Morgunblaðið - 06.09.1997, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 06.09.1997, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1997 21 Veitingastaðurmn Himalaja í Kópavoginum Indversk mat- argerðarlist í hávegum höfð í ÞRJÚ ár hefur Shabana Zaman látið sig dreyma um að opna ekta indverskan veitingastað í Reykja- vík. I gær varð sá draumur að veruleika þegar hún ásamt eigin- manni sínum Lárusi Christensen opnaði veitingastaðinn Himalaja í verslunar- og þjónustukjarnanum í Engihjalla í Kópavogi. Shabana fiutti hingað með ís- lenskum eiginmanni sínum fyrir fjórum árum. „Skömmu eftir að ég flutti hingað fór ég fyrir tilvilj- un að e]da fyrir gesti veitingastað- arins Á næstu grösum og vera með ýmiskonar matreiðslunám- skeið. Það kom mér eiginlega á óvart þegar ég uppgötvaði hvað mér fannst í raun og veru skemmtilegt að matbúa fyrir gesti“, segir hún. Tekur lagið fyrir fólk Shabana er menntaður Waldorf kennari frá Bretlandi og segir að kannski muni hún snúa sér að kennslu síðar. „Það hefur einfald- lega verið nóg að gera í matreiðsl- unni og svo hef ég verið með fyrir- lestra og kynnt ungum sem öldruðum menningu okkar, eldað þjóðarrétti og tekið lagið,“ segir hún. Það er reyndar auðheyrt að fjölskyldan er söngelsk því þegar í eldhús Himalaja er komið skipt- ast þau á, Shabana og bræður hennar tveir sem þar starfa, að taka lagið. Krydd hefur áhrif á heilsuna „Tveir bræðra minna verða mér til aðstoðar hér í eldhúsinu. Eldri bróðir minn, Nazir uz Zaman, hef- ur verið matreiðslumeistari á Hilt- on hóteli í mörg ár og hann er mjög fær í matreiðslu indverskra rétta.“ Hún segir ekki að undra að þau systkinin kunni sitthvað í matargerð því frá blautu barns- beini hafi þau verið látin hjálpa til heima. „Indveijar eyða tölu- verðum tíma í matargerð og heima var okkur til dæmis snemma kennt að krydd í matargerð hefðu áhrif á líkamlega, sálræna og andlega heilsu fólks.“ Shabana segir að þessi vitneskja hafi veitt sér inn- blástur og mótað lífsviðhorf sín. „Það sem við látum ofan í okkur mótar okkur og það sem við hugs- um líka.“ Þetta tvennt segir hún að sameinist í einkunnarorðum þeim sem notuð eru á Himalaja, með ást og virðingu. Stóðst ekki freistinguna „Mér er mjög í mun að vera sem mest heima með bömunum mínum tveimur á meðan þau eru ung og því var rekstur veitingastaðar ekki efstur á listanum núna þó hug- myndin blundaði með mér,“ segir Shabana. „Þegar okkur bauðst þetta húsnæði fyrir nokkrum vik- um þurftum við hjónin því smá umhugsunarfrest," segir hún. En Shabana segir tækifærið hafa ver- ið of freistandi. Það hefur því ver- ið mikið að gera undanfarnar fjór- ar vikur við undirbúning. Grænmetisréttir á hverjum degi En hvað ætlar Shabana að bjóða gestum sínum upp á? „Fólk getur bæði komið og borðað hér hjá okkur eða tekið matinn með sér heim. Ég verð með breytilegan matseðil frá degi til dags en að vissum réttum á fólk að geta gengið. Við verðum með fjóra aðalrétti og fjóra smá- rétti og síðan getur fólk valið sér allskonar meðlæti." Shabana seg- ist ætla að veita grænmetisætum sérstaka athygli. „Við verðum allt- af með spennandii grænmetisrétti líka.“ Brauð bakað meðan beðið er Þá bendir hún á að viðskiptavin- ir eigi alltaf að geta fengið ráð- gjöf um hvaða meðlæti henti með hveiju og hvaða réttir eigi saman. Nýtt brauð verður alltaf á boðstól- um, naan, chapati, paratha og puri. „Ætli fólk að taka með sér heim er hægt að koma og yfirleitt er þá engin bið en líka er hægt að hringja á undan og panta. Það er helst að þurfi að bíða í nokkrar mínútur ef viðskiptavinir okkar vilja nýtt brauð því það bökum við á staðnum eftir pöntun." Veit- Morgunblaðið/Ásdís SHABANA Zaman sem ásamt eiginmanni sínum, Lárusi Christensen, á veitingahúsið Himalaja. ingastaðurinn Himalaja er opinn alla daga vikunnar nema sunnu- daga frá klukkan 11.30-21.00. Það var auðvitað ekki hægt að kveðja án þess að fá uppskrift að einum indverskum grænmetisrétti. Shabana valdi kartöflu- og hvít- kálsrétt handa lesendum. Kartöflu- og hvítkólsréttur 'h kg kartöflur, skornar í teninga 1 kg hvítkól, skorið i smáa bita 1 stár laukur, smátt saxaður 6 hvítlauksrif, fínt söxuð 50 g engifer fínt saxað 200 g tómatar, skornir í bita ____________1 'h tsk salt_________ 1 'h tsk shili 'h tumaric 2 tsk kóríanderduft ___________1 'Acuminduft_________ 6 msk olía 2 bollar vatn Skerið niður grænmeti og krydd og setjið til hliðar. Hitið olíu og steikið laukinn uns hann er orðinn brúnn. Setjið hvítlauk og engifer í pottinn, stillið á meðalhita og hitið í um tvær mínútur. Bætið kartöflum og hvítkáli út í og látið malla í um fimm mínútur. Þá er kryddinu bætt út í og tómötunum. Steikið allt saman í um fimm mín- útur. Notið vatn ef þarf. Hrærið reglulega í. í lokin er tveimur boll- um af vatni bætt í og rétturinn látinn sjóða við millihita í um 20 mínútur. Setjið lokið á pottinn og látið malla áfram í smástund. Bætið í vatni ef þarf til að mýkja grænmetið. Skreytið síðan með fersku kryddi eða niðurskomum rauðum pipar, allt eftir smekk. IMýtt Hárlitun- arsjampó fyrir karl- menn NÝLEGA hófst innflutningur á hárlitunarsjampói fyrir karlmenn sem heitir Just For Men. Sjampóið lit- ar grá hár og gefur lit á fimm^ mínút- um. í frétta- tilkynningu frá heild- verslun Har- alds Sigurðs- sonar, sem sér um innflutn- inginn, segir að liturinn þvo- ist hvorki úr né lýsist. Hver litun endist í allt að sex vik- ur. Efnið kemur í fjórum lit- um, ljósbrúnu, millibrúnu, svarbrúnu og svörtu. Þá fæst frá sama fyrirtæki skegglit- unargel. Því er burstað í skeggið og tekur um fimm mínútur að fá eðlilegan lit sem endist uns grá hár vaxa á ný. Skegggelið fæst í sömu litum og hárlitunarsjampóið. Just For Men-vörurnar fást í verslunum Hagkaups, á hársnyrtistofum og í apótek- um. fsláttur ' ||^0| 0r | astykkjum er á í næstu versli Þú sparar 111 kr. á kíló

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.