á þessu þingi og fjallar um öll slys á íbúum í bæjarfélagi í þéttbýli. Helstu atr- iði eru þessi: • Um 70% allra slysa á íslandi, þar sem fólk leitar læknisaðstoðar á heilsugæslustöðvum og sjúkra- húsum, eru nú skráð á tölvur. Þetta er einsdæmi í heiminum, þar eð aðrar þjóðir státa af gögnum sem svara til 5-20% skráninga allra slysa eða rannsókna ákveðinna úrtaka. • á aldrinum 1 árs til 30 ára svar- ar slysatíðni til þess að 40 til 70 af hundraði stráka í hveijum ár- gangi slasist á ári. • Fram til 50 ára aldurs eru 125% meiri líkur á að karlmenn slasi sig en konur. • 169 af hveijum 10 þúsund íbúum í þéttbýli slasast í umferðarslysum á ári. • Tognun á hálsi (whiplash) er getið í sjúkraskrám sem 40% allra umferðaslysa. Þetta líkist faraldri og má ef til vill rekja til hugsan- legra tryggingabóta. Bætur fyrir áverka af þessum toga eru að margra mati of miklar miðað við önnur slys og sjúkdóma sem valda svipuðum óþægindum. Skráning slysa Góð skráning á slysum, orsökum þeirra og afleiðingum er grundvöll- ur fyrir frekari rannsóknum og fyr- irbyggjandi aðgerðum. Stöðluð tölv- uskráning á samskiptum íbúa við heilsugæslustöð var fyrst reynd á Egilsstöðum fyrir rúmum 15 árum og hefur nú verið tekin upp á um 50% ajlra heilsugæslustöðva á land- inu. Úr þessum gögnum er hægt að fá mikilvægar upplýsingar um ýmsa sjúkdóma og slys. Á Slysa- deild Borgarspítalans hefur verið safnað sérhæfðum upplýsingum um slys á höfuðborgarsvæðinu í ára- tugi. Nú sinna heilsugæslustöðvar á Stór-Reykjavíkúrsvæðinu slysa- þjónustu í vaxandi mæli og þess vegna er ekki hægt að fá heillega faraldsfræðilega mynd af þessu tagi nema að sameina upplýsingar frá öllum aðilum sem sinna slysum. Sem dæmi má nefna að á Heilsu- gæslustöðinni Sólvangi í Hafnar- firði var sinnt 42,2% allra slysa sem Hafnfirðingar urðu fyrir árið 1990, enda þótt stöðin sé aðeins opin til kl 20 á virkum dögum. Árið 1986 var þetta hlutfall aðeins 22%. Á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðv- um eru einkum upplýsingar um teg- und og alvöru áverka. Lögregluyfir- völd, Umferðaráð og ýmsir aðrir afla einnig gagna um slysstaði og slysagildrur í umferðinni og víðar. Slys á Hafnfirðingum Tölvuskráning sjúkragagna hef- Breytingar á fjölda alvarlegra slysa í skólum í Hafnarfirði .Fjöldi SSkurði r IBeinbrot 1987 1988 1989 1990 Öll umferðarslys 1990 flldur ur verið í þróun á Heilsugæslustöð- inni Sólvangi undanfarin ár. Niður- stöður eftirfarandi könnunar á slys- um á Hafnfirðingum eru árangur þessarar skráningar og samvinnu við Slysadeild Borgarspítalans. Hafnfirðingar voru samtals 15.197 árið 1990. Þetta ár voru skráð 4.859 ný slysatilvik en það svarar til 310,6 slysa á hveija 1.000 íbúa svæðisins. Þessi slysatíðni er svipuð og árið 1986, en þá reyndist hún vera 320 slys/1.000 íbúa. Hún er heldur hærri en í sambærilegum rannsóknum í dreifbýli svo sem á Egilsstöðum og Bolungarvík. Þess- ar tölur eru einnig hærri en víða erlendis. Hafa ber þó í huga að ytra er skráning ekki eins nákvæm og hér^á landi, sérstaklega varð- andi minniháttar slys sem gefur falska mynd ef lönd eru borin sam- an. Mynd 1 sýnir hundraðshlutfall allra slysa miðað við fjölda íbúa í hveijum aldurshópi. Eins og sjá má slasast karlmenn mun oftar en konur fram að fimmtugsaldri (töl- fræðilega marktækt með p < 0,001 og áhættuhlutfalli 2,25). Athygli vekur að kynjamunur kem- ur