Morgunblaðið - 23.08.1991, Side 26

Morgunblaðið - 23.08.1991, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1991 Hallarflöt í Dimmu- borgum opnuð HALLARFLÖT í Dimmuborg- um í Mývatnssveit var opnuð á þriðjudag, en þá komu á annað þúsund ferðamenn til að skoða Dimmuborgir. Hallarflötinni var lokað um miðjan júlí vegna mikils ágangs. Tillögur um úr- bætur verða gerðar á næst- unni, en í framtíðinni er ekki ætlunin að svæðið verði lokað. Steinþór Þráinsson yfirland- vörður í Mývatnssveit sagði að væntanlega yrði borin möl í botn Hallarflatar og settir upp bekkir fyrir ferðafólk að tylla sér á þeg- ar það væri á ferð um Dimmu- borgir. Hallarflöt er það svæði er fólk fyrst kemur að í Dimmuborg- um, „Það er óþægilegt fyrir margt fólk að koma að svæðinu lokuðu, einkum farþega af skemmtiferða- skipum, en þar er oft eldra fólk á ferðinni, sem ekki kemst víða. Menn geta í sjálfu sér horft yfir borgirnar frá útsýninsskífunni, en það er annað að finna stemmning- una þar niðri,“ sagði Steinþór. Hann sagðist ætla að taka sam- Morgunblaðið/Rúnar Þór Hallarflöt í Dimmuborgum var lokað um miðjan júlí í sumar þar sem svæðið þótti illa þola þann mikla fjölda ferðamanna sem leggur leið sína í Dimmuborgir. an tillögur um úrbætur á Hallar- flöt, sem væntanlega fælust í því að borin yrði möl í botninn og komið þar fyrir bekkjum fyrir ferðamenn. Engar ákvarðanir hefðu verið teknar um hvenær slíkt verk yrði unnið. Mikill fjöldi ferðamanna leggur leið sína í Dimmuborgir, eða á bilinu 300-600 að jafnaði á degi hveijum og sagði Steinþór að í júlímánuði mætti gera ráð fyrir að um 30 þúsund manns kæmu í borgirnar. Farið er að draga úr ferðamannastraumi í Mývatns- sveit, en síðasta skemmtiferða- skipið, sem viðkomu hafði á Akur- eyri í sumar, var á ferðinni í fyrra- dag og fóru þá fjölmargir farþeg- ar austur í Mývatnssveit. „Það komu hingað á annað þúsund manns því auk farþega í rútum voru hér einnig margir einkabílar. Það var því ekki annað fært en opna Hallarflötina þar sem mjög þröngt var í borgunum. Hallarflöt verður ekki lokað í framtíðinni, þarna er um tíma- bundna lokun að ræða,“ sagði Steinþór. Síðsnm- arkvöld í Sjallanum „SIÐSUMARKVOLD" verður í Sjallanum annaðkvöld, laugar- dagskvöldið 24. ágúst. Síðsum- arkvöldið saman stendur af kvöldverði, skemmtun og dans- leik þar sem verði er stillt í hóf. Söngkonurnar Guðrún Gunnars- dóttir og Berglind Björk Jónasdótt- ir koma fram og syngja lög frægra kvenna og gera grein fyrir sögu þeirra. Jóhannes Kristjánsson eft- irherma lætur gamminn geisa og Margrét Pétursdóttir leikkona, sem sló í gegn í Söngvaseiði, syng- ur þekkt lög úr söngleikjum. Að loknu borðhaldi og skemmti- atriðum verður stiginn dans við undirleik Rokkbandsins. ■Gosan hf. og Víking Brugg: Gosdrykkjaverksmiðja flutt norður eða bjórmn suður FORRÁÐAMENN Gosan hf. áttu í gær fund með fulltrúum úr bæjar- stjórn Akureyrar þar sem rætt var um möguleika þess að Akureyrar- bær kæmi til móts við fyrirtækið með einhverjum hætti yrði gos- drykkjaverksmiðja þess flutt frá Reykjavík til Akureyrar. Verksmiðj- an er í óhentugu húsnæði og Ijóst að hana þarf að flytja, valið stend- ur um að finna henni annan stað í borginni, og þá fylgdi bjórfram- * leiðsla Víking Brugg sem verið hefur á Akureyri sennilega í kjölfar- ið, eða flylja framleiðslu gossins norður undir sama þak og bjórfram- leiðsluna. Bæjarfulltrúar munu á næstunni skoða hvaða möguleikar eru fyrir hendi til að verða við óskum fyrirtækisins. Gosdrykkjaframleiðsla Gosan hf. þaki. Valið stendur þá um að flytja er nú starfrækt í öhentugu leigu- húsnæði í Reykjavík og fyrirsjáan- legt að hána þarf að flytja. Forráða- menn fyrirtækisins hafa verið að skoða hvort hagkvæmt sé að fram- leiðsla fyrirtækisins, þ.e. ölgerð annars vegar og gosdrykkjafram- leiðsla