Morgunblaðið - 23.08.1991, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.08.1991, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1991 BÆRI GÆR Myndlist Bragi Asgeirsson I húsinu á Laugavegi 62, sem áður var, en nú er í Arbæjarsafni, hefur á efri hæð verið komið fyrir ljósmyndasýningu, sem ber heitið „Bær í gær“. Ekki þarf að leita lengi að sýn- ingarrýminu því neðri hæðin er inngangur og sölubúð safnsins! Er hér um að ræða ljósmyndir eftir þá Vigfús Sigurgeirssonog Ralph Hannam, og er viðfangsefni þeirra Reykjavík um miðja 20, öld. Raunar eru elstu myndir Vigfús- ar frá því um 1930, t.d. af þeim reisulegu húsum Fjölnisvegi 3 og 5. Fór strax fiðringur um mig er ég leit myndina, því að ég er fædd- ur í húsinu númer 7, sem þá var í byggingu eða nýbyggt, en það stílfagra hús sést illu heilli ekki á myndinni. Myndir Vigfúsar eru 25 talsins og eru ágæt heimild um Reykjavík fyrri tíma. Þær eru margar prýði- lega vel teknar og bera atvinnuljós- myndaranum gott vitni. Þær segja manni einnig, að í borginni hafa st^aðið mörg mjög falleg hús og að borgarmyndin hafi verið mun heildstæðari og skemmtilegri hér áður fyrr en í dag, þar sem öllu ægir saman. Astæðan er aðallega misjöfn mannanna verk, en einnig að sum mjög falleg hús hafa orðið eldi að bráð og önnur verið forsköluð eða gerður annar og viðlíka ósómi. Þá hafa riskið upp andlausir steinsteypukassar innan um hlý- lega byggð, sem alltaf er til lýta hvort heldur hér eða í dreifbýlinu. Að varðveita byggð og auka við byggð eru náskyldir hlutir og mjög vandasamir. Gróin menningarsam- félög biðu í áratugi eftir seinni heimsstyijöldina, þar til þau höfðu efni á að reisa hús úr rústum, nákvæmlega eins og þau voru fyr- ir stríð. Þegar það var ekki gert og nýmóðins húsasamsteypum dembt inn í gróin hverfi varð út- koman iðulega hörmuleg og dæmi eru til þess að þeim hafi verið breytt eða jafnvel sprengd á loft upp eins og t.d. Hacney Tower í London 1986. Þá minna myndirnar mig á það, að tvær rismiklar lóðir voru hala- klipptar á Lækjargötunni, sem eru Menntaskólalóðin og Stjórnarráðs- lóðin auk þess sem Bakarabrekkan fagra hlaut enn verri örlög. Þannig var óspjallaðri vin í miðri borginni umturnað og hún send inn í eilífð- ina. Væri þetta í dag eins og það var fyrir breytinguna, að undan- skildu sjálfsögðu púkki götunnar, værum við öfundaðir af útlendum, sem myndu skrifa um okkur lof- greinar í fagrit víða um heim. Slík sjón í miðborginni kemur við hjart- að á nútímamönnum. En nei, í þessu sem öðru urðum við að líkja eftir því lakara í útlandinu. Það eru slíkar hugleiðingar sem sækja á við skoðun sýningarinnar, sem er hið ánægjulegasta framtak nema að hún mætti vera mun viða- meiri. Sýningin staðfestir það sem maður vissi áður, að Vigfús Sigur- geirsson var ágætur ljósmyndari og með næmt auga fyrir fegurð- inni í umhverfinu og heimildargildi ljósmynda. Hinar 30 myndir Ralph Hann- ams eru af allt öðrum toga enda var hann fyrst og fremst áhuga- ljósmyndari og sem slíkur af hárri gráðu. Hannam hefur verið mjög hneigður fyrir tilraunir með ljósop- ið og vinnslu mynda og er auðséð að hann hefur fylgst vel með gerð listrænna ljósmynda erlendis. Hann hefur þannig haft vakandi auga fyrir þróun ljósmyndatækn- innar, en þó úr langri flarlægð. Þó er auðséð, að ekki er um lærðan ljósmyndara að ræða né mann, sem hefur haft ljósmyndun að aðalstarfi um árabil, hvað þá unnið á stofu heimskunnra ljós- myndara, sem er oftar en ekki bakgrunnur snillinga ljósmynda- sögunnar. En þetta er svo sannarlega ekki gagnrýni, heldur er hér um eðlileg- an og þýðingarmikinn skilsmun að ræða, og Hannam má með sanni vera stoltur af Ijósmyndum sínum og þeim árangri sem hann náði. Hafði ég mikla ánægju af að skoða myndir hans ekki síður en Vigfúsar og saman mynda þeir andstæður og bæta hvor annan upp. Ekki get ég lokið við þennan pistil án þess að