Morgunblaðið - 09.12.1997, Side 13

Morgunblaðið - 09.12.1997, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1997 13 Morgunblaðið/Kristján Orð Guðs í dagsins önn ORÐ dagsins sem Jón Oddgeir Guðmundsson á Akureyri stendur að hefur gefið út daga- tal með yfirskriftinni „Orð Guðs í dagsins önn“. Dagatalinu er ætlað að standa t.d. á borði og í því er að finna ritningarorð úr Biblíunni fyrir hvern dag, alla daga ársins, auk útskýringa á þeim. Vikudagar eru ekki sér- staklega merktir þannig að hægt er að nota dagatalið ár eftir ár. Ljósmynd er í bak- grunni, ein fyrir hvern mánuð. Jón Oddgeir segir dagatalið að norskri fyrirmynd og því sé ætlað að vera eins konar hug- vekjubók í dagsins önn. Jón Oddgeir hefur einnig gef- ið út ritningarorð úr Biblíunni í litlum öskjum, Orð Guðs til þín úr Biblíunni, en askjan inni- heldur spjöld með um 200 vers- um. Jón Oddgeir er nú að gefa öskjuna út í fimmta sinn, en hún kom fyrst á markað árið 1984 og hefur á þeim tíma ver- ið gefin út í um 7.000 eintökum. „Eg veit að þetta hefur kom- ið mörgum til hjálpar á erfiðum stundum og verið til blessunar, fólk hefur fundið huggun og von í ritningarversunum og það hef- ur glatt mig mikið,“ segir Jón Oddgeir. Lands- byggð og lífsstíll VERSLUNRRÁÐ íslands gengst fyrir morgunverðarfundi á Hótel KEA á Akureyri á morgun, mið- vikudaginn 10. desember, og stend- ur hann frá kl. 8 til 9.30. Yfirskrift fundarins er „Lands- byggðin og lífsstíll“ og þar verður leitað svara við spurningunni hvort atvinnulíf á landsbyggðinni geti boðið fólki upp á samkeppnishæf lífsgæði. Framsögumenn verða Ein- ar K. Guðfinnsson, alþingismaður, Stefán Jón Hafstein, ritstjóri, og Bjarni Kristinsson, framkvæmda- stjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar. Mikið hefur verið rætt um flutn- ing fólks af landsbyggðinni til suð- vesturhornsins að undanförnu, meira atvinnuöryggi og betri launa- kjör virðast ekki ráða úrslitum um búsetu heldur ásókn í einhver önnur lífsgæði og hefur því verið spáð að þessi þróun muni halda áfram. Um þessi mál verður fjallað á fundinum sem er öllum opinn en tilkynna þarf þátttöku til Verslunarráðsins. Morgunblaðið/Kristján SEX af þeim tólf listamönnum sem standa að rekstri Samlagsins í hátíðarskapi sl. laugardag. F.v. Guðrún Hadda Bjarnadóttir, Gígja Þórarinsdóttir, Jenný Valdimarsdóttir, Sveina Björk Jóhannesdótt- ir, Guðmundur Ármann og Ragnheiður Þórsdóttir. Ný listastofnun á Akureyri Onj Guðs {Önn Fjölbreytt sýning í Myndlistarskólanum SÝNING á verkum nemenda þriggja deilda Myndlistarskól- ans á Akureyri var sett upp í húsakynnum skólans um síðustu helgi. Sýningin var þriskipt, auk þess sem Stefán Örn Arnarson sellóleikari mætti á staðinn og lék fyrir listafólkið og gesti á laugardag. Alan James frá Englandi, einn þeirra nemenda sem ljúka munu námi í Fagurlistadeild næsta vor, sýndi útskriftarverk sín sem hann hefur verið að vinna undan- farnar vikur. Alan lýkur sínum námshluta nú um áramótin og með sýningu á verkum sínum vildi hann gefa bæjarbúum kost á að sjá hvað hann hefur verið að gera í skólanum, áður en hann yfirgefur Akureyri. Alan á myndir á jólakortum sem Þroskahjálp gefur út nú fyrir jólin en um er að ræða myndir af útsýni frá heimili hans við Norðurgötu á Akur- eyri. Nemendur á 1., 2. og 3. ári í listhönnunardeild, grafiskri hönnun, sýndu verk sem þeir hafa unnið að á námskeiði hjá Brynju Baldursdóttur, hönnuði og myndlistarmanni, i umbúða- hönnun. Þarna er á ferðinni ný kynslóð