Morgunblaðið - 06.09.1997, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 06.09.1997, Qupperneq 12
12 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Leikskólakennurum boðnar 100 þúsund kr. í lágmarkslaun Agreiningnr um nýja launatöflu Sérsmíðuð Gramman flugvél GRUMMAN G520 er nafnið á þess- í gærdag, fimmtudag, og heldur ari sérsmíðuðu flugvél sem ekki áleiðis vestur um haf í dag. Mikið er lík „venjulegum“ Grumman vænghafið gerir hana hentuga til enda munu fáar slíkar til í heimin- flugs í mjög mikilli hæð en hún um. Þessi er þýsk og kom þaðan er notuð til eftirlitsflugs. Skólastarf víðast hvar hafið Erfitt að fá sér- greinakennara til starfa Morgunblaðið/Baldur Sveinsson LAUNANEFND sveitarfélaganna hefur lagt fram tilboð í kjaradeilu leikskólakennara sem gerir ráð fyr- ir 100 þúsund króna lágmarkslaun- um í lok samningstímans. Björg Bjarnadóttir, formaður Félags ís- lenskra leikskólakennara, sagði að tilboðið hefði gert ráð fyrir að mun- ur milli launaflokka yrði einungis 0,5% og það væri óviðunandi. Samninganefndir kennara og leikskólakennara sátu á 14 klukku- stunda iöngum fundi hjá ríkissátta- semjara, sem lauk um kl. 6 í gær- morgun. Björg sagði að á fundinum hefði staðan í deilunni skýrst. Launanefnd sveitarfélaganna hefði sett fram tilboð sem gerði ráð fyrir að lægsti launafiokkur leikskóla- kennara hækkaði upp í 100.145 kr. í lok samningstímans. „Þetta þýðir hins vegar að þeir sem ofar koma er þjappað saman í einn hnapp þannig að það munar aðeins 0,5% á milli launaflokka. Þetta eru u.þ.b. 500 kr. á milli flokka sama hvort þú ert leikskóla- Hafnarstræti lokað í aust- urenda í SAMRÆMI við ákvörðun skipulags- og umferðarnefnd- ar og borgarráðs verður Hafn- arstræti lokað í austurenda nk. sunnudag og verður austan Pósthússtrætis „pokagata" með aðgengi úr vestri. Á götukaflanum austan Póst- hússtrætis verða stöðumæla- stæði. Á fundi borgarstjóra með eigendum fasteigna og at- vinnurekendum í Hafnarstræti milli Pósthússtrætis og Lækjargötu 1. september sl. var þessi ákvörðun kynnt og var farið yfir fyrirkomulag og skipulag umferðar. í iok fund- arins lofaði borgarstjóri að láta gera nokkrar kannanir fyrir og eftir lokun og að gatan yrði opnuð um miðjan nóvem- ber og síðan yrði endanleg ákvörðun tekin í tengslum við skipulag miðborgarinnar, seg- ir í fréttatilkynningu frá borg- arverkfræðingi. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Jóni Við- ari .Jónssyni leiklistargagnrýnanda: Á undanförnum vikum hef ég alloft verið spurður að því, m.a. af fjölmiðlamönnum, hvort ég yrði ekki áreiðanlega leiklistargagnrýn- andi Dagsljóss í vetur. Ég hef jafn- an svarað því til, að ég vissi ekki betur. Nú hafa mál skipast þannig, að samstarfi milli mín og ritstjóra þáttarins, Svanhildar Konráðsdótt- ur, er lokið. Þar eð ég þykist vita, að ýmsa fýsi að vita ástæðuna, tel ég rétt að skýra hér frá aðdragand- anum: Um miðjan ágúst sl. hafði Svan- hildur Konráðsdóttir samband við mig og tilkynnti mér, að hún hygð- ist gera róttækar breytingar á leik- listarumfjöllun þáttarins. Hug- myndir hennar hljómuðu á því stigi afar þokukenndar, vægast sagt, og skýrðust lítið á fundi, sem ég átti með henni nokkrum dögum síðar. Þegar ég gekk ákveðið á hana nú í byrjun september, tókst mér þó að afla nákvæmari upplýsinga: umfjöllunin ætti að fá lengri tíma en fyrr (þó aðeins tíu mínútur eitt kvöld í viku) og byggjast að hluta til á „unnum innslögum", eins og kennari, deiidarstjóri, aðstoðarleik- skólastjóri eða leikskólastjóri. Við sættum okkur ekki við þessa hug- myndafræði. Við ætlum ekki að knýja fram launahækkariir fyrir ákveðinn hluta félagsmanna á kostnað annarra," sagði Björg. Hefði sá samningsgrundvöllur sem launanefndin lagði fram verið samþykktur var fyrirhugað að ann- ar fundur yrði boðaður síðdegis í