Morgunblaðið - 23.08.1991, Síða 32

Morgunblaðið - 23.08.1991, Síða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1991 ----j—,• n—r • ;—..................!— Stefán Harðar- son - Minning Fæddur 11. ágúst 1965 Dáin 12. ágúst 1991 Ungan mann langar til að hleypa heimdraganum og skoða sig um í veröldinni, víkka sjóndeildarhring sinn. Slíkt er algengt og margir íslendingar haldnir sterkri útþrá. Stefán Harðarson hélt af landi burt á síðustu vordögum til Basel í Sviss. Hann fékk þar starf hjá svissnesku flugfélagi sem hélt uppi ferðum til Kenya. Hér heima hafði hann lokið prófi frá Verslunarskóla íslands og síðan fengist við sölumennsku, einkum auglýsingasölu hjá útvarps- stöðvum. Stefán var greindur piltur og góðviljaður og hlýr í viðmóti. Eðlislæg hjálpsemi hans og skemmtileg framkoma aflaði hon- um margra vina. í Basel hafði hann þegar eignast marga vini og kunn- ingja þó dvöl hans þar yrði ekki löng. Hann veiktist skyndilega af hættulegum sjúkdómi, malaríu, og lést eftir skamma legu 12. ágúst síðastliðinn, daginn eftir 26 ára afmæli sitt. — Og nú er hann kominn heim, ekki til að heyja baráttu á sviði virkra daga, heldur til hvíldarinnar eilífu. Foreldrar Stefáns Harðarsonar eru Hörður Sveinsson heildsali og kona hans, Elín Kristinsdóttir. Fað- ir Harðar var Sveinn Sveinbjörns- son frá Geirshlíðarkoti í Flókadal í Borgarfírði. Foreldrar Sveins voru Sveinbjörn Sveinsson bóndi og kona hans, Guðlaug Ingimundardóttir af ætt þjóðsagnaklerksins séra Snorra á Húsaffelli. Sveinn var bifreiða- stjóri í Borgarnesi, vel látinn dugn- aðarmaður, en dó á besta aldri 1946, aðeins 44 ára. Kona Sveins var Sigurlaug Sigrún Björnsdóttir, fædd í Brekku í Víðimýrarsókn í Skagafirði, dóttir hjónanna Björns Bjarnasonar og Stefaníu Ólafsdótt- ur en uppalin frá 9 ára aldri í Deild- artungu hjá hjónunum Sigurbjörgu, systur sinni, og Jóni Hannessyni. Eftir lát Sveins, manns síns, fluttist Sigurlaug með börn sín þrjú til Reykjavíkur. Móðir Stefáns Harðarsonar, Eiín, er dóttir Kristins Andréssonar mál- arameistara í Reykjavík (d. 1960) og eftirlifandi konu hans, Margrét- ar Guðmundsdóttur. Foreldrar * Kristins voru hjónin Andrés Bjarna- son söðlasmiður í Reykjavík og Guðlaug Jónsdóttir. — Margrét, móðir Elínar Kristinsdóttur, er dótt- ir Guðmundar Magnússonar bónda í Böðvarsdal í Vopnafirði og konu hans, Elínar Stefánsdóttur frá Teigi í sömu sveit. Elín var föðursystir hins nafnkunna vísindamanns Sig- urðar Þórarinssonar prófessors. Stefán var yngstur fimm barna þeirra Harðar og Elínar, en systkini hans eru: Margrét, Sveinn, Kristinn og Sigrún. Sár harmur er kveðinn að vanda- fólki Stefáns Harðarsonar við svip- legt fráfall hans, foreldrum, systk- inum og ömmum hans báðum, — öldruðum konum, sem sjá á bak yndi sínu og eftirlæti í blóma lífsins, og sama er að segja um vini hans og kunningja. Svo fer okkur jarðar- börnum. Vonir blikna við fráfall vina okkar, vonir um langt og giftu- ríkt líf sem okkur finnst við hafa séð sem í skuggsjá, en tjald er skyndilega dregið fyrir. — Er þá öllu Iokið? Nei. — Stefán skildi öllum sem hann.þekktu eftir dýrmæta gjöf sem alltaf býr í hugum þeirra sem eftir lifa hrein og grómlaus. Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfir sem ung á morgni lífsins staðar nemur, og eilíflega, óháð því sem kemur í æsku sinnar tignu fegurð lifir? Svo segir Tómas Guðmundsson skáld, og þeirra orða er gott að minnast. Við hjónin biðjum Stefáni frænda mínum blessunar á nýjum vegum í ríki Guðs. Við biðjum þess að for- eldrum, systkinum og öðrum að- standendum megi skína hinir fögru geislar frá minningu hans sem gleðji og létti þrautir og þunga daganna. Andrés Björnsson Ég kvaddi hann í vor. Ég mætti of snemma í sam- kvæmið og átti dijúga stund með honum einum. Við ræddum ástina, lífið og til- veruna, í framtíð sem fortíð, í skugga sem birtu og vorum sáttir — sem alltaf áður. Og gestir komu, fjölskyldan öll. Rauðvín, kaffi og kaldir réttir — og Stebbi sleikti puttana og hló. Hann var að kveðja okkur, nýr kafli í nýju landi, án okkar og eng- an óraði fyrir að það yrði síðasti kaflinn. Hann brosti og benti þegar hann lagði áherslu á orð sín. Allt yrði frábært og við trúðum honum öll. Hann var bjartsýnn á lífið, lifði því og ætlaði sér margt og stórt. En hann fékk ekki tímann til þess. Og núna þegar ég kveð hann alfarinn — þá er eftir tóm. Skopið, háðið, vinsamleg ráðgjöfin og hjálp- semin öll — er ekki meir. Minning- in aðeins ylur, drifkrafturinn, eldur- inn er dáinn. Hans er sárt saknað. Ari Eggertsson Það er ekki oft sem stórir vina- hópar endast allt frá barnæsku fram á fullorðinsár. Sú varð þó raunin með okkur strákana, Beam- bræðurna eins og við kölluðum okk- ur. Sex manna gengi sem átti heim- inn og brallaði margt, alltaf stóðum við saman í gegnum súrt og sætt. Við höfum yfirleitt verið sólarmeg- in, félagarnir, og kannski ekki sætt miklu andstreymi um ævina. Þann- ig má segja að við tókum hver ann- an sem sjálfsagðan þátt í lífi okk- ar, en þannig er það víst ekki. Núna erum við minntir rækilega á það þegar miðpunkturinn úr geng- inu er horfinn sjónum okkar, nú þegar Stebbi er dáinn. Nú rennur upp fyrir okkur sú staðreynd að Stebbi var allt í öllu í okkar vinahópi, aðalmaðurinn. Hann var einstakur á allan hátt, hvar sem borið er niður. Hann var sannkallaður gleðimaður, húmorinn var alltaf til staðar, léttur í lund og uppátækjasamur, sem var ein- mitt það sem gengið þreifst á. Hann var sífellt að skipuleggja einhveija hluti, alltaf með eitthvað á pijónun- um. Hvað varðar Beam-bræður var hann fyrstur manna til að kalla okkur saman, hveit sem tilefnið var. Stefán var eldhugi. Ef hann ákvað að gera eitthvað linnti hann ekki látum fyrr en takmarkinu var náð. Oftar en ekki fannst okkur félögunum hugmyndir hans full djarfar, en síðan vissum við ekki fyrr en við vorum sjálfir komnir á kaf við að framkvæma þær. Ein af sfeinustu hugarsmíðum hans, íbúðin sem hann kom sér fyrir í vor, var einmitt gott dæmi um þetta. Hann labbaði inn í gamalt og óhijálegt bakarí og sá það sem enginn annar sá, nefnifega höll. Og það kom síðar á daginn. Það er endalaust hægt að velta upp myndum um Stebba. Óteljandi samverustundir skilja eftir minn- ingar um sannan vin og félaga. Og þó að skarð Stebba verði aldrei fyllt eigum við einmitt