hins vegar, verði undir sama framleiðslu gosdrykkja norður til Akureyrar eða flytja bjórverksmiðj- una Víking Brugg suður til Reykja- víkur. Forráðamenn Víking Brugg og Gosan hf. hittu fulltrúa úr bæjar- stjóm Akureyrar að máli í gær og fóru fram viðræður um möguleika HÖFÐABERG veitingasala 2. hæð Glæsilegur sérréttaseðill. Laugardagur: Namm ásamf Júlíusi Guðmundssyni leika fyrir dansi fram eftir nóttu. Borðapantanir í síma 22200. Hótel KEA þess að Akureyrarbær kæmi að ein- hveiju leyti til móts við fyrirtækið verði verksmiðjan flutt norður, en það yrði gert til að jafna þann að- stöðumum sem á milli staðanna tveggja er. Werner Rasmussen stjórnar- formaður sagði að fundur forráða- manna fyrirtækisins með fulltúum úr bæjarstjórn Akureyrar hefði ver- ið vinsamlegur og án allra skuld- bindinga. Á meðal hugmynda sem reifaðar voru á fundinum má nefna afslátt á byggingargjöldum og tímabundið á aðstöðugjöldum. „Við gerðum þeim grein fyrir stöðunni, þeim vandamálum sem fylgja því að flytja verksmiðjuna norður og einnig vorum við að leita eftir því hvort menn sæju sér fært að koma til móts við okkur eða leggja okkur lið án þess að því fylgdu fjárútlát fyrir bæinn,“ sagði Werner. Werner sagði að skoða þyrfti marga þætti áður en ákvörð- un um flutninga yrði tekin. Mikill flutningskostnaður stæði helst í veginum yrðu gosdrykkirnir búnir til á Akureyri, en stærsti markaður- inn er á höfuðborgarsvæðinu. Kost- ur þess að flytja verksmiðjuna væru m.a. þeir, að á Akureyri væri stöð- ugt vinnuafl, þar væri gott vatn, enginn þungaiðnaður væri í bænum og hann hefði á sér ímynd hrein- leika. Við gosdrykkjaframleiðsluna starfa um 20 manns. Byggja þyrfti um 2.500 fermetra húsnæði til við- bótar því sem fyrir er hjá Víking Brugg við Norðurgötu, en í fyrsta áfanga þyrfti um 800 -1.000 fer- metra viðbótarhúsnæði. Hvað hinn kostinn varðar, að flytja bjórverksmiðju Víking Brugg frá Akureyri og suður, sagði Wern- er að um væri að ræða auðveldara dæmi. Yrði sá kostur tekinn yrði byggt yfir gosdrykkjaverksmiðjuna og síðan kæmi bjórframleiðslan inn í áföngum á löngum tíma. Heimir Ingimarsson formaður bæjarráðs sagði að fullur vilji væri til þess innan bæjarfélagsins að koma til móts við óskir fyrirtækis- ins yrði það til þess að gosdrykkja- verksmiðjan yrði flutt norður. Vinnuhópi sem í eru tveir fulltrúar frá Akureyrarbæ og tveir frá Gosan hf. hefur verið falið að fara ofan í saumana á ýmsum þáttum sem málið varða og sagði Heimir að stefnt væri að því að niðurstaða lægi fyrir um mánaðamótin. Númer fjúka af óskoðuð- um bílum Á EINNI viku hefur lögregl- an á Akureyri klippt númer af um 50 bifreiðum sem ekki hafa verið færðar til aðalskoðunar. Gunnar Randversson varð- stjóri lögreglunnar sagði að mikil brögð væru að því að fólk hirti ekki um að koma með bíla sína til skoðunar á réttum tíma og það væri í verkahring lögreglunnar að taka slíka bíla úr umferð. Þeir bílar sem númer hafa verið klippt af síðustu daga hafa verið í margs konar ástandi, en Gunnar sagði langt í frá einhlítt að um hina lélegri bila væri að ræða. Eftir hádegið í gær voru lögreglumenn með klippur á lofti og tóku númer af 12 bílum sem átti að vera búið að skoða fyrir alllöngu. Morgunblaðið/Rúnar Þór Einn á sjúkrahús eftir árekstur Kona var flutt í Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri eftir árekstur tveggja bifreiða á Þórunnarstræti við Bjarkarstíg skömmu eftir hádegi í gær. Konan ók fólksbifreið norður Þórunnarstræti er pallbíl var ekið í veg fyrir hana. Ökumaður pallbílsins ók suður Þórunnarstræti og beygði austur inn á Bjarkarstíg í veg fyrir fólksbílinn. Konan, sem var ein í bílnum, var flutt á FSA, en hún kvartaði um meiðsl í hálsi og baki. Fólksbíllinn skemmdist töluvert.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.