Morgunblaðið - 23.08.1991, Page 23

Morgunblaðið - 23.08.1991, Page 23
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1991 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23, ÁGÚST 1991 2d Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakurh.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, simi 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 100 kr. efntakið. Mikið í húfi Atburðirnir í Sovétríkjunum síðustu daga hafa orðið til þess að undirstrika rækilegar en nokkru sinni fyrr hve mikið er í húfi fyrir þjóðir Vesturlanda, að umbótastefnunni í Sovétríkjunum verði haldið áfram. Á mánudag og þriðjudag var jafnvel útlit fyr- ir, að ný stjórnmálaleg ísöld væri að ganga í garð. Þá opnuðust augu margra, sem hafa gagnrýnt Gorbatsjov, forseta Sovétríkj- anna, fyrir það að hægt gangi, fyrir því hve gífurlega þýðingu það hefur fyrir þjóðir Vestur- landa, að sú umbótastefna, sem hann átti mestan þátt í að hrinda af stað, nái að blómstra. Endalok kalda stríðsins hafa létt þungu sálrænu fargi af þjóð- um Vesturlanda að ekki sé talað um þjóðir Austur-Evrópu og fólk- ið í Sovétríkjunum sjálfum. Auk þess munu lok kalda stríðsins létta þungum fjárhagslegunj byrðum af þessum þjóðum og losa fjármuni, sem geta þá geng- ið til uppbyggilegri verkefna en voþnasmíði. Það var nánast óbærileg tilhugsun, að horfið yrði til fyrri hátta. Innan Sovétríkjanna sjálfra hefur fólk fengið að kynnast frelsi til orðs og athafna í ein- hverjum mæli á síðustu árum. Kynni þjóða Sovétríkjanna af þessum mannréttindum, þótt tak- mörkuð séu enn sem komið er, hafa áreiðanlega átt ríkan þátt í þeirri einbeitni, sem almenningur sýndi í andófinu gegn valdaræn- ingjunum. Fyrstu skrefin í átt til fijáls þjóðfélags, sem tekin hafa verið á undanförnum árum, hafa orðið til þess að breyta hugsunar- hætti fólks í Sovétríkjunum til hins betra. Þetta má sjá í smáu sem stóru. í samtali við Morgun- blaðið í gær sagði Krasavin, sendiherra Sovétríkjanna á ís- landi, að samsærið hefði mistek- izt vegna staðfestu lýðræðisaf- lanna í landinu og að lýðræðisþró- unin mundi halda áfram. Sú stað- reynd ein, að sovézkur sendiherra á íslandi fallist á að láta hafa eftir sér slík ummæli í Morgun- blaðinu segir mikla sögu um þá breytingu, sem orðið hefur. Slíkt hefði verið óhugsandi fyrir nokkr- um árum. Það er risavaxnara verkefni en við hér á íslandi eða aðrir Vesturlandabúar höfum yfirleitt tök á að skilja eða skynja, að breyta þjóðfélagi á borð við hið sovézka.- Það er skiljanlegt, að fólkið í landinu, sem hefur varla í sig og á, geri kröfur til leiðtoga sinna um skjótar breytingar. Hér togast á margvíslegir hagsmunir. Ráðandi öfl í Kommúnistaflokkn- um, embættismannakerfinu, hernum og KGB vilja að sjálf- sögðu engar þær breytingar, sem skerða forréttindi þeirra. Einstök lýðveldi gera kröfur til fullveldis eða sjálfstæðis eftir aðstæðum á hveijum stað. Nær 300 milljónir manna krefjast matar og fatnað- ar. Það er augljóslega verkefni hinna pólitísku forystumanna að halda jafnvægi á milli þessara stríðandi afla. Ella brýzt út borgarastyijöld í Sovétríkjunum. Borgarastyijöld þar gæti haft hrikalegar afleiðingar, ekki bara innan ríkisins heldur einnig á Vesturlöndum. Sovézki forsetinn hefur augljóslega stundað pólitískan línudans á undanförn- um