Morgunblaðið - 06.09.1997, Síða 40

Morgunblaðið - 06.09.1997, Síða 40
40 LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ KRISTÍN SIG URÐARDÓTTIR + Kristín Sigurð- ardóttir fæddist í Einarsbúð á Brim- ilsvöllum í Fróðár- hreppi 15. júní 1936. Hún lést á Landspítalanum 1. september síðast- liðinn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Guð- ríður Margrét Hansdóttir og Sig- urður Guðmundur Tómasson. Bræður hennar eru: 1) Her- mann Marinó, f. 1933, kvæntur Ingveldi Magneu Karlsdóttur. Börn þeirra eru Maggy Hrönn og Tómas. 2) Tómas, f. 1943, kvæntur Birnu Ragnheiði Pét- ursdóttur. Börn þeirra eru Svanur og Arna Dögg. 3) Haukur, f. 1949, kvæntur Kristínu Halldórsdóttur. Börn þeirra eru Brynja, Klara og Iris Hrund. Kristin giftist árið 1959 Hallmari Thomsen sem fæddist 7. maí 1932. Börn þeirra eru: 1) Guðríður Mar- grét Hallmarsdótt- ir, f. 22.5. 1961, gift Martini Conrad. Börn þeirra eru Kristín, f. 1988, Stefán, f. 1990, og Anna, f. 1993. 2) Berglind Hallmars- dóttir, f. 19.4. 1963, gift Reimari Haf- steini Kjartanssyni. Börn þeirra eru Hallmar, f. 1984, Óskar, f. 1988, og Davíð, f. 1991. 3) Sigurður Tómas, f. 20.7.1966, unnusta hans er Sig- ríður Soffía Ólafsdóttir. Barn þeirra er Steinar, f. 1995. Dótt- ir Hallmars fyrir er Jakobína Elísabet Thomsen, f. 24.9.1953, gift Níelsi Friðfinnssyni. Börn þeirra eru: Hallgrímur Óðinn, f. 1969, Friðfinnur, f. 1971, Guðbjörg Jóhanna, f. 1974, Birna Björk, f. 1976, og Mar- grét Eyrún, f. 1979. Útför Kristínar fer fram frá Ólafsvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. „Þó ég sé látin, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauð- ann með harmi og ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snert- ir mig og kvelur, þótt látinn þið mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp á móti til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífíð gefur, og ég þótt látinn sé tek þátt í gleði ykkar yfír lífínu." Við viljum þakka mömmu okkar, tengdamömmu og ömmu allt sem hún hefur gert fyrir okkur. Hún var einstök. Guð geymi hana um alla eilífð. Blessuð sé minning hennar. Börn, tengdabörn og barnabörn. Eftir þungbær veikindi síðustu tvö ár er kær mágkona látin langt um aldur fram. Ég sit hér með kertaljós hjá mér og horfí yfír haf- ið á sólarlagið sem bæði henni og mér fínnst hvergi fegurra en í Ólafs- vík. Og minningarnar birtast hver af annarri. Fjórtán ára stúlka er að koma til Olafsvíkur í fyrsta sinn þangað sem fjölskyldan er nýflutt, fljótlega fær hún fregnir af því að stóra bróður er óvenju umhugað um útlit sitt. Kom það í minn hlut að bursta skó hans, var hann ekki ánægður nema þeir gijáðu vel. Þótt minn myndarlegi bróðir hefði ávallt verið vel til hafður, að mínu mati glæsi- menni, þá sló hann öllu út núna, komst ég að því að þessu olli ung stúlka, Kristín að nafni og vann hún í kaupfélaginu á staðnum. Forvitni rak mig til að kanna þetta betur og sjá stúlkuna sem átti ást bróður míns og varð ég ekki fyrir vonbrigð- um, var hún bæði falleg og blíðleg. Nú kom að því að stúlkunni var boðið heim til foreldra minna og var það strax upphaf að gagn- kvæmri væntumþykju þeirra. Habbi og Stína reistu sér hús í Lindar- holti 3 í Ólafsvík og áttu þar ætíð heima. A þeirra fallega heimili var gott að koma. Þeim fæddist stúlku- bam 1961 sem hlaut nafnið Guð- ríður Margrét. Tveim dögum eftir fæðingu hennar kom ég í heimsókn til að líta á þær mæðgur og hafði þá Stína að orði að sú stutta væri ansi lík mér, fannst mér hólið gott því að barnið var gullfallegt. Nokkr- um dögum seinna eignaðist ég svo mitt fyrsta bam. 1963 bættist svo við önnur prinsessa sem