Morgunblaðið - 06.09.1997, Page 38

Morgunblaðið - 06.09.1997, Page 38
38 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Guðný Frið- finnsdóttir var fædd i Rauðuskriðu 1. október 1905. Hún lést á Sjúkra- húsi Þingeyinga 31. ágúst síðastliðinn. Hún var dóttir hjónanna Friðfinns Sigurðssonar í Rauðuskriðu, f. 16.7. 1865, d. 6.9. 1965, og Guðrúnar Bjarnardóttur, f. 22.7. 1864, d. 2.1. 1949. Systkini Guðnýjar voru Björn, Þóra Karítas, Árni og Sigurður, 511 látin. Guðný giftist 24.7. 1938 Sig- urði Guðmundssyni, bónda frá Fagranesi, f. 15.7. 1893, d. 9.6. 1967. Foreldrar hans voru Kristín Ólöf Sigurðardóttir og Guðmundur Ágúst Jóhannes- son. Guðný og Sigurður bjuggu allan sinn búskap í Fagranesi Þegar mér barst fréttin um frá- fall Guðnýjar í Fagranesi bar hug- urinn mig norður í Aðaldal eins og svo oft áður. í anda stóð ég á bæjarhlaði í Fagranesi. Horfði á Vatnshlíðina skógi vaxna og skyggðan flöt Vestmannsvatns með hólmum og eyjum, grænar breiður túnanna umhverfís bæina og í norðvestri Kinnarfjöll rísa yfir mjúkar línur Fljótsheiðar. Rauða- skriða, bernskuheimili Guðnýjar, í hvarfi bak við Fljótsheiði, en Skriða og Fagranes voru bæirnir hennar og báðir kærir. Nú er að baki langt og farsælt æfistarf og búskaparsaga. Svo lánsöm var Guðný á efri árum að þurfa ekki í Aðaldal. Synir þeirra eru: 1) Guð- mundur, f. 22.5. 1939, giftur Sigur- veigu Jónsdóttur frá Flatey á Skjálf- anda, f. 30.1. 1949, þeirra börn eru a) Guðný, f. 14.6. 1970, gift Gunnari Þór Gestssyni, dætur þeirra eru Pála Margrét og Sigur- veig Anna, b) Stef- anía, f. 20.7. 1973, c) Heiða, f. 9.9.1977, d) Sigríður, f. 14.6. 1984, e) Sigurður Óli, f. 5.6. 1987; 2) Friðfinnur, f. 12.2.1943. Guðný gekk í unglingaskól- ann á Breiðumýri, Húsmæðra- skólann á Laugum, lærði fata- saum á Akureyri og vann lengi sem saumakona. Útför Guðnýjar fer fram frá Grenjaðarstaðarkirkju í dag og hefst afhöfnin klukkan 14. að dvelja langtímum á sjúkrahús- um. Seinast aðeins brot úr nótt og kallið kom. Með Guðnýju eru nú gengnar flestar húsfreyjur í Aðaldal er voru á góðum aldri þegar ég man fyrst eftir mér. Móðir mín Jóhanna Bjömsdóttir á Fjalli saknar nú mjög kærrar vinkonu. „Engin vandalaus manneskja hefur reynst mér betur,“ voru orð hennar þegar hún sagði mér frá láti Guðnýjar. Þær heimsóttu hvor aðra og Guðný var móður minni hjálpleg á ýmsan hátt. Símtöl voru tíð og báðar fundu til þess hve hinn hái aldur beggja var búinn að taka frá þeim vini og jafnaldra sem von var, önnur 98 ára, hin 91 árs. Á Guðnýju má heimfæra tvö erindi úr eftirmælum Ketils á Fjalli um Guðrúnu Bjamadóttur í Skriðu, móður hennar. Þau eru sönn lýsing á viðmóti hennar og mannkostum svo þar verður engu við bætt. Þó hefðir þú aldrei annað átt, en bros þitt bjart og hlýtt og blikið það sem gerir jafnvel sérhvert andlit frítt. Þá varstu rík með rakta leið að bamsins hjarta og hug og hélst þeim tökum æfilangt, við tímans straumaflug. Því bak við aupabjarmann þinn, þá bjó það meginafl sem ætíð verður leiðarljós við lífs og dauð- ans tafl. Því gðfgi og festa, greind og þrek, er gæfu merki það sem stendur eitt af