misserum, stundum af mikilli list, stundum á þann veg, að stuðningsmenn hans á Vestur- löndum hafa gefið upp alla von. Nú þegar menn hafa hoi-ft framan í hættuna á nýrri pólitískri ísöld er hugsanlegt, að Vesturlönd verði tilbúnari til að veita Gorbatsjov fjárhagslegan stuðning til þess að skapa þau skilyrði innan Sovétríkjanna, sem dragi úr líkum á nýju valdaráni. En jafnframt stendur sovézki for- setinn frammi fyrir Mýjum pólitískum veruleika heima fyrir. Hann er ekki kosinn í almennri kosningu. Jeltsín er kosinn í al- mennri kosningu. Fyrr en síðar hlýtur Gorbatsjov að láta á það reyna, hvort Sovétmenn eru til- búnir til þess að veita honum pólitískt brautargengi eða hvort þjóðirnar velja annan mann til þess að halda umbótastefnunni áfram. Það er eina leiðin fyrir Gorbatsjov til þess að öðlast þann pólitíska styrk, sem hann þarf á að halda vilji hann hafa áfram á hendi forystu fyrir umbótahreyf- ingunni í Sovétríkjunum. Þjóðir Sovétríkjanna eru að byija að öðlast lýðræðislega reynslu. Viðbrögð fólksins við valdaráninu eru til marks um það. Þeir sérfræðingar á Vestur- löndum, sem héldu því fram á mánudag, að hinum almenna borgara stæði á sama hveijir stjórnuðu í Kreml, einungis ef þeir fengju nóg af brauði, höfðu rangt fyrir sér. Fólkið í þessu víðfeðma ríki er byijað að meta lýðræðið og er bersýnilega tilbúið til þess að fóma miklu, jafnvel lífínu, til þess að tryggja áfram- hald lýðræðisþróunar í Sovétríkj- unum. Þetta er hin mikilvæga niður- staða valdaránstilraunarinnar, sem fór út um þúfur. Pólitískir leiðtogar koma og fara en það á að gerast samkvæmt leikreglum lýðræðisins. Þótt vinsældir Gorb- atsjovs hafi aldrei verið minni en undanfarnar vikur og mánuði voru Sovétmenn ekki tilbúnir til að láta hann fara með þessum hætti. Hin jákvæðu öfl hafa borið sigur úr býtum í Sovétríkjunum og Vesturlandabúar gera sér gleggri grein fyrir því, að örlög þeirra eru nátengd örlögum fólksins í Sovétríkjunum. VALDARANIÐ I KREML MISTOKST Sergej Taratsjenkó, aðstoðarmaður Edúards Shevardnadze: Lýðkjömir leiðtogar standa á bjargi laganna Rússland er nýtt land með nýja pólitíska siðmenningu SERGEJ Taratsjenkó, náinn aðstoðarmaður Edúards Shevardnadze, fyrrverandi utanríkisráðherra Sovétríkjanna og eins helzta leiðtoga umbótaaflanna, segir í viðtali við Morgunblaðið að lýðræðisþróun undanfarinna ára hafi skapað nýja pólitíska siðmenningu. Lýðkjörnir leiðtogar með umboð fólksins hafi haft styrk til að mæta árásum harðlinumannanna. Blaðamaður ræddi við Taratsjenkó í síma í gær, þar sem hann var aftur mættur til vinnu á skrifstofu Shevardnadzes eftir að hafa eytt þremur dögum í og við rússneska þinghúsið, miðdep- il atburðanna í Moskvu. „Andrúmsloftið er þrungið gleði. Gífurlegur mannfjöldi fór í sigur- göngu að þinghúsi Rússlands í morgun. Allir helztu leiðtogar lýð- ræðisaflanna töluðu þar; Jeltsín, Jakovlev, Shevardnadze og Popov meðal annarra. Hér fer sælutilfinn- ing um alla, fólk virðist ofsaglatt yfir að þessum hræðilegu atburðum er lokið.“ — Hvað um stöðu Gorbatsjovs? Hefur hann endurheimt traust fólks- ins? „Enn sem komið er eru menn bara glaðir og ánægðir yfir því að valdaránið misheppnaðist og ástandið er eðlilegt aftur. Nú bíður fólk skýringa forsetans. Það er búizt við að hann skýri þinginu frá því hvað gerðist. Traust fólksins á Gorb- atsjov mun ráðast mikið til af því hvað hann segir. Menn bíða í of- væni. Alls konar orðrómur er á kreiki um það, sem gerðist suður á Krímskaga, en ég vil ekki fara út í þá sálma. Forsetinn verður sjálfur að skýra frá þeirri hlið, sem að hon- um snýr.