Morgunblaðið - 06.09.1997, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 06.09.1997, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1997 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Halldór Jónsson INNST í Bárðardal, við bæina Mýri og Bólstað, áður en haldið var inn á Sprengisandsleið, þurfti að skera sundur hliðarstólpa. Þeir voru soðnir saman aftur þegar bílarnir voru komnir í gegn. Félagar í Gæsavatnafélaginu fluttu skála um 220 kílómetra Ný og bætt aðstaða við Gæsavötn MARGIR lögðu gjörva hönd að verki þegar skálinn var settur niður við Gæsavötn. Brimborg-Þórshamar Evrópu- frumsýning- ánýjum Daihatsu NÝR bíll frá Daihatsu verður sýndur hjá Brimborg-Þórshamri á Akureyri, dótturfyrirtæki Brimborgar, um helg- ina og er um Evrópufrumsýningu að ræða þar sem bifreiðin hefur ekki verið kynnt áður í Evrópu. Þetta er í fyrsta skipti sem Evrópufrumsýning á nýjum bíl er á Akureyri. Nýja bifreiðin er íjórhjóladrifin og hlaðin búnaði. Sýningin fer fram í nýjum sýningarsal Brimborgar-Þórs- hamars við Tryggvabraut 5 og verð- ur opin frá kl. 12 til 16 í dag, laugar- dag og á morgun, sunnudag. Brimborg-Þórshamar tók formlega til starfa í lok apríl á þessu ári og var markmiðið að færa þjónustu Brimborgar nær viðskiptavinum og auka markaðshlutdeild fyrirtækisins á landsbyggðinni. Viðtökur norðan- manna hafa verið vonum framar en þeir kunna greinilega vel að meta þjónustu í heimabyggð, segir í frétt frá fyrirtækinu. Á þeim 5 mánuðum sem liðnir eru hefur Brimborg-Þórs- hamar selt tæplega 60 bíla. Evrópu- frumsýningin er því eðiileg þróun á þeim viðtökum sem fyrirtækið hefur fengið á Norðurlandi. ----» ------ Messur AKURERYARKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11 á morgun, sunnudag. Séra Birgir Snæbjömsson. GLERARKIRKJA: Messa verður í kirkjunni á morgun, sunnudag, kl. 14. Séra Gunnlaugur Garðarsson. DALVÍKURPRESTAKALL: Guðsþjónusta verður í Dalvikurkirkju sunnudaginn 7. september kl. 11. Sóknarprestur. HJÁLPRÆÐISHERINN: Almenn samkoma kl. 20 sunnudagskvöldið 7. september. Allir velkomir. HVÍTASUNNUKRIKJAN: Safn- aðarsamkoma, brauðsbrotning kl. 11 á sunnudag, ræðumaður G. Theodór Birgisson. Almenn samkoma kl. 20 sama dag, ræðumaður Yngvi R. Yngvason. Bænastund og biblíu- kennsla kl. 20.30 á miðvikudag, sam- koma í umsjá ungs fólks kl. 20.30 á föstudag. Mikill og fjölbreyttur söng- ur, allir velkomnir. Bænastundir frá kl. 6-7 á mánudags-, miðvikudags-, og föstudagsmorgnum og ki. 14 á þriðjudögum og fimmtudögum. Von- arlínan, símsvari með orð úr ritning- unni sem gefa huggun og von, sími: 462-1210. ÓLAFSFJARÐARKIRKJA: Messa á dvalarheimilinu Hombrekku kl. 14 á morgun, sunnudaginn 7. septem- ber. Séra Sigríður Guðmarsdóttir. FÉLAGAR í Gæsavatnafélaginu fóru á dögunum frá Akureyri inn í Gæsavötn með nýjan skála sem þar var komið fyrir. Um 55 manns eru í félaginu, flestir í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, en þeir hafa unnið við að smíða skálann síðustu ár. Markmið félagins er að sögn Halldórs Jónssonar talsmanns þess að efla ferðamennsku á þessu svæði og með því að koma fyrir nýjum skála vill félagið gera fólki kleift að dvelja þar. Fyrir var eldri skáli sem verður fluttur annað síðar. Nýi skálinn var fluttur í tveimur pörtum frá Akureyri í Gæsavötn og