Morgunblaðið - 23.08.1991, Side 20

Morgunblaðið - 23.08.1991, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1991 VALDARANIÐ I KREML MISTOKST Gorbatsjov ræðir við fréttamenn við komuna til Moskvu í fyrrinótt. „Þeim tókst ekki að bijóta mig niður,“ sagði hann um áttmenningana. „Heimur- inn verður að fá vitneskju um hvað gerðist. Hvað þeir höfðu í hyggju, hvað þeir ætluðu að gera mér, hvað þeir vildu mér og hverju þeim tókst ekki að ná.“ Gorbatsjov sagði að hefði áttmenningunum tekist ætlun- arverk sitt hefðu þeir leitt hörmung- ar yfir þjóðina. Sigurinn á þeim væri sigur umbótastefnunnar og neyðarnefndinni hefði ekki tekist að notfæra sér óánægju almennings vegna efnahagsástandsins. Gorb- atsjov þakkaði Jeltsín og sovésku þjóðinni fyrir að mótmæla valdarán- inu og sagði að í ljós hefði komið að sú stefna, sem fylgt hefði verið frá 1985, hefði borið ávöxt. SIG UR, SIG UR! Stuðningsmenn Jeltsíns fögnuðu ákaflega í gær, kyijuðu slagorð og veifuðu blómvöndum. „Jeltsín, Jeltsín“ og „sigur, sigur!“ hrópaði mannfjöldinn og á spjöldum stóð m.a. „Miðstjórnin mun ekki halda velli“. Ungur hermaður úr skriðdrekadeild sovéska hersins reynir að veija vélbyssu sína regni. Hann var einn þeirra hermanna sem gengu til liðs við stuðningsmenn Jeltsíns á mánudagskvöld og tóku sér stöðu fyrir framan rússneska þinghúsið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.