Morgunblaðið - 09.12.1997, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 09.12.1997, Qupperneq 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1997 LISTIR MORGUNBLAÐID ERLENT Þrír fallhlífastökkvarar hröpuðu tíl bana á Suðurpólnum Súrefnisskort- ur og kuldi lík- legar ástæður Wellington. Reuters. SUREFNISSKORTUR og kuldi hefur verið nefnt sem mögulegar ástæður þess að þrír fallhlífa- stökkvarar hröpuðu til bana á Suðurskautinu um helgina. Alls stukku sex manns og lentu þrír heilu og höldnu en fallhlífar tveggja hinna látnu opnuðust ekki og aðeins að hluta hjá þeim þriðja. Lík þremenninganna voru flutt frá Suðurskautinu í gær, áleiðis heim. Sexmenningamir ætluðu að mynda stjörnu í stökkinu, sem átti að verða hin fyrsta sem mynduð væri yfir Suðurpólnum. Stukku þeir úr Twin Otter-vél á miðnætti að ísl. tíma á laugar- dagskvöld. Mennimir höfðu hist viku áður til æfinga á Suðurpólnum en ferð- in var farin á vegum bresku ferðaskrifstofunnar Adventure Network Intemational. Hefur ferðaskrifstofan staðið fyrir alls kyns ævintýraferðum á Suður- skautið, m.a. skíðagöngu sem kostaði ungan Norðmann lífíð fyrir fjórum árum. Áttu allir stök- kvaramir að baki yfír 1.000 stökk, að því er segir í Aftenpost- en. Mennimir sem biðu bana voru frá Bandaríkjunum og Austurríki en Bandaríkjamaður og tveir Norðmenn stukku á undan hin- um. Tóku Norðmennirnir stökk sitt upp á myndband en ekki er ljóst hvort þeir mynduðu stökk hinna. Norðmennirnir sáu hins vegar er fjórmenningarnir stukku og að fallhlífamar opnuðust ekki. Kuldinn olli sljóleika í Aftenposten segir að menn- imir hafi stokkið úr 18.500 feta hæð, um 6.000 metra, en í Nor- egi verða menn að notast við súrefnisgrímur stökkvi þeir úr 13.000 fetum eða hærra. Ekki er talið að stökkvararnir hafí verið með súrefnisgrímur. Blaðið hefur eftir lækni við fluglæknisfræðistofnunina í Ósló að líklegast sé að kuldi og súrefn- isskortur hafí orðið til þess að mennirnir hafi ekki opnað fallhlíf- ar sínar. Segir læknirinn að þeg- ar fallhlífastökkvari komi úr heitri vélinni út í 50-60 gráða kulda og þunnt andrúmsloftið, sé töluverð hætta á því að hann verði sljór. Stökkvararnir séu taugaspenntir og andi of hratt í miklum kulda. Það sé ekki svo hættulegt að stökkva úr svo mik- illi hæð, en þegar kuldinn bætist ofan á, sé hætta á ferðum. Kuld- inn og sljóleikinn dragi úr getu manna til að opna fallhlífarnar. Keuters Tung missir fótanna VINSÆLDIR Tungs Chee-hwa, leiðtoga Hong Kong, hafa dvín- að og traust íbúanna á efnahag eyjunnar minnkað, samkvæmt skoðanakönnun sem birt var í gær. 76% aðspurðra sögðust ánægð með störf Tungs frá því breska nýlendan fyrrverandi varð aftur hluti af Kina í júní, en 89% voru ánægð með hann fyrir tveimur mánuðum. Stuðn- ingurinn við bráðabirgðaþingið, sem Kínverjar skipuðu, hefur aldrei verið jafnlítill og nú, að- eins 40% aðspurðra létu í ljós ánægju með það. 60% aðspurðra sögðust hafa traust á efnahag Hong Kong, en 80% í ágúst. Fjármálaumrót- ið í Suðaustur-Asíu síðustu vik- ur hefur komið niður á efnahae- eyjunnar og margir íbúanna hafa tapað miklum fjárhæðum þar sem gengi verðbréfa hefur lækkað um þriðjung. Skráning kjósenda vegna þingkosninga sem verða í maí hófst með sérstakri athöfn á laugardag. Tilhögun kosning- anna hefur sætt harðri gagn- rýni lýðræðissinna á eyjunni og rúmar tvær milljónir manna, sem kusu í síðustu kosningunum undir stjórn Breta árið 1995, verða sviptar