Morgunblaðið - 06.09.1997, Síða 29

Morgunblaðið - 06.09.1997, Síða 29
28 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1997 29 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. NÝSKIPAN í ALÞJÓÐASTARFI ÞÁTTTAKA íslendinga í alþjóðlegu samstarfi mun óhjá- kvæmilega aukast í næstu framtíð og undan því verður ekki vikizt. Sá böggull fylgir þó skammrifi, að gífurlegur kostn- aður er því samfara og takmörkunum háð, hversu miklu fé er hægt að verja í því skyni. Ástæða er því til að leita nýrra og hagkvæmra leiða til að sinna vaxandi skuldbindingum á alþjóðavettvangi. Fram kom í Morgunblaðinu í gær, að ísland hefur ekki fasta- nefnd hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) í Vínar- borg og telur Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, það afar bagalegt. Hefur verið leitað til Dana um aðstöðu til bráða- birgða fyrir íslenzkan starfsmann í sendiráði þeirra í borg- inni. Utanríkisráðherra segir þó, að frambúðarlausnin hljóti að vera íslenzkt sendiráð í Vín. Þetta leiðir hugann að því, hvort ekki sé kominn tími til að hugsa fyrirkomulagið á alþjóðlegu samstarfi upp á nýtt. Mikill kostnaður er ekki aðeins þyrnir í augum Islendinga heldur flestra þjóða, þ.á m. stórþjóðanna. Oft er á það bent, að bylting í samgöngum og fjarskiptum hafi stórlega dregið úr vægi sendiráða og hugmyndir hafa verið uppi um að leggja þau hreinlega niður eða að ríkjahópar sameinist um sendiráð. Má þar nefna sameiginleg sendiráð Evrópusambandsríkja þar sem því verður við komið, svo og sameiginleg sendiráð Norður- landa. Norðurlandaþjóðirnar eru allar smáar í alþjóðlegu tilliti, samstarf þeirra mjög náið og því eðlilegt, að þær sameinist um að draga úr útgjöldum sínum með þessum hætti í löndum, þar sem sérstakir þjóðarhagsmunir kalla ekki á eigin sendi- ráð. Byrja mætti á því að hafa eitt sameiginlegt norrænt sendi- ráð í hveiju Norðurlandanna fyrir sig. Að öðrum kosti væri full ástæða fyrir íslendinga að skoða þann möguleika, að hafa einungis eitt sendiráð á Norðurlöndum, t.d. í Kaupmannahöfn, en ræðismannsskrifstofur annist þjónustu og afgreiðslur í hin- um löndunum. Á það má benda í þessu sambandi, að nær öll pólitísk samskipti Norðurlandaþjóðanna fara fram á norrænum ráðherrafundum og fundum embættismanna en ekki í gegn um sendiráðin. Mikilvægustu verkefnunum er einfaldlega sinnt með beinum samskiptum norrænna ráðuneyta og stofnana. Sameiginleg sendiráð Norðurlandaþjóðanna og sá sparnað- ur, sem því væri samfara, mundi auðvelda okkur að opna sendi- ráð í Japan eins og nú eru áform um svo og í Suður-Amer- íku, sem Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, hefur nefnt að væri æskilegt. KONUNGSFJÖLSKYLDA Á TÍMAMÓTUM SVIPLEGT fráfall Díönu, prinsessu af Wales, getur orðið afdrifaríkt fyrir brezku konungsfjölskylduna. Ekki hefur hún aðeins misst þann fjölskyldumeðlim, sem var elskaðastur og dáðastur af almenningi, heldur hafa viðbrögð annarra fjöl- skyldumeðlima við dauða prinsessunnar orðið tilefni til opin- berrar gagnrýni. Þar til í gær sættu Elísabet drottning og fjölskylda hennar gagnrýni fyrir að hafa ekki látið sorg sína yfir fráfalli