hlaut nafn- ið Bergiind og skömmu seinna eign- aðist ég líka mitt annað barn. Þessi elskuiegu börn tengdu okkur ávallt sterkum böndum. Nokkmm ámm síðar fæddist svo sonurinn Sigurður Tómas og varð hann fljótt allra eftirlæti. Margar em minningarnar frá uppvaxtarámm bama okkar, ferðalög, afmæli, jólaboð og fleira. Eiginmenn okkar vom saman til sjós í mörg ár og myndaðist góð vinátta þeirra á milli. Stina var mjög handlagin, saumaði og pijón- aði, bæði á sig og bömin, enda átti hún ekki svo langt að sækja það, báðir foreldrar hennar hagleiksfólk. Vakti það athygli og aðdáun fólks hve vel hún sinnti þeim þeirra síð- ustu ár. Brátt fóru bamabömin að koma eitt af öðra og hafði Stína mikið dálæti af. Þar sem Guðríður er gift t Systir okkar, INGA PROPPÉ, andaðist á Hrafnistu sunnudaginn 31. ágúst. Útför hennar verður gerð frá Fossvogskapellu mánudaginn 8. september kl. 13.30. Camilla Sigmundsdóttir, Hulda Sigmundsdóttir. t Ástkær móðir okkar, GUÐMUNDÍNA GUÐMUNDSDÓTTIR, lést á Hrafnistu fimmtudaginn 4. september. Unnur Hjartardóttir, Oddur R. Hjartarson, Sigrún Hjartardóttir. og býr í Sviss og á þar sína fjöl- skyldu, hafa Habbi og Stína farið í nokkrar heimsóknir til þeirra og var alltaf gaman að heyra þau segja frá þeim ferðum. Stína stundaði ýmis félagsstörf og söng hún í kirkjukór Ólafsvíkur í mörg ár. Erfíð hafa síðustu ár verið, Habbi hefur sýnt ótrúlegan dugnað bæði við sinn erfiða sjúkdóm og svo ein- staka umhyggju og ást til konu sinnar síðastliðin tvö ár. Þau hafa verið saman í gegnum veikindi hennar en líka haft ánægju af þeg- ar hlé varð á milli og voru dugleg að njóta þeirra stunda. Alltaf var reynt að fara vestur, þar leið þeim best, hjá fjölskyldu sinni. Stína lést að morgni 1. september umvafin kærleika fjölskyldu sinnar. Að leið- arlokum vil ég og fjölskylda mín þakka fyrir öll árin sem við áttum saman jafnt í gleði og sorg. Elsku Stína, fullviss er ég um að á þeim stað sem þú ert núna er sólarlagið fagurt og þér líði vel. Guð geymi þig. Elsku Habbi, Guðríður, Berglind, Siggi og fjölskyldan öll, megi góður Guð styrkja ykkur og minningin um góða eiginkonu, móður, tengda- móður, ömmu og systur ylja ykkur. Magnea Thomsen og fjölskylda. Falla af tijánum fölnuð blöðin. Feprð sölnar, blómin deyja. Að endingu kemur að öllum röðin. Hið örugga, þetta að fólna og deyja. En eins og frá vetrarins kalda klaka koma blömin þá viðjar rakna okkur mun heldur ekki saka - endursköpuð til lífsins vakna. (Björk.) Það er bjart yfír minningu okkar elskulegu frænku, Kristínu Sigurð- ardóttur frá Ólafsvík, sem lést síð- astliðinn mánudag, 1. september. Okkur langar til að þakka svo ótal margt, segja svo margt, rifja upp góðar og glaðar stundir. I safni minninganna geymum við skínandi perlur, sem orð fá ekki lýst. Orð eru oft svo fátækleg í safni minn- inganna. En það sem kemur fyrst upp í huga okkar er þakklæti fyrir vináttu og góðvild sem hún bar ætíð með sér. Foreldrar okkar vom systkini, þannig að við vora systkinaböm í báðar ættir og vomm því náskyldar og tengdar sterkum skyldleika- og kærleiksböndum. Þessi kærleikur barst til okkar strax í uppvexti okkar sem arfur frá foreldmm okk- ar sem vom nánir og góðir vinir. Við bjuggum í nágrenni hvor við aðra á mótunarskeiði lífs okkar og áttum sameiginlegar minningar um svo margt. Kristín hlaut í vöggugjöf marga mannkosti, sem hún kunni að nýta sér og öðmm til gagns og ánægju. Hún var félagslynd og fannst gam- an að umgangast annað fólk. Söng- rödd hafði hún góða og söng í fjölda mörg ár í kirkjukór Ólafsvíkur- kirkju. Hún var tilfínninganæm og gat tekið þátt í sorg og gleði ann- arra, öllum vildi hún vel, var