minnast á sýning- ar í Prófessorsbústaðnum rétt fyr- ir ofan Laugaveg 62. Eru það málverk Jóns Helgasonar biskups, sem var mikill hæfileikamaður á listasviðinu og náði oft merkilegum árangri í sínum einlægu Reykja- víkurmyndum, þótt hann væri ein- ungis tómstundarhálari. Þá ber að nefna áhugaverða sýningu á leik- föngum frá miðri öldinni, sem var sett upp í tilefni listahátíðar æsk- unnar, með sérstakri áherslu á tímabilið 1950-1965. Loks ber að nefna hernámssýninguna, sem alltaf er fróðlegt að skoða, ótvír- ætt fyrir þá sem höfðu þetta í næsta sjónmáli og kannski enn frekar fyrir seinni kynslóðir. Á loftinu eru svo sýnishorn hins merka fornleifauppgraftar úr Suð- urgötu 3-5 og Viðey. Það var reytingur af útlending- um á sýningunum,- er ég var þar og skoðuðu þeir af mikilli athygli, einkum leikbrúðurnar og herná- mið. Varð ég var við brosviprur og hrifningarglampa í augum þeirra. Þetta er vísir að sérstæðu þjóð- háttasafni, og mikil furða er að menn skuli ekki hafa ræktað betur þann einstæða kafla í sögu þjóðar- innar sem hernámið var. Hér hefur Árbæjarsafn unnið gott verk, eins og á svo mörgum sviðum og staðurinn er ekki ein- asta fróðlegur heim að sækja held- ur perla í borgarlandinu. Valgarður Gunnarsson í Nýhöfn VALGARÐUR Gunnarsson opn- ar sýningxi í Listasalnum Ný- höfn, Hafnarstræti 18, laugar- daginn 24. ágúst kl. 14-16. Á sýningunni verða verk unnin með olíu á striga og gvass á pappír. Valgarður er fæddur í Reykja- vík 1952. Hann stundaði nám yíð Myndlista- og handíðaskóla ís- lands 1975-79 og framhaldsnám við Empire State College í New York 1979-81. Þetta er áttunda einkasýning Valgarðs, en hann hefur einnig tekið þátt í ijölda samsýninga hér á landi og erlendis. Frá því Val- garður hélt síðast sýningu í Ný- höfn 1989 hefur hann haldið tvær einkasýningar í Svíþjóð og tekið þátt í samsýningum í Luxemborg og Þýskalandi. Sýningin sem er sölusýning er opin virka daga frá kl. 10-18 og frá kl. 14-18 um helgat'. Lokað á mánudögum. Henni lýkur 11. sept- ember. Hljómsveitin Sálin hans Jóns míns. ■ SÁLIN hans Jóns míns heldur nú í lok vikunnar austur á firði og heldur tvenna miðnæturtónleika um helgina. Þá fyrri föstudagskvöld í Seyðisfirði þar sem leikið verður í Herðubreið og hina seinni í Hót- el Egilsbúð, Neskaupstað á laug- ardagskvöld. Þetta verður í eina skiptið á árinu sem Sálin mun leika á þessum slóðum. Á efnisskránni eru m.a. ný lög sem koma út á breiðskífu í haust auk eldra efnis. Á báðum stöðum hefjast leikar um- kl. 23.30. ■ NÚ STENDUR yfír sýning í Hótel Blönduósi á myndverkum Svövu Sigríðar Gestsdóttur. Hún er búsett á Selfossi og hefur haldið 12 einkasýningar bæði í Árnessýslu og í Reykjavík og einnig tekið þátt í mörgum samsýningum. Svava Sigríður stundaði nám við Myndlist- askólann við Freyjugötu 'og erlend- is. Þess má geta að Svava Sigríður hannaði merkið fyrir Blönduós. Sýningunni lýkur að kveldi sunnu- dagsins 24. ágúst. Svava Sigríður Gestsdóttir. SÖN GTÓNLEIK AR __________Tónlist Jón Ásgeirsson Sigt'ún Þorgeirsdóttir, nú útskrif- uð frá háskólanum í Boston, hélt sína opinberu tónleika hér á landi í Listasafni Sigutjóns Ólafssonar. Undirléikari var Sara Kohane en hún starfar spm undirleikari við sama skóla. Á efnisskránni voru söngverk eftir Handel, Brahms, Grieg og Dvorák, svo og íslensk sönglög eftir Árna Thorsteinsson, Sigvalda Kaldalóns og Sigurð Þórð- arson. Tónleikarnir hófstu á þremur ar- íum eftir Handel, þar á meðal Omdra mai fu (Largo). Á eftir voru fimm ljóðalög eftir Brahms og þtjú eftir Grieg. Sigrún hefur góða rödd sem hún þó hefur þó ekki að öllu leyti náð valdi á, t.d. er varðar önd- un en túlkar viðfangsefni sín af tölu- verðu næmi. Það vantaði að hún sleppti fram af sér beislinu og fyrir bragðið hélt hún sumum lögunum of hægum, þó túlkun hennar væri á köflum fallega útfærð. Þeta var mjög áberandi í íslensku lögunum, þar