Morgunblaðið - 23.08.1991, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 23.08.1991, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐÍÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 1991 43 i i i i < i i i i 4 4 4 9 i SUND / EVROPUMEISTARAMOTIÐ I AÞENU Met hjá Magnúsi og Ingibjörgu íslenska sundliðið hefur sett sex íslandsmet í Aþenu MAGNÚS Már Ólafsson og Ingibjörg Arnardóttir bættu tveimur íslandsmetum í safn íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í Aþenu í gær og náðu bæði að komast í B-úrslit. Krisztina Egers- zegi, Ungverjalandi, bætti heimsmetið í 100 metra baksundi. Ingibjörg Amardóttir var með 16. 51,63 sekúndum. Þetta var þriðja besta tímann í undarásum í 400 íslandsmet hans á mótinu. Áður hafði hann sett met í 100 m flug- ngibjörg Amardóttir var með 16. besta tímann í undarásum í 400 m skriðsundi, synti á 4:29.29 mín. og var aðeins 0,23 sek. frá íslands- meti Helgu Sigurðardóttur. í B- úrslitum gerði hún enn betur og synti á 4:22.56 mín. og bætti íslandsmetið um tæpar sjö sekúndur. Hún hafnaði í 14. sæti af 24 keppendum. „Ingi- björg synti mjög vel í úrslitasundinu og sýndi og sannaði að hún er á mikilli uppleið og í góðri æfingu," sagði Guðfinnur Olafsson, formaður SSI, sem er með sundliðinu í Aþenu. Þriðja met Magnúsar Magnús Már Óláfsson bætti ís- landsmet sitt í 100 m skriðsundi í undanrásunum og náði inní í B- úrslit, synti á 51,62 sek., en gamla metið var 52,01 sek. og setti hann það á ÓL í Seoul 1988. í úrslitasund- inu synti hánn á næstum sama tíma, GOLF sundi og 200 m skriðsundi. Alls hafa sex íslandsmet fallið í Aþenu. Arnar Freyr Ólafsson varð í 30. sæti af 34 í 100 m skriðsundi á 53,27 sek. og bætti fyrri árangur sinn hálfa sekúndu. Hann komst ekki í úrslit. Ævar Örn Jónsson hafnaði í 29. sæti af 30 í 200 metra baksundi, synti á 2:12.30 mínútum. Annað heimsmet Ungverja Krisztina Egerszegi setti annað heimsmet Ungveija á mótinu er hún vann Evrópumeistaratitilinn í 100 m baksundi kvenna, synti á 1:00.31 mín. og bætti metið, sem Ina Kleber A-Þýskalandi setti í Moskvu 1984, um 0,28 sekúndur. „Þetta sund var mjög erfitt, eitt það erfiðasta sem ég hef tekið þátt í. Ég er mjög án- Erfiðasta mót sem ég hef tekið þátt í - segirÚlfarJónsson um Evrópumeistaramót áhugamanna Ingibjörg Arnardóttir bætti íslandsmetið í 400 metra skriðsundi um tæpar sjö sekúndur á Evrópumeistaramótinu í Aþenu í gær. Hún hafnaði í 14. sæti. Sanders bauð Þórði skólavisf ÚLFAR Jónsson úr GK og Sig- urjón Arnarsson úr GRtaka þátt í Evrópumeistaramóti áhugamanna í golfi sem fram fer í Englandi. Eftirfyrsta dag er Úlfar í 23. sæti en Sigurjón í 95. etta gekk þokkalega hjá mér en Siguijón er óhress með hvernig honum gekk,“ sagði Úlfar í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöldi. „Þetta er mjög erfitt mót og eitt það erfiðasta sem við höfum tekið þátt í. Nú eru allir ensku kylf- ingarnir með, en undanfarin ár hef- ur mótið rekist á annað sem þeir hafa frekar farið á. Hvert högg hér ÍÞR&mR FOLK ■ ELÍSABET Stefánsdóttir, markvörður 1. deildarliðs Týs í Vestmannaeyjum, meiddist í leikn- um gegn Þór í fyrrakvöld. Hún fór útaf þegar staðan var 1:2 og er talið að hún hafi slitið liðbönd eða fótbrotnað. Elísabet hefur einnig staðið í marki hjá 2. flokki félagsins sem leikur í úrslitakeppni þess flokks nú um helgina og missir hún af þeirri keppnh H BERGUR Ágústsson, leikmað- ur ÍBV í 1. deild, leikur ekki síðustu þijá leikina í deildinni. Hann heldur til Noregs um næstu helgi þar sem hann er í námi. H TVEIR enskir áhangendur Tottenham þurftu að gista fanga- geymslur lögreglunnar í Vínarborg eftir leik Tottenham og SV Stoc- kerau á miðvikudaginn. Englend- ingarnir voru handteknir fyrir ólæti á bar í skemmtigarði, annar fyrir að ráðasta að veitingastúlku þar og hinn fyrir að ráðast á saklausan vegfarenda sem átti leið hjá. þýðir 10-15 sæti upp eða niður,“ sagði Úlfar. Hann lék Hillside völlinn, sem er við hliðina á Barkedale-vellinum, á 73 höggum, eða einu yfir pari og einu undir SSS og er í 23.-37. sæti. Siguijón lék á 78 höggum og er í 95.