Morgunblaðið - 06.09.1997, Síða 26

Morgunblaðið - 06.09.1997, Síða 26
26 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Sorptunnur í Kópavogi UM ÞESSAR mundir er verið að dreifa sorptunnum í hvert hús í Kópavogi. Bæjaryfirvöld tóku nýlega þá ákvörðun að plasttunnur á hjól- um verði framvegis notaðar í stað sorp- pokanna sem notaðir hafa verið um árabil. Flestir Kópavogsbúar eru ánægðir með breytinguna, en ekki var unnt að gera öllum til hæfis, sbr. opið bréf Ara Skúlasonar í Morgunblaðinu sl. miðvikudag. Með þessari grein er ætlunin að upplýsa Kópavogsbúa um ástæður þess, að ráðist var í að tunnuvæða bæinn. Jafnframt verður spurningum Ara svarað. Þá er ástæða til að gera athuga- semdir við leiðara Morgunblaðsins sl. fimmtudag. Tunnur eru betri kostur en pokar Eins og kom fram í dreifibréfi sem sent var til allra Kópavogsbúa þá var ákvörðun um tunnuvæð- ingu tekin til að minnka slysa- hættu og auka þrifnað. Bæjaryfir- völdum hafa borist ítrekuð erindi á undanförnum misserum frá Vinnueftirliti ríkisins þar sem ein- dregið er mælst til þess að alfarið verði hætt notkun plastpoka við sorphirðu eða gerðar aðrar full- nægjandi ráðstafanir til að tryggja öryggi og heilbrigði starfsmanna við sorplosun. Áhættuþættir við sorphirðu lúta að líkamsbeitingu og meðhöndlun skaðlegra efna. Vinnan við sorppoka felur í sér burð og lyftingar á þungum og oft misþungum pokum. í pokunum eru stundum oddhvassir hlutir sem geta stungist í starfsmenn við sorphirðu. Á 17 mánaða tímabili var Vinnueftirliti ríkisins kunnugt um 7 slys sem urðu með þeim hætti að oddhvass hlutur stakkst út í gegnum plastpoka og í starfs- mann. Vitað er að ekki er tilkynnt um öll slys af þessu tagi. Þá er kunnugt um til- felli þar sem varanleg bakmeiðsl hafa verið rakin til álags við meðhöndlun á pokas- orpi. Varðandi þrifnað við sorphirðu þá er ljóst að sorptunnur eru þrifalegri valkost- ur en sorppokar, enda hvatti heilbrigð- isnefnd Kópavogs til þess að skipt yrði yfir í plasttunnur. Þar sem ekki eru lokaðar sorp- geymslur þá voru dæmi um að kettir í fæðuleit gerðu gat á sorp- poka. Þetta gerðist einnig við sjálfa sorphirðuna þegar sorppok- unum var safnað saman í stafla áður en þeim var raðað á sorp- hirðubíl. Þá voru líka dæmi um að vargfugl kæmist í pokana. Þessi uppstöflun á sorppokum var nauð- synleg til að gæta hagkvæmni við sorphirðuna. Að öllu samanlögðu þá var það mat bæjaryfírvalda að af ofangreindum ástæðum yrði ekki hjá því komist að hætta notk- un plastpoka, enda hefur þróunin erlendis verið í þá áttina. Evrópu- sambandið hefur gefið út tilskipun þess efnis að hætta skuli notkun sorppoka við sorphirðu en taka upp sorptunnur. Allt bendir til þess að þróunin hérlendis verði sú sama. Bessastaðahreppur hefur nýlega farið út í plasttunnur. Mér er kunnugt um að í Garðabæ, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi er stefnt að því að taka upp plastt- unnur í stað plastpoka. í Reykja- vík hafa verið notaðar plasttunnur á hjólum um árabil. Hæð á sorptunnum Nokkuð er um að kvartað hafi verið yfir því að sorptunnur séu það háar að þær komist ekki íþær sorpgeymslur sem fyrir eru. Áður en farið var í útboð á sorphirðunni var þessi þáttur kannaður vand- Bæjaryfirvöld í Kópa- vogi