Morgunblaðið - 06.09.1997, Page 16

Morgunblaðið - 06.09.1997, Page 16
16 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Afkoma Sjóvár-Almennra trygginga batnaði lítillega á fyrri árshelmingi Hagnaður nam 181 millj- ón króna / / SJ0VA - ALMEN NIÐURSTÖÐUR ÚR MILLIUPP INAF GJÖRI Rekstrarreikningur sf 1997 1996 Breyting Vátryggingarekstur: Jan.- júní Jan,- júní ‘96-'97 Eigin iðgjöld 1.603 1.566 +2% Fjárf.tekjur af vátrygg.rekstri 353 318 +11% Eigin tjón 1.523 1.481 +3% Hreinn rekstrarkostnaður 306 295 +4% Hagnaður af vátryggingarekstri Fjármálarekstur: 127 108 +18% Fjárfestingartekjur 135 209 -35% Fjárfestingargjöld 32 68 -53% Hagnaður af fjármálarekstri 103 141 -27% Önnur gjöld af reglul. starfsemi 17 2 -35% Skattar 32 78 -53% Hagnaður: 181 169 +7% Efnahagsreikningur S"°r 30. júní 31. des. Breyting Eignir: 1997 1996 '96-'97 Fjárfestingar 9.722 9.536 +2% Vátryggingaskuld, hlutur endurtryggj. 1.591 1.195 +33% Kröfur 2.102 1.338 +57% Aðrar eignir 831 597 +39% Eignir samtals: 14.246 12.666 +12% Skuldir og eigið fé: Eigið fé 1.730 1.637 +6% Vátryggingaskuld 11.193 10.051 +11% Aðrar skuldbindingar 105 87 +21% Viðskiptaskuldir 1.218 891 +37% Skuldir og eigið fé samtals: 14.246 12.666 +12% Eiginfjárhlutfall 12,1% 12,9% HAGNAÐUR Sjóvár-Almennra trygginga hf. á fyrri árshelmingi þessa árs nam 181 milljón króna. Þetta er lítillega betri afkoma en varð af rekstri félagsins á sama tímabili í fyrra er hagnaður félagsins nam 169 milljónum króna eftir skatta. Hagnaður félagsins af vátrygg- ingarekstri jókst nokkuð á milli ára, eins og sjá má í meðfylgjandi töflu, en hins vegar dróst hagnaður af fjár- málarekstri saman um 38 milljónir króna. Lækkuðu ijárfestingagjöld um röskar 70 milljónir og fjárfestinga- gjöld lækkuðu um 36 milljónir króna. Þá lækkuðu skattgreiðslur félagsins nokkuð á milli ára og kemur þar til skattalegt hagræði vegna samein- ingarinnar við Ábyrgð og Húsatrygg- ingar Reykjavíkur. Ólafur B. Thors, framkvæmda- stjóri Sjóvár-Almennra, segist nokk- uð ánægður með þessa afkomu, sér- staklega í ljósi þess að iðgjöld félags- ins hafi farið lækkandi að undan- förnu. „í iðgjöldum af bifreiðatrygging- um, sem eru stærsti einstaki liðurinn í okkar reikningum, þar erum við að horfa upp á að iðgjaldatekjur okkar hafa lækkað um 14%. Meðal- iðgjaldið í þessum tryggingum hefur hins vegar lækkað um 22%. Mismun- urinn þarna á milli skýrist einfald- iega af auknum viðskiptum. Það sem er fyrst og fremst að gerast hjá okkur er að við höfum náð að stór- auka viðskiptin á árinu 1997. Síðan er að koma í ljós að ákvörðun okkar að sameina Ábyrgð og Húsatrygg- ingar Reykjavíkur okkar rekstri virðist leiða til betri samsetningar en í fyrra. Ég er því eftir atvikum sáttur við það,“ segir Ólafur. Hann segir ástæðu þess að fjár- festingatekjur félagsins dragist nokkuð saman nú m.a. vegna kaup- anna á Ábyrgð og Húsatryggingu Reykjavíkur, sem hafí leitt til þess að minna fjármagn hafí verið í ávöxt- un nú en á sama tíma í fyrra. Skýringin á lægri íjárfestingar- tekjum nú sé hins vegar fyrst og fremst sú að iðgjöld sem áður hafí verið afskrifuð í öryggisskyni hafí skilað sér og hafí það komið sem mótfærsla á móti fjárfestingargjöld- um nú. Hins vegar hafí gjöld sem falli undir þennan lið lítið breyst á milli ára. Ólafur segir að þessi góða afkoma félagsins nú muni gefa tilefni til frek- ari lækkana á iðgjöldum síðar á þessu ári. „Við munum þróa Stofn- inn nú og tilkynna um breytingar á honum síðar á þessu ári. Stefnan er því óbreytt að þessu leyti og við munum láta okkar viðskiptamenn njóta okkar afkomu.