Morgunblaðið - 09.12.1997, Side 22

Morgunblaðið - 09.12.1997, Side 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTS Innkaup erlendra ferðamanna 1 íslenskum verslunum Rússarnir eyða mestu Ljósmynd/Ástvaldur Jóhannesson 15 ára sigurvegari í Verðbréfaleik BANDARÍKJAMENN kaupa allra þjóða mest í ferðalögum hingað til lands að því er kemur fram í yfirliti sem Europe Tax-free Shopping á Islandi hf. hefur tekið saman yfir verslun erlendra ferðamanna fyrstu tíu mánuði ársins. Rússar eyða hins vegar mestu að meðaltali eða fyrir a.m.k. 16 þúsund krónur hver. Yfirlitið er unnið úr ávísunum vegna endurgreidds virðisauka- skatts ferðamanna, en fyrirtækið annast milligöngu vegna þeirra. Samkvæmt því keyptu Bandaríkja- menn mest erlendra þjóða hérlend- is fyrstu tíu mánuðina eða fyrir tæpar 77 milljónir króna en Þjóð- verjar keyptu næstmest eða fyrir tæpa 61 milljón. Rétt er að hafa í huga að verslunin er meiri en þess- ar tölur gefa til kynna enda fara ekki allir ferðamenn fram á endur- greiðslu eða hirða ekki um það nema keypt sé fyrir háa upphæð. Svíar eru í þriðja sæti, Norðmenn í fjórða, Danir í fimmta og Bretar í sjötta. Innkaupin eru í samræmi við ásókn þessara þjóða hingað en fyrstu tíu mánuðina komu 33.616 Bandaríkjamenn og 31.349 Þjóðverj- ar hingað til lands. Hver Bandaríkja- maður keypti varn- ing fyrir 2.284 krónur, sem síðar var krafist endur- greiðslu virðisauka- skatts á, en hver Þjóðverji fyrir 1.940 krónur. Rússar og Jap- anir eyddu hins vegar mestu ef miðað er við eyðslu á hvern ferðamann. A tímabilinu komu aðeins 664 Rúss- ar og eiga þeir 2,2% heildarsölunn- ar. Hver þeirra eyddi að meðaltali 16.134 krónum samkvæmt könnun- inni. Hver Japani keypti vörur fyrir 6.047 krónur. Að meðaltali eru fjórir ferða- menn um hverja ávísun, sem skilar sér vegna endur- greiðslu virðis- aukaskatts en hver Rússi fékk hins vegar 1,7 ávísun endurgreidda að meðaltali og hver Japani eina ávísun. Ullin vinsælust sem fyrr Ullin nýtur mestra vinsælda af einstökum vöru- flokkum en nær allar þjóðir eyða yfir 60% af heild- arútgjöldum sínum í ullarvöruverslun- um samkvæmt yf- irlitinu. I nóvembermánuði hófust skipu- lagðar verslunarferðir ásamt sér- stakri kynningu á íslenskri verslun fyrir erlenda ferðamenn. Þetta hef- ur borið þann árangur að fjöldi endurgreiddra VASK-ávísana jókst um 76% milli ára, úr 1.505 í nóvem- ber í fyrra í 2.649 í nóvember sl. LANDSBRÉF hf. hafa veitt fyrstu viðurkenningu til leikmanns í Verðbréfaleik fyrirtækisins sem hófst fyrir mánuði. Sigurvegarinn í leiknum þennan fyrsta mánuð heitir Frímann Örn Frímannsson og er 15 ára gamall. I frétt frá Landsbréfum segir að þrátt fyrir ungan aldur hafi Frímann fylgst með verðbréfavið- skiptum í nokkur ár og búi greini- lega yfir þekkingu á verðbréfa- markaðnum. Um 4 þúsund leik- menn hafa nú skráð sig í leikinn eða rúmlega 15% af virkum vefnotendum hér á landi. Sigurð- ur Ragnarsson, ritstjdri heima- síðu Landsbréfa, afhenti Frímanni Erni sigurlaunin fyrir árangur- inn. Kínverjar skjóta hnöttum frá Motorola Peking. Reuters. KÍNVERJAR hafa skotið tveimur Iridium gervihnöttum og hafa samið við bandaríska rafeindarisann Motorola um að skjóta 20 til viðbótar að sögn Xinhua fréttastofunnar. Tveimur gervihnöttum í eigu Motorola var skotið með bættri út- gáfu af kínversku Long March 2C eldflauginn frá Taiyuan skotsvæðinu í Shanxi-fylki í Norður-Kína. Gervihnettirnir tilheyra fjar- skiptaneti Iridiums, sem býður fjar- skiptaþjónustu af öllu tagi. Þar með hefur verið skotið 41 Iridium hnetti, þar af átta á jafnmörgum mánuðum. Samningur við Motorola Motorola hefur samið við China Great Wall Industry Corp um að skjóta 20 Iridium gervihnöttum til viðbótar á næstum árum að sögn Xinhua. Motorola mun nota eldflaugar í Bandaríkjunum, Rússlandi og Kína til að skjóta 66 af Iridium gervi- hnöttum sínum á braut og verður 22 skotið frá hverju landi. --------------- Sumitomo vill kaupa bréf í Yamaichi Tdkýó. Reuter. SUMITOMO banki í Japan kveðst íhuga kaup á hlutabréfum í Yamaichi International Capital Management Co Ltd af hópi fyrirtækja, sem stóðu að hinu gjaldþrota verðbréfafyrir- tæki Yamaichi Securities Co Ltd. Franska fyrirtækið Societé Générale segir að fréttir fjölmiðla um að það hafi samþykkt að kaupa bréf í Yamaichi International Capital Management Co Ltd séu ótímabær- ar. ------++-+----- Microsoft vill kaupa HotMail Menlo Park, Kaliforníu. MICROSOFT er reiðubúið að kaupa ókeypis tölvuþjónustu í einka- ‘eign, HotMail Corp. Microsoft er einnig reiðubúið að fjárfesta í fyrirtækinu ef ekki verður hægt að semja um kaup á því sam- kvæmt heimildarmönnum, sem hafa fylgzt með samningaviðræðum hinna tveggja fyrirtækja. > > > > > > > t > I > > > > >

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.