gær. Niðurstaðan varð hins vegar sú að boða til nýs samningafundar nk. miðvikudag. Björg sagðist ekki sjá fram á að hægt yrði að halda áfram viðræðum á grundvelli þess tilboðs sem sveit- arfélögin lögðu fram í gær. Skilyrði sem þau hefðu sett fyrir áframhald- andi viðræðum á þessum grunni væru óviðunandi. Björg sagði að lægsti taxti leik- skólakennara í dag væri 81.613 kr. á mánuði. Launamálaráð sveitar- félaganna metur stöðuna Karl Björnsson, formaður launa- nefndar sveitarfélaganna, sagði að á tímabili hefði verið góður skriður á viðræðum á fundinum í gær, en undir lok fundarins hefðu málin farið í ákveðna biðstöðu. „Svigrúm okkar til að semja er takmarkað af ýmsum þáttum. M.a. þurfum við að taka tillit til annarra samninga sem við höfum gert og hafa verið gerðir í þjóðfélaginu. Leikskólakennarar eru með kröfur sem eru tvíþættar, annars vegar um hækkun iægstu launa sem þýð- ir að öll launataflan hækkar hlut- fallslega. Hins vegar gera þeir kröfu um að breyta röðun, sem þýðir að hæstu launin hækki mest. Þessar tvær leiðir fara ekki saman að okkar mati,“ sagði Karl. Karl sagði að launanefndin hefði reynt hefðbundnar leiðir til að ná samningum með því að bjóða ieik- skóiakennurum sambærilegan samning og aðrir hafa fengið. í gær hefði verið reynt að ná samningum eftir óhefðbundnum leiðum án þess að það skilaði árangri. Nú yrði stað- an endurmetin. Launamálaráð Sambands ís- lenskra sveitarfélaga kemur saman til fundar nk. þriðjudag þar sem staðan í viðræðum við leikskóla- kennara og grunnskólakennara verður rædd. sagt er á máli sjónvarpsfólks, úr sýningum, sem flutt yrðu á undan gagnrýninni sjálfri. Síðan ætti að fá „gest“ - leikstjóra eða einhvern annan af aðstandendum sýningar- innar - til viðtals ásamt gagnrýn- andanum. Þeirri viðræðu kvaðst ritstjórinn sjálfur ætla að stjórna. Rétt er að taka fram, að „unnin innslög" eru engin nýjung í þessu samhengi; samtalsgagnrýnin hefur jafnan hafist á einu slíku. í þessu var því aðeins eitt nýtt: ritstjórinn hafði sem sé ákveðið að bjóða full- trúa úr leikhúsinu til andsvara við mig í hvert sinn sem ég opnaði munninn. Samtal okkar náði þó aldrei svo langt, að hún upplýsti mig um, hvort þjóðleikhússtjóri ætti t.d. að vera viðstaddur allar samræður um sýningarnar í leik- húsi hans. Þessi áform komu mér í opna skjöldu. Að loknum síðasta vetri nefndu hvorki Sigurður Valgeirs- son dagskrárstjóri, sem ber alla ábyrgð á umræddum þætti, né Svanhildur Konráðsdóttir við mig SVO virðist sem flestum grunnskói- um landsins hafi tekist að fá kenn- ara eða leiðbeinendur til starfa, þannig að hægt hefur verið að hefja skólastarfið á tilsettum tíma. Hins vegar hefur víða verið erfitt að fá sérgreinakennara til starfa og er enn verið að vinna í því. Forsvarsmenn skólaskrifstofa víða um land, sem Morgunblaðið hafði samband við í gær, voru yfir- leitt sammála um að erfiðara hefði verið að ráða kennara nú en oft áður og töldu margir að hlutfall leiðbeinenda væri hærra nú en und- anfarin ár. Endanlegar tölur yfir það liggja þó enn ekki fyrir. Þá einu orði, að þau hefðu slíkt í hyggju. Eg sagði Svanhildi að sjálfsögðu strax, að af minni hálfu kæmi aldr- ei til greina að starfa með þessum hætti. Enginn gagnrýnandi með snefil af sómatilfinningu myndi láta bjóða sér slíkt. Hvaða ritstjóra dag- blaðs eða tímarits myndi detta í hug að senda listamönnum óbirta dóma um verk þeirra í þeim til- gangi að þeir gætu svarað þeim í sama blaði? Auk þess var ljóst, að þannig yrði sá naumi tími, sem ég hefði haft til að tjá skoðun mína, enn knappari en áður. Þá lýsti hún því yfir, að hún hefði ekki áhuga á frekara samstarfi og sleit talinu. Þessi framkoma ritstjórans vek- ur upp fjölmargar spurningar, ekki aðeins um stöðu þeirra fjöimiðla- manna, sem taka að sér að leggja mat á samtíðarviðburði af öllu