Díönu í ljós opinberlega með sannfærandi hætti. Hluti af skýring- unni er sennilega sá að þegar áfall, eins og dauði Díönu var vissulega fyrir Breta, ríður yfir þjóð þarf hún á því að halda að leiðtogar hennar taki þátt í sorginni með henni. Skýringin er ef til vill líka sú að sú brezka hefð að bera tilfinningar sínar ekki á torg og gera sem minnst úr áföllum er enn í hávegum höfð hjá konungsfjölskyldunni en síður hjá almenningi. Brezkt samfélag hefur breytzt. Það er ekki lengur hið stéttskipta þjóðfélag, þar sem yfirstéttin og gildismat henn- ar réði, heldur í auknum mæli samfélag, sem einkennist af menningu og gildismati hins breiða fjölda. Margt bendir til að konungsfjölskyldan hafi ekki fylgt samfélagsbreytingunum eftir og ekki skilið mikilvægi þess að vera þátttakendur í samfé- laginu og deila tilfinningum með almenningi í gleði og sorg. Atburðir gærdagsins gefa þó til kynna að konungsfjölskyld- an hafi þekkt sinn vitjunartíma og hafizt handa um að snúa almenningsálitinu sér í vil. Tónninn í umræðunni í brezkum fjölmiðlum breyttist eftir að kóngafólkið gekk um á meðal almennings í London og Elísabet drottning ávarpaði þjóðina í beinni útsendingu í annað sinn á valdatíma sínum. Windsor-fjölskyldan stendur nú á tímamótum. Misstígi hún sig á þessum tíma mikils tilfinningaróts brezku þjóðarinnar getur henni reynzt torvelt að endurheimta vinsældir sínar. Takist henni hins vegar að sannfæra þjóðina um að samhljóm- ur sé með tilfinningalífi almennings og kóngafólks getur það orðið til að styrkja stöðu hennar. Rektoraskipti í Háskóla Islands Háskólaþegnar taki virkari þátt í umræðu samfélagsins Morgunblaðið/Árni Sæberg SVEINBJÖRN Björnsson, fráfarandi rektor, afhendir Páli Skúla- syni tákn rektorsembættisins. Páll Skúlason, prófessor í heimspeki, tók við embætti rektors Háskóla íslands af Sveinbimi Bjömssyni við hátíðlega athöfn í Háskólabíói í gær. Páll er 27. rektor Háskólans frá stofn- un hans. Meðal gesta vom, auk starfsmanna og stúdenta við Háskóla íslands, Forseti ís- lands og frú og forsætisráðherra. Vikan sem var engu lík London. Morgunblaðið. rn 4 Reuter. NÁLÆGT þjóðinni en samt svo fjarlæg. Elísabet drottning heilsar fólki er kom til að minnast Díönu við St. James-höll. Eftirspum eftir blómum er slík á Bretlandi —— að blóm em flutt með flugvélum frá Israel til að anna henni. Karl Blöndal skrifar um þjóð- arsorg Breta og umfjöllun igölmiðla. ISTEFNURÆÐU sinni hvatti Páll Skúlason háskólamenn til að taka virkari þátt í opin- berri umræðu. Háskólinn ætti að leiða málefnalega og faglega umræðu um ýmis þjóðþrifamál svo sem skólagjöld, veiðigjald, aðild að Evrópusambandinu, veiðar íslend- inga á úthöfunum, virkjanamál, uppblástur og landeyðingu. „í há- skóla leyfist hveijum sem er að halda fram hvaða skoðun eða sann- færingu sem hann kýs - svo fremi að hann sé reiðubúinn að færa rök fyrir henni og hlýða á rök annarra með henni eða á móti,“ sagði Páll. Háskólinn er þjóðskóli Páll lagði áherslu á að Háskóli íslands væri þjóðskóli, hann væri skóli landsmanna allra, sem skapaði honum skyldur gagnvart allri ís- lensku þjóðinni. Orðrétt sagði hann: „Þetta hefur sérstaka þýðingu fyrir stöðu Háskólans og möguleika hans á að gegna hlutverki sínu: Háskóli Islands á allt sitt undir stuðningi þjóðarinnar og hvatningu. Þjóðin þarf að koma til Háskólans ekki síður en hann til hennar. Hann er brot af hennar bergi, blik af hennar draumi - svo ég leyfi mér að nota orðfæri skáldsins - og trúnaðar- band þeirra má aldrei bresta. Ég treysti því að Hollvinasamtök Há- skólans, sem nú eru að stíga sín fyrstu skref, eigi eftir að vefa styrk- an þráð í þetta trúnaðarband milli skólans og landsmanna." í upphafi máls síns gerði Páll að umtalsefni hugsjón vísinda og fræða, mennta og menningar sem leiðarljós allra háskóla og mennta- stofnana um víða veröld. Hann sagði íslendinga hafa verið svo upp- tekna af því að hagnýta sér nýja tækni og vísindi við uppbyggingu þjóðfélagsins, sem væri ein hlið hugsjóna Háskólans, að ekki hefði gefist tími til að rækta þá hlið hug- sjónarinnar sem tæki til undirstöðu hennar, þ.e. hina leitandi og skap- andi hugsun vísinda og fræða. Aukið framhaldsnám - aðbúnaður starfsfólks Páll sagði fjölmörg viðfangsefni blasa við Háskólanum. Meginvið- fangsefni væru þessi: Að gera ís- lensku þjóðinni ljóst að möguleikar hennar til að lifa áfram í þessu landi eru nátengdir þeirri rækt sem lögð er við agaða, fræðilega hugsun sem er fær um að skilja veruleikann og leysa lífsvandamál fólks í nútíð og framtíð. Að gera stjórnkerfi Háskól- ans skilvirkara og skjótara til við- bragða en verið hefur og um leið öflugra til að leysa úr þeim margvís- legu málum sem sinna verður í þró- un og starfi skólans. Og í þriðja lagi að vinna skipulega að því að efla samvinnu og samneyti háskóla- þegnanna og tryggja að hver há- skólaþegn búi við þau skilyrði sem hann þarf til að sinna verkefni sínu. Þtjú verkefni gerði Páll að sér- stöku umtalsefni, framhaldsnám við Háskóla íslands, málefni starfs- fólksins og kynningu Háskólans. Að mati Páls er framhaldsnámið, M.A. og doktorsnám, einn dýrmæt- asti vaxtarbroddurinn í starfi Há- skólans. Hann sagði að þar væru feikilegir möguleikar á að efla þekk- ingarleitina og láta hana skila ávöxtum sínum út í þjóðlífið. Rökin fyrir eflingu framhaldsnáms væru meðal annars að það gæfi hæfu námsfólki kost á að stunda sjálf- stæðar rannsóknir. Vinna með framhaldsnemum væri kennurum mikil örvun í starfi. Þá gæfi rann- sóknarnámið góð tækifæri til að mynda tengsl við fyrirtæki og stofn- anir í þjóðfélaginu og til aukinna samskipta við erlenda háskóla. Hvað varðar málefni starfsfólks- ins sagði Páll að forsenda árangurs- ríks háskólastarfs væri frelsi til að rannsaka, kenna og ræða málefni fræðanna án afskipta nokkurs yfir- valds. Til þess að slíkt frelsi sé tryggt þarf Háskólinn að búa vel að starfsfólki sínu og gera því kleift að einbeita sér að störfum sínum. Hann hvatti til að mótuð yrði heil- steypt stefna í málefnum starfsfólks þar sem ljóst væri til hvers Háskól- inn ætlast af starfsfólki sínu og hins vegar hvaða tilkall starfsfólk getur gert um starfsskilyrði og að- stöðu til starfa. Slíka stefnumótun þyrfti að vinna bæði í Háskólaráði og kjarasamningum félags háskóla- kennara og