Morgunblaðið - 06.09.1997, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 06.09.1997, Qupperneq 32
32 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Örugg umferð frá Gull- inbrú að Miklatorgi BREIKKUN Gullin- brúar og aðrar nauðsyn- legar umferðarbætur fyrir íbúa Grafarvogs hafa verið til umræðu að undanfömu. í grein eftir undirritaðan í Morgunblaðinu 14. ág- úst sl. var gerð grein fyrir frumkvæði borgar- -^fulltrúa Sjálfstæðis- flokksins í þessu máli og tillöguflutningi þeirra í skipulagsnefnd. Þetta leiddi síðar til þess, að borgarráð ályktaði um málið. Fram að því hafði seina- gangur og þóf einkennt vinnubrögð R-listans í Gullinbrúarmálinu, sem var ekki framarlega á dagskrá, þegar borg- arstjóri ræddi við samgönguráðherra fyrr á árinu. Miklar umferðarbætur hafa átt sér stað á þjóðvegum í Reykjavík á þessu kjörtímabili, en ríkisvaldið hefur veitt meira fé til þessara framkvæmda en _ -váður. Mislæg gatnamót á mótum Vesturlandsvegar og Höfðabakka hafa stórlega fækkað umferðarslys- um og framkvæmdimar, sem nú standa yfir í Ártúnsbrekkunni munu væntanlega skila enn meiri árangri. Gífurleg framför felst einnig í göngu- brúm yfir Kringlumýrarbraut og Mi- klubraut. Hvert framhald verður á þessum miklu umferðarbótum er hins vegar ágreiningur um í borgarstjóm Reykjavikur. Sjálfstæðismenn leggja áherslu á greiðari og öruggari umferð frá Grafarvogi vestur fyrir Miklatorg, »>en R-listinn vill ekki auka umferðar- rýmd vestan Kringlumýrarbrautar. Ólafur F. Magnússon Átta fjölfarin gatnamót 23.000 bílar aka dag- lega um-Gullinbrú, sam- kvæmt talningu 9. apríl sl. Ljóst er að ein akrein í hvora átt ber ekki þann umferðarþunga, enda umferðartafir miklar á þjóðveginum um Gullin- brú á annatímun. Á leið Grafarvogsbúans vestur á bóginn er fyrst komið að gatnamótum Vestur- landsvegar og Höfða- bakka, þar sem 54.000 bílar aka um daglega en neðst í Ártúnsbrekkunni er komið að ijölfömustu gatnamótum landsins, þar sem Mikla- braut og Sæbraut mætast, en um þau aka 80.000 bílar á sólarhring. Um gatnamót Miklubrautar og Skeiðar- vogs aka 56.000 bílar á sólarhring, 58.000 um gatnamót Miklubrautar og Grensásvegar og 57.000 um gat- namótin við Háaleitisbraut. Næst- fjölfömustu gatnamót landsins eru á mótum Miklubrautar og Kringlumýr- arbrautar, en þar er umferðarþungi 70.000 bílar á sólarhring. 53.000 bíl- ar aka daglega um gatnamót Mikiu- brautar og Lönguhlíðar og 63.000 um Miklatorg, þar sem Bústaðavegur mætir Miklubrautinni og Hringbraut- in tekur við til vesturs. Af þeim átta gatnamótum, sem nefnd em hér að framan em tvenn þegar orðin mislæg, þ.e. gatnamótin við Höfðabakka og Sæbraut. Einnig er gert ráð fyrir mislægum gatnamót- um við Skeiðarvoginn og Miklatorg. R-listinn vill hins vegar hverfa frá Sjálfstæðismenn leggja áherslu á greiðari og öruggari umferð frá Grafarvogi vestur fyrir Miklatorg, segir Olafur F. Magnússon, en R- listinn vill ekki auka umferðarrýmd vestan Kringlumýrarbrautar. mislægum gatnamótum á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbraut- ar og hafa þar áfram ljósastýrð gatna- mót. Þetta er óraunhæf og hættuleg áætlun og stangast að auki á við fyrirætlanir R-listans um að leggja ekki veg sunnan Öskjuhlíðar, svokall- aðan Hlíðarfót. Sjálfstæðismenn leggja ríka áherslu á mislæg gatna- mót á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Það tryggir greiðari og öruggari umferð um gat- namótin