skiptu nýlega sorp- pokum út fyrir plast- tunnur. Þórarinn Hjaltason útskýrir hér hvers vegna ráðist var í að tunnuvæða bæinn. lega, því að vitað var að hæð á sorpgeymslum í Hrauntungu (Sig- valdahúsin) og víðar er í lægri kantinum. Komist var að þeirri niðurstöðu að miða yrði við 108 cm hæð á tunnum. Þessi hæð er stöðluð og raunhæfir valkostir ein- faldlega ekki fyrir hendi á mörkuð- um í nágrannalöndunum. Reyndar eru til lægri tunnur en þær eru þá til muna rúmmálsminni og koma af þeim sökum ekki til greina. Ástæðan fyrir hinni stöðl- uðu hæð er vinnuverndarsjónarm- ið. Nauðsynlegt er að hafa þessa hæð (u.þ.b. 108 cm) til þess að líkamsbeitingin verði rétt þegar starfsmenn við sorphirðu trilla tunnunum til og frá götu. Vegna staðlaðs búnaðar á sorphirðubílum kemur ekki til greina að vera með misháar tunnur, t.d. 108 cm háar við flest hús en 90-100 cm háar við sum hús. í sambandi við hæð á sorpgeymslum þá er rétt að það komi fram, að samkvæmt bygg- ingarsamþykkt Kópavogs sem er frá árinu 1967 þá skal hæð á sorp- geymslum vera minnst 110 cm. í eldri byggingarsamþykkt voru engin ákvæði um hæð á sorp- geymslum. Svör við spurningum Ara Skúlasonar 1. Spurt er hvort gengið verði hart eftir því að tunnumar verði notaðar. Tæknilega er illmögulegt að nota hvort tveggja, tunnur og plastpoka. Búnaður á sorphirðubíl- um gerir ekki ráð fyrir slíku. Til að leysa þetta þyrfti sérstakan aukabíl til að hirða sorppoka. Kostnaðarauki yrði verulegur, auk þess sem notkun sorppoka stríðir gegn vinnuverndar- og þrifnaðar- sjónarmiðum, sbr. ofangreint. Því verður einungis tekið við sorpi sem sett er í sorptunnur. 2. Spurt er hvenær komi að þvi að eingöngu verði tæmdar sorp- tunnur og pokar ekki teknir. Mið- að er við að eingöngu verði tæmd- ar sorptunnur frá og með næstu viku eftir að tunnum er dreift í viðkomandi hverfi. 3. Spurt er hvort íbúar breyti sorpgeymslum sínum (í þeim til- vikum þar sem þær eru of litlar) sjálfir til þess að koma tunnunum fyrir eða er gert ráð fyrir að tunn- urnar standi út við lóðamörk eða úti á götu. í fyrrgreindu dreifi- bréfi sem sent var öllum Kópa- vogsbúum eru leiðbeiningar um staðsetningu sorptunnanna. Það er að mestu einkamál húseigenda hvernig aðstöðu þeir útbúa fyrir sorpílát, að því tilskyldu að aðstað- an samræmist reglugerðum og byggingarsamþykkt Kópavogs. Húseigendum er það í sjálfsvald sett, hvort þeir stækka sorp- geymslur eða láta tunnuna standa úti á lóð. Ekki er leyfilegt að hafa tunnuna úti á götu. Eins og kom fram í áðurnefndu dreifibréfi þá tekur bæjarsjóður ekki þátt í kostnaði við breytingar á sorp- geymslum eða lóð, kjósi húseig- endur að fara út í slíkar breyting- ar. 4. Spurt er hvort ekki verði hætt að leggja sorphirðugjald á þær íbúðir sem halda áfram með poka. Framvegis verður ekki heim- ilt að nota sorppoka. Þar af leiðir að ekki kemur til álita að veita undanþágu frá sorphirðugjaldi, enda er bæjaryfirvöldum skylt skv. heilbrigðisreglugerð og heil- brigðissamþykkt fyrir Kópa- vogsbæ að hirða sorp frá íbúðar- húsum. 5. Spurt er hvort mögulegt sé að bæjaryfirvöld útvegi mismun- Þórarinn Hjaltason andi stærð og lögun af tunnum. Svarið er nei, sbr. áðurgreint. 