fáu fast, þó flestu þoki úr stað. (K.I.) Guðný í Fagranesi var rík. Hún átti góðan mann og umhyggju- sama syni, ástúðlega tengdadóttur og ástfólgin barnaböm og afkom- endur þeirra. Hún breiddi sig líka yfir hópinn sinn með þeirri hlýju og alúð er ávallt fylgdi henni. Að lokum er kveðja móður minnar til Guðnýjar er hún sendi henni ekki alls fyrir löngu. Árin líða orkan þver okkar stijálast fundir. Kynni öll ég þakka þér það voru góðar stundir. (J.B.) Guð blessi minningu Guðnýjar í Fagranesi. Ása Ketilsdóttir frá Fjalli. Elsku langamma. Þó að árin okkar saman hafi ekki verið mjög mörg þá var gaman að fá að kynn- ast þér. Mamma kemur til með að segja okkur sögur af þér í framtíð- inni og hjálpa okkur að muna eftir þér. Það var svo gaman að fara með þér og gefa hænunum og tína eggin. Fara með þér út að labba og skoða kýrnar og kálfana. Þú varst líka dugleg að leika við okk- ur og sýna okkur bækur og segja okkur sögur. Elsku langamma, takk fyrir allt sem þú kenndir okk- ur. Pála Margrét og Sigurveig Anna. Okkur langar til að kveðja elsku ömmu okkar með nokkrum orðum. Við systkinin fengum að njóta þeirra forréttinda að fá að alast upp á heimili með henni. Margar ljúfar minningar streyma fram þegar við hugsum um allt sem við fengum að njóta og læra hjá henni. Hún var okkur alltaf svo góð og alltaf gátum við leitað til hennar ef eitthvað bjátaði á. Átti hún allt- af ráð við öllum okkar vandamálum og gengum við því alltaf út með bros á vör. Hún kenndir okkur svo ótal margt, til dæmis að lesa og skrifa. Minningin um lestramámið eru stuttir fætur sem dingluðu fram af bekkbrúninni og litlar hendur sem héldu um lestrarbók- ina, við hliðina sat amma með pijónana. Ekki var nú áhuginn á lestrinum alltaf eins mikill og hún vildi, en við vissum þó að á eftir lestrinum fengjum við að spila við hana lönguvitleysu eða stelpuspil. Margar voru vísurnar sem hún kenndi okkur og sögurnar sem hún sagði okkur, af afa sem við fengum aldrei að kynnast, af pabba og Fidda, að ógleymdum sögum af frændsystkinunum í Fagranesi og Skriðu sem voru henni svo kær. Aldrei sat amma auðum höndum og ekkert þótti henni leiðinlegra en að hafa ekkert að gera. Hún prjónaði mikið og sá um að á litlum höndum og fótum væru hlýir vettl- ingar og sokkar. Mikið var hún nú alltaf fín í peysufötunum og upphlutnum. Okkur þótti gaman GUÐNY FRIÐFINNSDÓTTIR BRAGI ÓSKARSSON JAKOBINA ÞÓRÐARDÓTTIR NARDELLA + Bragi Óskars- son fæddist í Sigríðarstaðakoti í Vestur-Fljótum, Skagafirði, 19. mars 1939. Hann lést á hjartadeild Sjúkrahúss Reykja- víkur 31. ágúst síð- astliðinn og fór út- för hans fram frá Fella- og Hóla- kirkju 5. septem- ber. Það urðu miklar breytingar í lífí Bínu á unglingsárunum, þegar hún flutti úr litlu sjávarplássi til Reykja- víkur og síðar er hún flutti til Bandaríkjanna, þar sem hún átti sitt heimili eftir það. Bína var heppin að eignast góðan eiginmann sem bar hana á höndum sér og ekki var hún síður heppin með fjölskylduna hans, sem reynd- ist henni alla tíð svo vel. Bína var mikil hannyrðakona. Það lék allt í höndunum á henni. Hún var bæði vandvirk og fljótvirk. Það