Morgunblaðið - 06.09.1997, Side 24

Morgunblaðið - 06.09.1997, Side 24
MORGUNBLAÐIÐ 24 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1997 ÁLFT með unga sinn á bakinu. SILKITOPPUR, stelkur, dómpápi. ÍSLENSKUR refur, heimskautarefur. ÆÐUR, bæði blikar og kollur. BRUNNURINN GEYMIR 200 TEGUNDIR Skiptír öilu þekkja dýrin Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson INGI vinnur að uppstoppun á eftirlætis fugli sínum, lundanum. Eyjamaðurinn Ingi Sigurjónsson hefur fengist við uppstoppun fugla og dýra í áratugi og hefur nú breytt gamla vatns- brunninum í Vestmannaeyjum í safn fyrir dýrin sín. Grímur Gíslason skoðaði safnið og forvitnaðist um starfíð. uppstoppun en síðan hafi hann lesið sér til og þannig sjálfmenntað sig í faginu, en þessi vinna byggist að miklu leyti á handlagni og þjálfun. Ég hef alltaf haft áhuga á fuglum sem og öðrum dýrum og verið nátt- úruunnandi alla tíð. Þegar ég var að alast upp var ekkert sjónvarp þannig að maður varð að finna sér eitthvað annað til dundurs á þeim tíma. Ég leitaði í þennan farveg, fékk þetta áhugamál og hef haldið mig að því síðan,“ segir Ingi. Hann hefur gegnum árin stoppað upp fjöl- margar fuglategundir og fjöldi þeirra dýra sem hann hefur stoppað upp skiptir hundruðum ef ekki þús- undum en hann segist enga tölu hafa á því. Mest hefur hann stoppað upp af lunda en hann segir lundann vera sitt uppáhalds viðfangsefni. Tímafrek i/inna Ingi segir að nauðsynlegt sé fyrir þann sem er að vinna að uppstoppun dýra að þekkja þau vel og hátterni þeirra í náttúrunni. Hann segist því gera mikið af því að fylgjast með fuglunum og skoða þá því þannig nái hann að átta sig á því hvemig þeir verða sem eðlilegastir og fallegastir þegar hann stoppar upp. Það er hægt að setja dúfu upp eins og lunda og lunda eins og dúfu ef maður þekkir ekki til þessara fugla. SNÆUGLAN er tignarleg. Þess vegna skiptir öllu máli að þekkja þau dýr sem maður fæst við vel. Annars verður engin mynd á þessu,“ segir hann. Ingi fæst ekki bara við uppstopp- un fugla og hefur stoppað upp fjöl- margar aðrar dýrategundir. Refir, minkar, hreindýrshausar, sjávardýr og fiskar eru meðal þess sem hann fæst við og er þetta hvað öðru fal- legra og eðlilegra hjá honum. Ingi segir það tímafreka vinnu að setja upp fugla. Hann tekur sem dæmi að lágmark 6 klukkustundir fari í að setja upp einn lunda enda sé þetta mikið nostur og nákvæmnisvinna. Ingi segir að lengst af hafi hann haft uppstoppunina sem gæluverk- efni, sem hann vann að á kvöldin eftir að hafa skilað fullum vinnu- degi. Síðan hafi umfangið verið orð- ið það mikið að hann réði ekki við að anna eftirspurn í frítímanum. Hann hafi því alfarið snúið sér að þessu áhugamáli sínu og geti í dag lifað á því. Hann segist stoppa upp fyrir fólk víðsvegar um land og fuglar sem hann hafi stoppað upp séu komnir út um allan heim. Hann viti til dæmis um lunda frá sér í Kína, Ástralíu og Rússlandi svo einhver lönd séu nefnd. Hann segist einnig stundum vera beð- inn að setja upp fugla fyrir Náttúrugripasafnið í Eyjum. Stærstum hluta dagsins segist hann verja á vinnustofunni en sólin trufli hann stundum því þá komi upp löngun til að fara út í náttúruna og virða hana fyrir sér. Hann segir þó að sólin hafi ekki truflað sig í sumar og því hafi gengið vel að koma frá sér verkefnunum. Ingi hefur stundum fengið sér- stök verkefni við iðju sína. Hann út- bjó til dæmis alla verðlaunagripi Landsmótsins í golfi sem haldið var í Eyjum á síðasta ári, en verðlaunin voru