Morgunblaðið - 23.08.1991, Side 41

Morgunblaðið - 23.08.1991, Side 41
't?! T'í i v:í: :i )i.. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1991 OÞ 41 Þessir hringdu ... Gatnaframkvæmdir Einar hringdi: Nú er mikið um gatnafram- kvæmdir í Reykjavík, Hafnarfirði, Garðabæ og víðar. Mér finnst skorta á að gatnagerðarmenn sýni nógu mikið tillit gagnvart umferð. Víða er mokað upp á gangstéttir að því er virðist að þarflausu og veldur þetta óþægindum. Eins er víða gijót og möl út á götum þar sem viðgerð stendur yfir. Þarna væri hægt að gera betur og ganga betur um. Armbönd Tvö ai-mbönd töpuðust í Vest- urbænum fyrir skömmu. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 625510. Fundarlaun. Næla - Silfurnæla með tveimur gullt- íglum tapaðist á leiðinni frá Skjöl- dólfsstöðum að Mývatni, með við- komu við Sænetavatn og farið að Kröflu. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 42258. Fundarlaun. Slæða Slæða fannst á móst við ísaks- skóla. Upplýsingar í síma 688357 eftir kl. 16.1 Reiðhjól Reiðhjól fannst í Efra-Breið- holti. Upplýsingar í síma 73319. Kettlingur Kettlingur fannst við sumarbú- staðalandið Miðfellsland við Þing- vallavatn. Hann er ómerktur, um það bil þriggja mánaða, grár og hvítur. Upplýsingar í síma 670467. Hjól Fjólublátt Peugout fjallahjól hvarf frá Ránargötu fyrir þremur vikum. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í Björk í síma 20304. Þessar vinkonur héldu hlutaveltu fyrir nokkru og söfnuðu til Hjálpar- sjóðs Rauða krossins rúmlega 3.300 kr. Þær heita Lucinda Árnadótt- ir, Guðrún Bjartmarz, Sigrún Sigurðardóttir og Erna Sigurðardóttir. Einlœgar þakkir fœri ég öllum sem glöddu mig og heiöruöu á sextugsafmœli mími 1. ágúst sl. Þórir Stephensen. SVEFNBEKKI& Sýnið gömlu myndirnar Ég vil þakka Sjónvarpinu alveg sérstaklega fyrir Chaplin-myndirn- ar sem sýndar voru í sumar. Þessar myndir koma mjög vel út í sjón- varpi. Ég vil hvetja til að haldið verði áfram að sýna myndir frá bernsku kvikmyndagerðarinnar, því þar eru margir gullmolar innanum sem vissulega væri vert að dusta rikið af. Að lokum vil ég þakka forráða- mönnum Rískisjónvarpsins fyrir góða dagskrá um helgar, það er að segja á föstudögum og laugar- dögum. Dagskráin á virkum dögum finnst mér reyndar ekki nógu góð, fínnst að Sjónvarpið ætti að sýna að minnsta kosti eina bíómynd á kvöldi. En það ber að þakka sem vel er gert og helgardagskráin hef- ur vissulega verið með ágætum að undanförnu. Ánægður áhorfandi Ölögmætar handtökur Benjamín H.J. Eiríksson lýsti því í grein 13. ágúst hvernig til- efni varð til, að hann var handtek- inn í tvígang. í fyrsta skiptið hafði hann truflað stráka er voru önnum kafnir við að grýta strætisvagna- skýli. Þá gat faðir eins þessara pilta handtekið Benjamín í valdi starfs síns, sem var löggæsla. I annað skiptið gat strætisvagnabíl- stjóri látið handtaka Benjamín fyr- ir orðasennu sem hefði átt sér stað lögnu áður og vegna þess að hann vildi ekki yfirgefa vagninn af því tilefni. Jafnvel þótt hann hefði greitt fargjaldið. Sé þetta rétt með farið í meginatriðum, sem grein Benjamíns H.J. Eiríkssonar gefur til kynna, spyr ég hlutaðeigandi aðila. Hvað á svona lagað að þýða? Eruð þið skaðabótaskyldir? Þröstur J. Karlsson Þú svalar lestrarþörf dagsins á síöum Moggans! Svefnbekkur nr.24 kr. 15,510,- Með dýnu og þremur púðum kr. 24.060margir áklœðalitir. \ tjRALLY \\WÉCROS§ Laugardag 24. ág. v/Krýsuvíkurveg Undankeppni kl. 12.30 Úrslitakeppni kl. 14.00 YFIR 50 BÍLAR SKRÁÐIR „MIKIÐ FJÖR MIKIÐ GAMAN“ RALLY DELDRÍKR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.