Morgunblaðið - 06.09.1997, Side 6

Morgunblaðið - 06.09.1997, Side 6
6 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Faðir ungfrú íslands um flótta 10 stúlkna frá Úkraínu I meiri hættu en þær gerðu sér grein fyrir Morgunblaðið/Jón Svavarsson UNGFRÚ ísland, Harpa Lind Harðardóttir, ásamt foreldrum sín- um. Herði Karlssvni otr Önnu Sierurðardóttur. Byggt á misskiln- ingi, segja for- svarsmenn keppninnar FORS V ARSMENN fegurðarsam- keppninnar um titilinn ungfrú Evr- ópa, segja að brotthvarf tíu stúlkna úr yfirstandandi fegurðarsamkeppni í Úkraínu hafí byggst á misskilningi. Ein af stúlkunum er Harpa Lind Harðardóttir, ungfrú ísland, og telur Hörður Karlsson, faðir Hörpu Lindar, að meiri hætta hafi verið á ferðum en Harpa Lind hafi gert sér grein fyrir. Tuula Yrjöla, sendiráðsritari í finnska sendiráðinu í Kiev, sem að- stoðaði Hörpu Lind við að fara úr landi, segist hafí verið í hættu. Harpa Lind vildi ekki tjá sig um málið þegar Morgunblaðið talaði við hana í gær, en Hörður, faðir hennar, segir að hún hafi rakið atburðarás mánudagsins og þriðjudagsins fyrir honum á þriðjudagskvöldið. „Harpa sagði að eftir erfíða æfíngu hefði stúlkunum verið boðið að fara á næturklúbb og spilavíti í Kiev á mánudagskvöldið. Fjórar eða fímm þekktust boðið en hinar vildu fara að sofa á næturstaðnum í um klukku- tíma ökuferð frá borginni. Eftir að komið var á áfangastað var gengið til náða. Fljótlega eru hins vegar menn komnir inn í húsið og famir að beija allharkalega á herbergis- hurðimar. Mennimir skipa stúlkunum að drífa sig á fætur því ferðinni sé heitið á næturklúbb. Harpa heyrði einn mannanna segja að þeir hefðu gert samning við franskan fram- kvæmdastjóra keppninnar. Stúlkum- ar höfðu ekki um annað að velja en að fara enda hótuðu mennimir því að þær skyldu fara með þeim með góðu eða illu. Verðir í húsinu létu athæfí mannanna afskiptalaust og var engu líkara en að þeir hefðu vitað af því hvað myndi gerast þama. Mennimir kipptu einni út úr sturt- unni,“ hafði Hörður eftir Hörpu. Stúlkurnar skelfingu lostnar Hann sagði að sumar stúlkumar hefðu verið veikar og aðrar nýbúnar að ná sér eftir veikindi. „Stúlkumar virtust hvorki hafa fengið viðeigandi lyf né læknishjálp. Harpa Lind var öll í skordýrabitum og fékk ekkert við sáranum. Stúlkumar höfðu kvartað undan fæðinu, að pöddur væru í kál- inu og allur aðbúnaður frekar slak- ur,“ segir hann og tekur fram að sín skoðun sé sú að stúlkumar hefðu þraukað vistina ef ekki hefði verið fyrir aðfarir mannanna á mánudags- kvöldið. „Allar aðrar en þær veiku vora drifnar út í rútu og ekið var með hópinn út í nóttina. Stúlkurnar urðu skelfíngu lostnar og nokkrar fengu örugglega taugaáfall. Hvað gerðist í næturklúbbnum hef ég ekki nánari fréttir af annað en að trúlega voru nokkrar stúlkur neyddar til að dansa við einhveija menn og þama var nekt- ardans í gangi,“ segir hann. Hann segir að stúlkunum hafi ekki tekist að hringja eftir að komið var til baka því að allir símar hafí verið dauðir á næturstaðnum. Ekki hefði andlegt ástand stúlknanna batnað við þá uppgötvun. „Daginn eftir kemst fínnska stúlkan í síma á veitingastað og óskar eftir því símleiðis að starfs- menn fínnska sendiráðsins sæki sig. Sendiráðið láti sendiráð hinna Norð- urlandanna vita og sæki hinar nor- rænu stúlkumar. 