strax í ljós eftir eins árs aidur, sem styður þær hugmyndir að drengir séu nánast frá fæðingu ærslasamari og óvarkárari en stúlk- SAMTÖK félagsmiðstöðva á Norðurlöndum, UFN (Ungdom och fritid í Norden), halda aðalfund sinn á Islandi 5. og 6. september nk. Aðalfundurinn verður í Menningarmiðstöðinni Hafnarborg í Hafnar- firði. í tengslum við aðalfundinn verð- ur haldið námskeið er beryfirskrift- ina „Félagsmiðstöðvar í nútíð og framtíð. Frá samfélagshjálp til menningarstarfs." Námskeiðið fer fram í Norræna húsinu dagana 4.-9. september. Fyrirlesarar eru frá öllum Norður- löndunum. Auk fyrirlestra verður farið í vettvangskannanir. Fyrir ís- iands hönd flytur Gunnar Rick- hardsson forstöðumaður félagsmið- stöðvarinnar Garðarlund fyrirlest- ur. Námskeiðið er opið öllu áhuga- fólki um starfsemi og viðgang fé- Jóhann Ág. Sigurðsson A árinu slösuöust sam- tals 257 einstaklingar í umferðinni en það svar- ar til 169 slysa á hverja 10.000 íbúa og 5,3% af öllum slysum íbúa í þéttbýli. Hvað er til ráða? Slysavarnir eru snar þáttur í starfsemi heilsugæslunnar. Strax í mæðra- og ungbarnaverndinni er nú lögð meiri áhersla á slysavarnir en áður var. Foreldrar fá í hendur ábendingar um algengar slysagildr- ur í heimahúsum og hjúkrunarfræð- ingar aðstoða þá við að skapa börn- um öruggt umhverfi. Starfsfólki stöðvarinnar fínnst forlagatrú for- eldra fara minnkandi og fólk skynj- ar betur mikilvægi slysavarna. Einnig hefur verið gert sérstakt átak í skólum bæjarins þegar í ljós kom að flestar slysagildrur voru á skólalóðinni og í íþróttum. Góð sam- vinna náðist strax við nemendur og kennara um þessi mál. Árangur af þessu forvarnastarfi virðist þegar vera að koma í ljós þar eð á síð- ustu árum hefur okkur tekist að fækka aivarlegum slysum í skólum svo sem beinbrotum og skurðsárum eins og sjá má á mynd 3. I starfs- mannaheilsuvernd er verið að vinna að forvömum á svipaðan hátt. Svo virðist, sem kapp, lífsorka og hraðafíkn unglinga á aldrinum 15 ára til tvítugs fari illa saman við þau tryllitæki sem þeim standa til boöa. Mikill íjöldi slysa hjá þessum aldurshópi ber þessu órækt vitni. Okkur í heilsugæslunni finnst að við getum litlum vörnum komið við varðandi umferðarslysin hjá ungl- ingum á þessum aldri. Þar verða því yfirvöld að grípa inní með mun harðari aðgerðum en hingað til. Margar tillögur hafa áður verið nefndar svo sem: • Dreifa verklegri og bóklegri öku- kennslu á lengra tímabil en nú er, ur. Senniléga eru þetta meðfæddir eiginleikar en ekki uppeldinu að kenna. Sumir virðast vera fæddir hrak- fallabálkar og slasast oftar en einu sinni. Sé gert ráð fyrir einu slysi á mann á ári svarar slysatíðnin á mynd 1 til þess að yfir 40% til 70% allra drengja og unglingspilta slas- ist á ári fram til 25 ára aldurs. Úr því fer að draga úr slysum hjá körl- um þótt tíðnin fari aldrei undir 25%. Slysatíðni kvenna er einnig há en mun lægri en hjá körlum. Sem betur fer eru flest þessara slysa minniháttar. Algengastar eru tognanir eða smá skrámur og skurðir, sem þarf að sauma saman. Það er mikill tímasparnaður fyrir Hafnfirðinga þegar gert er að slík- um meiðslum á heilsugæslustöðinni þar sem biðtími er í flestum tilvikum innan við klukkustund. Enda þótt alvarlegri slys séu sjaldgæf eru þau allt of mörg. Á stöðinni var t.d. búið að 125 beinbrotum og 438 brotum var sinnt á Borgarspítalan- um. Tveir létust af