tókst ferðalagið einkar vel að sögn Halldórs en það tók alls 11 klukkutíma og 25 mínútur. Farið var sem leið lá austur úr Bárðardal upp á Sprengisandsleið, þaðan sem leiðin lá inn undir Tómasarhaga þar sem Öskjuleið liggur norðan Tungnafellsjökuls, þá var farið yfir Brú á Skjálfandafljóti og beygt upp í Gæsavötn. Alls er um að ræða um 220 kílómetra leið. Lipur bílstjóri „Ferðin gekk vel og við vor- um mun fljótari en við áætluð- um í upphafi. Við fluttum skál- ann og forstofuna á tengivögn- um aftan í dráttarbílum og höfðum áhyggjur af því að við myndum lenda í erfiðleikum á nokkrum stöðum á Ieiðinni. En við þökkum lipurð bílstjórans, Þórðar Sigurðssonar á Húsavík, að allt gekk eins og í sögu,“ sagði Halldór. Gæsavatnafélagar steyptu undirstöður undir skálann um síðustu verslunarmannahelgi þannig að allt var klárt á staðn- um þegar komið var með hann. „Við settum hann niður og gengum frá, en enn eru nokkur verk eftir þannig að við eigum eftir að fara aftur til að sinna lokafrágangi. Við eigum líka eftir að fjarlæga gamla skálann SAUÐFJÁRSLÁTRUN í sláturhúsi KEA á Akureyri hefst af fullum krafti í lok næstu viku. Slátrað verður um 28.000 fjár á þessu hausti, sem er svipaður fjöldi og í fyrra. Að sögn Óla Valdimarssonar sláturhússstjóra þarf að ráða um 60-70 manns í slát- urtíðina, sem stendur yfir í einn mánuð. Óli segir að töluverð eftirspurn sé eftir starfsfólki á Akureyri og því sé nokkuð erfitt að segja til hvernig gangi að fá fólk. Hér áður fyrr var nokkuð um að fólk úr sveitum kæmi til starfa á sláturhúsinu á haustin. „Það er mjög lítið um það nú og hefur farið minnkandi ár frá ári, enda hefur fólki í sveitum verið að fækka,“ sagði Óli. Bændum stóð til boða að leggja inn lömb til slátrunar í síðasta mán- uði en Óli segir að ekki hafi verið þegar allt er til við þann nýja,“ sagði Halldór.Skálinn er 60 fer- metrar að flatarmáli með rúm- góðri forstofu en einnig er svefnloft yfir hluta hans. Koju- pláss er fyrir 12-20 manns og á svefnlofti pláss fyrir 8 manns en fleiri komast með góðu móti fyrir í skálanum. „Það er tölu- verð umferð þarna, gamla Gæsavatnaleiðin liggur framhjá þessum stað og hana fara marg- ir. Gildir það bæði um sumar- og vetrarferðir og menn koma á ýmsum farartækjum, bílum, vélsleðum og jafnvel reiðhjól- um,“ sagði Halldór. mjög mikill áhugi á því. Þó hafi um 180 lömbum verið slátrað frá fyrri hluta ágústmánaðar. Hann segir lömbin í stærra lagi og jafnaðarvigt- in sé um 15 kg. „Markaðurinn vill helst 12-14 kg skrokka en við vorum að fá allt upp í 20 kg skrokka." Stórgripaslátrun hefur aukist mik- ið í sláturhúsi KEA undanfarin ár og í fyrra var í fyrsta skipti meiri stór- gripaslátrun en sauðfjárslátrun mið- að við magn. Óli telur að í framtíð- inni eigi stórgripaslátrun enn eftir að aukast en sauðfjárslátrun frekar að dragast saman. Eftir að sláturtíð lýkur í haust, verður ráðist í um- fangsmiklar breytingar á stórgripa- sláturhúsi félagsins. Einnig er ætlun- in er tengja saman kjötiðnaðarstöðina og sláturhúsið og segir Óli að kostn- aðurinn við framkvæmdirnar gæti orðið um 30-40 milljónir króna. Listasafnið Listhópur- inn Crew Cut sýnir SÝNING á verkum listahópsins Crew Cut verður opnuð í Lista- safninu á Akureyri í dag, laug- ardaginn 6. september kl. 16. Sýningin