Morgunblaðið - 09.12.1997, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 09.12.1997, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1997 35 Sungið á selló TONLIST Illjómdiskar SELLÓ 1 STEFÁN ÖRN Stefán Órn Amarson leikur á eitt, Qögur og átta selló verk eftir Rach- maninov, Saint-Saens, Handel, Bach- Gounod, Pachelbel, Mascagni, Bach, Haydn, Schubert og Villa-Lobos. Kammersveit undir stjóm Szymons Kuran. Meðleikarar: Bjöm Steinar Sólbergsson, orgel, og Sophie Scho- onjans, harpa. Hljóðritað í Akur- eyrarkirkju og í Tónlistarskóla Sel- tjamarness. Upptaka og hljóð- vinnsla: Halldór Víkingsson. Fram- leiðsla: Sonic, London. Skref Islensk- ir tónlistarmenn. HÉR höfum við eftirtektarverðan hljómdisk þar sem ungur sellisti, Stefán Örn, kveður sér hljóðs í fal- legum og fjölbreyttum verkum, ýmist með aðstoð kammersveitar, orgels og hörpu, eða hann tekur að sér „öll hlutverkin" sjálfur í kanónu Pachelbels, þar sem hann leikur á fjögur selló, og Prelúdíu Vilia-Lobos (sem er síðasta verkið og mjög vel og hetjulega leikið), en þar eru selló- in átta! Eins og fyrr segir er efnis- skráin meira eða minna sett saman úr vel þekktri draumamúsík, jafnt fyrir góða hljóðfæraleikara sem áheyrendur, og ég fæ ekki betur heyrt en hinn ungi sellisti standist þolraunina með miklum ágætum og innilegri músíkalskri tilfinningu. Ekki eru verkin jafn auðveld og þau „þykjast vera“ í fegurð laglínu og hljóms, og eflaust varla á færi ann- arra en reyndra snillinga með úrvals hljóðfæri milli handa að gera þeim þau skil sem lyftir sálartötrinu í hæðir. Þrátt fyrir fallegan tón vil ég ekki fullyrða að Stefáni Erni tak- ist það (né hans ágætu meðleikur- um), en þó er oftast eins og vanti aðeins herslumuninn, eins og gæti of mikillar „varkárni" til að lyfta „sönglínunni" og „anda út“ í fraser- ingu (t.d. í annars vel leiknum hæga kaflanum í sellókonsert Haydns í C-dúr - eða jafnvel í Svaninum fræga hans Saint-Saéns og aríunni úr 3. svítu Bachs). Hitt fer ekki á milli mála að Stefán Örn er fínn sellisti, eins og glöggt má heyra í flestum verkunum - ekki síst því síðasta, sem var eins og prófraun, „tour de force“, leyst með glæsibrag. Þrátt fyrir vissar efasemdir, m.a. um upptökustaði - og jafnvel hlut kammersveitarinnar, sem mér virð- ist skorta vissa fágun þrátt fyrir líf- legan samleik, einnig meðleikara, er ástæða til að vekja athygli á þess- um hljómdiski, sem eflaust mun gleðja marga sem unna góðri tónlist og vert að fylgjast grannt með þess- um unga sellista, sem vonandi fær mörg tækifæri til að koma fram og vaxa af glímunni við verkefnin, áheyrendur - og þetta göfuga hljóð- færi. Oddur Björnsson Að eilífu LEIKLIST Sunnudagslcikhúsið AÐ VARA eftir Þorvald Þorsteinsson. Leik- stjóri: Baltasar Kormákur. Leikarar: Benedikt Erlingsson, Erlingur Gísla- son, Guðrún Gísladóttir og Helga E. Jónsdóttir. Stjóm upptöku: Hákon Oddsson. Aðstoð við stjórn upptöku: Kristín Ema Amardóttir. Mynda- taka: Dana F. Jónsson, Gylfi Vilberg Amason og Jón Víðir Hauksson. Hljóð: Gunnar Hermannsson. Hljóð- setning: Agnar Einarsson. Lýsing: Ami Baldvinsson. Búningar: Stefanía Sigurðardóttir og Ingibjörg Jóns- dóttir. Leikmynd: Olafur Engilberts- son. Tónlist: Botnleðja. Myndblönd- un: Guðmundur Einarsson og Ragn- heiður Valdimarsdóttir. Samsetning: Einar Steingrimur Sverrisson og Ólafur Tryggvi Magnússon. Ríkis- sjónvarpið, sunnudagur 7. desember EINÞÁTTUNGUR númer tvö eft- ir Þorvald Þorsteinsson í Sunnudags- leikhúsi sjónvarpsins bar mun sterk- ari höfundareinkenni en sá fyrsti. ísmeygilegur húmor og leikflétta í anda fáránleikaleikhúss settu svip sinn á verkið Að vara (sem botna mætti: að eilífu), sem var að öllu leyti mun betur heppnað en hið fyrra. Reyndar var margt líkt með þess- um tveimur verkum Þorvaldar, til að mynda uppbygging þeirra. Bæði verkin lýsa ungum hjónum sem koma í heimsókn til eldra pars (ekki hjóna í þessu tilviki) og lýsa sam- skiptum - eða öllu heldur orðaskipt- um - þeirra í stutta stund. Ungu hjónin, María og Kristinn (Guðrún Gísladóttir og Benedikt Erlingsson), koma í heimsókn til eldri manns (Erlingur Gíslason) sem vinnur við að stoppa upp dýr. Þau skoða sig um í dýrasafni hans og dást að hand- verki hans og skiptast á orðum við hann og aðstoðarkonu hans (Helga E. Jónsdóttir). Fljótlega kemur í ljós að erindi þeirra er að fá fagmanninn til að stoppa eiginkonuna upp, frysta tím- ann og fegurð hennar í mynd sem mun vara að eilífu, eiginmanninum til augnayndis og ánægju meðan hann enn tórir. Uppstopparinn virð- ist undrandi yfir þessari óvenjulegu bón, en aðeins augnabliksstund, síð- an fyllist hann áhuga á þessu spenn- andi verkefni. í ljós kemur að konan er ófrísk og hugmyndin um að stoppa saman upp móður og barn, í hinni eilífu móður-madonnustell- ingu, blæs öllum viðstöddum gleði og hrifningu í bijóst. Þessi „absúrd“ söguflétta er sett fram eins og um sjálfsagðan hlut væri að ræða. Yfirbragð samtala er raunsæislegt og yfirvegað, jafnvel þegar rætt er um fláningu á frúnni, söltun á hoidrosa skinnsins að innan- verðu og aðra álíka geðslega þætti uppstoppunar á spendýrum! Þetta „misgengi" þess sem sagt er og hvernig það er fram sett skapar verkinu skemmtilegan tón og hinn „gróteski húmor“, sem er aðalstíl- bragð þáttarins, fær á sig blæ háðsá- deilunnar með vísunum í Biblíuna og jólaguðspjallið. Það er aðeins á færi bestu leikara að skila svona texta svo vel lukkist og hérna brást engum bogalistin, enda fjórmenningarnir allir í þeim gæðaflokki. Hér fór saman góður leikur, góð leikstjórn og ágæt myndataka (oft hefur hún verið áberandi tilþrifalítil á þessum vett- vangi), sem sagt ágætis afþreying hjá Sunnudagsleikhúsinu að þessu sinni. Soffía Auður Birgisdóttir -----» ♦ «----- Innkaup Listasafns Islands GALLERÍ Fold hefur gefið út yfirlit um innkaup Listasafns íslands á listaverkum á tímabilinu 1988 til aprílloka 1997. Yfirlitið er byggt á upplýsingum frá safninu og í því eru tilgreind öll verk sem keypt voru á umgreindu tímabili, eftir hvaða listamenn verk- in eru, á hvaða verði keypt og af hveijum. Jóhann Hansen bjó yfirlitið til prentunar, en formála ritar Tryggvi P. Friðriksson. Yfirlitið er fáanlegt í Gallerí Fold, Rauðarárstíg og í Kringlunni og kosatr 1.500 kr. Frábært úrval af æf ingatækjum frá heimsþekktum framleiðendum! Stærsta æfingatækjaverslun landsins í glæsilegu húsnæði að Fosshálsi 1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.