þessar minningar til að deyfa sársaukann, minningar sem við varðveitum í hjörtum okkar um alla framtíð. Við vottum foreldrum og að- standendum okkar dýpstu samúð. Fari félagi í friði. Beam-bræður Lærir svo lengi sem lifir segir máltækið og það var svo sannarlega hægt að læra af því að kynnast Stebba. Hann var ótrúlega lífsglað- ur og fjörugur á allan hátt og hafði einstakt lag á því að gera hvern dag sérstakan, meðan við hin hugs- uðum um að þrauka fram að helgi. Sköpunargáfan var víst ábyggilega fyrir hendi þar sem Stebbi var ann- ars vegar og fékk hún svo sannar- lega að njóta sín í Höfðatúninu í vor þegar nýja íbúðin var sett í stand. Það leyndi sér ekki að verki loknu, hversu mikill stílisti hann var. Hver smáhlutur hafði sinn til- gang og litasamsetningar sem menn fussuðu yfír fyrirfram reynd- ust smella frábærlega saman er til kom. Þetta var barnið hans Stebba og það að sitja þarna með honum og spjalla undir lágværri jazz- eða blúsmúsík sem hann setti á fóninn var nokkuð sem skildi eitthvað eftir sig. íbúðin, tónlistin og Stebbi runnu þarna saman í eitt. Það var líka alltaf þægilegt að tala við Stebba ef mönnum lá eitt- hvað á hjarta. Hann virtist aldrei hafa nein vandamál sjálfur heldur vera þarna til að leysa vandamál annarra. Stebba minn kveð ég nú að sinni. Kveðjupartíið sem hann hélt í vor fyrir utanför var frábært og átti vel við. Það virtust allir finna sér tíma til að mæta. Fjölskyldu og aðstandendum votta ég samúð mína. Gaui Stefán Harðarson var besti vinur minn. Kynni okkar hófust þegar við vorum á unglingsaldri og Stefán fluttist á Seltjarnarnes, í næstu götu við heimili mitt. Við fórum alltaf úr strætó á sama stað og það leið ekki á löngu þar til við vorum orðnir miklir vinir. Ég man vel, áður en ég kynntist honum, þegar ég gekk framhjá húsinu hans og tónlistin hljómaði út á götu. Ég var alltaf að velta því fyrir mér hver það væri sem byggi þarna og væri alltaf að spila uppáhaldslögin mín. Eftir örstutt kynni fannst mér ég hafa þekkt Stefán allt mitt líf. Það var svo gott að tala við hann og ómetanlegt að fá skoðanir hans á hlutunum. Stefán hafði þann ein- stæða hæfileika að sjá björtu hlið- arnar á öllum málum og hann leyfði mér aldrei að vera leið yfir neinu lengi. Stefán var sannkallaður heiðurs- maður. Ég man vel árið sem við fengum bílpróf. Hann fékk prófið þrem mánuðum á undan mér og frá þeim degi þurfti ég ekki að stíga upp í strætisvagn framar. Hann keyrði mig og sótti jafnt á nóttu sem d'egi. Stefán átti mjög auðvelt með að kynnast fólki og var hvers manns hugljúfi hvar sem hann kom. Skiln- ingur hans og umburðarlyndi var slíkt að honum varð aldrei sundur- orða við vini sína, ,a.m.k. ekki við mig. Okkur dreymdi sömu drauma um að skoða okkur um í hinum stóra heimi. Sá draumur rættist eitt sum- ar, 1983, þegar við fórum saman til Grikklands og þess minnist ég enn sem skemmtilegasta ferðalags sem ég hef farið í. Það er mér mikill heiður að hafa fengið að kalla Stefán vin minn. Mér finnst ég betri manneskja eftir kynni okkar sem stóðu í 10 ár. Þrátt fyrir sáran vinamissi veit ég að Stefán er kominn á betri stað. Ég kveð Stefán