Morgunblaðið - 06.09.1997, Side 1

Morgunblaðið - 06.09.1997, Side 1
80 SÍÐUR B/C 201.TBL. 85.ÁRG. LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER1997 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Drottning meðal syrgjenda ELÍSABET Bretadrottning og eig- inmaður hennar fóru út á meðal syrgjenda Díönu prinsessu við Buckinghamhöll í London í gær. A efri myndinni er kistu Díönu ekið áleiðis til Kensingtonhallar. Ávarp „frá hjartanu“ styrkir stöðu konungsfjölskyldimnar London. Morgunblaðið. ELÍSABET Bretadrottning vottaði í gær Díönu prinsessu af Wales, sem lést í París fyrir tæpri viku, virðingu sína í ávarpi til bresku þjóðarinnar. Drottningin kvaðst tala „beint frá hjartanu“ og bætti við að draga mætti mikinn „lærdóm af lífi Díönu og hinum sterku viðbrögðum við andláti hennar“. Breska konungsfjölskyldan hefur verið gagnrýnd harkalega bæði af almenningi og fjölmiðlum fyrir að sýna ekki bresku þjóðinni sorg sína og ríghalda í óviðeigandi regl- ur, en eftir ræðu drottningar og eftir að Karl Bretaprins og synir hans og Díönu, Vilhjálmur og Hinrik, töluðu við almenning fyrir utan Kensingtonhöllina í London, virtust almenningur og fréttaskýr- endur reiðubúnir til að taka hana í sátt á ný. Elísabet sneri til London í gær ásamt manni sínum, Filippusi hertoga af Edinborg. Þau gengu síðdegis út um dyr Buckinghamhallar og fóru til mannfjöldans. Reuter Drottningin tók í hendurnar á fólki og talaði við það. Á meðan tók Filippus við blómvöndum til minningar um Díönu og lagði nið- ur. Kona ein, sem hitti drottning- una, sagði að hún hefði verið með tárin í augunum. Karl gekk út fyrir Kensington-höll ásamt sonum sínum til að tala við fólk. Þeir sneru einnig til London frá Balmoralkast- ala í gær. Sú viðleitni sem kon- ungsfjölskyldan sýndi í gær til að koma til móts við almenning virtist hafa haft tilætluð áhrif. „Öll þjóðin hefur nú fyrirgefið henni,“ sagði kona ein fyrir utan Buckingham- höll. Jarðneskar leifar voru fluttar frá St. James-höll til Kensingtonhallar þar sem Díana bjó og öll fjölskyld- an áður en botninn datt úr hjóna- bandi hennar og Karls. Þegar kom- ið var að höllinni, sem er í Hyde- garði, biðu þúsundir manna, marg- ir með biómvönd í höndum. „Þetta snýst ekki aðeins um andlát einnar konu,“ sagði maður, sem horfði agndofa yfir mannþröngina í garð- inum. „Hér er eitthvað meira á ferðinni.“ 2,5 milljarðar áhorfenda Utförin á morgun verður í beinni útsendingu um allan heim að Suð- urskautslandinu undanskildu. Búist er við að 2,5 milljarðar manna muni fylgjast með henni. Til samanburðar má benda á að þegar Karl og Díana giftust árið 1981 fylgdust, að talið er, 200 milljónir manna með athöfninni. Breska ríkissjónvarpið, BBC, mun nota 100 myndavélar. BBC og sjónvarpsstöðin ITN hafa komið fyrir 19 myndavélum inni í West- minster Abbey. Ríkissjónvarpið og Stöð 2 verða með beinar útsendingar frá útför- inni og hefjast þær klukkan 6 um morguninn. ■ Sjá nánari umfjöllun á blaðsíðu 18-19 og miðopnu. Aþena fær Ólympíuleik- ana 2004 Lausanne. Reuter. SAMÞYKKT var á fundi Alþjóða- ólympíunefndarinnar (IOC) að Ólympíuleikarnir árið 2004 yrðu haldnir í Aþenu. í lokaumferðinni stóð valið milli Aþenu og Rómar og fékk gríska höfuðborgin 66 at- kvæði en sú ítalska 41. Valið í gær stóð milii fímm borga, Stokkhólms, Buenos Aires og Höfðaborgar auk Aþenu og Rómar. Mikil gleði braust út í Grikklandi er Juan Antonio Samar- anch forseti IOC tilkynnti úrslitin en að sama skapi urðu vonbrigði Rómarbúa mikil. „Dýrlingur göturæsanna44 látinn MÓÐIR Teresa, indverska nunnan sem helgaði fátækum, bjargráða- lausum og deyjandi mönnum líf sitt í rúma hálfa öld, lést í gær á 88. aldursári. Hún hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1979 fyrir að gefa millj- ónum manna von og reisn. Móðir Teresa var af mörgum nefnd „dýrlingur göturæsanna" fyrir líknarstarf sitt í þágu þeirra verst settu í þjóðfélaginu og var í lifanda lífi sérstakt tákn kristilegs grasrótarkærleiks. Jóhannes Páll páfí hafði sérstakar mætur á henni og er móðir Teresa eina konan sem fengið hefur að aka með honum í bifreið hans við útisamkomu. „Ég geri ráð fyrir því að mikill fjöldi fólks fyllist hryggð við and- lát hennar. En sem kristnir menn verðum við einnig að gleðjast fyrir það hversu sterkt tákn mannkærleika Guð hefur veitt okkur með henni og vegna þess, að nú verður hún fátækum jafnvel enn mikilvægari en áður,“ sagði Johannes Gijsen, biskup ka- þólskra á íslandi. „Rétt eins og heil- ög Theresa af Lisieux sagði við andlát sitt fyrir 100 árum - að hún yrði mönnum gagnlegri eftir dauð- ann en í lifanda lífi - mun móðir Teresa veita okkur meira í framtíðinni. Systur hennar, þúsundum saman um heim allan, munu halda merki hennar á lofti og finna styrk hennar í störf- um sínum, bæði hér og annars staðar," sagði Gijsen biskup. Kofí Ánnan, fram- kvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna, var á gangi á Þingvöllum er honum bárust tíð- indin um andlát móður Teresu. „Ég harma mjög andlát hennar, framlag hennar var svo mikilvægt og hún helgaði líf sitt fátæk- um og bágstöddum. Ég hitti hana fyrir aðeins tveimur mánuðum í New York, þá virtist hún hughraust. Hún lét sér mjög annt um þá sem hún aðstoðaði og ég er viss um að allt fólk á jörðinni sem trúir á mannúð hefur misst góðan vin,“ sagði Ann- an við Morgunblaðið. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði að móðir Teresa hefði verið eins konar Florence Nightingale nútímans. „Hún var stórmerkileg persóna, ein af þeim merkilegustu á öldinni og fræg fyrir látleysi sitt. Það var ótrúlegt hvað þessi aldraða kona hafði mikil áhrif og hreif fólk með sér. í nafni hennar hefur margt gott verkið verið unnið.“ Þegar móður Teresu voru færð- ar fregnirnar um að ákveðið hefði verið að sæma hana friðarverð- launum Nóbels sagði hún: „Ég er óverðug". ■ Dýrlingur í lifanda lífi/10 Móðir Teresa ■ Aþena/Bl

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.