var varla til sá útsaumur, hekl og pijón, sem hún ekki kunni. Svo lærði hún kjólasaum, en vann tak- markað við það. Hún starfaði mest í mjólkurbúðum í Reykjavík, en eft- ir að hún fluttist til Bandaríkjanna var heimilið hennar starfsvettvang- ur. Við viljum þakka elskulegri syst- ur okkar, Bínu, fyrir hvað hún var okkur systkinunum og foreldrum okkar góð. Það munaði nú ekki lít- ið um fatasendingarnar frá henni fyrstu búskaparárin okkar, árin eft- ir stríð þegar takmarkaður varning- ur var til hér í verslunum. Það má geta þess hvað Bína og Stína, fóstursystir okkar, voru sam- rýndar. Þær voru alltaf eins og einn maður. Aldrei minnst á aðra þeirra, heldur alltaf Bína og Stína. Ef ann- arri var gefíð eitthvað var það ekki snert fyrr en hin var búin að fá eins. Útför Jakobínu hefur farið fram að viðstöddu miklu fjölmenni, því hún var vel liðin og vinamörg. Að lokum biðjum við Guð að vera með Sam mági okkar og Sólveigu og hennar fjölskyldu í framtíðinni. Magnús Þórðarson, Borghildur Þórðardóttir, Kristín Helgadóttir. Elsku fóstbróðir! Það kom sem þruma úr heið- skíru lofti að þú værir allur. Hringt var til mín á sunnudagsmorgni 31. mars og mér sagt að þú hefðir dáið klukkan 5 að morgni. Ég sat lömuð; af hveiju þú? Þú sem varst alltaf svo hress og kátur. Hugur minn hvarflaði norður í Fljót á æskustöðvarnar þar sem við ólumst upp saman. Minning- arnar rifjuðust upp eins og sú er ég sá þig í fyrsta sinn, þá var ég níu ára. Það var bankað á dyrnar á Steinavöllum. Úti stóðu tvær konur á bæjarhellunni, önnur kon- an heldur á reifarstranga. Hún spyr mömmu hvort hún geti tekið drenginn sinn að sér í einhvern tíma því hún væri í miklum vanda. Mamma horfði á þig, Bragi minn, sagði já og tók þig í arma sína og eftir það áttir þú sérstakan stað í hug okkar og hjarta, þú varst orð- inn bróðir minn. Við bjuggum á fátæku sveita- heimili og þurftu foreldrar okkar að vinna mikið til að komast af. Það kom því í minn hlut að hugsa um þig þegar mamma var að vinna. Þetta blessaðist allt ein- hvern veginn. Ég bjó til barnavagn handa þér úr gömlum tré- kassa sem ég fann uppi á lofti. Þennan barnavagn dró ég eftir mér út á tún, þar gátum við svo flatmagað í sólinni. Þú varst fyrsta barn- ið sem ég annaðist en ekki það síðasta þvf mamma tók ann- an dreng að sér til fósturs er ég var 12 ára. Þú fórst aldrei frá mömmu fyrr en leið þín láí Búnað- arskólann á Hvanneyri. Árin liðu, ég fór snemma að heiman og eign- aðist mín sjö börn, þú giftist Sig- rúnu og eignaðist þijú yndisleg börn áður en leiðir ykkar skildu. Þótt ýmsir erfiðleikar mættu þér á þinni lífsleið skein sólin alltaf skært á milli. Þú kynntist Guð- rúnu, yndislegri konu, eftir að þitt fley strandaði, varst lukkunnar pamfíll. Þitt yndi var söngur, hest- ar, heimilið og litlu afabörnin. Ég vil þakka af alhug fyrir þá hjálp og hlýju sem þú og Guðrún konan þín auðsýnduð mér er ég flutti fyrir einu og hálfu ári. Okkar samband slitnaði aldrei þótt gæfi á bátinn hjá okkur báðum. Elsku Bragi minn, ég veit að það hefur verið tekið vel á móti þér við landa- mærin og þú hvílir nú í örmum ástvina sem