umferðarslysum. Umferðarslysin Á árinu slösuðust samtals 257 einstaklingar í umferðinni en það svarar til 169 slysa á hveija 10.000 íbúa og 5,3% af öllum Öll slys á Hafnfirðingum 1990 .Fjöldi^lOO i hverjum aldurshóp 0-4 10-14 20-24 30-34 40-44 50-54 60-64 5-9 15-19 25-29 35-39 45-49 55-59 65+ flldur Aðalfundur Samtaka nor- rænna félagsmiðstöðva lagsmiðstöðva. Þátttökugjald á námskeiðið er 10.000 kr. Innifalið í því verði auk fyrirlestra er matur og veitingar alla námskeiðsdagana auk skoðunarferða. Einnig er hægt að kaupa aðgang að einstökum dögum og er aðgangsgjald þá krón- ur 4.000 fyrir daginn. Skráning á námskeiðið fer fram hjá Æskulýðsráði Hafnarfjarðar. Allar nánari upplýsingar veita Árni Guðmundsson Æskulýðsfulltrúi og Linda Magnúsdóttir. slysum íbúa í þéttbýli. Þetta hlutfall er mun hærra en gerist úti á landi og erlendis. Eins og sjá má á mynd 2, er athyglisvert hversu margir slasast í umferðarslysum í aldurshópnum 15 til 19 ára. Svipað mynstur má einnig sjá í skýrslu Umferðarráðs og i rannsóknum frá landsbyggðinni. Hálshnykkur Það vekur athygli þegar umferð- arslysin eru skoðuð nánar, að togn- unar á hálsi eða hálshnykks (whi- plash) er mjög oft getið eða í um 40% tilvika. Ný tilvik hálshnykks voru 77 á hveija 10.000 íbúa á ári. í óveðrinu 20. mars 1990 urðu mörg umferðarslys og þá fengu tíu Hafnfirðingar hálshnykk á þessum eina degi. Þessi háa tíðni hálsáverka er mun meiri en erlendis svo að erlendir læknar hafa líkt þessu við „nýjan íslenskan faraldur". Trygg- ingabætur vegna hálsáverka hafa verið óvenju miklar hér á landi síð- ustu ár. Það má vera að það leiði til þess að hálsáverkum sé meiri gaumur gefinn en öðrum meiðslum. það hefur færst mjög í vöxt að Iög- fræðingar biðji um læknisfræðileg áverkavottorð vegna fólks sem hlot- ið hefur slíka áverka. Læknar hafa ekkert á móti því að sjúklingar þeirra fái bætur fyrir skaða og vinnutap sem þeir verða fyrir. Margir þeirra telja þó að þessi slys séu metin til hærri bóta en önnur slys og ýmsir sjúkdómar sem valda mun meiri hörmungum og óþægind- t.d. 6 til 12 mánuði eða jafnvel 2 ár. Við það minnkar æsingurinn, sem fylgir ökuréttindunum og ein- staklingurinn nær að þjálfa nýlærð viðbrögð betur. • Þyngri viðurlög vegna umferðar- brota og stóraukið hraðaeftirlit. • Fjölga æfingabrautum fyrir mót- orhjóla- og bifreiðaakstur • Hækka aldursmörk fyrir öku- leyfi. Lokaorð Við getum nú státað okkur af einstæðum tölulegum gögnum um slys á löngu tímabili. Þessar upplýs- ingar benda til þess að hægt sé að fækka slysum með markvissum aðgerðum, en í flestum tilvikum hefur lítil breyting orðið til batnað- ar síðustu ár þrátt fyrir aukna fræðslu og ýmsar forvarnir. í sum- um tilvikum höfum við hreihlega ekki haft kjark eða áhuga á að gera það sem gera þarf til að fækka slysum. Stór hópur ungs fólks slas- ast í umferðinni á hveiju ári. Stjórn- völd verða að grípa til einhverra aðgerða sem fyrst en sætta sig ekki við þann fjölda særðra og fall- inna í umferðarstríðinu. Það er hægt að koma á breýtingum, en til þess þarf pólitískt hugrekki og þor. Það væri ömurlegt ef fólk sætti sig við þær fórnir sem færðar eru og teldi forlög ráða mestu um örlög barna sinna og annarra í umferð- Höfundur er prófessor í lieimilislækningum við Háskóla Islands og yfirlæknir á Heilsugæslustöðinni Sólvnngi í Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.