Morgunblaðið - 06.09.1997, Page 47

Morgunblaðið - 06.09.1997, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1997 47 * DANSHUSIÐ I 6LÆSIBÆ I KVOLD: RÉtOEIÍt Lára spilar nýjustu Line-Dance-löiin ! Hljómsveixin FARMALLS leikur. Jói í DANSSMIÐJUNNI leiöir dansinn Húsið opnar k.1. 9.- Allir velLomnir ! íslenskiJL/ KÁNIRÍ mfXj klúbbumnnI 1 u á ballið! Hljómsveitin SAGA KLASS og Sigrún Eva halda uppi fjörinu frá kl. 23.30. Nú er um að gera að draga fram dansskóna og skella sér á ballið. Hilmar Sverrisson verðúr í góðum gír á MÍMISBAR I -þín saga! Fylgstu meb í Kaupmannahöfn Morgunblabib fœst á Kastrnpflugvelli og Rábhústorginu -kjarni málsins! Weissmuller fræg- asti Tarzaninn ► RÍPLEGA 40 myndir hafa verið gerðar um Tarzan síðan Edgar Rice Burroughs skrifaði fyrstu söguna um hann árið 1912. Hann gaf út 25 bæk- ur um Tarzan, þar sem kom fram að hann væri sonur ensks aðalsmanns, hefði verið skilinn eftir í frumskógin- um sem ungbarn og alinn upp af öp- um. Sögurnar hafa verið þýddar á yfir 56 tungumál og 21 þúsund síður íjalla um Tarzan á alnetinu. Johnny Weissmuller, fyiTverandi sundkappi á Ólympíuleikunum, er lík- lega best þekkti leikari sem farið hef- ur með hlutverk Tarzans. Christoph- er Lambert var einnig vinsæll í mynd- inni „Greystoke" frá árinu 1984. Vonast er til að nýja myndin um Tarzan verði fi-umsýnd í Bretlandi í maí næstkomandi. Walt Disney-fyrirtækið vinnur að tveimur öðrum myndum sem byggðar eru á sögunum um Tarzan. Phil Collins semur tónlist fyrir aðra þeirra, sem er teiknimynd og byggð á skáldsögunni „Tarzan of the Apes“. Hún verður ekki frumsýnd fyrr en árið 1999. Kosturinn við teiknimyndir, að sögn talsmanns Disney-fyr- irtækisins, er sá að ekki þarf að hafa áhyggjur af sjúk- dómum á borð við malaríu eða af vatnasnákum. Hin myndin sem Disney vinnur að er létt gaman- mynd sem er lauslega byggð á sögunum um Tarzan. Hún nefnist „George of the Jungle“. Ekki er gott að segja til um hvað Burroughs hefði sagt um hinn nýja Tarzan, sem er vinur dýranna og drepur hvorki krókódíla né ljón. Hann lét einu sinni hafa eftir sér: „Ég vildi að les- endur mínir gerðu sér grein fyrir að maðurinn er eina líf- veran, af þeim sem byggja jörðina, sem hefur ánægju af því að valda öðrum dýrum I Johnny Weiss- kvölum, jafnvel I muller tók sig af eigin teg- I vel út á lenda- und.“ I skýlunni. Christopher Lambert er sfð- asti Tarzan sem náði vinsældum. Allir drepa yndi sitt SKÁLDIÐ Oscar Wilde vai- dáður maðui- á sinni tíð, en lenti í fangelsi, m.a. vegna frægðar sinnar. A með- an hann sat í Reading Gaol orti hann kvæði m.a. um að allir dræpu yndi sitt. Nú hefur þetta bókstaf- lega gerst með andláti Díönu Spencer, prinsessu, í bílslysi í París. Þótt þetta hafí fyrst og fremst verið slys, beinist atiiyglin að tveimur meintum orsakavöldum; drukknum bílstjóra og ljósmyndurum á mótor- hjólum við að vinna sér nokkuð til ágætis í fjölmiðlum. Má vera að þetta tvennt hafi verið beinir or- sakavaldar að slysinu, en samt sem áður var það samtími Díönu Spencer sem réð hana af dögum í bílagöngunum undir Signu. Sam- tíminn drap yndi sitt. Eflaust verður farið að rýna eitthvað í starfsemi fjölmiðla eftir þetta slys, sem hefur skil- ið a.m.k. Vesturlönd eftir þrumu lostin og Bretland í sárum. Siðferði fjölmiðla hefur smám saman breyst úr því að styðjast við almenna skynsemi í það að vera skemmtiefni fyrir massann, eða eins og Lenín sagði um trúar- brögðin: ópíum fyrir fólkið. Obeinar mannfórnir þykir enginn siðferðisbrestur hjá fjölmiðlum. Þær eru stundaðar