“ Sameiningu Kælismiðj- unnar Frost og Sameyj- arrift SAMKOMULAGI um sameiningu Kælismiðjunnar Frosts hf. og Sameyjar hf. hefur verið rift eftir að í ljós komu verulegar rang- færslur í reikningsskilum Kæli- smiðjunnar. Skrifað var undir samkomulag um sameiningu fyrir- tækjanna í júní. Óskar Þórðarson, fram- kvæmdastjóri Kælismiðjunnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að stjórnir fyrirtækjanna hefðu samþykkt að láta sameininguna ganga til baka. „Það voru veiga- miklar forsendur brostnar og við komumst að þeirri niðurstöðu að skynsamlegast væri fyrir báða aðila að sameiningin gengi ekki eftir. Sameiningarferlið var komið í gang en ekki var búið að sam- þykkja sameininguna formlega. Það stóð til að rekstur Sameyjar yrði sjálfstæður fram að áramót- um, þannig að fyrirtækin geta auðveldlega haldið áfram óbreytt- um rekstri hvort í sínu lagi. Þau munu hins vegar vinna saman áfram eins og verið hefur.“ Samey hefur séð um mest allan rafbúnað fyrir Kælismiðjuna Frost þ.á m. í stýrikerfum fyrir frysti- vélar, sjálfvirkt afgreiðslukerfi fyrir ísstöðvar, afbræðslukerfi með vog á ísvélar o.fl. Jafnframt hefur fyrirtækið ýmis umboð fyrir slíkan búnað. Landsbank- inn minnk- ar kröfur um ábyrgð- armenn LANDSBANKI íslands hefur ákveðið að krefjast ekki leng- ur ábyrgðarmanna af við- skiptavinum sínum í Nám- unni, námsmannaþjónustu Landsbankans, sem þjónust- ar námsmenn á aldrinum 16-25 ára og eru í lánshæfu námi að mati Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna. Viðskiptavinir bankans sem eru 25 ára og eldri og tilheyra Vörðunni, sem veitir einstakiingum og fjölskyld- um fjármálaþjónustu, eiga nú kost á láni að fjárhæð allt að sjö hundruð þúsund krónum án ábyrgðarmanna. Svar við gagnrýni á bankana í frétt frá Landsbanka ís- lands kemur fram að bankar á íslandi hafi um nokkurt skeið sætt gagnrýni vegna kröfu um ábyrgðarmenn á lánum til einstaklinga. „Landsbankinn gaf út í maí 1996 bæklinginn Upplýs- ingar til ábyrgðarmanna og hefur á undanförnum árum verið að þróa vinnubrögð í þá átt að fá heildarmynd af fjármálum einstaklinga og fjölskyldna. í framhaldi af þessu hafa verið stofnaðir kiúbbar fyrir alla aldurshópa þar sem boð- ið er upp á þjónustu sem hentar hveijum og einum eft- ir aldri og umfangi við- skipta," segir ennfremur í fréttinni. Hlutafélagavæðing ríkisbankanna Einn aðalbanka- sijóri og tveir bankastíórar TVÆR nefndir viðskiptaráðherra sem undirbúið hafa breytingu ríkisviðskiptabankanna í hlutafé- lög hafa komist að þeirri niður- stöðu að ráða beri einn sterkan forystumann eða aðalbankastjóra til starfa í hvorum banka. Hann verði síðan með tvo bankastjóra sér við hlið, samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins. Þegar undirbúningur að stofnun hlutafélaganna hófst var m.a. rætt um að ráða einungis einn aðal- bankastjóra og 3-4 framkvæmda- stjóra, en fljótlega var horfið frá þeirri hugmynd þegar hún mætti andstöðu meðal núverandi banka- stjóra. Stofnfundir á miðvikudag Nefndirnar munu væntanlega skila niðurstöðum sínum til við- skiptaráðherra um helgina. í fram- haldi af því verða haldnir stofn- fundir hlutafélaga um báða bank- ana og Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins, að öllum líkindum næstkomandi miðvikudag. Þar verður meðal annars á dagskrá að kjósa bankaráð bankanna þriggja ásamt stjórn Nýsköpunarsjóðs, sem hver um sig verður skipuð fimm mönnum. Jafnframt verða staðfestar samþykktir fyrir þessar stofnanir, þar