“ Harðlínumenn eru í öllum löndum — Mun valdaránStilraunin hraða þróun til lýðræðis í Sovétríkjunum? „I mínum huga er Rússland nýtt land eftir þessa atburði, og það er reyndar almenn tilfinning hér. Landið er ekki það sama og í gær. Atburðir seinustu daga eru söguleg tímamót, og það er afar mikilvægt. Það er ekki svo að skilja að harðlínu- öflunum hafi verið útrýmt. Líklega styður um ijórðungur Rússa þær skoðanir, sem valdaránsmenn stóðu fyrir. í öllum löndum eru harðlínu- menn og afturhaldsseggir, en þeir þurfa ekki að standa í vegi fyrir eðlilegri þróun. Afturhaldsöflin hafa fengið þungt högg, sálrænt og sið- ferðilega, og þau verða lengi að ná sér. Harðlínumenn synda nú á móti straumnum og ég sé ekki að þeir geti ráðizt aftur í ævintýfi af þessu tagi næstu árin.“ Herinn myndi ekki láta segja sér að halda inn í Moskvu — Gorbatsjov hefur lýst því yfir að hann hafi tekið stjórn hersins í sínar hendur. Hlýðir herinn Gorb- atsjov? „Varðandi herinn er komin upp ný staða. Herinn er á bandi fólksins núna. Ég tel að um talsverðan tíma héðan í frá muni herforingjar á hverjum stað taka sínar eigin ákvarðanir. Við skulum segja sem svo, umræðunnar vegna, að Gorb- atsjov forseti skipaði hernum að halda inn í Moskvu, eins og harðlínumennirnir gerðu. Ég tel að herinn myndi ekki hlýða honum. í þessum skilningi hefur Gorbatsjov ekki stjórn á hernum. En verði ráð- izt á land okkar, og Gorbatsjov skip- ar fyrir um að árásinni verði hrund- ið, mun herinn hlýða þeirri skipun. Það skiptir þess vegna máli hvers konar skipanir herinn fær. Heraflinn er þar að aukí klofinn. Sumir hlutar hans myndu gera'hvað sem er, en aðrir munu hugsa sig tvisvar um áður en þeir hlýddu hvaða skipun sem væri. Staða hersins er því breytt í sálfræðilegum skilningi. Lagaleg vitund hermanna, rétt eins og ann- arra þjóðfélagsþegna, hefur aukizt. Það skiptir hermenn meira máli en áður hvað er löglegt og hvað glæp- samlegt.“ Ný pólitísk siðmenning — Hvernig metið þér áhrif per- estrojku og glasnosts á þá and- spymu, sem valdaræningjunum var veitt? „Viðbrögð fóiksins voru merki um að Rússar hafa öðlazt nýja pólitíska siðmenningu. Við bjuggum við ein- ræðisstjórn, og án þess, sem hefur gerzt á undanförnum fimm árum, hefði harðstjórnin orðið enn grimmi- legri með valdaráninu. Með lýðræð- isþróuninni komu nýjar stofnanir, til dæmis þingið, og nú eru haldnar beinar, lýðræðislegar kosningar í Rússlandi. Úrslitaatriðið í þessu samhengi er lýðkjör Borísar Jeltsíns í embætti forseta Rússlands. Hann hefur óumdeilanlegt umboð til að grípa til aðgerða í nafni fólksins. Þetta réði úrslitum. Popov, borgar- stjóri í Moskvu, og Sobtsjak, borgar- stjóri Leníngrad, hafa einnig þetta umboð og þeir stóðust áhlaupið. Þrátt fyrir árásir, gífurlegan þiýst- ing og hótanir um valdbeitingu, stóðu þessir leiðtogar fast á bjargi laganna og þeir höfðu sigur. Þetta er hið nýja Rússland, sem ég talaði um. Við erum breytt þjóð í nýju landi, með nýja pólitíska menningu. Borís Jeltsín er nú þjóð- hetja í Rússlandi og hann á