-105. sæti. Besta skor í gær var 69 högg og 53 af 140 kylfingum komu inn á SSS vallar eða betra skori. Allir kylfingarnir eru með SSS eða + í forgjöf þannig að mótið er mjög sterkt. „Það er greinilegt að maður verður að halda vel á spöðunum, eða kylfunum, til að komast áfram,“ sagði Úlfar, en eftir daginn í dag verður keppendum fækkað í 80 og eftir morgundaginn í 60. FH og Valur leika til úrslita um Mjólkurbikarinn á Laugardals- velli kl. 14 á sunnudaginn kem- ur. Valsmenn hafa leikið í 870 mínútur án þess að tapa í bik- arkeppninni. Þeir hafa sex sinnum orðið bikarmeistarar. FH-ingar hafa aldrei náða að vinna bikarinn, en einu sinni komist í úrslit, árið 1972. jálfarar liðanna, Ingi Björn Albertsson Val og Ólafur Jó- hannesson FH, þekkjast vel því þeir léku saman með FH í 1. deild 1986. Þeir voru frekar varkárir á blaðamannafundi í gær og vildu ekki spá um úrslit leiksins. Ólafur sagði að þeir hjá FH myndu haga undirbúningi liðsins .svipað og fyrir aðra leiki nema að liðið ætlaði að dvelja að Hótel Örk ægð en jafnframt undrandi," sagði Egerszegi sem er aðeins 17 ára göm- ul. Alexander Popov vann áttundu gullverðlaun Sovétríkjanna er hann sigraði í 100 metra skriðsundi á nýju Evrópumeti, synti á 49,18 sekúnd- um. „Ég vissi að ég gæti sigrað og langði til þess. Ég keyrði á útopnu allt sundið í gegn. Ég bjóst við að ná Evrópumetinu, en ekki á þessu móti,“ sagði Popov sem er 19 ára. Irene Dalby vann fyrsta Evróputit- il Norðmanna frá upphafi er hún kom fyrst í mark í 400 m skriðsundi kvenna, synti á 4:11.63 mínútum. 'Rúmenska stúlkan Beatrice Coada, sem hélt upp á 16 ára afmælið sitt á þriðjudaginn, varð önnur á 4:12.33 mín. Heimsmeistarinn Martin Lopez Zubero frá Spáni sigraði nokkuð ör- ugglega í 200 m baksundi karla. Hann synti á 1:58.66 mín. Þess má geta að hann var aðeins með 7. besta tímann inní A-úrslit. Úlfar Jónsson er í 23. sæti eftir fyrsta dag keppninnar. í Hveragerði frá föstudegi til sunnu- dags. „Við förum þangað til að þjappa okkur betur saman og ná upp stemmningu." Ingi Björn sagði að Valsliðið myndi æfa á Valsvelli á laugardag- inn og síðan yrði farið í Blá lónið og dvelja þar fram að leik. Liðið fær að nota æfingaaðstöðu hjá Grindvíkingum. Um leikinn sagði hann: „Við vitum að FH-ingar eru með öflugt lið og þeir verða erfiðir. Okkur hefur gengið illa að undan- fömu og við þurfum að finna leið út úr því dæmi.“ Forsala á leikinn hefst í dag. Valsmenn verða með forsölu í Vals- heimilinu og í Kringlunni og FH- ingar í Kaplakrika og miðbæ Hafn- arfjarðar. Miðaverð í stúku er 1.100 kr. og 700 kr. í stæði og fyrir börn 300 krónur. ÞÓRÐUR E. Ólafsson úr Leyni varð í fjórða sæti á Doug Sand- ers golfmótinu sem lauk í Skotlandi á miðvikudaginn. í framhaldi af árangri hans bauð Doug Sanders honum skólavist í Bandaríkjunum og þykir það hin mesta viðurkenning. órður lék frábærlega vel fyrri dag mótsins, en þá lék hann á 71 og 70 höggum, en par Kings Links vallarins er 72. Doug Sanders var síðar um daginn með golfsýningu og kennslu og bað þá m.a. Þórð að slá nokkra bolta. Síðan tjáði hann Þórði að hann væri tilbúinn að aðstoða hann við að komast í háskóla í Bandaríkjunum. Síðari daginn lék Þórður á 73 og 76 höggum og í loka- hófinu ítrekaði Sanders boð sitt um skólavist. Þórður er aðeins 17 ára gamall og er búinn með einn vetur í Fjöl- brautaskóla Vesturlands á Akranesi. Hann verður því að bíða með að fara til Bandaríkjanna til náms, en boðið stendur. Það var franskur piltur sem sigr- aði á 281 höggi, Skoti og Svíi komu næstir með 289 högg og síðan kom Þórður á 290. Skotinn og Svíinn fengu ekki boð um skólavist en það gerði hins vegar Þórður. Sanders hafði orð á því að hann væri að leita að sérstökum drengjum og Þórður væri einn þeirra. Fyrir fimm árum fékk Úlfar JónU— son úr Keili, samskonar boð frá Sanders sem hann þáði eftir að hann lauk námi hér heima. Úlfar var rétt að verða 18 ára þegar hann fékk boðið en Þórður varð 17 ára í jan- úar. Hann hefur leikið mjög vel í sumar, var með 5 í forgjöf í vor en er nú kominn niður í 2. KNATTSPYRNA / BIKARURSLITALEIKUR Tekst FH ad stöðva Val? Valur hefur leikið 870 mínútur án þess að tapa í Bikarkeppninni Morgunblaðiö/RAX^" Þjálfararnir, Ólafur Jóhannesson FH og Ingi Björn Albertsson Val, þekkjast vel því þeir léku saman með FH í 1. déild 1986. Á sunnudaginn munu þeir beijast um hinn eftirsótta bikar sem er á milli þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.