Morgunblaðið - 06.09.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.09.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1997 23 ÞATMÆLTI MÍN MÓPIR, ATMÉRSKYLDI KAUPA FLEY OK FAORAR ARAR, FARA Á BROTT MEÐ VÍKINCUM STANDA UPP I STAFNI, STÝRA DÝRUM KNERRI SVO MÆLTI E6ILL HALDA SVÁ TIL HAFNAR, HÖCCVA MANN OK ANNAN. ÞRJÚ skip, sem fundist hafa við Ósló- fjörð, Tuneskipið, sem fannst í Tun- estókn á Austfold árið 1867, Gaukstaða- skipið, sem fannst í haugi við bæinn Gokstad á Vestfold árið 1880, og skipið sem grafið var upp við Oseberg á Vest- fold árið 1903, hafa varpað nokkru ljósi á hvernig skip víkinganna voru. Gauk- staðaskipið var stærst og best varðveitt þessara skipa og er stærsta fornskipið sem enn hefur fundist. Mikilvægustu hlutar þess voru ágætlega varðveittir, því skipið var hjúpað leir. En þótt Gaukstaðaskipið væri tiltölu- lega heilt í haugnum var það á margan hátt illa farið. Efstu borðin hörðu fallið inn í mitt skipið og bæði stefnin voru eydd af fúa. Það hafði einnig orðið fyrir barðinu á grafræn- ingjum. Skipið var í fyrstu sett saman til bráðabigrða, en síðan var reynt að koma öllu fyrir í rétt horf og smíðað nýtt í staðinn fyrir það sem hafði fúnað. Skipið er allt úr eik að undanskildum þiljuborðunum, sem eru úr furu. Skipið er 23,33 metrar að lengd og 5,25 metrar á breiddina miðskips. Talið er að Gauk- staðaskipið sé frá því um og eftir 850, eða frá svipuðum tíma og bændur og búalið í Noregi tóku að flýja ofríki Har- aldar konungs hárfagra, sem leiddi meðal annars til landnáms Islands. Bauk- 5taða- skipið PRÁ uppgreftri Gaukstaðaskipsins árið 1880. GAUKSTAÐASKIPIÐ endurgert og nánast í upphaflegri mynd á Víkingasafninu í Bogdo við Osló. með handafli. Það er erfitt verk en hefst þó um síðir og mikill munur að sigla skipinu fyrir þöndum segl- um, á um sex hnúta hraða. Það var smágola að vestan og skipið leið yf- ir hafflötinn og haggaðist ekki. Gunnar Marel segir að hægt sé að ná um og yfir 15 hnúta hraða á seglunum í góðum byr, en ef farið er hraðar en 12 hnúta byrjar skipið að plana ofan á sjónum. Seglabún- aðurinn gerir það að verkum að hægt er að beita skipinu um 30 gráður frá vindstefnu. „Það er ljóst að þessi skip hafa verið tæknilegt afrek á sínum tíma,“ segir skipasmiðurinn. „Þau eru smíðuð þannig að þau taka ekki inn á sig sjó. Skrokkurinn er þannig hannaður að hann ýtir sjón- um undir sig og við það myndast loftbólur undir skipinu og þannig lyftist það upp á hafflötinn. Þegar við sigldum á Gaia á úthöfunum sá maður oft háar öldur fyrir framan sig, og ég velti því stundum fyrir mér hvort þær myndu skella inn á skipið, en það kom aldrei fyrir. Skipið tók aldrei inn á sig sjó.“ í kjölfar Leifs heppna Smíði íslendings og útbúnaður hefur kostað Gunnar Marel um 25 milljónir króna. Skipið var sjósett í fyrravor og fékk haffærisskír- teini í ágúst það ár og Gunnar hóf þá þessa þjónustu fyrir ferða- menn, en kveðst staðráðinn í að hætta eftir þetta sumar. „Það er lítið upp úr þessu að hafa. Rekstur skipsins er það dýr og tímafrekur að ekki er nóg að sigla hér um sundin með nokkra erlenda ferða- menn á sumrin. Landinn virðist ekki hafa áhuga á að kynna sér siglingar forfeðranna og íslend- ingar hafa verið hlutfallslega mjög fáir. Þetta dæmi geng- ur ekki upp,“ segir Gunnar Marel. Við ferðafélagarnir erum allir sammála um að það sé skarð fyrir skildi að þessi ferða- þjónusta skuli leggjast af, vegna áhugaleysis afkomenda víkinganna. Svona skip mætti nefni- lega nýta með ýmsum hætti fyrir utan ferðaþjónustuna. Það mætti til dæmis nota það við kennslu í sögu, fara út á sundin með hópa af skólafólki og öðrum áhugamönnum um íslenska sögu og menningu. Einnig gætu menn nýtt það sér til skemmtunar og upplyftingar: Það gæti til dæmis verið sniðugt að halda afmælis- veislur, eða ónnur minni sam- kvæmi um borð og við förum að Grundvallar- atriði að smíða skipið nákvæmlega eins ag gert var á víkingaöld telja upp alla möguleikana sem við sjáum fyrir okkur varðandi nýt- ingu þessa glæsilega langskips. En þótt Gunnar Marel ætli að fresta siglingum um sundin blá með