það skilið. Hann bjargaði okkur frá óheiðarlegu, fávísu og heimsku glæpahyski." Óljóst hvaða mynd Sovétríkin taká á sig — Teljið þér líkur á að Jeltsín sækist jafnvel eftir því að verða leið- togi Sovétríkjanna? „Það er allsendis óljóst hvers kon- ar Sovétríki er hægt að tala um núna, hvaða mynd þau munu taka á sig, hvernig miðstjórnin verður tengd lýðveldunum. Ef til vill verður miðstjórnin aðeins táknræn, og þá verður Jeltsín varla mjög áhuga- samur um að skipta á þeirri fast- eign, sem hann hefur nú í höndun- um, og einhveiju táknrænu pijáli. Hitt er svo annað mál að ef hann byði sig fram í forsetakosningum tel ég að hann yrði kosinn eins og viðhorfið er núna. Hann er sterk- asti frambjóðandinn, sem kemur til greina í embættið. En hvort hann vill bjóða sig fram er önnur saga.“ — Hvað um framtíð nýja sam- bandssáttmálans? Er líklegt að hann verði undirritaður óbreyttur? — í dag lýstu Jeltsín og fleiri þingmenn á rússneska þinginu því yfir að sáttmálinn þyrfti endurskoð- unar við. Undirritun verður áreiðan- lega frestað. Einn þingmaðurinn spurði: Getum við verið bandamenn lýðveida, þar sem leiðtogarnir studdu valdaránið? [Ráðamenn nokkurra sovéskra Asíulýðvelda studdu valdaránið] Atburðir síðustu daga hafa mikil áhrif á pólitíska landslagið innan Sovétríkjanna.“ Lýðræðishreyfingin hefur styrkzt — Þegar Morgunblaðið ræddi við Edúard Shevardnadze fyrir skömmu sagði hann að eining lýðræðisaf- lanna í einum flokki skipti sköpum fyrir framtíð Sovétríkjanna. Hvern- ig metið þér nú horfurnar á samein- ingu lýðræðisafla í eina hreyfingu? „Meðan á valdaránstilrauninni stóð var haldinn stofnfundur Lýð- ræðislegu umbótahreyfingarinnar og hún greip til ýmissa aðgerða. Þessi hreyfing naut stuðnings og átti stóran þátt í að orrustan vannst. Við erum heppnir að slík stofnun skyldi hafa verið komin á legg í Sovétríkjunum. Ella hefði verið erf- iðara fyrir lýðræðisöflin að hrinda árásinni af höndum sér. Nú verður á lýðræðislegan hátt ákveðið hver framtíðin á að verða, hvort hreyfíng- in breytir sér í stjórnmálaflokk eins og um hefur verið rætt. En ég held að eftir þessa atburði muni fylgið sópast að hreyfingu okkar. Hún ætlar sér að verða miðjuafl, samein- ingarvettvangur lýðræðisaflanna." — Hvert verður hlutverk She- vardnadzes sjálfs? Mun hann hugs- anlega ganga aftur inn í ríkisstjórn? „Hann hefur mikið verið spurður að þessu í dag. Hann svarar því til að hann hafi engan metnað til þess. Hann láti sér nægja að vera í for- ystu Lýðræðislegu umbótahreyfing- arinnar og sinna Samtökum um utanríkisstefnu, sem hann hefur sett á fót. Það nægir honum. Shevardnadze hafði rétt fyrir sér þegar hann spáði valdaráni harðlínumanna. En hann hrósar sér ekkert af því að hafa reynzt sann- spár. Gæfan var okkar megin, en þetta hefði getað farið verr. Hefðu vaidaræningjarnir staðið fagmann- legar að málum, hefðu þeir ef til vill haft heppnina með sér. Þetta er *ekki spámennska, sem neinn hrósar sér af.