Morgunblaðið - 06.09.1997, Síða 17

Morgunblaðið - 06.09.1997, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1997 17 VIÐSKIPTI Morgunblaðið/Golli Hugbúnaðarfyrirtæki á fund áhættufj árfesta ÚR VERIWU Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra Hlutur smábáta í þorsk- afla verður ekki aukinn SEX íslensk hugbúnaðar- og upp- lýsingarfyrirtæki, Gagnalind hf., Gula línan, Hugbúnaður hf., Hug- vit hf., Margmiðlun og Netverk hf., kynntu í gær viðskiptaáætlan- ir sínar fyrir erlendum áhættufj- árfestum á sviði hátækni á fjár- festingarþinginu Venture Market Iceland í gær. Erlendu fjárfestarnir sýndu ís- lensku fyrirtækjunum mikinn áhuga og að sögn Holberg Más- sonar, framkvæmdastjóra Net- verks, höfðu þegar í gær nokkrir erlendir aðilar samband við Net- verk um að fjárfesta í fyrirtækinu og höfðu fleiri fyrirtæki svipaða sögu að segja. Venture Market Iceland er lið- ur í verkefni sem starfrækt hefur HLUTAFÉLÖGUM er ekki skylt að skrá hlutabréf sín á Verðbréfa- þingi íslands að afloknu almennu hlutafjárútboði samkvæmt núgild- andi lögum um verðbréfaviðskipti, að sögn Eirfks Guðnasonar, seðla- bankastjóra og stjórnarformanns Verðbréfaþings íslands. í Morgunblaðinu í gær birtist grein eftir Símon Þór Jónsson, lög- fræðing, þar sem hann spyr hvort verið geti að skylt sé að skrá hluta- bréf sem boðin séu almenningi til kaupsj hlutafjárútboði á Verðbréfa- þingi íslands. Vísar hann í 3. máls- grein 20. greinar laga um verð- bréfaviðskipti frá 1996 og skýring- ar við forvera þessarar greinar, þ.e. 3. málsgrein 17. greinar laga um verðbréfaviðskipti frá 1993. Segir Símon að út frá þessari skýringu megi álykta að fyrirtækj- um sé skylt að skrá hlutabréf sín á VÞÍ að afloknu almennu hluta- íjárútboði. Hins vegar hafi fjölmörg fyrirtæki ráðist í hlutafjárútboð án þess að skrá bréf sín á VÞÍ og því veki þetta upp spurningar um stöðu þeirra. Að sögn Eiríks er hér um nokk- urn misskilning að ræða þar sem umrædd skýring eigi alls ekki við umrædda grein. í umfjöllun Alþing- verið af Útflutningsráði íslands og Fjárfestingarskrifstofu ís- lands um nokkurra mánaða skeið þar sem íslensku hugbúnaðarfyr- irtækjunum sex hefur verið leið- beint við gerð viðskiptaáætlunar og öflun erlends áhættufjár- magns. Markmiðið með verkefninu er að a.m.k. þijú fyrirtæki fái fulla fjármögnun sinna áforma. Venture Marketing Iceland er unnið í tengslum við svipað verk- efni Evrópusambandsins sem mun Ijúka með fjárfestingarþingi í Brussel í nóvember nk. þar sem vonir standa til að tvö íslensk hugbúnaðarfyrirtæki geti tekið þátt í og kynnt sínar viðskiptaá- ætlanir fyrir áhættufjárfestum. is um málið á sínum tima hafi 3 málsgrein 17. greinar verið felld út og 4. málsgrein þar af leiðandi orðið sú þriðja. Þau mistök sem greinarhöfundur hafi gert hafí verið að heimfæra skýringu við þá máls- grein sem felld hafi verið út upp á 3. málsgrein 20. greinar núgildandi laga. ♦ ♦ ------- Þýzkir vextir óbreyttir Frankfurt. Reuter. STJÓRN þýzka seðlabankans hefur ákveðið að halda helztu vöxtum bankans óbreyttum enn um hríð. Hans Tietmeyer seðlabankastjóri og fleiri embættismenn hafa þó lýst yfir áhyggjum af aukinni verðbólgu í Þýzkalandi að undanförnu, en beðið verði átekta til að sjá hvort um tímabundið fyrirbæri sé að ræða áður en látið verði til skarar skríða. Flestir hagfræðingar telja líklegt að þýzkir vextir verði hækkaðir fyrir árslok — eftir fimm ára lág- vaxtastefnu. VIÐRÆÐUR forystumanna Lands- sambands smábátaeigenda og sjáv- arútvegsráðherra vegna fyrirsjáan- legs niðurskurðar á fjölda sóknar- daga smábáta á næsta ári eru hafn- ar. Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegs- ráðherra, segir að verið sé að ræða mögulegar breytingar innan hópa eigenda smábátanna en ekki komi til greina að auka hlut smábáta í heildarþorskaflanum. Samkvæmt samkomulagi stjóm- valda og Landssambands smábáta- eigenda í fyrra og lögum, sem fylgdu í kjölfarið, hefur smábátum verið úthlutað 13,9% af heildar- þorskkvóta á hveiju ári, en þó aldr- ei minna en 21.500 tonnum. Sam- komulag þetta kom í kjölfar þess að smábátarnir höfðu árum saman RANNSÓKNASTOFNUN fiskiðn- aðarins í samvinnu við Manneldisráð íslands gengst fyrir námskeiði, sem ber yfirskriftina Hollusta sjáv- arfangs, næsta miðvikudag, 10. september, og munu sérfræðingar þessara stofnana sjá um fyrirlestra. Fjallað verður um hollustu og sér- stöðu sjávarfangs í samanburði við önnur matvæli, jafnframt því sem tekið verður á þeim hlutum, sem hafa ber í huga við geymslu, með- höndlun og framleiðslu hráefnis. Þá verður fjallað um ýmsar ranghug- myndir, sem víða eru á reiki á mörk- uðum um bæði hollustu og óhollustu sjávarfangs. Við sölu- og markaðssetningu vöru er nauðsynlegt að þekkja hana til fullnustu, geta lýst eiginleikum hennar, helstu kostum og fleiru í þeim dúr. Einnig er mikilvægt að hafa á reiclum höndum svör við erf- iðum spumingum viðskiptavina er kunna að koma upp. Þetta á ekki hvað síst við um viðkvæma vöru, eins og sjávarafurðir, segir i frétta- tilkynningu. Guðjón Atli Auðunsson, efnafræðingur hjá RF, sem mun fjalla m.a. um snefílefni í sjáv- arfangi, segir að hér sé um að ræða §ölbreytt og fróðlegt námskeið, sem höfða eigi til breiðs hóps fólks, svo sem sölumanna sjávarafurða, nær- ingarráðgjafa, heilbrigðisfulltrúa og fleiri. „Mér er falið að fjalla um heil- næmi og hollustu i físki og áhrif fiskneyslu á heilsu manna. Eg mun byija á því að taka saman fisk- neyslu mismunandi þjóða því eitt af séreinkennum mataræðis Islendinga er að þeir borða töluvert meiri físk en flestar þjóðir aðrar sem við teljum vera einn af kostunum við íslenskt mataræði," segir Laufey Steingríms- dóttir, forstöðumaður Manneldis- ráðs. farið langt fram úr þeim aflaheim- ildum, sem þeim voru ætlaðar. Skipt í flokka Jafnframt var bátunum skipt nið- ur í flokka. Gátu eigendur þeirra valið sér þorskaflahámark annars vegar og hins vegar veiðar á sókn- ardögum ýmist með handfærum einum eða línu og handfærum. Aflaheimildunum var síðast skipt niður á flokkana, þegar smábáta- eigendur höfðu notfært sé valrétt sinn. Eðli málsins samkvæmt fengu sóknardagabátar ákveðinn daga- fjölda til að ná heildarafla flokks- ins. Jafnframt var ákvæði þess efn- is að dagafjöldi næsta fiskveiðiárs skertist í ákveðnu hlutfalli við um- framafla. Á síðasta fískveiðiári Fiskfitan er holl Hún telur fískneyslu hafa ótví- ræða kosti í för með sér og segir margt liggja þar að baki. „Faralds- fræðilegar rannsóknir á mataræði og heilsufari tengja fiskneyslu t.d. við minni líkur á kransæðasjúkdóm- um, lækkun blóðþrýstings og hefur áhrif á fituefni í blóði. Fitan í fiskin- um er mjög sérstök að samsetningu og hefur önnur áhrif heldur en kjöt- fítan, sérstaklega með tilliti til hjartasjúkdóma og annarra þátta, sem verið er að rannsaka eins og ofnæmis og asma. Erfítt er að full- yrða að ein fæðutegund sé hollari en hin því það er í raun fjölbreytnin, sem er holl. Það gildir jafnframt ekki það sama um feitan fisk og feitt Iqot, sem fólk er gjarnan varað við að