hlý og notaleg. Sé hægt að tala um að einhver persónueinkenni beri öðrum ofar, án þess að varpa skugga á aðra eðlisþætti, er þrennt hvað sterkast fyrir okkur í minninga- myndinni hennar. Fyrst var glaða og hlýlega bros- ið. I öðm lagi græskujaus glettni sem engan vildi særa. í þriðja lagi var það trúmennskan og traustið sem ætíð var hægt að reiða sig á. Við viljum þakka okkar kæru Erfidrykkjur HOTEL REYKJAVÍK Sigtúni 38 Upplýsingar í síma 568 9000 frænku fyrir lífsfylgdina, hennar hreinu hlýju vináttu og allt sem hún var okkur. Elsku Hallmar, Guðríður, Berg- lind, Sigurður og fjölskyldur ykkar. Innilegar samúðarkveðjur. Við biðj- um algóðan Guð að gefa ykkur af ríkidómi sínum blessun og styrk til þess að takast á við sáran söknuðinn. Baráttan og álagið er búið að vera mikið, en Hann getur gefið af ríkidómi sínum sem aldrei þrýtur. Við vitum að okkar aldraði faðir vill taka undir þessi orð og þakka Kristínu fyrir samfylgdina og henn- ar einlægu vináttu í gegnum árin. Jafnframt sem hann sendir ástvin- um hennar öllum sínar innilegustu samúðarkveðjur. Sofðu vært hinn síðasta blund, uns hinn dýri dagur ljómar. Drottins lúður þegar hljómar hina miklu morgunstund. (V. Briem.) Björg, Ingibjörg, og Ragnheiður Árnadætur. Mánudaginn 1. september bárust okkur þær fregnir að góð vinkona okkar og kórfélagi væri látin eftir hetjulega baráttu við skæðan sjúk- dóm, þá setti okkur hljóð. Þrátt fyrir erfíð veikindi hennar undan- farið ár vonuðumst við til að lífið mundi sigra. Stína „okkar" eins og við kórfélagamir nefndum hana, barðist hetjulega við þennan illvíga sjúkdóm, og oft var það sem hún reif sig upp og mætti á söngæfíngu með okkur teinrétt og glæsileg eins og hún var ávallt. Margar góðar minningar koma upp í hugann, enda var Stína búin að vera um það bil þijátíu ár í kórn- um og alltaf var hún kát og hress og með einstaklega fyndnar at- hugasemdir sem við kunnum svo vel að meta. Góðar minningar eig- um við úr Skálholtsferð, þar er gjarnan þröngt á þingi þegar kirkju- kórar landsins koma saman til radd- þjálfunar, í einni slíkri þurfti Stína að sofa undir pálmatrénu í setustof- unni, þær nætur var meira hlegið en sofið. Síðasta samvemstundin hennar Stínu okkar með kórnum var 13. júní sl. Þá komum við sam- an svona til að faðmast fyrir sum- arfrí, því kórinn okkar er sem ein fyölskylda. Það er gott að eiga þá minningu og muna það faðmlag. Við kveðjum nú elskulega vin- konu og kórfélaga, með vissu um að hún eigi örugglega góða heim- komu þar sem hún verður umkringd pálmatijám og rósum sem munu aldrei fölna því þar er eilíft vor. Elsku Hailmar, missir þinn er mikill. Þrátt fyrir veikindi þín hefur þú staðið þig eins og hetja í veikind- um Stfnu, við biðjum Guð að styrkja þig og styðja, þér og börnum ykk- ar, tengdabörnum, barnabörnum og öðmm aðstandendum sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Nú er sál þín rós í rósagarði Guðs kysst af englum döggvuð af bænum þeirra sem þú elskaðir aldrei mun þessi rós blikna að hausti. (Ragnhildur Ófeigsdóttir.) F.h. kirkjukórs Ólafsvíkurkirkju, Sigurbjörg Kristjánsdóttir. Fyrir um það bil 35 ámm, löngu áður en bílaeign var orðin eins sjálf- sögð og nú er, fengum við hjónin lánaðan eldgamlan jeppa hjá föður mínum í Borgarnesi og lögðum upp í langferð að skoða Snæfellsnesið. Þegar við ókum inn til Ólafsvíkur spurðum við hvort annað hvort við þekktum einhvern þar í bæ, og kom þá í ljós að hvort um sig þekkti einn mann „og þarna kemur hann“ sögðum við bæði einum rómi er Hallmar Tomsen kom gangandi á móti okkur. Urðu þarna miklir fagnaðarfundir og ekki var við ann- að komandi en við kæmum heim með