og minni slysahættu í nær- liggjandi íbúðarhverfum. Umferðarþungi frá Höfðabakka að Miklatorgi Umferðarþungi á Vesturlandsvegi er aðeins 18.000 bílar á sólarhring austan gatnamótanna við Höfða- bakka, en eykst í 41.000 vestan þeirra. Neðst í Ártúnsbrekkunni er umferðarþyngsti vegarkafli landsins, með 49.000 bíla á sólarhring austan gatnamótanna við Sæbraut. Vestan Sæbrautar er sólarhringsumferðin á Miklubraut 46.000 bílar og 45.000 þegar komið er að gatnamótunum við Skeiðarvog. Vestan Skeiðarvogs minnkar umferðarþunginn á Miklu- braut niður í 40-42.000 bíla á sólar- hring og helst á því bili alveg vestur að Miklatorgi. Vestan Miklatorgs, þar sem Hringbrautin tekur við af Miklu- brautinni eykst umferðarþunginn á ný og er 44.000 bílar á sólarhring. Að mínu mati mæla þessar um- ferðatölur gegn þeirri áætlun R-list- ans, að auka ekki umferðarrýmd vest- an Kringlumýrarbrautar. R-listinn leggur hins vegar áherslu á gerð neð- anjarðarganga við Miklatún, en sú framkvæmd kostar meira fé en mis- læg gatnamót á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Neðanjarð- argöngum R- listans við Miklatún er ekki ætlað að auka umferðariýmd (greiða fyrir umferð) vestan Kringlu- mýrarbrautar. Eftir sem áður yrðu aðeins tvær akreinar í hvora átt þ.e. í vestur og austur eftir Miklubraut- inni. Að mínu mati koma göng á þessu svæði ekki til greina, nema þau leysi umferðarvanda og tryggi umferð þriggja akreina í hvora átt eftir Miklu- brautinni vestan Kringlumýrarbraut- ar. Neðanjarðargöngum við Miklatún er fyrst og fremst ætlað, að draga úr hávaðamengun í íbúðum við vest- asta hluta Miklubrautar. Að mati sjálfstæðismanna eru til aðrar og heppilegri lausnir á þessum vanda. Neðanjarðargöngunum er einnig ætl- að að draga úr loftmengun á svæðinu með uppsetningu stórra útblásturs- stokka. Mengun verður þó vafalítið umtalsverð og ýmis önnur hætta steðjar að í svo fjölfömum göngum. Samstaða borgarfulltrúa nauðsynleg Eins og mörgum er enn í fersku minni, var ákveðið að fresta breikk- un þjóðvegarins frá Elliðaám að Skeiðarvogi við afgreiðslu vegafjár- laga á Alþingi vorið 1996. Þetta þýddi, að flöskuháls myndaðist neðst í Ártúnsbrekkunni, sem gat haft stóraukna slysahættu í för með sér. Kjömir fulltrúar Reykvíkinga bmgð- ust hart við þessari frestun, sem var tilkomin vegna þriðjungs niður- skurðar á áætluðu framlagi til þjóð- vegagerðar á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sýndu betri samstöðu í þessu máli en í Gullinbrúarmálinu og full- trúar R-listans í umferðarnefnd létu það ekki tmfla sig, þó að tillaga um umferðaröryggi í Ártúnsbrekku kæmi frá undirrituðum, sem var fulltrúi sjálfstæðismanna í nefnd- inni. Eftir að umferðarnefnd samein- aðist skipulagsnefnd í lok ársins 1996, hefur pólitík blandast meira í umferðarmálin og samstaða nefnd- armanna minnkað. Tregða R-listans í Gullinbrúarmálinu er gott dæmi um það. Sjálfstæðismenn leggja áherslu á greiðari og öraggari umferð frá Grafarvogi vestur fyrir Miklatorg, segir Ólafur F. Magnússon, en R- listinn vill ekki auka umferðarrýmd vestan Kringlumýrarbrautar. Höfundur er læknir og varaborgarfulltrúi í Reykjavík. Gæði í verkefna- stjórnun - alþjóðleg ráðstefna á Islandi Á SUNNUDAGINN, 7. september, verður þess minnst að 150 ár em liðin frá því að Stein- unn Sveinsdóttir, ekkja Guðmundar Guðmunds- sonar faktors á Búðum, ^ reisti kirkjuna sem þar stendur. Þá eru