fjármálaráðuneytisins. Þá lagði Páll áherslu á kynn- ingarmál Háskólans og að skólinn yrði gerður sýnilegri og nákomnari landsmönnum. Undir lok ræðu sinnar sagði Páll: „Ég vil brýna fyrir öllum háskóla- þegnum, stúdentum jafnt sem kenn- urum og sérfræðingum í hinum ýmsu greinum vísinda, að þeir yfír- vegi ábyrgð sína gagnvart íslensk- um almenningi ekki síður en hver gagnvart öðrum. Skyldur okkar fræðimanna eru vissulega við fræð- in sjálf öllu öðru fremur: Okkur ber að leita sannleika og skilnings á hveiju sem dynur og megum aldrei láta annarleg sjónarmið, sérhags- muni eða fordóma ráða gerðum okkar. En fræðin mega heldur ekki blinda okkur á þá staðreynd að rannsóknir okkar og kenningar eru í þágu lífsins, skapaðar til þess að gera mannfólkinu betur kleift að fóta sig í tilverunni." Við rektoraskiptin flutti Svein- björn Björnsson ræðu um framvindu og framfarir í rektorstíð sinni. Hann gat þess að haustið 1991 hefði ver- ið erfitt hjá Háskólanum af tveimur ástæðum. í fyrsta lagi stóð skólinn frammi fyrir miklum fjárhagsþreng- ingum þar sem nemendum hafði fjölgað mikið árin á undan án þess að auknar fjárveitingar hefðu fylgt. Þessar þrengingar hefðu bitnað mjög á þjónustu við nemendur. í öðru lagi Iá fyrir að afkoma Happdrættis Háskólans hafði versn- að verulega, en Happdrætti Háskól- ans hefur verið ein helsta tekjulind Háskólans undanfarna áratugi og staðið undir kostnaði við nýbygg- ingar háskólans svo og viðhaldi húsa og kaupum á rannsóknartækj- um. Með harðnandi samkeppni á happdrættismarkaðnum, var ákveð- ið að taka í notkun tölvuvædda spilakassa. „Væntingar Háskólans í þessum efnum hafa gengið eftir og hagnaður af hinni nýju grein, Gullnámunni, tvöfaldar nú hagnað Háskólans af Happdrættinu," sagði Sveinbjörn. Sveinbjörn sagði að þessar auknu tekjur hefðu gert Háskólanum kleift að hefja byggingu Náttúrufræða- húss, sem hýsa mun kennslu- og rannsóknastarfsemi hans á sviði líf- fræði, jarðfræði og landafræði. Þá er Háskólinn að greiða niður lán vegna byggingar fyrirlestrasala við Háskólabíó, kaup Nýja Garðs og Neshaga 16, svo eitthvað sé nefnt. Aukin samvinna við aðra skóla á háskólastigi Þá gerði fráfarandi rektor að umtalsefni slæman aðbúnað Há- skólabókasafnsins í upphafi rekt- orstíðar sinnar, en bylting hefði orðið í starfsemi safnsins með vígslu Þjóðarbókhlöðunnar 1994. Þjóðar- bókhlaðan stórbætti aðstöðu safns- ins og nemenda til náms þó enn þyrfti að gera mun betur til að auka bókakost safnsins. Þróunarnefnd var sett á laggirnar árið 1992 og skilaði áliti um stefnu Háskólans og framtíðarsýn. Svein- björn sagði að kjarni stefnunnar sem þar kom fram hafi verið „að Háskólinn tvinni saman rannsóknir og kennslu, bjóði nám með fræðileg- um grunni, þjálfun námsmanna til vísindalegra vinnubragða og eigin rannsókna en láti öðrum skólum á háskólastigi eftir skemmri starfs- menntun sem beinist frá upphafi náms að hagnýtingu fræðanna.