Morgunblaðið - 06.09.1997, Side 4

Morgunblaðið - 06.09.1997, Side 4
4 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Halldór Kolbeins KOFI Annan er áhugasamur um ljósmyndun og hefur hér fengið lánaða vél aðstoðarmanns síns á Þingvöllum. Fornafnið Kofi mun merkja „drengur sem fæddist á föstudegi" á móðurmáli framkvæmdastjórans sem er frá Ghana. Forseti Islands eftir fund með framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna Fjallað um ísland sem griðastað fyrir viðræður KOFI Annan framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna átti fund með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta íslands í gærmorgun og sagði Ólaf- ur Ragnar að fundinum loknum að greinilegt væri að kominn væri nýr andblær með Kofi Annan í starf framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Einnig átti Annan fund með Davíð Oddssyni forsætisráð- herra I gærmorgun og jafnframt ræddi hann við utanríkismálanefnd Alþingis. Kofi Annan og Ólafur Ragnar ræddust við í rúmlega klukkustund í gærmorgun og sagði Ólafur Ragn- ar að sér hefði bæði fundist hvetj- andi og gott að skynja hve góður hugur væri í Annan varðandi þau erfíðu verkefni sem Sameinuðu þjóðimar standa frammi fyrir. Rætt um sögu og sjálfstæðisbaráttu Hann sagði að margt hefði borið á góma á fundinum og m.a. hefðu þeir rætt all nokkuð um íslenska sögu, sjálfstæðisbaráttu og þróun atvinnulífs og samfélags á undan- förnum áratugum. „Honum fannst mjög fróðlegt að skoða reynslu okkar Islendinga sem fordæmi fyrir aðrar þjóðir, sérstak- lega smærri og meðalstór ríki. Við ræddum í því sambandi hugmyndir um að gagnlegt væri að hans dómi fyrir ýmsa forystumenn og áhrifa- fólk í þróunarríkjum að kynnast því af eigin raun hér á íslandi með heimsóknum hingað hvaða árangri við íslendingar höfum náð,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann sagði að einnig hefði verið rædd reynslan af því að ísland væri griðastaður fyrir umræður þjóðarleiðtoga og annarra, og hefði m.a. leiðtogafundinn 1986 borið á góma í því samhengi. „Það var greinilegt að hann skynj- aði að andrúmsloftið á íslandi gæti verið með þeim hætti að gagnlegt væri að ýmsir sem leituðu lausna á erfiðum deilumálum og fengjust við slíka samninga veltu því fyrir sér hvort ísland gæti orðið griðastaður eða heimkynni fyrir slíka viðleitni í lengri eða skemmri tíma,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson. Gagnlegur fundur með utanríkismálanefnd Kofi Annan heimsótti Alþingi í gærmorgun og þar ræddi hann við utanríkismálanefnd sem mætti öll á fundinn. Að sögn Geirs H. Ha- arde, formanns nefndarinnar, var H O N D A V 1 °í 5 - D Y J með 115 hestafla VTEC ■> ' * vél og tveimur J; - -\ loftpúðum 1 \ ' V* 1.480.000,- Articrd 1998 [0 HONDA VATNAGARÐAR 24 S: 568 9900 Morgunblaðið/Golli KOFI Annan ræðir við forseta íslands á Bessastöðum í gær, vinstra megin eru Guðrún Katrín Þorbergsdóttir forsetafrú og Nane Annan eiginkona framkvæmdastjórans. Morgunblaðið/Ámi Sœberg Á FUNDI með utanríkismálanefnd Alþingis í gær, frá vinstri Árni R. Árnason, Hjálmar Árnason, Kofi Annan og Geir Haarde, formaður utanríkismálanefndar. heimsóknin mjög gagnleg og sagði nefndinni. Sjálfur hefði Annan lýst hann það ánægjulegt að Annan ánægju sinni með að koma í þing- skyldi gefa sér góðan tíma með húsið sem hann skoðaði í fylgd Ragnars Arnalds, annars varafor- seta Alþingis. Geir sagði að á fundinum með Annan hefði verið farið yfir mörg mál, en fyrst og fremst