sem m.a. verður kveðið á um fyrirkomulag yfir- stjórnar. Það verður síðan verkefni þessara bankaráða og stjórnar Nýsköpunarsjóðs að ráða æðstu stjórnendur. Bankastjórar endurráðnir Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er nánast frágengið að Björgvin Vilmundarson verði ráð- inn aðalbankastjóri Landsbankans og þeir Sverrir Hermannsson og Halldór Guðbjamason bankastjór- ar. Þá þykir líklegast að Stefán Pálsson verði ráðinn aðalbanka- stjóri Búnaðarbankans, en þeir Jón Adólf Guðjónsson og Sólon Sig- urðsson verði bankastjórar. Finnur Ingólfsson, viðskiptaráð- herra, kvaðst í samtali við Morgun- blaðið ekkert vilja tjá' sig um þetta mál fyrr en niðurstöður nefndar- innar lægju fyrir. SPRON með 89 millj. hagnað Hreinar vaxtatekjur jukust um 21% HAGNAÐUR Sparisjóðs Reykja- víkur og nágrennis fyrir skatta var 89 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins, samanborið við 85 milljónir á sama tíma í fyrra. Áætlað er að tekju- og eignarskatt- ar verði 27 milljónir á tímabilinu og er hagnaður eftir skatta því 62 milljónir, samanborið við 54 milljónir á sama tíma í fyrra. Allt árið 1996 var 121 milljónar kr. hagnaður eftir skatta. Hreinar vaxtatekjur eða vaxta- munur námu 296 milljónum fyrstu sex mánuði ársins og er það 21,3% aukning frá sama tímabili á síð- asta ári. Vaxtamunur sem hlutfall af meðalstöðu heildarfjármagns var 4,36%, eða nær sá sami og á sama tímabili árið áður. Aðrar rekstrartekjur voru 162 milljónir sem er 19,5% aukning frá árinu áður. Hreinar rekstrartekjur jukust einnig mikið, eða úr 380 milljónum fyrstu sex mánuði ársins 1996 í 459 milljónir fyrstu sex mánuði ársins 1997, eða um 20,7%. Þá voru önnur rekstrargjöld 344 milljónir eða 20,1% hærri en árið áður. Framlag í afskriftareikning útlána var 25 milljónir. Heildartekjur sparisjóðsins á fyrstu sex mánuðum þessa árs voru 814 milljónir og hækkuðu um 20,3% frá sama tímabili á síðasta ári. Niðurstaðan í samræmi við áætlun „Við erum mjög ánægð með þessa niðurstöðu og hún er reynd- ar alveg í samræmi við okkar áætlanir," sagði Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri SPRON. „Við stefnum að því að skila 12% arðsemi af eigin fé. Aukningin er mikil á tekjum eða um 20%, bæði í vaxtaþættinum og öðrum tekjum. Vaxtaþátturinn er að aukast þó svo vaxtamunurinn sé ekki að aukast vegna þess að útlánin eru einfaldlega meiri en áður. Meiri velta veldur því síðan að aðrar tekjur aukast. Til viðbótar kemur að félög sem sparisjóðurinn á aðild að hafa gengið mjög vel og hluti af þeirri afkomu kemur inn í þessa niðurstöðu. Innlánsþró- un hefur verið mjög hagstæð og á miðju ári vorum við komin 15% aukningu, þannig að efnahags- reikningurinn stækkar um tæp 10% frá áramótum.“ Hins vegar sagðist Guðmundur ekki vera mjög bjartsýnn um fram- haldið því mikil samkeppni væri að leiða til minnkandi vaxtamunar. „Vonandi tekst okkur að halda áætlun," sagði hann. Innlán SPRON í lok júnímánað- ar 1997 námu samtals 9.754 milljónum og hækkuðu um 15% frá síðustu áramótum. Þegar verð- bréfaútgáfu er bætt við námu heildarinnlán 11.374 milljónum. Heildarútlán ásamt markaðsverð- bréfum jukust síðan um 11,4%. Þau námu 11.426 milljónum í lok júní 1997. Eigið fé SPRON var 1.127 millj- ónir í júnílok og jókst um 62 milljónir á fyrri hluta ársins eða um 5,9%. Eiginfjárhlutfall SPRON skv. alþjóðlegu CAD-reglunum var 11,3% í lok júní, á móti 10,1% í árslok 1996. Þetta hlutfall má ekki fara niður fyrir 8%. I > i ! > \

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.