kosningarétti. Undirbúningur kosninganna byijaði ekki vel því Tung varð fyrir því óhappi að missa fót- anna á sviðinu. Leiðtoginn hélt á fána sem byrgði honum sýn þannig að hann sá ekki þrep á sviðinu og hrasaði. Morgnnbiaðið/Ásdís TIU bækur voru tilnefndar til Islensku bókmenntaverðlaunanna í gær en verðlaunin verða afhent í byijun næsta árs. Höfundar bókanna sjást á myndinni. Tíu bækur tilnefndar til ís- lensku bókmenntaverðlaunanna TILNEFNING til f slensku bók- menntaverðlaunanna 1997 fór fram við athöfn í Listasafni ís- lands í gær að viðstöddu fjöl- menni. Tilnefndar voru tíu at- hyglisverðustu bækur ársins að mati dómnefnda í flokki fagur- bókmennta og i flokki fræðirita og bóka almenns efnis. Úr flokki fagurbókmennta voru tilnefndar: Elskan mín ég deye ftir Kristínu Ómarsdóttur (Mál og menning), Faðir ogmóð- ir og dulmagn bernskunnar eftir Guðberg Bergsson (Forlagið), Fótspor á himnum eftir Einar Má Guðmundsson (Mál og menn- ing), Landið handan fjarskans eftir Eyvind P. Eiriksson (Vaka- Helgafell) og Vatnsfólkið eftir Gyrði Elíasson (Mál og menning). Úr flokki fræðirita og bóka almenns efnis voru tilnefndar: Einar Benediktsson leftir Guð- jón Friðriksson (Iðunn), Hag- skinna, sögulegar hagtölur um Island, ritstjórar Guðmundur Jónsson og Magnús S. Magnússon (Hagstofa íslands), Leyndarmál frú Stefaníu eftir Jón Viðar Jóns- son (Mál og menning), Nýja ís- Jand eftir Guðjón Arngrímsson (Mál og menning) og Vínlands- gátan eftir Pál Bergþórsson (Mál og menning). Dómnefndirnar sem völdu bækurnar voru skipaðar þeim Baldvin Tryggvasyni, Kristínu Steinsdóttur og Sigríði Þorgeirs- dóttur í flokki fagurbókmennta en Guðrúnu Pétursdóttur, Hjalta Hugasyni og Sigurði Steinþórs- syni í flokki fræðirita og bóka almenns efnis. Baldvin og Guð- rún voru formenn nefndanna, tilnefnd af Félagi íslenskra bóka- útgefenda, en hin eru tilnefnd af heimspekideild Háskóla ís- iands, Rithöfundasambandi ís- lands, Hagþenki, félagi höfunda fræðirita og kennslugagna, og Rannsóknarráði íslands. Loka- dómnefnd mun síðan velja eina bók úr hvorum flokki til verð- launa sem forseti íslands afhend- ir eftir áramót. Formaður henn- ar verður dr. Dagný Kristjáns- dóttir, tilnefnd af forseta Islands og auk þess starfa í henni for- menn hinna nefndanna tveggja. Frá ljósanna hásal TONPST Langholtskirkja AÐVENTUTÓNLEIKAR Ýmis sfyttri erlend kór- og einsöngs- verk. Einsöngvari: Jón Rúnar Ara- son. Söngsveitin Fflharmónia ásamt Kammersveit undir stjóm Bemharðs S. Wilkinson. Langholtskirbju, sunnudaginn 7. desember kl. 20:30. MEÐAL viðkvæmra umræðuefna á agnarsmáum menningarmarkaði þar sem varla er þverfótandi fyrir nærveru sálar er samband aldurs og gæða í kórsöng. Meirihluti þjóðar- innar er alinn upp við þá æskudýrk- un sem reið yfir Vesturlönd um og eftir 1960, og ríkir því meira eða minna meðvitaður smekkmeirihluti fyrir birtu og sprækleika æskunnar, meðan fylling og reynsla þroskaára hefur nokkuð orðið að þoka. En að því er reyndir kórstjórar hafa sagt manni, er hvort um sig í raun ómiss- andi, og því ákveðin blanda hvors tveggja æskilegust. Söngsveitin Fílharmónia, ein elzta máttarstoð í hérlendu kórlífí, hefur eins og flest í misgengu þjóðlífi þessa eldfjallalands gengið gegnum skin og skúrir. En eftir aðventutónleikun- um í Langholtskirkju sl. sunnudag að dæma virðist kórinn nú, eftir nokkra lægð undanfarinna ára, á rífandi uppleið, og sá nýi og bjarti tónn sem þar gat að