“ Þá var og í skýrslunni lagt til að gerður yrði samningur við stjórn- völd um þær námsbrautir sem Há- skólinn býður nemendum og þá kennslu sem hann lætur nemendum í té. „Með þjónustusamningi ríkisins við skólana gætu stjórnvöld ákveðið þann lágmarksfjölda námssæta á háskólastigi sem fjárlög leyfa, en skólunum væri að öðru leyti í sjálfs- vald sett hve marga þeir tækju til náms umfram það lágmark sem samningur við þá tilgreindi." Sveinbjörn sagði að starfað hefði verið í anda þessarar stefnu innan Samstarfsnefndar háskólastigsins þar sem Háskólinn hefur hvatt til aukinnar samvinnu við aðra skóla á háskólastigi og eflingu háskóla- menntunar í öllum landshlutum. Sveinbjörn sagði að nánast hefði samstarfið verið við Háskólann á Akureyri og Kennaraháskóla Is- lands, en „hvatt hefur verið til þess að í öllum landshlutum verði efnt til miðstöðva endurmenntunar, skemmra starfsnáms og byijunar háskólanáms við bestu framhalds- skóla.“ Sveinbjörn sagði að stuðn- ingi hefði verið heitið við undirbún- ing að slíku námi á háskólastigi á Austurlandi og Vestfjörðum. Framhaldsnám og upplýsingaflæði Sveinbjörn sagði að Háskólinn hefði ekki haft svigrúm til þess að taka upp nýjar námsbrautir heldur hefði áherslan verið á að gera betur við það nám sem fyrir var. Að auki hefði verið farin sú leið að bjóða upp á framhaldsnám í flestum deild- um skólans. Þá hefur starfað hópur á vegum Stúdentaráðs sem beitir sér fyrir námsvef Háskóla íslands. Þar yrði að finna heimasíður helstu nám- skeiða sem í boði eru og leiðbeining- ar kennara um forkröfur, lesefni, æfingaverkefni, hliðsjónarefni og próf. Með þessu verklagi mætti draga úr fjölda kennslustunda en leggja meiri vinnu í dreifingu fræðslu á netinu og koma á beinum samskiptum kennara og einstakra nemenda. Þá myndu einnig opnast leiðir fyrir nemendur hvarvetna á landinu til fjarnáms eða endur- menntunar. Að síðustu nefndi Sveinbjörn stofnun Hollvinasamtakanna sem nú væru orðin virkur stuðningsaðili Háskólans. „Samtök þessi veita Háskólanum bæði styrk og aðhald sem hann fagnar heils hugar.“ Við athöfnina lék Kvintett Cor- etto nokkur verk og ávörp voru flutt af Guðmundi Magnússyni, prófess- or, fyrir hönd starfsmanna háskól- ans, Haraldi Guðna Eiðssyni, for- manni Stúdentaráðs, fyrir hönd stúdenta og Önnu Olafsdóttur Björnsson, stjórnarmanni Hollvina- samtaka Háskólans. Þau lögðu áherslu á sjálfstæði og sjálfræði Háskólans gagnvart stjórnvöldum, auk stuðnings almennings við starf- semi skólans. VIÐBRÖGÐ Breta við and- láti Díönu prinsessu af Wales í bílslysi í París hafa komið heimsbyggð- inni á óvart, enda minna þau að mörgu leyti meira á skapferli íbúa rómönsku Ameríku en Norður-Evr- ópu. Þau hafa einnig komið Bretum sjálfum í opna skjöldu. Fólk hefur staðið í biðröðum allt að tíu klukku- stundir til að skrifa nafn sitt í bækur, sem hafa legið frammi til að almenningur geti vottað henni virðingu sína, og verið óhrætt við að sýna sorg sína á almannafæri. Konungsfj ölskyldan hefur hins vegar legið undir ámæli fyrir að halda að sér höndum. Margir hafa tekið fjölskylduna aftur í sátt eftir að hún sýndi sig á almannafæri og Elísabet Bretadrottning ávarpaði bresku þjóðina. „Þessi vika var engu lík,“ sagði í leiðara vikublaðsins The Econom- ist. „Það var fyrst og fremst vegna þess að milljónir manna, einkum á Bretlandi, en einnig um allan heim, hafa orðið fyrir áhrifum af þessum atburði og fest hugann við hann með hætti, sem enginn átti von á.