farnir eru á undan þér, ég kveð þig með hjartans þökk fyrir allt. Þínum nánustu aðstand- endum votta ég innilega samúð. Megi góður guð geyma þig og umvefja í ljósi kærleikans. Þín fóstursystir, Sigríður Sól. + Jakobfna Ág- ústa Nardella fæddist á Einars- stöðum, Stöðvar- firði, 28. október 1919. Hún lést á heimili sínu 24. ág- úst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þórður Magnússon útvegs- bóndi og hafnsögu- maður, og kona hans Sólveig María Sigbjörnsdóttir. Systkini Jakob- ínu: Þorsteinn, f. 1907, látinn; Unnur, f. 1908, lát- in; Aðalheiður, f. 1910, látin; Sigbjöm, f. 1915, látinn; Magnús Helgi, f. 1917; Rósa Ólöf, f. 1922, látin, og Borghildur, f. 1926. Fóstursystur: Jóhanna Hálfdánía Sigbjömsdóttir, f. 1901, látin, og Krist- ín Helgadóttir, f. 1920. Jakobína giftist árið 1946 Samuel Nardella. Samuel er af ítölskum ættum. Jakobína og Samuel eignuðust tvö börn: Sólveigu Maríu, f. 1948, og Þórð Lou- is, f. 1953, látinn. Útför Jakobínu hefur farið fram í Scranton. að fá að fylgjast með því þegar amma var að fara í sparifötin, sér- staklega þegar festa þurfti skott- húfuna. Hún þurfti að fá að fylgj- ast með búskapnum, hvernig gengi í fjósinu og í heyskapnum og öðr- um útiverkum. Þegar amma hætti að fara í fjós til að mjólka tók hún að sér að sjá um hænumar. Húri hugsaði nú vel um hænumar og sá til þess að þær fengju nóg í gogginn. Það var gaman að sjá þegar Pála Margrét og langamma trítluðu hönd í hönd til að fara að gefa hænunum og ná í eggin. Þótti langömmu ekki alltaf of varlega farið með eggin. Hvíl í friði og hafðu þökk fyrir allt og allt. Minning þín lifir í hjört- um okkar. Guðný, Stefanía, Heiða, Sigríður og Sigurður Óli. Afmælis- o g minn- ingar- greinar MIKILL fjöldi minningar- greina birtist daglega í Morg- unblaðinu. Til leiðbeiningar fyrir greinahöfunda skal eftir- farandi tekið fram um lengd greina, frágang og skilatíma: Lengd greina Um hvern einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfílegri lengd á útfarardegi, en aðrar minningargreinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við með- allínubil og hæfílega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálks- entimetrar í blaðinu). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmark- ast við eitt til þijú erindi. Formáli Æskilegt er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fædd- ur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka, og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í greinunum sjálf- um. Undirskrift Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sin en ekki stuttnefni undir greinun- um. Frágangur og móttaka Mikil áherzla er lögð á að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé hand- rit tölvusett er æskilegt að disklingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textamen- ferð og kemur í veg fyrir tví- verknað. Þá er ennfremur unnt að senda greinar í sím- bréfi - 569 1115 - og í tölvu- pósti (minning@mbl.is). Vin- samlegast sendið greinina inni í bréfínu, ekki sem viðhengi. Skilafrestur Eigi minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.