Morgunblaðið - 06.09.1997, Síða 8

Morgunblaðið - 06.09.1997, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR TIL hamingju með liðið, elskurnar mínar... Hvassaleitisskóli stækk- ar um 1.100 fermetra GERT er ráð fyrir að byggðar verði tvær hæðir áfastar við núver- andi skólahús í krikanum milli íþróttahúss og kennsluálmu. Ein hæð verður byggð í garðshorni milli kennsluálmanna tveggja. TILLAGA Ögmundar Skarphéðins- sonar og Ragnhildar Skarphéðins- dóttur arkitekta varð hlutskörpust í forvali um viðbyggingu Hvas- saleitisskóla. Tillagan gerir ráð fyrir 1.100 fermetra stækkun skól- ans. Stækkunin er liður í áformum um einsetningu skólans. Aætlaður byggingarkostnaður er 135 millj- ónir króna með búnaði. Stefnt er að því að bjóða út verkið snemma á næsta ári. Reykjavíkurborg efndi til forvals meðal arkitekta um verkefnið. Fimm arkitektastofur tóku þátt i forvalinu, þ.e. Arkþing, Batteríið, Kanon arkitektar, Gylfi Guðjóns- son arkitekt og Ögmundur og Ragnhildur. Reykjavíkurborg skip- aði sérstaka fagdómnefnd til að fjalla um tillögurnar. Niðurstaðan varð sú að velja tillögu þeirra síð- astnefndu. Gert er ráð fyrir að bygginga- framkvæmdir hefjist á næsta ári og verði lokið 1998-1999. Ögmundur segir að Hvassaleit- isskóli sé lítill skóli og hafi allt að því heimilisiegt yxirbragð. „Það sem var erfiðast við þetta verkefni var að leysa það þannig að skólinn yrði ekki of stór og ákveðinn kjarni héldist í skólastarfinu þar sem miðpunkturinn yrði. Lóðin er mjög löng og mjó og skólinn er inni í miðju byggðu hverfi og því snúið að finna nýbyggingu stað án þess að valda einhverri röskun gagnvart nágrönnum skólans. Inni í við- byggingunni áttu að vera almennar kennslustofur, bókasafn, tölvuver, sérkennslustofur, myndlistarstofa, tónlistarstofa og hússtjórnar- stofa,“ sagði Ögmundur. Biskup rítar prestum og safnaðarfólki hirðisbréf VIÐ tímamót er nafn á hirðisbréfí sem biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, hefur sent frá sér. Er það yfír 100 blaðsíðna rit þar sem bisk- up ræðir fjölmörg málefni kirkjunn- ar. í sextán köflum hirðisbréfsins fjallar biskup m.a. um samninga um eignir og laun, kristnitökuaf- mælið, ijölbreytni þjónustunnar og starf í fjölmenni og fámenni, um fyrirbænir, vanda prestsins og lög- mál og fagnaðarerindi og fleira. í inngangskafla hirðisbréfsins segir biskup m.a.: „Frá upphafí þessara bréfa hefur verið lögð áhersla á það, að biskup er að rita prestum og söfnuðum og viðra ýmsar hugmyndir sínar og benda á það, sem hann telur nauð- synlegt fyrir kirkjuna og kirkjulegt starf. Ekki er síður þarft að hafa það í huga að bréf þetta er ekki aðeins ætlað prestum, heldur safn- aðarfólkinu öllu vitt um landið og tekur því eðiilega mið af því. Og er enn ríkulegri ástæða fyrir því að beina sjónum að þessu markmiði með bréfrituninni, að hlutdeild leik- manna í starfí kirkjunnar hefur vaxið stórlega og ábyrgð þeirra er allt önnur nú en hún var fyrir ekki svo mörgum árum.“ Málþing um upplýsingar og atvinnulíf Islendingar semji um kaup á gagnagrunnum Guðrún Pálsdóttir A næstu viku, fimmtu- daginn 11. september, verður haldið málþing á vegum félags bókavarða í rannsóknarbókasöfnun. Fjallað verður um aðgang atvinnulífs og vísindasam- félags að upplýsingum. Guðrún Pálsdóttir, bóka- safns- og upplýsingafræð- ingur, er einn aðstandenda málþingsins. „Við sem störfum á rannsóknar- bókasöfnum höfum áhuga á að vísindamenn hafi betri aðgang að heimildum og höfum kannað sam- kaup á útdráttarritum á geisladiskum." Hún bendir á að íslensk bókasöfn geti einungis keypt brot af rit- um miðað við erlendar stofnanir. Á geisladiskun- um eru hins vegar út- drættir og titlar úr öllum helstu tímaritum heims á