uppstoppaður lundi á steini sem skreyttur var golfkúlu og áletr- uðum skildi. Þá segist hann hafa út- búið afmælisgjafir sem hafa verið uppstoppanir með ýmsum stílbrigð- um. Gamli vatnsbrunnurinn á Hóla- götu 10, sem notaður var til að safna í rigningarvatni áður en vatnsleiðsl- an var lögð til Eyja, hefur nú fengið nýtt hlutverk. Ingi hefur opnað inn í hann úr vinnustofu sinni í kjallaran- um og þakið veggi hans með hillum. Á hillunum er einkasafn Inga sem telur um 200 tegundir allskonar fugla bæði algengra og sjaldséðra og einnig má sjá þar sjávardýr, refi og fleira, og allt þetta hefur hann sjálf- ur sett upp. Trúlega eru ekki margir sem eiga stærra einkasafn en Ingi, en ekki kemst öllu meira inn í brunn- inn en er þar nú. Ingi sýnir einn fuglinn og segir hann trúlega vera þann merkilegasta í safninu. Þetta er sandþerna, sem er flækingur en á heimkynni í Suður- Evrópu og er eini fuglinn þessarar tegundar sem fundist hefur hér á landi, en hann fannst á golfvellinum í Eyjum fyrir nokkrum árum. A vinnuborði sínu var Ingi með hvítan hrossagauk sem hann ætlaði að fara að vinna að. Hann segir að hvítingjar fyrirfinnist hjá öllum dýr- um en séu afar sjaldgæfir. Það sé þó merkilegt að þessi hvíti hrossagauk- ur sé sá þriðji sem finnist í Eyjum í sumar. Það er farið að líða á kvöldið þeg- ar fuglaveröld Inga Sigurjónssonar er kvödd. Hann sest aftur við vinnu- borð sitt og heldur áfram að taka innan úr skógarþrestinum en hund- urinn Míró fylgir Morgunblaðs- mönnum til dyra og gefur frá sér gelt í kveðjuskyni um leið og dyrunum er lokað. INGI var á vinnustofu sinni, í litlu herbergi í kjallaranum, en hund- ur hans Míró tók geltandi á móti okkur og vildi greinilega láta taka eft- ir sér. A vinnuborði Inga var skógar- þröstur, sem hann var að taka innan úr áður en hann yrði stoppaður upp, og annar þröstur beið aðgerðar á borðinu en einnig lá þar hvítur hrossagaukur sem komið hafði verið með til hans fyrr um kvöldið. Lundinn í uppá- haldi Ingi segist hafa haft uppstoppun að aðaláhugamáli í þrjátíu ár. Lengst af vann hann að þessu áhugamáli sínu í öllum frístundum en fyrir fimm árum sneri hann sér alfarið að uppstoppun og segist hafa næg verk- efni. Ingi segist hafa fengið áhuga á uppstoppun dýra frá Friðrik Jessyni, aðalhvatamanni að stofnun Náttúrugripasafnsins í Eyjum og safnverði þess í áratugi. Hann segir að hann og félagar hans hafi alltaf fært Friðrik dauða fugla sem þeir fundu og hafi hann stoppað þá upp og sett á safnið. Þetta hafi síðan þró- ast í það að þeir fóru að fylgjast með Friðrik við vinnu sína og þá hafi áhugi hans á þessu kviknað. Hann segir að Friðrik hafi kennt sér undir- stöðuatriði og rétt handbrögð við Hvað er þvagsýrugigt? MAQNÚS JÓHANNSSON UEKNIR SVARAR SPURNINQUM LESENDA Spuming: Hvað er þvagsýrugigt, hvað veldur henni (sérstakur mat- ur?) og hvað er hægt að gera við henni? Svan Þvagsýrugigt byijar oftast skyndilega með miklum verkjum og bólgu í einum lið. Sá liður sem oft- ast verður fyrir barðinu á þessu er fremsti liður stóru táar en aðrir lið- ir geta átt í hlut, t.d. ökkli, hné, úln- liður eða olnbogi. Einkennin líkjast einna helst sýkingu með bólgu, roða og hita og staðurinn er mjög við- kvæmur við snertingu. Þvagsýru- gigt var stundum kölluð ríkra manna gigt og á síðustu öld og fram á þessa var hún af mörgum talin stafa af óhóflegri áfengisdrykkju. Áfengi orsakar ekki sjúkdóminn en getur stundum sett kast af stað. Þvagsýrugigt kemur oft í köstum sem standa í fáeina daga í