Morgunblaðið - 06.09.1997, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 06.09.1997, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ ^52 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1997 > * Ki íhLjíUlMli 4' SÍlVVÍ ÍM Hverfisgötu, sími 551 9000 Sýnd kl. 1, 2.45, 5, 7, 9 og 11. aHDlGTAL .. - 't ■ IVIISSIR ÞU ANDLITIÐ I DAG? ★ ★★'ÁT Mbl. ★ ★★★ DV Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. r.skifan.com BgHnngB www.samfilm.is www.samfilm.is fi 0800 mdauimam .vuíioHj sm^Sfk\ KRINGLU igt BNABÍÓI.m I . ; ) THX DICITAL I í ÖLLUM SÖLUM i'jufillíltl **JPÍ Sýnd kl. 7.15, 9.05 og 11. kl. 5, 7, 9 og 11. Alþjóðlega Kumho rallið Ævintýralegir útvarpsmenn Morgunblaðið/Þorkell KEPPNISBÍLLINN leit svona út á fimmtudag, daginn fyrir keppn- ina. Þór er í sæti aðstoðarmanns, með aukastýri í höndum, og Steini bílstjóramegin. BÍLABRÆÐURNIR Knútur, Róbert, Garðar og Siggi uppá tilvon- andi rallbílnum sínum með keppendurna sinn hvorum megin við sig. ÚTVARPSMENNIRNIR Þór Bær- ing Ólafsson og Steinn Kári Ragn- arsson stjórna morgunþætti á út- varpsstöðinni FM og eru þekktir fyrir ævintýramennsku sína. Nýj- asta uppátæki kappanna er þátt- taka í Kumho alþjóðarallinu um ^ helgina. „Síðasta mánudag vorum við að tala um rallið í þættinum okkar og minntumst á að það væri rosalega gaman að taka þátt í því. Þá hringdu Bílabræður inn í þáttinn og buðust til að lána okkur bíl. Síð- an höfum við verið að fá lánað og gefið það sem vantar. Jón og Rún- ar, íslandsmeistararnir í ralli, lán- uðu okkur galla og svo auglýstum við í þættinum að okkur vantaði slökkvitæki. Þá hringdu þeir í okkur frá Vara hf. og buðust til að gefa tæki. Þetta er búið að vera eins og í bíómynd," sagði Steini sem var enn undrandi yfir frábærum við- brögðum og hjálpsemi fólks. Keppendur í rallinu þurfa að hafa blóðflokk sinn skráðan á bílinn og á hjálma eða búning. Því var óskað eftir hraðþjónustu hjá Blóð- bankanum svo állt yrði til reiðu á föstudeginum. „Við erum að læra ótrúlega mikið af þessu ævintýri. Jú, jú auðvitað erum við kvíðnir. Við erum að fara út í eitthvað sem við þekkjum ekki neitt,“ sagði Steini spenntur. „Við höfum skipt með okkur verkum þannig að ég hef reynt að fræðast um bílinn og hvernig á að keyra en Þór hefur tekið að sér að læra leiðirnar og hvernig á að koma inn í markið og láta einhver tímakort...,“ sagði Steini ekki alveg búinn að læra allt utan að. Frá því Bílabræður buðu útvarps- mönnunum bíl til afnota unnu þeir nær sleitulaust fram á föstudag við að smíða hann frá grunni. Þetta er fyrsti rallbíllinn sem Bílabræður búa til en þeir hafa áður unnið að rallýkrossbílum. Allt var tekið úr Volvo-bifreiðinni og nýr bíll búinn til innan í „skelina". Nýr hjólabún- aður, ný og öflugri vél, veltigrind, ný sæti og allt annað sem þarf til að gera venjuiegan fólksbíl að rall- bíl. „Við áttum þetta flest allt til á lager en það var eitthvað sem strák- arnir þurftu að útvega,“ sagði Ró- bert, einn Bílabræðra. Þeir sögðust vera miklir aðdáendur útvarps- mannanna Þórs og Steina og því hefði þeim þótt sjálfsagt að hjálpa þeim við að láta draum sinn rætast. Rallkapparnir þurfa þjónustu- eða viðgerðarlið eigi allt að vera samkvæmt rétt- um reglum. „Við Garðar erum í viðgerðarliðinu og þurfum að fylgja bílnum í keppninni. Steini og Þór þurfa að geta skipt um dekk og annað á sérleiðunum og hafa feng- ið smáæfingu í því núna. Það lítur út fyrir að við eyðum helginni í þetta,“ sagði Siggi Bílabróðir sem hefur augljóslega mjög gaman af uppátækinu. „Þetta verður alveg frábært. Ég stjórna Steina og hef örlög hans því í höndum mér. Við fengum lánaðar glósur hjá keppinaut okkar og þar er sagt hvernig eigi að bera sig að. Til dæmis hvar næsta beygja eða blindhæð sé og hvernig við eig- um að bregðast við. Við höfum verið að æfa okkur saman á gam- alli Subaru-fjölskyldubifreið og það hefur gengið ágætlega. Við keppt- um í rallýkrossi í sumar og fengum smáæfingu þótt rall og rallýkross sé tvennt ólíkt,“ sagði Þór aðstoðar- maður ákveðinn. Rallið stendur yfir í þijá daga og er lengsti aksturinn annan keppnisdaginn. „Við gefumst ekki upp. Við erum ákveðnir í að klára þetta," sagði Þór bjartsýnn að lok- um. SXBDUPBfl eina með tómötum! JO% AFSLÁTTUR aí öllum Pizza Americana og FRÍIRTÓMATAR á allar pizzur frá 8. ágúst til 8. september. Auðvitað erum við kvíðnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.