hefði fram- kvæmdastjórinn gert ítarlega grein fyrir þeim umbótatillögum sem hann hefur lagt fram varðandi starfsemi Sameinuðu þjóðanna, og einnig hefði hann rætt breytingar á samsetningu öryggisráðsins. „í tengslum við þessar umbótat- illögur fórum við yfir stöðuna gagn- vart Bandaríkjunum, þ.e. fjárhags- stöðuna og afstöðu Bandaríkjanna til umbótatillagnanna, sem er mis- munandi eftir því hvort verið er að ræða um ríkisstjórnina eða þingið. Síðan var farið vítt og breitt yfir ýmis mál. Það var rætt um mannréttinda- málefni, framtíð Sameinuðu þjóð- anna varðandi afskipti af deilurnál- um, stóru ráðstefnurnar sem sam- tökin beina sér fyrir, nytsemi ráð- stefnanna og hvernig hægt væri að fylgja þeim eftir. í því sambandi var rætt sérstaklega um umhverfís- málin, fundinn í New York í sumar og ráðstefnuna í Kyoto í vetur, og þá ræddi Annan líka um ástandið í Mið-Austurlöndum í tilefni af spurningu sem fram kom um það. Einnig fórum við yfir viðskipta- bönn og beitingu þeirra á vegum Sameinuðu þjóðanna og ræddum við sérstaklega um írak í því sam- bandi, en Annan þekkir mjög vel til 1 í því sambandi og greindi hann skýrt og greinilega frá því máli. Það er ekkert vafamál að fyrir okk- ur í nefndinni voru þetta afskaplega skemmtilegar og gagnlegar viðræð- ur, en það er komin viss hefð á svona viðræður við gesti sem hér eru í opinberum heimsóknum,“ sagði Geir. Annan átti einnig há- degisverðarfund með Halldóri Ás- , grímssyni utanríkisráðherra í gær. Nesjavellir og Þingvellir Annan og eiginkona hans, Nane Annan, heimsóttu Nesjavelli síðdeg- is í gær og skoðuðu mannvirkin undir leiðsögn Gunnars Kristinsson- ar hitaveitustjóra og Hafsteins Harðar Gunnarssonar. Spurðu Ann- an og eiginkona hans m.a. hvort vísindarannsóknir væru stundaðar ! á staðnum og fannst forvitnilegt ) að heyra að vatnið væri sent svo , langa leið til höfuðborgarinnar án þess að hitastig þess lækkaði að ráði í leiðslunum. Síðan var haldið til Þingvalla. Þar tók sr. Heimir Steinsson þjóð- garðsvörður á móti gestunum og fylgdarliði þeirra við útsýnisskífuna og gengið var niður Almannagjá að Lögbergi. Spurði Annan hvort i nokkum tíma féllu steinar af brún- inni niður í gjána og sagði sr. Heim- } ir það geta gerst en einkum í leys- | ingum á vorin. Þjóðgarðsvörður sagði frá sögu Þingvalla og stað- háttum. Hann benti á að jarðfræði- lega stæðu gestirnir nú Ameríku- megin við jarðflekana miklu sem mætast á Islandi; íjöllin í fjarska væni Evrópumegin. Á Þingvöllum tóku Davíð Odds- son forsætisráðherra og eiginkona L hans, Ástríður Thorarensen, á móti gestunum og héldu þeim óformlegt I kvöldverðarboð. } Davíð tjáði blaðamanni að þeir Annan hefðu ræðst stuttlega við í Ráðherrabústaðnum við Tjarnar- götu fyrr um daginn. Vegna sprengjutilræðisins í Jerúsalem hefði framkvæmdastjórinn hins vegar þurft að ræða við ýmsa aðila í Miðausturlöndum og aðalstöðvum SÞ I New York. „Ég ákvað því að bjóða honum afnot af skrifstofunni minni í nær hálftíma til að sinna t þessum samtölum, fannst mikil- f vægt að hann gæti sinnt þeim í næði,“ sagði Davíð. Hann sagðist síðan fá tækifæri til að ræða betur við framkvæmda- stjórann um kvöldið. Annan væri mjög viðkunnanlegur maður sem hefði m.a. mikinn áhuga á tungu- málum og hefði spurt margs um íslenskuna og menningu lands- manna. Eiginkona Annans, Nane Annan, er sænsk og lögfræðingur F að mennt en hefur helgað krafta I sína myndlist að undanfömu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.