ákveðnum fagsviðum. Með því að hafa að- gang að slíkum upplýsingum geta íslenskir vísindamenn fylgst með þvi hvað er að gerast á þeirra sviði. „Ef hægt er að semja fyrir íslands hönd um kaup á geisla- diskum getur fólk leitað sér að kostnaðarlausu að upplýsingum. Þannig gætu íslendingar unnið við líkar aðstæður og vísinda- menn víðast hvar í hinum vest- ræna heimi." - Er um að ræða mjög dýra geisladiska? „Þeir eru yfirleitt alltof dýrir fyrir jafnlítil söfn og eru hér á landi. Oft eru þetta stofnanir með nokkra tugi vísindamanna og ráða engan veginn við kaup á slíkum geisladiskum. Sem dæmi má nefna að hjá Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins þar sem ég starfa eru fimm til sex matvælafræðingar sem þurfa að hafa aðgang að útdrátt- arritum. í samvinnu létu fjórar stofnanir kanna samkaup á einu aðal útdráttarritinu í matvæla- fræði. Niðurstaðan var að slík kaup hefðu kostað hverja stofn- un um 400.000 krónur. Þegar um fimm manns er að ræða er erfitt að réttlæta slíkan kostnað. Á hinn bóginn þurfa þessir vís- indamenn nauðsynlega á þessum upplýsingum að halda líkt og starfsfélagar þeirra í öðrum vestrænum löndum. Það er því mikilvægt að íslendingar komi fram sem einn samningsaðili," segir Guðrún. „Við viljum vekja athygli á þessu máli og reyna að mynda í kjölfar málþingsins starfshóp til að vinna að fram- gangi málsins." - Tíðkast samkaup af þessum toga annars staðar í heiminum? „Svíar og Norðmenn hafa samið í einhveij- um mæli. í Georgíuríki í Banda- ríkjunum höfðu stjórnvöld for- göngu um sameiginlegan að- gang stofnana að gagnagrunn- um. Nefndir um upplýsingamál í háskólasamfélagi Georgíu í Bandaríkjunum lögðu fram til- lögur til ríkisstjómar Georgíu og fengu árið 1995 styrk til að vinna að því að nota upplýsinga- tækni á sem hagkvæmastan hátt. Markmiðið var að tengja bókasöfn og stofnanir svo sam- ►Guðrún Pálsdóttir fæddist árið 1949 í Engidal á Fljóts- heiði. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akur- eyri árið 1969 og lauk námi sem bókasafnsfræðingur frá Háskóla Islands árið 1985. Hún hefur starfað sem bóka- safnsfræðingur hjá Rala síðan og einnig unnið við rit- stjórnarstörf hjá stofnuninni. Guðrún er gift Eggerti Hjart- arsyni og eiga þau þrjú upp- komin börn. eiginlega mætti nýta gagna- grunna til að efla menntun, vís- indi og rannsóknir í ríkinu. Verk- efnið nefnist GALILEO.“ - Hvernig er þessu framfylgt? „Meðal annars með samfloti í samningum við framleiðendur og útgefendur gagnagrunna og upplýsingabanka. Þannig nást hagkvæmari áskriftarskilmálar en þegar hver semur fyrir sig. Til dæmis samdi Georgíufylki um aðgang að geisladiskum Britannicu og Academic Press.“ Guðrún segir að Leslie Campell Rampey, bókasafnsfræðingur í Georgíuríki, verði gestafyrirles- ari á málþinginu og fjalli um GALILEO verkefnið. „Aðrir fyr- irlesarar eru vísindamenn og bókaverðir. Síðan verða pall- borðsumræður. Upplýsingar um málþingið eru á heimasíðu FBR en slóðin er http://www.itn.is/fbr.“ - Hafa einhverjir hér á landi verið með samráð um kaup á geisladiskum? „Landspítalinn hafði forgöngu um sameiginlegan gagnagrunn fyrir heilbrigðisstétt- irnar. Sérfræðingar og nemar geta nú leit- að ókeypis að upplýs- ingum heiman frá sér hafí þeir tölvuteng- ingu við spítalann. Við höfum að vísu aðgang að gagnagrunnum í gegnum mið- stöðvar erlendis. Þá þurfum við að borga fyrir tímann sem tekur að leita og upplýsingamagnið sem við fáum. Hver leit kostar oftast á bilinu fimm til sjö þús- und krónum en getur orðið miklu dýrari. Sérfræðingar halda að sér höndum þegar þeir þurfa að leggja út fyrir slíkum kostnaði við eina leit.“ „Dýrir geisla- diskar"

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.