sem tónhendingar voru tíðum rofnar með öndun og í síðustu fimm lögunum, sem eru úr Sígaunaljóðunum eftir Dvot'ák, vantaði mjög á þá hrynrænu sveiflu, sem þessi skemmtilegu tónverk búa yfir, t.d. í því síðasta, um haukinn, er býr „sér hreiður hátt í klettum". Af íslensku lögunum söng Sigrún best Draumalandið eftir Sigfús og Nótt eftir Árna, I lög Sigvalda, Þú eina hjartans yndið mitt og Vorvind- ur, vantaði aðeins meiri fögnuð en Sigrún Þorgeirsdóttir þau voru að öðru leyti vel sungin og í Vögguljóði Sigurðar var hraðinn of mikill, svo það vantaði hina svæf- andi ró, sem þetta lag býr yfir. Sigrún er efnileg söngkona og hefur nú nýlega lokið námi en þá hefst sú vinna sem heitir að vera tónlistarmaður og þar vinnst úr þeim grunnatriðum sem aflað er í námi og undir handleiðslu kunnáttu- manna. í þeirri þrautagöngu er spurí að leikslokum en hér er viðeig- andi að óska þeim velfarnaðar er stefna á úfið hraunið. Undirleikarinn, Sara Kohane, lék margt fallega en hún réð ekki tækn- ilega við ýmislegt t.d. í Brahms og sérstaklega í sígaunaljóðunum. Jón Þór Gíslason: Zeitsprung. Jón Þór Gíslason Myndlist Eiríkur Þorláksson Hinar myrku hliðar sálarlífsins hafa löngum verið mönnum yt'kisefni, jafnt í myndlist sem öðrum listgrein- um. Þar hafa tekist á hið góða og hið illa, von og örvænting, traust og tortryggni, öfund og samhygð, ást og afbrýði. í listasögunni varð expressionisminn til í kringum þessi viðfangsefni, og mörg stórbrotin listaverk frá hendi meistara eins og Edvard Munch, James Ensor og Emil Nolde hafa tjáð þessa baráttu á eftirminnilegan hátt. Verk þeirra eru meðal þess sem borið hefur áhrif myndlistarinnar hvað lengst út í mannlífið, þar sem flestir geta fundið til vissrar samkenndar með þeim persónulegu átökum, sem þau túlka svo eftirminnilega. Þetta kemur fljótt upp í hugann þegar sýning á verkum Jóns Þórs Gíslasonar í kaffistofu Hafnarborg- ar í Hafnarfirði er skoðuð, en þar er expressionisminn hinn sterki þráður í myndunum. Jón Þór lauk námi í Myndlista- og handíðaskólan- um 1982, en hefur síðustu ár haldið náminu áfram í Listaakademíunni í Stuttgart í Þýskalandi. Hann hefur tekið þátt í sámsýningum bæði hér heima og í Þýskalandi, og haldið nokkrar einkasýningar, en þetta mun sú fyrsta eftir að hann hóf sitt framhaldsnám í Þýskalandi. Verk Jóns Þórs hér minna mjög á þá meistara, sem getið er að fram- an, og einkum tná nefna að andlit fólksins í þeim eru í raun oft grím- ur, líkt og hjá Ensor. En auðvitað geta tengslin við listasöguna aðeins náð ákveðnu marki, og persónuleg tjáning viðkomandi listamanns verð- ur svo að taka við. Fleiri íslenskir listamenn hafa leitað á þessi mið, en þafa síðan markað sér sinn vett- vang með einstaklingsbundnum vinnubrögðum og viðfangsefnum. Þrátt fyrir að vera tæknilega ágæt- lega útfærð, ná vet'kin á þessari sýningu í fæstum tilvikum miklum tökum á áhorfandanum. Þar kann umhverfi kaffistofunnar að ráða nokkru um, en stærð verkanna er ef til vill einnig of takmörkuð fyrir viðfangsefnin þar sem mest reynir á. Þó ganga sum verkin ágætlega upp, eins og „Þrír er karlntannleg tala (nr. 1) og „Zeitsprung (nr. 17). Einnig nýtur verklag listamannsins sín vel í þeim myndum sem er Iétt- ara yfir, eins og t.d. í „Náungi (nr. 11), þar sem ákveðin lífsgleði geisl- ar af viðfangsefninu. Umhverfið er ætíð afar mótandi þáttur í þróun hvers listamanns, og Jón Þói; er greinilega að vinna úr þeim áhrifum þýskrar listasögu, sem hann hefur sem bestan aðgang að. Einnig felst í verkum hans ákveðið andóf gegn því sem nú er efst á baugi í myndlistinni þar í landi, og jafnvel í þeirri stofnun sem hann stundar nám við. Ur slíku andófi spretta oft mikilvægir ftjóangar fyr- ir listþi'óun framtíðarinnar. Sýningu Jóns Þórs Gíslasonar í kaff- istofu Hafnai'borgar lýkur sunnu- daginn 25. ágúst. t * :s

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.