með djúpu þakk- læti, fullviss þess að við munum hittast aftur. Foreldrum hans og systkinum sendi ég mínar innilegustu samúð- arkveðjur. Halla Pálsdóttir Það er erfitt að finna réttu orðin til að lýsa tilfinningum okkar á þessari sorgarstund. Sár söknuður og skilningsleysi á því sem gerst hefur er kannski efst í huga. Minningarnar eru ótrúlega marg- ar enda áttum við þess kost að njóta vinskapar Stebba frá unglingsaldri. Við kynntumst í Való og héldum hópinn ásamt Beam-bræðrum til dagsins í dag. Þrátt fyrir að leiðir hafi skilið nokkrum sinnum, í lengri eða skemmri tíma, var vináttan allt- af jafnsterk, eins og við hefðum aldrei skilið. Þetta urðu ellefu við- burðarík ár. Þar sem við deildum bæði gleði og sorg. Stebbi var okkur kaér vinur og brottför hans skilur eftir stórt skarð í hjörtum okkar. Skarð sem við reynum að fylla með gleðilegum minningum, því lífsgleði var hans boðskapur. Elsku Elín, Hörður og fjölskylda. Við vottum ykkur innilegustu sam- úð okkar á þessari erfiðu stundu. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá huga þinn og þú munt sjá að þú grætur vegna þess sem var gleði þín. (Kahlil Gibran) Helena og Arna Það er oft stutt milli gleði og sorgar og stundum erum við óþyrmilega minnt á það. Besti vinur okkar, Stebbi, er dá- inn. Fimmtudaginn 8. ágúst þynndi yfir okkur, þá barst okkur fréttin um að Stebbi lægi þungt haldinn á spítala í Sviss og væri jafnvel ekki hugað líf. Við trúðum og vonuðum í lengstu lög að lífið yrði dauðanum yfirsterkara, en þær vonir brugð- ust. Núna stöndum við ráðþrota yfir ótímabærum missi góðs vinar. Það er margs að minnast þegar horft er um öxl. Þótt hagir okkar breyttust þegar fjölskyldan stækk- aði skildu leiðir aldrei. Stebbi ’var aldrei langt undan og varla leið sá dagur að við heyrðum ekki í honum eða hittum hann. Stebbi var ein- staklega barngóður og skemmst er að minnast síðasta aðfangadags þegar hann birtist á heimili okkar að venju með fangið fullt af gjöfum. Umbúðirnar voru skrautlegar og afar frumlegar og innihaldið sveik engan, allra síst lítinn snáða sem beið fullur eftirvæntingar. Þá mátti varla á milli sjá hvor gladdist meira gefandinn eða þiggjandinn. Þótt Stebbi færi til starfa erlendis var hugulsemi hans óbreytt. Hann gleymdi ekki vinum sínum enda var hann sannur vinur vina sinna. í dag er komið að kveðjustund. Elsku Stebbi er kvaddur hinstu kveðju. Skarð hans verður vand- ERFIPRYKKJUR Tökum að okkur erfidrykkjurfyrir allt að 250 manns. Verðfyd kr. 830. - Upplýsingar í síma 11440 eða d staðnum. Hótel Borg fyllt. Að leiðarlokum er okkur vissu- lega sorg og söknuður efst í huga, en jafnframt þakklæti fyrir einlæga vináttu. Elsku Stebbi var dásamleg- ur félagi á leiðinni í gegnum lífíð og við trúum því að hann bíði okk- ar á leiðarenda. Elsku Elín og Hörður og fjöl- skylda, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og megi guð hjálpa okkur á þessum erfiðu tímum. Jói, Guðbjörg, Birgir Daði og Agnes Lífið er margslungið, flókið. Það líður áfram, eins og stórfljót, stund- um stjómlaust, stundum ekki. Mað- ur getur valið sér ýmsa farvegi ef maður þykist vita hvert förinni er