borða, því fískfítan er holl og því eru feitari fiskar á borð við sfld, lax og lúðu hið besta mál. Ef á hinn bóginn borið er saman að vera grænmetisæta og hitt að borða fisk með grænmetinu, þá má óhikað mæla með fiskneyslu út frá heilsu- farssjónarmiðum og fyrir því eru margar ástæður," segir Laufey. Ameríkanar hafa mjög einfaldan smekk Hilmar B. Jónsson, matreiðslu- meistari, segist munu fjalla um fisk sem hollustufæði á námskeiðinu og lýsa því hve fiskur er frábær afurð og auðveld við matreiðslu. Nú á tím- um væri hægt að fá alls kyns fisk- tegundir og orðin miklu fjölbreyttari matreiðsla á fiski en hér áður fyrr. Þetta er sjöunda árið sem Hilmar starfar fyrir Iceland Seafood í Bandaríkjunum, en starf hans er fólgið í því að ferðast um vestan- hafs og halda námskeið fyrir mat- reiðslumenn og sölumenn. Um er að ræða fjórar ferðir á ári, sex til átta vikur í senn. „Það gengur mjög máttu bátarnir sækja allt upp í 84 daga, en vegna afla langt umfram mörkin er fyrirsjáanlegt að daga- fjöldi á næsta ári verður innan við 20. v Reynt að hraða málinu „Það er ekkert um þessar viðræð- ur að segja eins og er. Ákveðið var á sínum tíma að þessi mál yrðu rædd innan þess ramma sem sam- komulagið frá í fyrra gerir ráð fyr- ir. Það má ugglaust innan þess finna leiðir, sem geta gert þetta auðveldara og komið til móts við sjónarmið manna. Annað er ekki hægt að segja um þetta að svo stöddu en við munum hraða þessu eins og kostur er,“ segir Þorsteinn Pálsson. hægt að fá Bandaríkjamenn til að borða fisk. Það má segja að Amerík- anar hafi rnjög einfaldan smekk þeg- ar kemur að fiskneyslu enda ekki mjög fjölbreyttir fiskréttir á borðum í Bandaríkjunum. Því miður er mikill misskilningur í gangi þar því það hefur verið svo mikið af lélegum fiski þar á boðstólum sem leitt hefur það af sér að stór hluti Bandaríkjamanna borðar alls ekki fisk. Stór hluti af þeim, sem á annað borð smakka hann, standa í þeirri trú að það sé eðlilegt að hann sé illa lyktandi og úldinn. Mitt starf er í rauninni það að reyna að koma því inn hjá banda- rískum kokkum að frosinn fiskur sé í flestum tilfellum mun betri en sá fiskur, sem þeir fá ferskan. Hingað til hef ég aldrei tapað í þeirri orrustu." Hilmar segir að sér finnist best að baka fisk í ofni eða pönnusteikja í lítilli olíu og númer eitt sé að reyna að elda fiskinn í eigin safa í stað þess að sjóða úr honum allt bragð með þvi að setja hann í vatn. Nær undantekningalaust segist hann þó marinera fiskinn í nokkrar mínútur áður en að elduninni kemur með því að keista sltrónusafa eða hvítvín yfir hann. Að sögn Hilmars er stóra vandamálið i Bandaríkjunum það að 98% af því fólk'i, sem er að elda á veitingastöðum er ófaglært, og eins og þeir vita sem þekkja, er mjög auðvelt að elda fisk of lengi. „Þegar öllu er á botninn hvolft er fiskur eitt það auðveldasta, sem er á borð- um, ef hann er bara eldaður rétt.“ Námskeiðið fer fram frá kl. 9-15.45 í sal Lionsmanna I Sóltúni 20. Námskeiðsgjald er 14.500 krón- ur, en ef tveir eða fleiri aðilar koma frá sama fyrirtæki er veittur 20% afsláttur. I hádeginu mun Úlfar Eysteinsson, veitingamaður á Þrem- ur Frökkum, elda rétti úr sjáv- arfangi af ýmsu tagi. Tilhögun við hlutafjárútboð fyrirtækja Ekki skylt að skrá bréfin á VÞÍ Rf heldur námskeið um hollustu sjávarfangs Ýmsar ranghugmyndir um fiskinn eru á kreiki haustráðstefna teymis á hótel loftleiðum 7-8 október Ráðstefnan er styrkt af Opnum kerfum hf. umboðsaðila HP á íslandi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.