“ í leiðaranum er spurt hvernig standi á þessum viðbrögðum og svarið er margþætt. Segir að svarið sé einfalt og þarfnist lítilla skýringa að því leyti að Díana hafi verið ung, glæsileg og dauði hennar óhugnanlegur. En það sé einnig flókið. Frægðin sé skepna, sem erf- itt sé að hemja. Þeir, sem standi í sviðsljósinu, geti ekki stjórnað því nema að hluta. Þannig hefði Díana getað notað athyglina og frægðina til að beina sviðsljósinu að ýmsum góðum málefnum. En hún hefði ekki getað forðast neikvæðu hlið- arnar. „Þeir, sem senda út og taka við ímyndunum, eru jafn háðir hinu slæma og því góða,“ sagði í The Economist. Rætt um framtíð konungdæmisins Framtíð konungdæmisins á Bret- landi hefur einnig verið til umræðu í kjölfar slyssins. Fjölmiðlamenn deila um það hvort sú harkalega gagnrýni, sem kom fram á konungs- fjölskyldunna þegar hún syrgði fýrir luktum dyrum framan af viku, hafi í raun verið almenn. Fjölda manns rak í rogastans þegar ekki var flagg- ELISABET drottning minntist Díönu í gær í beinu sjónvarps- ávarpi sem „merkilegrar og hæfi- leikaríkrar" manneskju og skor- aði á landa sína að sameinast í sorginni vegna fráfalls hennar. Þetta er aðeins í annað sinn á 45 árum að drottning ávarpar þegna sína beint en það fyrra var við lok Persaflóastríðsins. Eru þá jólaávörpin undanskilin. Fer ræða hennar hér á eftir: „Frá því að fréttirnar bárust okkur á sunnudag hafa Bretar allir og fólk víða um heim syrgt fráfall Díönu prinsessu. Öll höf- um við tekist á við sorgina með okkar hætti en það getur verið erfitt að tjá harm sinn á slíkum stundum. Eftir fyrsta áfallið vakna með okkur ýmsar tilfinn- ingar, vantrú, efi og reiði og áhyggjur af þeim, sem eftir standa. að á Buckingham-höll - hvorki í hálfa stöng né heila - eftir að Díana lét lífíð. Reiðin varð ekki minni við það að alls staðar annars staðar í heiminum var flaggað í hálfa stöng í minningu Díönu, þar á meðal hjá Noregskonungi. Sumir segja að fjölmiðlar hafí dregið upp mjög einhliða mynd af Þetta höfum við fengið að reyna síðustu daga og það, sem ég segi við ykkur, sem drottning ykkar og amma, kemur beint frá hjartanu. Fyrst af öllu vil ég votta Díönu virðingu mína. Hún var merkileg og hæfileikarík mann- eskja. Hún gat alltaf brosað og hlegið, jafnvel á erfiðum stundum í lífi sínu, og yljaði öðrum með gæsku sinni. Ég dáðist að Díönu og virti — einkum vegna atorku hennar og hollustu við samferðafólk sitt og sérstaklega við syni sína. Þessa síðustu daga höfum við reynt að hjálpa William og Harry að horf- ast í augu við þennan mikla missi. Enginn, sem þekkti Díönu, mun gleyma henni og svo er einnig um milljónir manna, sem hittu hana aldrei, en fannst þeir þekkja hana. Ég tel, að margt megi læra af almenningsálitinu. Aðrir halda því fram að fjölmiðlar hafi í raun verið seinir að átta sig á reiði almennings í garð konungsfjölskyldunnar þegar hún sýndi engin merki opinberlega um að hún syrgði Díönu. The Economist lætur sér koma á óvart að menn komist að þeirri niður- stöðu að gagnrýni almennings á kon- lífi hennar