heyra, ásamt óvenjuhreinni tónstöðu og sveigjan- leika í hendingamótun, verður tæp- lega eingöngu þakkaður nýju blóði meðal kórfélaga, heldur ekki sízt, og kannski öllu heldur, drífandi og færri stjórnun. Er varla á neinn hallað þó maður álykti að Bernharð- ur Wilkinson virðist einmitt sú saltsprauta sem söngsveitin þurfti á að halda, og sem vonandi dugir líka til að yfirstíga þá krónísku karlafæð sem hamlar flestri starfsemi bland- aðra kóra. 9 tenórar og 12 bassar á móti 19 í sópran og 18 í alt segir flest sem segja þarf, og mátti reynd- ar merkilegt heita hvað samt tókst að ná sæmilegu jafnvægi á milli, þó að einkum tenórinn þyrfti auðheyr- anlega stundum að taka á öllu sínu. Fyrstu 9 lögin í 19 laga dagskrá voru án undirleiks, flest ensk og frá gullöld kórpólýfóníunnar, endur- reisnarskeiðinu. Meðal þeirra voru hið sérlega vel mótaða If ye love me eftir Thomas Tallis og hin ferska þjóðlagaútsetning Vaughans Will- iams á On Christmas night all Christians sing, svo og hið sígilda Sofðu nú sætan (Coventry Carol), er kórinn söng af yndislegri mýkt. Þýzki textinn í In dulci jubilo í radd- setningu Bachs var heldur hreimhrár en annars vel sunginn. Englakór frá himnahöll (Gloria in excelis Deo) skartaði fallegum þéttum hljómi, og Brorson-tónsetning Carls Nielsens, Forunderligt at sige, var afar vel mótuð, einnig út frá texta, þó að þar bæri - í fyrsta en eina skipti þetta kvöld - örlítið á sighneigð. Þegar hér var komið, bættist við 11 manna strengjasveit, auk hörpu og orgelpósítífs í nokkrum lögum, undir forystu Rutar Ingólfsdóttur, og reyndist leikur þeirra félaga í alla staði hinn unaðslegasti á að hlýða. Meðal eftirtektarverðustu at- riða mætti nefna kórfantasíuna úr „Vakna!“ Síons verðir kalla úr sam- nefndri kantötu Bachs, þó að ein- radda cantus fírmus-söngur kórsins bæri kontrapunkt hljómsveitar ofur- liði í styrk, og hefði sennilega verið betra að láta sópraninn einan um hituna. Ave verum corpus eftir Moz- art var til fyrirmyndar mjúkt sung- inn, og þó að útklístrun Gounods á 1. prelúdíu Bachs úr WTC II, „Ave María“, valdi mörgum ofnæmi, vakti einsöngur Jóns Rúnars Arasonar þar verðskuldaða eftirtekt fyrir hljóm- og kraftmikla tenór-barýtonrödd, sem aftur heyrðist í Panis angelicus eftir Franck og Nóttin helga eftir Adam. Hér var greinilega athygli- vert söngefni á ferð, þrátt fyrir ung- an aldur, enda þótt hann hefði að ósekju mátt halda aðeins aftur af glissi upp í tóninn og ávæningi af kverkakveinstöfum að hætti sumra ítalskra smértenóra fyrri tíma, svo og af raddstyrk í Adam-laginu, þar sem stappaði nærri beljandi. Margt var fleira fallega sungið og leikið sem ekki tjóir rúmleysis vegna að tilgreina, t.a.m. Heill þér himneska orð, sem tefldi fram ljóm- andi blíðum kórsöng og kliðmjúkum sellóeinleik Ingu Rósar Ingólfsdótt- ur. En þó bar sem tónsmíð af hin glæsilega litla perla Vaughans Will- iams fyrir kór og strengi, Let all the world in every corner sing, þar sem tónskáldið lætur iðandi bogatremóló strengjanna kalla fram uppljómandi hughrif af enskri „hring-hringingu“ kirkjuklukkna. Til að hnykkja á aðventustemn- ingunni lét stjórnandinn áheyréndur risa á fætur um miðbik og í lokin og syngja með kór og hljómsveit Frá ljósanna hásal (Adeste fideles) og Friður, friður frelsarans (Hark the heaven’s angels sing), og var því sem öðru dável tekið af tónleikagestum. Ríkarður Ö. Pálsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.