liðin 10 ár frá því hr. Ólafur Skúlason biskup íslands endurvígði hana. Einnig em liðin 50 ár frá því að ríkið afhenti söfnuð- inum kirkjuna til eignar og umsjár. Um þessa sömu helgi verður þess minnst að 50 ár em iiðin síðan hafin var hótel- rekstur á Búðum. Kirkja var fyrst reist á Búðum árið 1702. Gerði það sænskur maður, Bent Lár- usson. Áður hafði staðið kirkja í Hraunhöfn og þegar kom fram í lok 19. aldar var Knarrarkirkja aflögð líka og sóknin lögð til Búða. Kirkjan sem reist var 1702 var aflögð aftur árið 1816 og þar var síðan kirkju- laust í 31 ár. Án stuðnings hinna andlegu feðra En kirkjan sem nú stendur á Búð- um var eins og fyrr segir upphaflega reist af Steinunni Sveinsdóttur árið 1847 eftir að kirkjuyfirvöld í landinu höfðu synjað beiðni hennar um að reisa þar kirkju. Steinunn sætti sig ekki við þá niðurstöðu og áfrýjaði ^ henni til konungs sem heimilaði bygg- 'ingu hennar. Þannig fór þessi kraftm- ikla dugnaðarkona með sigur á kirkju- stjóminni og innsiglaði sigur sinn með því að rita þessa storkandi áletmn á hurðarhring hennar: „Kirkjan er reist án tilstyrkt.ar hinna andlegu feðra af Mad. Steinunni á Búðum“. Veglegur minnisvarði stendur í Búðakirkjugarði um þessa skörungskonu. Þegar Búðakirkja var endurgerð fyrir lO ámm bar Hörð- ur Ágústsson arkitekt og sérfræðingur í gam- alli húsagerð veg og vanda af því að færa hana í upprunalegan búning, en á henni höfðu margoft verið gerðar breytingar. I Yrlq'u, afmælisriti til Vigdísar Finnbogadótt- ur forseta sextugrar, ritar Hörður á þessa leið um endurgerð Búða- kirkju: „Búðakirkja er dæmigerður fulltrúi síns tíma, þess tíma er ís- lendingar tóku að mmska af aldalöngum stöðnunarsvefni og hófu sókn til sjálfstæðis. - Torfkirkjum var hafnað, bjartari og stærri timb- urkirkjur leystu þær af hólmi. Búðakirkja er reyndar ein elsta timburkirkja landsins." Að áliti Harðar er Búðakirkja einna fyrst á ferðinni í umskiptum þjóðfrelsistímans í ís- lenskri húsagerð og dýr- mætt framlag til ís- lenskrar menningar- hefðar. Hún er listaverk í íslenskri húsagerð á sína vísu eins og ljóð Jónasar Hallgrímssonar eða sögur Jóns Thoroddsen. Þúsundir ferðamanna skoða kirkjuna Kirkjan á Búðum er nú safnkirkja en jafnframt sóknarkirkja Búðasókn- ar og falin sóknarnefnd til varðveislu og umsjár af þjóðminjaverði. Á hveiju sumri koma þúsundir ferðamanna til að skoða kirkjuna og er líklega ekk- ert safn á Snæfellsnesi skoðað meira en hún. Um þetta vitnar gestabók kirkjunnar. Á sunnudaginn verður þess minnst að 150 ár eru liðin frá því Búða- kirkja var reist. Olafur Jens Sigurðsson reifar hér sögu kirkjunnar. Þá hefur það færst í vöxt að fólk leitar þangað eftir kirkjulegri þjón- ustu, t.d. eru giftingar þar tiðar á hveiju sumri. Formaður sóknamefnd- ar er Sigrún Guðmundsdóttir á Kálf- árvöllum en kirkjuvörður Kristjana Sigurðardóttir í Hlíðarholti. Afmælishátíð á sunnudaginn Á sunnudaginn verður afmælis kirkjunnar minnst við hátíðarguðs- þjónustu kl. 14.00. Sr. Sigurður Sig- urðarson vígslubiskup mun prédika en prestar prófastsdæmisins þjóna þar fyrir altari ásamt sóknarprestin- um í Ingjaldshólsprestakalli, sr. Ólafi Jens Sigurðssyni, en kirkjan er núna ein af þremur kirkjum þess presta- kalls. Kirkjukór Búða- og Hellna- sókna mun syngja undir stjórn organ- istans, Kay Wiggs Lúðvíksson. Að lokinni guðsþjónustu býður sóknamefnd til kaffisamsætis á Hótel Búðum þar sem ræður verða fluttar af þessu tilefni. Sóknamefnd og sókn- arprestur vænta þess að vinir og vel- unnarar kirkjunnar muni sækja hana heim af þessu tilefni nk. sunnudag. Höfundur er sóknarpreslur. Búðakirkja á Snæ- fellsnesi 150 ára Ólafur Jens Sigurðsson Verkefnastjómun- arfélag Islands stendur fyrir alþjóðlegri ráð- stefnu um verkefna- stjómun dagana 10.