framúrskarandi hönnuða að mati Bryiyu, sem eiga eftir að taka þátt í að marka stefnu ís- lenskrar hönnunar í framtíð- inni. Nemendurnir fengu að velja úr þremur verkefnum og áttu að útfæra þau með lúxusút- gáfu í huga eða framleiðslu í takmörkuðu upplagi. Utkoman var mjög fjölbreytt og unnu nemendurnir í málm, við, stein, gler og tau. Markmið verkefnisins var að sameina fallegt handverk og hugmynd þar sem mörkin milli hluta og umbúða verða óljós. Að sögn Brynju komu nemend- urnir henni skemmtilega á óvart með hversu útsjónarsöm og skapandi þau voru án þess að miðla málum í faglega þættin- um. Þá var til sýnis í Myndlistar- skólanum stórt verk sem fimm nemendur á aldrinum 12-16 ára unnu í tengslum við ferð til Finnlands sl. haust og var fram- lag íslands á samnorrænni sýn- ingu nemenda myndlistarskóla á Norðurlöndum í listamiðstöð- inni í Voipaala. Myndin sem bæði er unnin á hefðbundinn hátt og i tölvu vakti mikla athygli á sýningunni i Finnlandi. Listamenn leggja inn í Samlagið SAMLAGIÐ, ný listastofnun, tók formlega til starfa i Gilinu á Akureyri sl. laugardag. Félag myndlista- og listiðnafólks stend- ur að rekstri Samlagsins en til- gangur félagsins er að koma á framfæri list félagsmanna með kynningu, útleigu og sýningar- haldi. Guðmundur Ármann Sigur- jónsson, einn þeirra sem standa að Samlaginu, segir að markað- urinn fyrir listaverk sé erfiður og að fjárfestingamynstur fólks hafi breyst. Hann segir að með tilkomu Samlagsins hafi skapast betra aðgengi að verkum lista- mannanna og nú sé hægt að borga fyrir málverk og aðra list með ymsum greiðsluskilmálum, m.a. raðgreiðslum. Listaverk til útleigu Samlagið er til húsa í gamla mjólkursamlaginu og með nafn- inu vilja aðstandendur stofnun- arinnar halda í heiðri sögunni í Gilinu. „Við erum lika að leggja okkar list inn í Samlagið." Guðmundur Ármann segir einnig stefnt að því að leigja verk félagsmanna út til fyrir- tækja og stofnana. Samlagið er opið alla daga frá kl. 14-18 en verkin eru einnig til sýnis á heimasíðu Samlagsins á Ver- aldarvefnum. Slóðin er; http//art.myndak.is/samlag/ cV* ( , /:« <s> i % A /l "ÁVH « 1 J ** Morgunblaðið/Kristján ALAN James nemandi í fagurlistadeild Myndlistarskólans á Akur- eyri við eitt verka sinna á sýningunni um síðustu helgi. Morgunblaðið/Kristján Nýtt Frissa fríska gosdrykkir SAFAGERÐ KEA hefur nýlega sett á markað tvo nýja alíslenska gosdiykki og koma þeir úr fjöl- skyldu Frissa fríska en samnefndur ávaxtasafi hefur verið á markaði un nokkurt skeið og líkar vel. Ann- ars vegar er um að ræða appelsínu- gosdrykki og hins vegar gosdrykk með eplabragði. Gosinu er pakkað hjá Víking hf. á Akureyri og er það selt í hálfs lítra áldósutn. STEFÁN Örn Arnarson skoðar verk á sýningunni í Myndlistar- skólanum undir handleiðslu Rannveigar Helgadóttur, sem var á meðal sýnenda. Listasafnið á Akureyri Sýning fram- lengd SÝNINGAR Jóns Laxdals Halldórssonar og Guðrúnar Pálínu Guðmundsdóttur í Listasafninu á Akureyri hafa verið framlengdar til sunnu- dagsins 14. desember næst- komandi. Aðsókn hefur verið af- bragðsgóð og því þykir for- svarsmönnum safnsins ástæða til að gefa enn fleirum kost á að sjá þessar athyglisverðu sýningar. Að þessum sýningum lokn- um tekur við vetrarlokun Listasafnsins á Akureyri og stendur fram í bytjun febrúar þegar nýtt sýningarár hefst með sýningu frá Listasafni íslands. Listasafnið er opið alla daga nema mánudag frá kl. 14 til 18.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.