“ Anatolij SOBTSJAK Borgarstjóri Leníngrads. Kjörinn til embættisíns lýöræðislegri kosningu hinn 12. Júní síðastliðinn með 65% tylgi, en Júrij Sevenard, frambjóðandi kommúnista, gait afhroð. Hefur setið á þingi og í Æðsta ráðinu. Sobtsjak er rót- tækur umbótasinni sem hefur stutt Borís Jeltsín að málum. Stóð ásamt Gavril Popov, borgarstóra Moskvu , Edúard She- vardnadze, fyrrverandi utanrikisráö- herra Sovétrikjanna, Alexander Jakovlev, eitt sinn helsta ráðgjafa Míkhaíls Gorbatsjovs, og hagfræð- ingnum Stanislav Shatalfn að stofnun stjórnmálasamtakanna „Lýðræðislegu umbótahreyfmgarinnar" í júlí 1991. Sagði skilið við kommúnistaflokkinn ásamt fleirum hinn 13. júlí í fyrra og skrifaði í því sambandi undir harðorða yfirlýsingu um að kommúnistaflokkurinn væri óhæfur til að stjórna landinu sem skyidi. Gavríl POPOV Borgarstjóri Moskvu og róttækur umbótasinni. Sagði sig úr kommúnistaflokknum13. júli 1990 ásamt Anatólij Sobtsjak, borgarstjóra Leningrad, með sameiginlegri yfir- lýsingu um að flokkurinn væri óhæfur til að standa að nýrri Kjörinn lýðræðislegri kosningu til embættis borgarstjóra 12. júní 1991 með 65% atkvæða á móti 16% Valeríjs Sajkíns, fyrrverandi borgar- stjóra og frambjóðanda kommúnista. í april árið áður hafði hann verið kjörinn forseti borgarráðs Moskvu. Pravda tilkynnti að þá þegár væri hafið starf meóal harðlínumanna til að vinna á móti fyrirætlunum Popovs í umbótaátt. Hann var dyggur stuðningsmaður Jeltsíns, og hvatti til þess í júníjfyrra að stofnaður yrði nýr stjórnmála- flokkur er standa skyldi að umbótum. í september sagði hann: „Ríkisstjórnin hefur fengið mörg tækifæri til að bæta' ráð sitt, en hefur ekki gefið okkur neitt annað en tómar búðarhillur." Popov var einn af níu stofnendum Lýðræðislegu umbótahreyfingarinnar í júlí síðastliðnum ásamt Sobtsjak, Edúard Shevardnadze, fyrrverandi utanríkisráðherra Sovétrikjanna, Alexander Jakovlev, eitt sinn helsta ráðgjafa Míkhaíis Gorbatsjovs, og hagfræðingnum Staníslav Shatalín. Hann vildi gefa fátæklingum brauð og standa fyrir dreifingu á fatnaði til að vinna á móti tíma- bundnum afleiðingum umbótastefn- unnar auk þess sem hann hafði á stefnuskrá sinni úrbætur í umhverfis- málum og lausn á húsnæðisvanda þar í borg. Kristilegir demókratar í Rússlandi: Endalok kommúnisma en upphaf sósíalisma „VIÐ erum ennþá uggandi. Þetta eru kannski endalok kommúnism- ans, en um leið aðeins upphaf sósíalisma, sósíalisma með niannlegt andlit, eins og það hefur verið kallað. En sósíalisminn mun aldrei hafa mannlegi. andlit," sagði Artjom Artjamov, starfsmaður þing- flokks Kristilegra demókrata á rússneska þinginu, í samtali við Morg- unblaðið í gær. Artjamov sagði að flokkur sinn væri ekki ánægður með ástandið, en Kristilegir demókratar eru hægriflokkur í vestræn- um skilningi. ' „Komniúnistar stóðu á bak við valdaránið, en baráttan gegn þeim gerði sósíalistana aðeins vinsælli. Það er nýja hættan, sem við þurfum að beijast gegn,“ sagði Artjamov. „I rauninni er kannski ekki alveg sanngjarnt að kalla<Jeltsín og fylg- ismenn hans sósíalista af hefð- bundnum skóla. Við höfum búið til nýtt hugtaK yfir þessa menn; frjáls- lyndir kommúnistar. Þetta er auð- vitað skrýtin blanda, en við köllum þá þetta af því að þeir tala eins og frjálslyndismenn en hugsa eins og kommúnistar og beita aðferðum kommúnista til að leysa vandamál." Artjamov sagðist telja að vin- sældir Gorbatsjovs forseta hefðu aukizt eftir að hann sneri aftur tit Moskvu eftir valdaránið, en hann félli þó algerlega í skuggann af Jeltsín. „Jeltsín hefur nú gífurleg völd. Við óttumst að völd hans geti leitt til nýrrar harðstjórnar — harð- stjórnar fjöldans, ef svo má segja, af því að Jeltsín er maður alþýðunn- ar. Við erum hræddir um að litlir flokkar eins og flokkurinn okkar verði útilokaðir frá fjölmiðium og upplýsingum, þótt þeir verði ekki beinlínis kúgaðir. Það er ekki vin- sælt hér að vera í stjórnarand- stöðu.