nokkuð reglu- lega í pólitík og hafa færst með árunum á einskonar glæsistaðal þotuliðsins. Þetta hefur gerst af því fólkið vill svona fréttir. Hinn breiði fjöldi hefur nú einu sinni svona skráargatsmóral og fjöl- miðlar þekkja hvað selur. Skandalar era í háu verði hvort sem þeirra er aflað á mótorhjólum eða gangandi. Fjölmiðlar gera óti-úlegustu hundakúnstir til að vera skemmtilegir og „inter- essant“. Saklaust fólk verður fyrir þessum ósköpum eins og aðrir. Breitt er yfír allt saman með því að segjast vera með fréttir. Sjónvörpin íslensku hafa verið merkilega upptekin af slysinu undir Signu síðustu viku. Þau hafa dag eftir dag klifað á öllu mögulegu og ómögulegu um slys- ið eins og þau vildu skrifa sig frá því. Prinsessan var fjölskrúðug fjölmiðlastjarna, sem veitti margt tilefni til frétta; nú- tímastúlka gift mið- alda kóngi, sbr. Hildi Sigurðardóttur. Nú þegar þessi aflvaki fjölmiðlanna er horf- inn af sviðinu, er eins og lífsspurs- mál sé að halda í „bissnessinn" enn um sinn. Díana Spencer verð- ur jarðsett í dag. Spurning er hvort tekist hefur að fínna nýja stóra ijölmiðlastjörnu með svo skömmum fyrirvara. Fyi-ir utan þennan atburð gengu sjónvörpin sinn vanagang sl. viku. Það var sparkað einhver ósköp um helgina og sparkað áfram á Sýn flesta daga. Bubbi er kominn með meðhjálpara í boxið, en þar er eins og kunnugt er gefið á lúðurinn af íþrótt og fylgja óp og upphrópanfr. Stöð 2 selur mikið af sápu og kynnfr aðferð við að bæta föt í lífsseigum þáttum á eftirmið- dögum. Einkennilegt er að svona verslun skuli fara fram í sjónvarpi en ekki í einhverju húsnæði eins og Kringlunni. Ríkissjónvarpið apaði þessa sjónvarpskringlu eft- ir. Bara að hinir þreyttu dag- skrárgerðarmenn hætti ekki öðr- um útsendingum. Þá væri kannski illa farið - og þó. Við bíðum eftir vetrardag- skránni og horfum á mismunandi árangursríka þætti, sem skilja ekki mikið umhugsunarefni eftir. Stundum koma sannsögulegar myndir um hvort siðlegt sé að berja konuna sína. Þær eru oft leiknar af undraverðum áhuga. Sjaldan kemur mynd þar sem konan lemur karlinn, þótt þess séu líklega dæmi. Fyrir kemur að vandræði verða með börn, en það er þá helst í sambandi við eins- konar draugagang, enda virðast framleiðendur ekki eins gjör- kunnugir barnavandkvæðum og til dæmis íslendingar, sem vekja böm í öllum veðrum klukkan 7 að morgni til að fara í pössun og frétta af þeim nokkrum árum síð- ar klukkan þrjú að nóttu í Austur- stræti, á útigangi. Indriði G. Þorsteinsson. SJÓNVARPÁ LAUGARDEGI Tarzan aft- ur á kreik TARZAN tekur stakkaskiptum í nýrri kvikmynd sem er í bí- gerð. Hann drepur ekki lengur dýr og Jane, lagskona hans, tek- ur þátt í bardögum með honum. „Þetta er Tarzan tíunda ára- tugarins og Jane er nútíma- kona,“ segir Greg Coote, yfir- maður Village Roadshow Pict- ures, sem vinnur að gerð nýrrar myndar um skógarmanninn fíleflda. Er það stærsta myndin af þremur sem eru væntanlegar í kvikmyndahús á næstunni. „Tarzan: Jungle Warrior" nefnist myndin og áætlað er að kostnaður við hana verði 25 milljónir dollara eða tæpii- tveir milljarðar ki'óna. Casper Van Dien verður í hlutverki Tarzans, en hann lék nýverið í myndinni „Starship Troopers". „Hann hefm' vaxtarlag Arnold Schwarzeneggers," segir Coote. Handritið er unnið upp úr sögunni „Tarzan og týnda borg- in Opar“ og verða ríflega hund- rað tæknibrellur unnar í tölvum í myndinni, eins og þegar bý- flugnager bjargar Tarzan frá cobraslöngu. FORELDRA SÍMINN 800G677 *

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.