og því hve dauði henn- ar hefur snert marga. Ég mun vera með ykkur í að hafa minn- ingu hennar í heiðri. Vegna fjölskyldu minnar og sérstaklega Karls prins og Will- iams og Harrys vil ég þakka ykk- ur fyrir blómin og skeytin og annan virðingarvott, sem þið haf- ið sýnt einstæðri manneskju. Þessi samúð hefur verið okkur mikill stuðningur. Hugur okkar er einnig með fjölskyldu Díönu og fjölskyldum ungsfjölskylduna veiki stöðu hennar. . Blaðið telur að þær tilfinningar, sem fram hafi komið, styrki konungdæm- ið að því leyti að athyglin beinist að einstaklingum fremur en stofnunum og reglum. Fram hafi komið tryggð, eining og föðurlandsást. Konung- dæmið sé ekki nauðsynlegt til að framkalla þessar tilfinningar, en það sé styrkleiki þess að geta gert það. Atburður á borð við dauða Díönu geti sameinað þjóðina með hætti, sem þingkosningar eða stjórnmála- deilur geti ekki. Þessu fylgi hins vegar einnig helsti galli konungsfjölskyldunnar, að hún lifí í skjóli og sé aðeins við völd sak- ir erfða og forréttinda. Það dragi hins vegar ekki úr styrk konung- dæmisins. Ekki pólitískur vilji Tímaritið The Spectator svarar spurningunni um framtíð konung- dæmisins með einföldum hætti. Einu gildi hversu óvinsælt það verði, hvorki íhaldsflokkurinn né Verka- mannaflokkurinn muni þora að leggja það niður og taka upp lýð- veldi af ótta við að ein milljón kjós- enda eða svo myndi þá snúa við þeim baki. Hins vegar sé stöðugt verið að lækka konungsfjölskylduna í sessi. Því beri til dæmis vitni að þegar Bill Clinton Bandaríkjaforseti kom til Bretlands barst ekki einu sinni fyrirspurn til drottningar um hvort hún vildi hitta hann. Blaðamaður, sem Morgunblaðið ræddi við, sagði að í raun skiptust Bretar í þrennt þegar viðbrögðin við andláti Díönu væru annars vegar. í fyrsta lagi væru þeir, sem voru fyrst- ir til að votta henni virðingu sína við Buckingham-höll og fleiri staði í London, margir úr minnihlutahóp- ^ um, svertingjar, samkynhneigðir og fleiri, sem oft er sagt að séu í and- stöðu við kerfíð og hina ráðandi stétt. Síðan kæmi alþýðan, verkamenn og lægri millistétt. Það fólk hefði staðið í biðröðunum og syrgt opinberlega. Þá kæmi millistéttin og fólk með háskólamenntun, sem hefði í raun ekki haft mikið álit á konungsfjöl- skyldunni, en eigi að síður látið þenn- an atburð hafa djúp áhrif á sig. Fyrir utan þennan hóp stæði síðan hin ráðandi stétt, sem þegar allt kæmi til alls væri hin fúlasta vegna þess að Díana hefði verið andvíg henni. annarra, sem létust í slysinu. Ég veit, að viðbrögð almennings hafa einnig veitt þeim styrk til að bera sorgina og horfast í augu við framtíðina. Ég vona, að á morgun < munum við sameinast í sorginm vegna dauða Dfönu og í þakklæti vegna þess, sem hún gaf okkur. Við munum sýna öllum heimi, að breska þjóðin er sameinuð á þeirri stundu. Megi hin látnu hvíla í friði og öll skulum við þakka guði fyrir þá, sem gladdi svo marga. : Sjónvarpsávarp Elísabetar Bretadrottningar vegna fráfalls Díönu prinsessu London. Reuter. Lofaði Díönu sem einstæða manneskju ELÍSABET drottning flytur sjónvarpsávarpið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.