honum. Þama sá ég Kristínu mína í fyrsta sinn, svo brosmilda, hógværa og hlýja. Okkur féll strax svo vel hvor við aðra, að við sögðum oft að við hefðum verið systur í fyrra lífí. Þar sem við höfum búið langt frá hvor annarri, ég í Vest- mannaeyjum en hún í Ólafsvík, höfum við ekki hist nærri eins oft og við hefðum óskað. Oft hringdum við hvor í aðra og aldrei brást það að sú sem hringt var í sagði „ég var að hugsa svo mikið til þín og ætlaði að fara að hringja". Við höf- um þó nokkmm sinnum heimsótt hvor aðra og farið saman í nokkur ferðalög. Fyrir tveimur áram heim- sótti ég hana ásamt mágkonu minni og föðursystur og fómm við fjórar saman í ógleymanlegt ferðalag. Við sigldum með Baldri yfir Breiðafjörð í himnesku veðri, tókum land á Bijánslæk og keyrðum svo sem leið liggur suður í Dali, þar sem við gistum og keyrðum svo til Ólafsvík- ur aftur. Þetta er okkur öllum ógleymanleg ferð, ekki síst vegna samvera við Kristínu, sem sagði okkur svo ótalmargt frá þessum landshluta á sinn elskulega hátt. í Ólafsvík dvöldum við nokkra daga við einstaka gestrisni hennar og Hallmars. Elsku Hallmar, Guðríður, Berg- lind, Siggi, tengdabörn og barna- börn. Við Gaui sendum ykkur inni- legustu samúðarkveðjur á þessum erfíðu tímum og biðjum Guð að blessa minningu Kristínar. Hólmfríður Ólafsdóttir. Bara nokkur orð til að kveðja konu sem skipti miklu máli í iífi mínu sem barn og unglingur. Konu sem sýndi mér ástúð og umhyggju þegar ég þurfti að fara í gegnum erfíð ár unglings og opnaði heimili sitt fyrir mér. Þessi djúpa vinátta og skilningur Kristínar í minn garð gleymist ekki og verður minningin um hana geymd að eilífu í hjarta mínu. Um leið og ég kveð yndislega konu sendi ég Hallmari, Guðríði, Berglindi og Sigurði mínar innileg- ustu samúðarkveðiur. Olöf de Bont. Mig langar með örfáum orðum að kveðja góða konu, sem fallin er frá, Kristínu Sigurðardóttur, Stínu, en hún lést 1. september síðastlið- inn. Ég kynntist henni fyrir 19 árum þegar ég var 12 ára gamall, hún var mamma besta vinar míns, hans Sigga. Stína var einstök kona, ávallt hvatti hún okkur til að virða og meta okkar vinskap, míns, Sigga og Svans, en Svanur er bróðursonur Stínu. Heimili Stínu og Habba stóð mér alltaf opið, það var gott að koma, t.d. fyrir dansleiki þegar við vinimir fengum að hafa iq'allarann út af fyrir okkur til að hlusta á plötur, syngja o.fl. svo ég tali ekki um eftir böll, að koma heim í heitt kakó og pönnukökur. Já, svona var Stína, alltaf boðin og búin til að gera allt fyrir mann, sama hvort það var dagur eða nótt. Um tíma flutti fjölskyldan til Reykjavíkur en á þeim tíma vorum við vinirnir í framhaldsskólum í Reykjavik, Siggi og Svanur í Iðnskólanum en ég í Stýrimannaskólanum. Þar var það eins og áður, Stína ætíð tilbúin að hjálpa manni, strauja og þvo fyrir mig, hlusta á okkur sveitastrákana bera upp öll vandamálin okkar og ætíð gerði hún gott úr öllu saman. En leið þeirra Stínu og Habba lá aftur til Ólafsvíkur og þó svo að við vinirnir værum orðnir fjöl- skyldumenn breyttist ekkert hjá henni Stínu, tók bara eiginkonu mína og syni eins og sína eigin tengdadóttur og barnabörn. Eg gleymi því seint þegar ég eignaðist báða drengina mína komu Stína og Habbi í báðum tilfellum færandi drengjunum gjafir, nokkuð sem þau hefðu getað látið ógert, en hjarta- hlýjan og góðmennskan var nokkuð sem var henni svo eðlilegt. Kæri Siggi minn, Sigga og Stein- ar, Hallmar, Guðríður, Berglind og fjölskyldur, við Inga og strákarnir sendum ykkur okkar dýpstu samúð- arkveðjur. Guð blessi minningu þína, elsku Stína mín. Þinn, Karl Pétursson (Kalli).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.