011 norrænu sendi- ráðin bragðust mjög skjótt við og sóttu sína samlanda. En þar sem ís- land er ekki með sendiráð í Kiev buðu Finnamir Hörpu Lind að koma með sér. Brottförina bar að með svo skjót- um hætti að farangurinn var skilinn eftir á næturstaðnum." Harpa Lind sótti farangur sinn án erfíðleika á náttstaðinn fyrir utan borgina á miðvikudaginn. „Að því loknu þurfti að aka á miklum hraða til að ná flugvélinni til London og lét flugfélagið hana hinkra í nokkrar mínútur eftir stúlkunum. Harpa Lind var þama í fylgd með ungfrú Eng- landi og fylgdarkonu hennar til Lond- on. Um nóttina gisti Harpa Lind heima hjá ungfrú Englandi. Núna dvelur Harpa Lind á hóteli í London ásamt móður sinni og tveimur systr- um,“ sagði Hörður. Hann sagðist telja að Harpa Lind hafi ekki gert sér fulla grein fyrir því í hversu mikilli hættu stúlkumar hafí verið þama. „Ég nefni því til stuðn- ings að starfsmenn mótshaldarans franska hvöttu alla keppenduma til að forða sér úr landi sem allra fyrst,“ sagði Hörður og tók fram að hann væri ákaflega þakklátur starfsmönn- um fínnsku sendiráðanna í Reykjavík og Kiev fyrir hjálpina. „Við gerðum aðeins skyldu okkar. Ungfrú Finnland óskaði eftir hjálp okkar við að komast úr landi og við hjálpuðum henni. Norðurlöndin hafa gert með sér samkomulag um gagn- kvæma aðstoð og því var aðeins sjálf- sagt að hjálpa ungfrú Islandi við að komast úr landi eins og hún óskaði eftir enda er ekki íslenskt sendiráð hér,“ segir Tuula Yrjölá, sendiráðsrit- ari í fínnska sendiráðinu í Kiev. Hún sagðist ekki geta tjáð sig um hvort stúlkumar hefðu verið í hættu. „Hins vegar get ég vel trúað því að stúlkunum hafí verið hótað. Þótt ég trúi því ekki að nokkur hefði gert þeim mein. Án þess að svona hótanir séu afsakanlegar," sagði hún og sagð- ist ekki búast við að framhald yrði á afskiptum sendiráðsins. Málið væri fyrst og fremst í höndum aðstandenda keppninnar í Úkraínu og alþjóðlegra framkvæmdaaðila. Döpur vegna fráfalls Díönu „Mér virðist hægt að rekja vand- ræðin til túlksins. Að hann hafi ekki gert stúlkunum nægilega vel grein fyrir því að skyldumæting væri í móttökuna. Sannleikurinn var sá að móttakan var hluti af dagskránni og því vora þær sóttar. Eftir að komið var aftur í næturstað veit ég að enska stúlkan var mjög döpur yfir fráfalli Díönu prinsessu og vildi fara heim. Eins og oft gerist í svona hópi hafði andlegt ástand stúlkunnar áhrif á hinar og á endanum vildu fleiri fara heim,“ sagði Frédérick Gourlet, starfsmaður fegurðarsamkeppninnar um titilinn ungfrú Evrópa. í opinberri tilkynningu frá dóm- nefnd keppninnar segir að 10 fegurð- ardrottningar hafi verið órólegar vegna móðursýki ungfrú Englands, og ákveðið að sýna henni