6. Spurt er hvaða athuganir voru gerðar áður en farið var út í tunnuvæðingu. Eins og áður er getið þá voru það einkum Vinnu- eftirlit ríkisins og heilbrigðisnefnd Kópavogs sem hvöttu til breytinga á sorphirðu. Áður en endanleg ákvörðun var tekin þá var gerð ítarleg úttekt á þeim valkostum sem voru í stöðunni og var verk- fræðistofan VSÓ ráðgjafí í þeim efnum. Þróunin erlendis var skoð- uð. Einnig var rætt við embættis- menn hjá nágrannasveitarfélögum og Sorpu. Athugasemdir við leiðara Morgunblaðsins í leiðara Morgunblaðsins sl. fimmtudag kemur það álit fram að innleiðing sorptunna virðist vera hið versta klúður og að bæjar- yfirvöld virðist hafa sýnt fyrir- hyggjuleysi í þessum efnum. Það er von mín að ritstjórar Morgun- blaðsins skipti um skoðun þegar þeir hafa lesið þessa grein. í sama íeiðara er einnig rætt um að Ari Skúlason hafi ekki fengið nein svör hjá tæknideild Kópavogs um það hvað eigi að gera við sorptunn- urnar sem standi nú á lóðinni hjá honum og nágrönnum hans. Gefið er í skyn að svör hafi ekki fengist vegna skorts á þjónustulund. Þetta getur ekki verið rétt. Það eru skýr fyrirmæli til allra embættismanna hjá Kópavogsbæ að neita ekki íbú- um bæjarins um viðtal, enda sjálf- sagður hlutur fyrir opinbert fyrir- tæki að veita slíka þjónustu. í fyrr- greindu dreifibréfí sem sent var öllum Kópavogsbúum, þá er gefið upp símanúmer bæjarskrifstof- anna (s. 554 1570) fyrir þá sem vilja fá nánari upplýsingar varð- andi hinar nýju sorptunnur. Lokaorð Það er von mín að þessi grein svari flestum af þeim spurningum sem fram hafa komið bæði hjá Ara Skúlasyni og öðrum Kópa- vogsbúum. Hér er um mikið fram- faramál að ræða og mikilvægt að gætt sé sanngirni í allri umræðu. Höfundur er bæjarverkfræðingur í Kópavogi. Að leysa vanda fárra út- valinna á kostnað fjöldans TILGANGUR þeirra er aðhyllast kaup á biðlistapláss- um og há þjónustu- gjöld er að ná fram hagkvæmni og spam- aði í kerfinu í anda markaðshyggju. Þrátt fyrir spár hagfræð- inga hafa tilraunir í þessum anda ekki gengið eftir. Þessum kerfisbreytingum fylgir að fleiri óska eftir „sérmeðferð" með aðstoð einka- trygginga. Innkoma einkatrygginga á heil- brigðismarkaðinn hef- ur yfirleitt aukinn kostnað í för með sér. Einkastofur og einka- sjúkrahús byggð á verktakarekstri verða stofnuð. Reksturinn verður dýr vegna þess að eigendur einka- stofnana leggja höfuðáherslu á að treysta sem best samkeppnisað- stöðuna. Samkeppnin kallar á dýra tækjavæðingu til þess að unnt sé að bjóða upp á mestu og bestu þjónustuna. Læknum eru yfirleitt greidd laun eftir afköstum svo að hætta á oflækningum og „kaup- mennsku“ er veruleg. Þetta við- gengst aðallega vegna þess að almenning skortir nægilega þekk- ingu á gæðum og ár- angri læknismeðferð- ar. Almenningur þekkir minna til gæða læknisverka en gæða matvara, klæða og bif- reiða! í ofanálag leggja einkatrygg- ingafélögin ekki sömu áherslu og fjárlaga- nefnd þinga á að halda kostnaði í skeíjum. Iðgjöldin sjá _ um kostnaðinn! Áhrifa lýðræðislegra kosinna fulltrúa gætir ekki eins í einkatrygginga- rekstri og í samfélags- legum rekstri. Þessar staðreyndir eru e.t.v. ekki vel ljósar við skrifborðið en verða skýrar ef menn kynna sér vel gerðar skýrslur OECD um rekstur heilbrigðisþjónustunnar. Staðreynd er að í þeim OECD- löndum þar sem