-13. september 1997 á Hótel Loftleiðum. Yfirskrift ráðstefnunnar er Qua- lity in Project Manage- ment, eða gæði í verk- efnastjórnun, og fer ráð- stefnan fram á ensku. Fyrirlesarar eru um 40 talsins, erlendir sem inn- lendir, með víðtæka þekkingu og reynslu á þessu sviði, og er vernd- ari ráðstefnunnar hr. Davíð Oddsson, forsæt- isráðherra. Verkefnastjómun snertir allar starfsgreinar og er beitt á mjög breið- um gmndvelli í þjóðfélaginu. Efni ráðstefnunnar á því erindi til flestra greina atvinnulífsins. Fjallað verður um leiðir til að tryggja gæði í stjórn- un verkefna og hvemig hægt er að meta árangur þeirra. Auk lykilfyrir- lesara og pallborðsumræðna um vott- un verkefnastjóra, er efni ráðstefn- unnar skipt upp í þijá strauma: A: Helstu aðferðir og reynsla verkefna- stjómunar, B: Mæling frammistöðu og árangursmat og C: Gæðastjómun í verkefnum og tölvutækni. Efni fyrirlestranna er sótt í hefð- bundna aðferðafræði verkefnastjórn- unar sem og nýjungar við stjórnun verkefna. Dæmi verða tekin úr at- vinnulífmu og vitnað í niðurstöður rannsókna á þessu sviði. Efni erind- anna snertir íjármál og kostnaðargát, liðsvinnu og leiðtogahæfni, skipurit og verkferli. Fjallað verður um verk- efnastjórnun i hugbúnaðarþróun og hlutverk upplýsingatækni við stjórnun verkefna og mat á árangri. Einnig verður fjallað um tengsl gæðastjórn- unar og verkefnastjórnunar, stöðlun, árangursmat, viðmiðunarmat og inn- leiðingu verkefnastjórnunar í gæða- kerfi. Lykilfyrirlesarar ráðstefnunnar em þrír: Dr. Kenneth K. Humphreys, Dr. Deborah Kezsbom og Dr. Jon Lereim. Dr. Humphreys hefur starfað sem ráðgjafi í kostnaðarverkfræði í yfir 35 ár og hefur meðal annars veitt stjórn Bandaríkjanna ráðgjöf. Hann mun fialla um upprana kostnaðar- upplýsinga og m.a. um þær kröfur sem gera þarf til upplýsinga um kostnað, áður en ráðist er í erlendar fiárfesting- ar. Dr. Kezsbom er dokt- or í sálfræði og hefur haldið námskeið víða um heim um málefni er varða stjómendur og stjórnun. Efni erindis hennar er hópefli og aðferðafræði verkefna- stjómunar. Dr. Jon Le- reim hefur gegnt stjóm- unarstöðum hjá Det Norske Veritas og Saga Petroleum og er nú prófessor við norska verslunarháskólann. Fyrirlest- ur hans flallar um samræmingu al- tækrar gæðastjórnunar við verkefna- stjórnun. Verkefnastjórnun snert- ir allar starfsffreinar, segir Steinunn Huld Atladóttir, og er beitt á mjöff breiðum ffrund- velli í þjóðfélafflnu. Á ráðstefnunni verða jafnframt pallborðsumræður um vottun verk- efnastjóra og eru frummælendur tveir; forseti IPMA, evrópska verk- efnastjómunarsambandsins, og for- seti PMI, ameríska verkefnastjórn- unarsambandsins. Jafnframt verður vottunarferli VSFÍ kynnt og fyrstu íslensku IPMA-vottuðu verkefnastjór- unum veitt viðurkenning. Nánari upplýsingar og skráning em í síma 554 1400, fax 554 1472. Einnig eru upplýsingar um ráðstefn- una á netfangi Verkefnastjórnunarfé- lagsins (vsfiskima.is). Höfundur er varaformaður VSFI og gæðastjóri hjá RARIK. Steinunn Huld Atladóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.