samstöðu vegna fráfalls Díönu prinsessu og halda heim á leið. Pjölskyldur stúlkn- anna hafí álitið að stúlkumar byggju við einhvers konar ógn og haft sam- band við sendiráð þjóðanna. Sendiráð- in hafi í framhaldi af því átt fram- kvæðið að því að sækja stúlkumar. Fegurðardrottningar frá Norðuriönd- unum hafi litið svo á að ósk finnsku fegurðardrottningarinnar væri byggð á því að hún óttaðist um öryggi sitt. Hið sanna hefði verið að um ástæðu- lausan ótta vegna magakveisu hefði verið að ræða. Ákvörðunin hefði haft þau keðjuverkandi áhrif að fegurðar- drottningar frá nágrannalöndunum hefðu ákveðið að fylgja fordæmi hinn- ar fínnsku. Úrslitakvöld fegurðarsam- keppninnar er í kvöld. Canon BJC-240 Litablehsprautuprentari 720x360 dpi upplausn Photokit í kaupbæti að verðmæti kr. 7.650.- 60 stk. hágæða pappír Blekhylki fyrir litmyndir Geymslubox fyrir blekhylki Canon Meiriháttar aðeins Goðar viðtökur á prentaratilboði knýrokkurtil I 8 að endutaka leikinn. Því bjóðum við nú Canon 240 litaprentarann með 'Photokit' aftur á frábæru tilboðsverði: .Tölvukjör ^verslun D^OO heimitanna Rétt vera kr; 19.900 Photokit að verðmaeti kr. 7.650.- innifalið Fuafeni 5 - Sfmi 533 2323 tolvuk]or@itn.ls Hagkvæmni kísilmálmverksmiðju á Reyðarfirði skoðuð að nýju Eftirspurn eftir kísilmálmi eykst Á VEGUM Markaðsskrifstofu iðnaðarráðuneytisins og Lands- virkjunar er verið að kanna hag- kvæmni þess að reisa kísilmálm- bræðslú á Reyðarfirði. Fyrir níu árum voru áform um byggingu slíkrar verksmiðju lögð til hliðar eftir að markaðsverð á kísilmálmi lækkaði samhliða hækkun á að- föngum. Garðar Ingvarsson, framkvæmdastjóri MIL, sagði að aukin eftirspurn væri eftir kísil- málmi og m.a. þess vegna væri talið rétt að skoða málið að nýju. Viðræður um byggingu kísil- málmbræðslu á Reyðarfirði hó- fust 1985 milli iðnaðarráðuneýtis- ins og breska fyrirtækisins Rio Tinto Zink. Fyrstu athuganir bentu til að um hagkvæman kost væri að ræða. Aðstæður breyttust hins vegar mjög mikið á árunum 1987 og 1988. Verð á kísilmálmi lækkaði, en á sama tíma hækkaði verð á aðföngum. Afurðirnar voru seldar í dollar, sem lækkaði mikið á þessum árum. Þetta kippti for- sendum undan rekstrinum og voru áform um byggingu verk- smiðjunnar lögð til hliðar árið 1988 og rekstri Kísilmálmvinnsl- unnar hf. hætt. Samkvæmt upp- lýsingum frá iðnaðarráðuneytinu í júlí 1988 hafði ríkissjóður greit.t 185,5 milljónir króna á verðlagi ársins 1988 vegna undirbúnings, rannsókna og hönnunar verk- smiðjunnar. Málið skammt á veg komið Fyrr á þessu ári fól iðnaðar- ráðuneytið Markaðsskrifstofu iðnaðarráðuneytisins og Lands- virkjunar að kanna stóriðjukosti á Reyðarfirði. Garðar Ingvarsson sagði að þessi vinna væri hafin en ekki langt komin. Eitt af því sem verið væri að skoða væri hagkvæmni þess að reisa þar kisilmálmbræðslu. Engin niður- staða væri fengin enn endan mik- il vinna óunnin. Hann sagði þó ljóst að eftirspurn eftir kísilmálmi væri að aukast og forsendur þeirr- ar hagkvæmniskönnunar sem gerð