ber yfirskriftina „(un- )blind“. Um er að ræða norrænan list- hóp sem þau Heini Hoktta frá Finnlandi, Jytte Hoy frá Dan- mörku, Pétur Magnússon frá íslandi, Elisabet Norseng frá Noregi, Guðrún Hrönn Ragn- arsdóttir frá íslandi og Sven Lyder Kars frá Noregi skipa. Listsýningin er farandsýning og verður sýnd á átta stöðum á Norðurlöndum 1997-1998. Hún er kostuð af Riksudstillinger, Nordisk Kulturfond og NKKK. Sýningarstaðir verða auk Lista- safnsins á Akureyri, Lilleham- mer Art Museum, Bergen Fine Art Society, Heinie Onstad Art Center, Haugar Vestfold Muse- um, Overgaden, Lunds Art Hall og Tallinn Art Hall. Sýningu að ljúka HOLLENSKI listamaðurinn Stan Roncken heldur sýningu í Gallerí+ í Brekkugötu 35 á Akureyri. Um er að ræða þijú málverk máluð beint á vegginn og inn- setningu. Sýningunni lýkur kl. 18 á sunnudag. Galleríið er opið um helgina frá kl. 14 til 18 eða eftir samkomulagi við eigendur á öðrum tímum. Stan Roncken rekur listagall- eríið De Bank í Enschede ásamt fleiri listamönnum, hann hefur einnig unnið sem listráðunautur í Enschede-borg og starfað að list sinni síðustu 10 ár. KA biður um fjár- hagsaðstoð Bæjarsljóri ræðir við KA-menn BÆJARRÁÐ Akureyrar hefur falið bæjarstjóra, Jakobi Björns- syni, að ræða við fulltrúa Knatt- spyrnufélags Akureyrar, en fé- lagið sendi í síðustu viku inn erindi með ósk um viðræður um fjárhagsstuðning. Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkti á fundi í vikunni að veita Iþróttafélaginu Þór 20 milljóna króna styrk til að lækka skuldir félagins, en gjaldþrot blasti við félaginu. Fram kom í máli bæj- arstjóra á fundinum að um sér- staka aðgerð væri að ræða sem ekki endilega fæli í sér sams- konar afgreiðslu bærust álíka erindi frá öðrum íþróttafélögum í kjölfarið. Hvert mál yrði skoð- að sérstaklega. Opið hús hjá Kraftbílum KRAFTBÍLAR ehf. hafa opnað nýtt bifreiðaverkstæði við Draupnisgötu 6 og verður af því tilefni opið hús frá kl. 12 til 17 í dag, laugardaginn 6. september. Þar gefur að líta nýjustu tækni við bflaréttingar og sprautun og alhliða viðgerðir á vörubflum. Sýndir verða vöru- bílar, bílkranar og gröfur. Álfta- gerðisbræður syngja ljúfa og létta tóna kl. 15. Verkalýðsfélagið Eining Fulltrúakjör Samkvœmt lögum Verkalýðsfélagsins Einingar fara kosningar fulltrúa félagsins ó 25. þing Alþýðusambands Norðurlands og 19. þing Verkamannasambands íslands fram að viðhafðri allsherjaratkvœða- greiöslu í samrœmi við reglugerð A.S.Í. um slíkar kosningar. Félagið hefur rétt til að senda 38 fulltrúa á þing Alþýðusamþands Norðurlands, sem haldið verður á lllugastöðum í Fnjóskadal dagana 3. og 4. októþer nk. Á þing Verkamannasamþands íslands, sem haldið verður að Hótel Loftleiðum í Reykjavik dagana 21. til 24. októþer nk„ hefur félagið réttáað senda 19 fulltrúa. Framþoðalistum til beggja þessara þinga, þar sem tilgreind eru nöfn aðalfulltrúa í samrœmi við framanskráð og jafn marga til vara, ber að skila á skrifstofu félagsins, Skipagötu 14, Akureyri eigi síðar en kl. 12 á hádegi mánudaginn 15, seþtember nk. Hverjum framboðslista skulu fylgja meðmœli 100 fullgildra félagsmanna. Akureyri 5. september 1997, Verkalýðsfélagið Eining. Um 28.000 fjár slátrað í sláturhúsi KEA Ráða þarf 60-70 manns

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.