“ Artjamov sagði að mikil gleði hefði gripið um sig í Moskvu er ljóst var að valdaránið var farið út um þúfur og Gorbatsjov kominn aftur til valda. „En við erum uggandi yfir þessari ofsagleði fólksins. Á fjöldafundinum í morgun voru margir drukknir, og það er líklegt að margir drekki yfir sig. Þetta gæti endað með óeirðum, þótt við vonum að svo fari ekki.“ Þýzkir sovétfræðingar: Gorbatsjov fallinn í skuggann af Jeltsín Bonu, Reuter. ÞÝZKIR sovétfræðingar og fréttaskýrendur segja að eftir- leikur valdaránsins í Sovétríkj- unum kunni að verða sá að Borís Jeltsín, forseti Rússlands, verði valdamesti maðurinn í Moskvu, jafnvel þótt Míkhaíl Gorbatsjov setjist aftur á valdastól sem for- seti Sovétríkjanna. Því er spáð að Gorbatsjov muni mynda ein- hvers konar bandalag með Jeltsín, þar sem sá síðarnefndi verður sterkari aðilinn. „Það undraverða í þessu valda- ráni er að forsprakkarnir skildu ekki að óvinur þeirra var Jeltsín, en ekki Gorbatsjov,“ sagði sovét- fræðingurinn Helmut Hubel. „Átökin, sem mestu máli skiptu, voru alltaf á milli lýðræðissinna eins og Jeltsíns og afturhalds- mannanna. Gorbatsjov reyndi að miðla málum en staða hans veikt- ist stöðugt.“ Þýzkir stjórnmálamenn gáfu einnig í skyn í gær að um ein- hvers konar tvímenningastjóm yrði að ræða í Moskvu. „Þessir tveir leiðtogar geta aðeins fetað braut- ina til umbóta saman,“ sagði Vol- ker Rúhe, framkvæmdastjóri Kristilega demókrataflokksins. Formaður Frjálsra demókrata, Otto Lambsdorff, sagði að Jeltsín hefði „gefið þjóðinni nýja von með hugrekki sínu og óhagganlegri andstöðu við forsprakka valda- ránsins." Fréttaskýrendur búast við að bæði Gorbatsjov og Jeltsín verði áfram í embættum sínum. Jeltsín verði hins vegar öruggari í sessi sem forseti rússneska lýðveldisins en Gorbatsjov, sem ráði miðstjórn- aivaldi er sífellt verðúr veikará. Á þessu eru þó hafðir þeir fyrir- varar að það geti háð Jeltsín iið hann vantar tengsl við kommún- istafiokkinn og gamla valdakerfið. „Vandamálin varðandi herinn og KGB hafa ekki verið leyst ennþá,“ sagði Helmut Hubel. „Jeltsín þarf sennilega mann eins og Gorbatsjov til að hafa tengsl við mennina, sem vantreysta honum.“ Enders Wimbush, útvarpsstjóri Frelsisútvarpsins í Múnchen, seni útvarpar fréttum til Sovétríkjannaf • sagði að valdaræningjarnir hefðu gert ótrúleg mistök með því að láta Jeltsín ganga lausan. „Hvern- ig gátu þeir verið svo vitlausir að loka dagblöðunum en leyfa Jeltsín að halda allar þessar ögrandi ræð- ur?“ sagði hann. Hveijir studdu Jeltsín? Moskvu. The Daily Telegraph. ARIÐ 1917 sýndi Lenín að lítill hópur vægðarlausra nianna gæti hæglega náð völdum í landinu með því einfaldlega að gera valdarán í höfuðborginni. Þetla hafa þeir án efa haft í huga áttmenningarnir sem tilkynntu á mánudag að neyðarnefnd ríkisins hefði tekið við völdum af Gorbatsjov. Áttmenningarnir gleymdu, hins vegar, að taka með í reikninginn breytingarnar sem hafa átt sér stað í Sovétríkjunum undanfarin ár per- estrojku. Þær hafa gerí það að verk- um að nýjar valdamiðstöðvar