var 1988 hefðu breyst. Garðar sagði að árið 1988 hefðu tvö fyrirtæki verið að und- irbúa byggingu kísilmálm- bræðslu, annað á_ Reyðarfirði og hitt í Ástralíu. Ástalirnir hefðu ákveðið að halda áfram þó að rekstrarhorfur væru slæmar. Sex mánuðum eftir að verksmiðjan hóf starfsemi hefði fyrirtækið orðið gjaldþrota. Hann sagði að sér væri ekki kunnugt um að nein kísilmálmbræðsla hefði verið reist í heiminum síðan. Járnblendiverksmiðjan einnig að skoða kísilmálmbræðslu Eigendur Járnblendiverksmiðj- unnar hf. á Grundartanga eru nú sem kunnugt er að undirbúa stækkun verksmiðjunnar um einn ofn. Áætlanir hafa verið settar fram um frekari stækkun í fram- tíðinni og gera þær ráð fyrir að fjórði ofninn verði kísilmálm- bræðsla. Það sem Járnblendiverksmiðj- an framleiðir í dag er kallað ferro- silicon og er 75-76% silisíum og 21-22% járn. Efnið er fyrst og fremst notað til að framleiða stál. Kísilmálmbræðsla, sem rætt hef- ur verið um að reisa á Reyðar- firði og hugsanlega einnig á Grundartanga, framleiðir hins vegar efni sem er 99% hreint silis- íum. Það er notað í framleiðslu á áli og magnesíum og alls kyns silicon-efni. Með sérstökum efna- fræðilegum aðferðum er hægt að fá 100% hreint silisíum, en það er m.a. notað í tölvukubba. Andlát ÓLAFUR STEINAR VALDIMARSSON ÓLAFUR Steinar Valdimarsson, fyrr- verandi ráðuneytis- stjóri í samgöngu- ráðuneytinu, lést 4. september, 66 ára að aldri. Ólafur Steinar fæddist í Reykjavík 11. ágúst 1931, sonur Kristínar Ólafsdóttur húsmóður og Valdi- mars Alberts Jónsson- ar verkamanns. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1951 og prófi í viðskiptafræði frá Há- skóla íslands árið 1957. Ólafur starfaði sem fulltrúi hjá Seðlabanka íslands á árunum 1957-1966, hann var deildarstjóri í samgöngu- og iðnaðarráðuneyt- inu frá 1967-1970 og skrifstofu- stjóri frá 1970-1983 er hann var skipaður ráðuneytisstjóri í sam- gönguráðuneytinu. Gegndi hann því starfi til ársins 1994 er hann lét af störfum vegna heilsubrests. Ólafur sat í stjórn Sambands bankamanna frá árinu 1961-1963 og í fulltrúaráði þess í nokkur ár. Hann var framkvæmdastjóri Bandalags háskóla- manna, ritstjóri fréttabréfs þess og fulltrúi BHM í nor- rænu samstarfi há- skólamanna á árunum 1963-1970. Ólafur var formaður Skákklúbbs Reykjavíkur árin 1982-1984 og vara- formaður Ferðamála- ráðs frá árinu 1980- 1988. Hann átti ennfrem- ur sæti í fjölmörgum nefndum um sam- göngumál og var full- trúi samgönguráðuneytisins í sam- starfi embættismanna um þau mál. Hann var formaður Norrænu embættismannanefndarinnar um umferðarmál frá árinu 1990-1992. Ólafur var sæmdur riddara- krossi Hinnar íslensku fálkaorðu árið 1986 og spænsku Merito Civ- il-orðunnar árið 1989. Eftirlifandi eiginkona Ólafs er Fjóla Magnúsdóttir. Þau eiga fjög- ur böm, Magnús, framkvæmda- stóra EFTA í Brussel, Kristínu, ritstjóra á Rás 2, Steinunni, leik- konu og Inga Þór, læknanema. * I ) ) ) ) ) l » I 1 I I s g s k

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.