einkatryggingar eru verulegar (Mið- og Suður-Evr- ópa) eða allsráðandi (Bandaríkin og Sviss) og þar af leiðandi fleiri sjúkrastofnanir í einkaeign eru heilbrigðisútgjöld sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu eða verg- um þjóðartekjum hærri, þjónustu- gjöld hærri og hlutfallslega fleiri læknum greitt eftir afköstum en Vænlegra er til árang- urs, segir Ólafur Olafsson, í seinni grein sinni, að leita samráðs við heilbrigðisstéttir um athuganir á árangri læknismeðferðar, betri skráningu, staðla- gerð o.fl. t.d. á Norðurlöndum, sem búa við heilbrigðisþjónustu sem greidd er af sköttum og opinberum gjöldum og fast launakerfi að mestu (OECD Health Data 1993, 1995, Paris). Svíar, Bretar og Ný-Sjá- lendingar sem gert hafa tilraunir með einkarekstur við hliðina á samfélagslega rekinn rekstur, þ.e. kaup og sölukerfí, verktaka- og samkeppnisrekstur hafa að öllu leyti eða að mestu horfið frá slíku kerfí, aðallega vegna mikillar kostnaðaraukningar, lengingar á biðlistum og misræmi í þjón- ustunni. Til þess að ná fram góð- um árangri og hagræðingu er tal- Ólafur Ólafsson Tafla 1. Útgjöld til heilbrigöismála í vestrænum 0ECD löndum ásamt vægi einkarekstrar og upphæð þjónustugjalda Heiibrigðis- útgjöld sem hlutfall af vergri þjóöar- framleiðslu Hlutfall einka- trygginga af heildar- útgjöldum',; Hlutfall sjúkrahús- rýma í einkaeign Greiðslur sjúklinga til lækna af heildar- kostnaði Greiðslur til lækna „eftir af- kösturn" Heilbrigðisþjónustan fjármögnuð að nokkru eða að verulegu leyti með einkatryggingum, 12 Iðnd í Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku 9,2% (7,5-14,5) 29,0% (21,6-51,6) 37,8 % 17,1 % 67,0 % Heilbrigðisþjónustan fjármögnuð með sköttum og opinberum greiðslum, 6 lönd í Norður-Evrópu 7,5% (6,9-8,1) 15,2% (5,5-20,0) 3,0 % 9,0 ® % 17,0 % 1) Clli - og hiukrunarlieimllum sleppl. Heimiló: Jonsson B, Gerdtham o.ll 1995: 21 I Danmörku og Bretlandi eru ekki greidd Hew diredion in Health Care Poiicy þjónustuijjöld i læknamóttökum. Utgjöld Heatth Policy Studies N07 0CCD PARIS, til heilbrigðismála eru lægst í þeim löndum. OECD Health DATA 1995 ið vænlegra til árangurs að leita samráðs við heilbrigðisstéttir um athuganir á árangri læknismeð- ferðar, betri skráningu, staðlagerð o.fl. (Equity in Health through Public Policy. Expert meeting Kellokoski Finland Gummerus Printing 1997. Breska læknablað- ið 314, 28. júní 1997 o.fl.). Lokaorð Rekstur heilbrigðisþjónustunnar lýtur öðrum lögmálum en venjuleg- ur verslunarrekstur, aðallega vegna þess að áhrifamikið neyt- endaaðhald sem er forsenda eðli- legs markaðsrekstrar skortir. Því aðeins er hægt að finna einka- tryggingu stað við hliðina á opin- berri heilbrigðisþjónustu er veita skal borgurum jafnan og góðan aðgang ef: 1. Við dreifingu heilbrigðis- þjónustu sé tekið mið af þörfum sjúklinga en ekki eigin fjármun- um þeirra. 2. Allir hafi jafnan aðgang að þjónustunni. Vandséð er að þetta sé hægt ef einkavæðingin tekur við með kaupum á bið- listaplássum o.fl. Þess vegna er hollast að ganga hægt um dyr áður en greiðslukerfi í heilbrigðisþjónustunni er breytt í anda markaðskerfis og huga vel að hvað liggur þar á fleti fyrir. Höfundur er landlæknir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.