hafa myndast í kringum Borís Jeltsín, forseta Rússlands, og fleiri leiðtoga lýðveldanna. Furðulegt glappaskot af hálfu valdaránsmanna leyfði það að Jeltsín gat haft höfuðstöðvar sínar í rússneska þinginu þar sem hann notaði öll vopn til þess að standa í vegi fyrir neyðarnefndinni. I upphafi vaidaránsins var búist við að öryggissveitirnai' myndu sýna fulla hollustu og skeyti voru send til yfirmanna herdeilda sovét- hersins og þeir varaðir við yfirvof- andi neyðarástandi. KGB og lög- reglan voru talin standa á bak við valdaránið-og í Moskvu sagðist lög- reglan taka við skipunum frá her- foringjunum. Litlir hópar svo sem verðir í rússneska þinginu studdu Jeltsín. Reuter Fagnaðarlæti íMoskvu Tugir þúsunda Moskvubúa söfnuðust saman á Maniestorgi í gær til þess að fagna falli valdaklíkunnar, sem hugðist bylta Míkhaíl Gorb- atsjov, forseta Sovétríkjanna. Iðnaðarhéraðið í Tatarstan, múslímski hluti Azerbajdzhan og afturhaldssöm héruð innan Rúss- lands skýrðu strax frá valdaráninu og sum héruðin skipuðu þegar nefndir til þess að hrinda í fram- kvæmd skipunum frá valdaráns- mönnum. Þaggað var strax niður í útvarps- og sjónvarpsstöðum og dagblöðum nema þeim níu er voru hliðholl valdhöfunum nýju. Þessat' aðgerðir dugðu þó engan veginn til þess að dylja þá stað-<“ reynd að valdaránsmönnum mi- stókst að stjórna höfuðborginni. Ekki var það síður mikilvægt að næstastærsta borg Rússlands var staðföst í andstöðu sinni gegn valdaráninu. Lögreglan í borginni tilkynnti jafnvel að hún myndi frek- ar hlýða hinum umbótasinnaða borgarstjóra Anatólíj Sobtsjak held- ur en samsærismönnum. Hersveit- utn var ekki hleypt inn í borgina. Fjöimiðlar vissu meira um veik- ieika valdaránsmanna en þeim var fært að skýra frá. Þrátt fyrir vopn- aða verði fyrir utan ritstjórnarskrif- stofur Izvestíu sýndi ritstjórnin and- spyrnu og skýrði blaðið á þriðjudag- inn frá fleiru en opinberar tilkynn-” ingar sögðu frá. Kvöldútgáfan lét allar aðvaranir sem vind um eyru þjóta og birti mynd af stuðnings- mönnum Jeltsíns á forsíðu. Svalit' rússneska þingsins, Hvíta hússins eins og það er kallað, urðu fljótt vettvangur fyrir hollustuóð til leiðtoga Rússlands. Skáldið Jevg- eníj Jevtusjenkó flutti ljóð þar sem hann sagði valdaránsdaginn það sársaukafyllsta sem fyrir hann hefði komið síðan innrásin í Tékkó- slóvakíu átti sér stað. Fleira þekkt fólk mætti á svalir þinghússins og má þar nefna Jelenu Bonner, ekkju •Andrejs Sakharovs, og Stanislav Sjatalín þann er samdi 500 daga ' áætlunina á sínum tíma. Aleksej II patríarki rússnesku rétttrúnaðar- kirkjunnar var einnig á svölunum en hann sagði að Gorbatsjov ætti að fá að ávarpa þjóðina. Leiðtogar þeirra ríkja er koma næst Rússlandi að völdum, Úkraína og Kazakhstan sögðu að fyrirmæli valdaránsmanna yrðu að engu höfð í lýðveldunum. Stuðningsmenn Jeltsíns þökkuðu leiðtogunum stuðninginn á miðvikudaginn um leið og þeir bentu á að þeir hefðu þó verið seinir til. r > Mikilvægasti stuðningsmaður Jeltsíns gegn hernum var varafor- seti hans, Alexander Rutskoj, en Jeltsín gat einnig treyst á stuðning rússnesku ungliðahreyfingarinnar sem talin er hafa fylgt honum dyggilega að málum í forsetakosn- ingunum. Sá stuðningur hefur jafn:, vel ráðið úrslitum í baráttunni síðustu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.