fyrstu en þegar frá líður geta þau staðið vik- um saman ef ekkert er að gert Fái sjúklingurinn ekki viðeigandi með- ferð getur orðið um að ræða langvarandi bólgur í mörgum liðum Þvagsýrugigt sem leiða að lokum til skemmda og afrnyndunar á liðunum og þar að auki geta orðið skemmdir í öðrum líffærum, einkum nýrum. Þvag- sýrugigt er oftast af óþekktum or- sökum og um 90% sjúklinganna eru karlmenn. Karlmenn fá sjúkdóminn sjaldan fyrir þrítugt og konur yfir- leitt ekki fyrr en eftir tíðahvörf. Stundum er áberandi erfðaþáttur og meðal sumra kynflokka er þvag- sýrugigt mun algengari en annars staðar, t.d. á Kyrrahafseyjunum. Þeir sem fá fyrstu köstin ungir eru í meiri hættu en hinir að fá erfiðan sjúkdóm sem leiðir til skemmda í liðum. í flestum tilfellum er hægt að halda sjúkdómnum í skefjum og hindra vefjaskemmdir. Þvagsýra er efni sem myndast við niðurbrot kjamsýra (DNA og RNA). Þær kjamsýrur sem brotna niður í lík- amanum em að mestu leyti mynd- aðar í líkamanum en að litlu leytá komnar beint úr fæðunni. Ef niður- brot kjamsýra er óeðlilega mikið eða útskilnaður þvagsýru óeðlilega hægur getur magn þvagsýra í blóð- inu hækkað og að lokum geta þvag- sýrakristallar myndast í vefjum og valdið þvagsýrugigt. Meðferðin byggist einkum á þrennu, að lækna köst þegar þau koma, að minnka framleiðslu þvagsýra í líkamanum og að auka útskilnað þvagsýra í nýram. í köstum era notuð ýmis bólgueyðandi lyf, sem geta stytt kastið verulega, og mikilvægt er að hvíla bólgna liði. Til að minnka magn þvagsýra í líkamanum og minnka þannig hættu á þvagsýru- gigtarköstum era til lyf sem minnka myndun þvagsýra og auka útskilnað hennar. Þeir sem era með þvagsýragigt ættu að forðast lyf sem hindra útskilnað þvagsýra í nýram en það era einkum þvag- ræsilyf og aspirín. Um mataræði era svolítið skiptar skoðanir en flest Festumein bendir til að það skipti litlu sem engu máli fyrir magn þvagsýra í líkamanum en hjá sumum sjúkling- um geta vissar fæðutegundir eða áfengi hrint af stað kasti. Fáeinar fæðutegundir sem innihalda mikið af kjamsýram era blóðmör, lifur, nýra, sardínur og kjötkraftur. Mik- ilvægt er að drekka mikið vatn, helst 2-3 lítra á dag. Spurning: Hvað erfestumein? Hvað er hægt að gera við því? Svar: Festumein dregur nafn sitt af sinafestum en hreyfivöðvar enda í sinum sem festast á beinin. Festumein verða stundum vegna meiðsla eða mikillar áreynslu en einnig getur verið um að ræða bólgur af óþekktum uppruna í vöðvum, sinum og sinafestum. Festumein er ekki sjúkdómur í lið- um og á ekkert skilt við liðagigt. Festumein era algengust umhverf- is olnboga (t.d. svo kallaður tennis- olnbogi) og axlir en geta einnig verið annars staðar. Einkennin eru verkir, einkum við áreynslu, og staðurinn er oft mjög viðkvæmur við snertingu. Meðferð felst fyrst og fremt í því að hvfla staðinn en gefa honum þó hæfilega hreyfingu til þess að nálægir liðir stirðni ekki. Verkjalyf geta hjálpað, t.d. íbúprófen eða aspirín, og stundum getur verið ástæða til að sprauta steram í vefina umhverfis staðinn. Horfur eru mjög góðar, einkennin hverfa oftast á fáeinum vikum og standa sjaldan í meira en 6 mán- uði. Ef bati dregst á langinn er það oftast vegna áframhaldandi meiðsla eða áreynslu. •Lesendur Morgunblaðains geta spurt lækninn um það sem þeim liggur á bjarta. Tekið er á mðti spumingum á virkum dögum milli kiukkan 10 og 17 í síma 569 1100 ogbréfum eða sfmbréfum merkt: Vikulok, bréfsími: 5691222.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.