heitið. Stundum ber mann af leið, en það er bara einsog lífið er. Það skiptir kannski ekki meginmáli að vera á fullri ferð áfram. Málið er að njóta ferðarinnar, njóta lífsins, með fjölskyldu og vinum. Ferðafé- lagarnir geta verið margir og í mis- langan tíma, en fjölskyldan og nán- ustu vinirnir era kjölfestan í þessu ferðalagi, uppistaðan og styrkurinn. Stefán Harðarson lést mánudag- inn 12. ágúst. Með honum er geng- in ein af kjölfestunum í mínu lífí. Fréttin um skyndileg veikindi hans var reiðarslag. Vonin um kraftaverk lifði, en viku síðar slökknaði ljós hans. Maður lýtur höfði, steytir á skeri. Ymsar spurningar vakna, en fátt er um svör. Maður skilur ekki, trúir ekki að Stebbi sé horfínn. Vináttubönd okkar Stebba hnýtt- ust á unglingsaldri, og áttu eftir að treystast alla tíð. Vinskapurinn lifði allar þær hræringar og breyt- ingar sem fylgdu leið okkar frá unglingi til manns. Þegar horft er til baka koma í hugann ótal sam- verustundir. Og það skemmtilega er að í öllum þessum 'minningum er Stebbi alltaf jafn jákvæður, glett- inn og lifandi. Hann Stebbi var nefnilega sér- stakur. Hann hafði einstakt lag á að sjá það jákvæða í öllum hlutum. Þó á móti blési stundum, þá horfði hann bara fram á veginn, og vann sig út úr því. Vandamál vora ekki að hans skapi. Og þó Stebbi ætti stundum erfítt, kannski erfiðara en margur hélt, dró aldrei ský fyrir sólu hans. Alltaf broshýr og fersk- ur, veltandi fyrir sér ólíklegustu hlutum, uppfullur af hinum ýmsu hugmyndum. Þau voru ófá skiptin þegar maður hitti Stebba að hann byijaði eitthvað á þessa leið: „Veistu hvað mér var að detta í hug?“ eða „Veistu hvað ég er að spá í að gera?“ Síðan útlistaði hann allt saman í fljótheitum, horfði síðan sposkur á mig og sagði: „Líst þér ekki vel á þetta?“ Þar kenndi ýmissa grasa, sumt óraunhæft (sem honum þótti nú ekki verra!), annað ekki. Það var ekki málið, heldur einfald- lega að framkvæma það. Og stað- reyndin er sú, þó að Stefán Harðar- son hafí aðeins orðið 26 ára og ein- um degi betur, að hann lét flesta drauma sína rætast. Stebba verður sárt saknað um alla framtíð, en minningarnar halda á lofti merki hans. Ljós hans mun skína áfram. Elsku Elín, Hörður og fjölskylda. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð og bið Guð að veita ykkur styrk í sorg ykkar. Hafí minn kæri vinur þökk fyrir samfylgdina, og fari hann í friði. Júlli Fullur eftirvæntingar og hreysti kvaddi hann ísland í lok maí. Fram undan beið nýtt starf í fjarlægum löndum. Rúmum tveimur mánuðum síðar bárust til íslands fréttir af alvarlegum veikindum hans. Eftir vikulangt dauðastríð var hann all- ur. Daginn fyrir andlátið hafði hann orðið 26 ára. Stefán Harðarson fæddist og ólst upp í Reykjavík, sonur hjónanna Elínar Kristinsdóttur og Harðar Sveinssonar, yngstur fímm systkina og sannkallað eftirlætisbarn. Ilann tók í arf góðar gáfur, tilgerðarlausa háttvísi og næmleika á tilfinningar og líðan annarra. Hann var fljótur til skilnings, bjó yfir ágætri tungu- málakunnáttu ogdijúgum sannfær- ingarkrafti, enda reyndust þær gáf- ur honum vel í starfi síðar meir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.