ferðamenn hefur hann ekki hugsað sér að leggja Islendingi. „Ef eitthvað af fyrrnefndum mál- um, svo sem sænska þjóðminja- safnið, norska rannsóknin og til- boð um að nota skipið í víkinga- kvikmyndir gengur upp þá er mörgum sinnum meira upp úr því að hafa en að sigla ein- ungis með ferðamenn um sundin. Fastlega kemur til greina að sigla með fríðu föru- neyti til Vesturheims árið 2000 í kjölfar Leifs heppna. Mér finnst eig- inlega ekki stætt á öðru með þetta góða skip í höndunum, það er að segja ef mér tekst að halda því þangað til,“ segir hann. Að þeim orðum töluðum „höldum við svá til hafnar“, án þess þó að hafa uppi nokkur áform um að „höggva mann og annan“, eins og segir í kvæðinu góða eftir Egil Skallagrímsson, hinn eina sanna víking Islendingasagna. Þeir voru víst ekki margir fleiri en hann, forfeður vorir, sem töldust til þeirrar stéttar. ÍSLEIMSKIR ORÐALEIKIR Lítið er um íslenska tölvuleiki þrátt fyr- ir útbreidda forritunarkunnáttu. Árni Matthíasson kynnti sér íslenskan leikjapakka sem lofar góðu að hans mati. RÁTT fyrir mikla tölvu- kunnáttu er ekki ýkja mikið um íslenska leiki; menn treysta sér líklega ekki til að keppa við erlenda leikjafram- leiðendur sem hafa fjölda manns á launum í nokkur ár til að þróa hvem leik. Ekki þarf þó grafík og hamagang ef hugmyndin er góð og þó ekki séu leikimir af nýjustu sort er íslensk leikja- syrpa Lon & Don-manna bráð- skemmtileg. Leikjapakki Lon & Don er safn sex leikja, Yatzy teningaspil, Sjóorrusta og orðaleikirnir Böggl, Aftaka, Orðapúsl og Spakmæli. Pakkinn er á tveimur disklingum og einfalt að setja hann inn þó uppsetningarvið- mótið sé frumstætt. Upphafssíða leikjanna er ekki vel heppnuð, en ekki yfir neinu að kvarta þeg- ar komið er inn í leikina fyrir sig. Það er helst að grafíkin sé frumstæð, en leikirnir virka vel. Ekki þarf að lýsa leikjum eins og yatzy, sem hefur reyndar verið til á íslensku alllengi. Ymsar út- gáfur af Aftöku hafa og verið til, margar allfrumstæðar, en út- gáfa þeirra Lon & Don manna er prýðileg og orðalistinn góður. Böggl er aftur á móti nýstárleg í íslenkri útgáfu og hæfilega strembinn leikur. Þannig er hægt að velja á milh fimmtán styrkleikastiga, allt frá 2x2 uppí 6x6. Til að ná árangri í efsta stiginu þarf að vera fljótur að hugsa, en óneitanlega setur strik í reikninginn að ekki er hægt að velja tveggja stafa orð, sem reyndar virðist ekki getið um í reglunum. Til að mynda hefði mátt velja tíu slík orð í einni 6x6 uppsetningunni. Einnig er orða- bókin innbyggða ekki alvitur, sem vonlegt er, en yfirleitt full- góð, er enda rúm 900 bæti. Þó kom einnig eitt sinn fyrir að búið var að velja ellefu orð í 6x6 sem ekki voru í bókinni. Þeim má þó bæta við í aukaorðabók og ef vill er hægt að kalla þá bók upp í rit- þór og breyta eftir hendinni. Bögglið, sem er þó einn skemmtilegasti hluti leikjapakk- ans, virðist þó ekki alveg í lagi, því þar komu forritsvillur, til að mynda rann tíminn ekki út eitt sinn - ein sekúnda varð að mín- útu og einnig datt Bögglið út í Division by Zero. Villu varð einnig vart i Aftöku, því þar datt forritið út um tíma, þ.e. ekki var hægt að slá inn stafi, en eftir að það var endurræst var allt með kyrrum kjörum. Hjálpartexti er bráðgóður, en illa prófarkalesinn og þar má sjá ambögur eins og: „Sérnöfn telja ekki“ og ekki er víst að Laxness-unnendur tækju undir þetta: „... sömuleiðis ekki orð með úreltri eða brenglaðri stafsetningu (til dæmis orð með z og nokkur orð sem fyrirfinnast í verkum Halldórs Laxness).“ Væntanlega verður bætt úr þessu með næstu útgáfum. Orðapúsl er snúinn leikur og skemmtilegur og einnig er spak- mælaleikurinn vel heppnaður. Reyndar eru það íslensku orða- leikirnir sem gera Leikjapakka Lon & Don eins vel heppnaðan og raun ber vitni og vonandi að höfundar leggi meiri vinnu í þá og bæti jafnvel fleirum við. Yatzy aftur á móti og sjóorrust- an mættu að skaðlausu hverfa. Leikjapakki Lon & Don hentar hvort sem er fyrir Windows 3.x eða 95 og gerir litlar kröfur til minnis eða örgjörva, en þarf þó rúm 4 MB af diskrými.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.