tagi, heldur einnig rétt þjóðarinnar til upplýsinga og faglegs mats. En að sjálfsögðu er þetta hvorki staður né stund til að taka þá umræðu upp. Ég vil að þessu sinni aðeins segja bentu þeir á að oft væri reynt að leysa vandann með því að bæta kennslu við þá kennara sem fyrir væru, ef ekki fengist nýr kennari til starfa. í Hnífsdal tókst þó alls ekki að fá kennara og var því grip- ið til þess ráðs að aka nemendum í skóla á ísafirði. Kennarar víða um land íhuga uppsagnir vegna óánægju með kjör sín og hafa nú þegar 20 kennarar við Grunnskóiann á ísafirði og 14 kennarar við Álftanesskóla sagt upp störfum. Stjórn Kennarasam- bands íslands ákvað í gær að leggja fyrir félagsmenn sína tillögu um verkfallsboðun 27. október nk. eftirfarandi: Ailt frá því ég tók að mér að fjalla um leiklist í Dagsljóss- þætti Sjónvarpsins fyrir fjórum árum, hef ég leitast við að gera það af heiðarleik og þeirri fagþekk- ingu sem ég bý yfir. Það hafa ákveðnir frammámenn í leikhúslíf- inu ekki þolað. Þeir hafa beinlínis sagt mér stríð á hendur og ekki skirrst við að beita öllum ráðum til að koma mér á kné. í skjóli þeirra hafa síðan verið hafnar rógs- herferðir gegn mér, á köflum fá- dæma óþverralegar, að hluta til m.a.s. í þeim fjölmiðli, sem hefur nýtt sér krafta mína, íslenska Sjón- varpinu. Sjónvarpsþátturinn Dagsljós hefur, þrátt fyrir allgóða tilburði framan af, því miður ekki náð að verða sá vettvangur skapandi og vitrænnar menningarumræðu, sem við þurfum sárlega á að halda. Á sjónvarpsstöð í ríkiseigu þó að hafa fulla getu til að halda úti slíkum þætti. Eftir vetrarlangt samstarf við Svanhildi Konráðsdóttur í rit- stjórahlutverki tei ég fullreynt að Foreldrum kynnt skólastarf TÍU grunnskólar í Reykjavík bjóða nú í fyrsta sinn upp á námskeið fyrir foreldra sex ára barna, þar sem þeim er kynnt skólastarfið og ýtt er undir nánara samstarf heim- ila og skóla en verið hefur. Fræðslu- ráð Reykjavíkur styrkir námskeiðs- haldið. Að sögn Arthurs Morthens, for- stöðumanns þjónustusviðs Fræðslu- miðstöðvar Reykjavíkur, var gerð tilraun og slíkt námskeið haldið í Ölduselsskóia í fyrra í samvinnu við foreldrafélagið þar. Sú tilraun gafst mjög vel og á grundvelli þeirrar reynslu var ákveðið að bjóða tíu skólum til viðbótar að halda nám- skeið á þessu ári: Melaskóla, Austurbæjarskóla, Laugarnesskóla, Vogaskóla, Engjaskóla, Rimaskóla, Húsaskóla, Selásskóla, Breiðholts- skóla og Fellaskóla. Hjólreiðamað- ur fyrir bíl KONA á reiðhjóli varð fyrir bíl á mótum Fellsmúla og Grensásvegar í gær. Að sögn lögreglu marðist konan talsvert en meiðsl hennar voru ekki talin alvarleg. Ekki var nánar vitað um tildrög slyssins. hún er ekki þeim vanda vaxin að stjórna slíkum þætti og mér er óskiljanlegt á hvaða forsendum hún gegnir því starfi. En málið á sér aðra hlið, miklu alvarlegri. Með þessu framferði sínu er íslenska Sjónvarpið, sem er eign þjóðarinnar, að senda skýr skilaboð til allra áhrifa- og valda- manna sem þurfa að sæta opin- berri gagnrýni fyrir verk sín: líki ykkur ekki það, sem við segjum um störf ykkar, skuluð þið þyrla upp eins miklu moldviðri og þið getið, þangað til fjölmiðlafólkið missir einfaldlega móðinn. Verið aðeins þoiinmóðir og gefist ekki upp, þó að hægt virðist miða í fyrstu; þið megið vera vissir um að dropinn holar steininn. Notið hvert tækifæri sem gefst til undir- róðurs eða beinna árása: t.d. getur verið mjög áhrifaríkt að senda eitr- uð skeyti, þegar þið fáið að tala í áheyrn þjóðarinnar við hátíðleg tækifæri. Ekki standast allir rit- stjórar slíkt álag, hvað þá þeir vesa- lings gagnrýnendur sem þurfa að standa í eldlínunni frá degi til dags. í þessu tilviki þarf því enginn að fara í grafgötur um, hvaða öfl hafa fengið vilja sínum framgengt. Yfirlýsing vegna Dagsljóss

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.