Morgunblaðið - 09.12.1997, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 09.12.1997, Qupperneq 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Schubert og Brahms TÓIVLIST Háskólabfó, sal 2 KAMMERTÓNLEIKAR Nicholas Milton, Einar Jóhannesson, Joseph Ognibene og Nína Margrét Grímsdóttir fluttu verk eftir Schubert og Brahms. Sunnudagurinn 7. desember, 1997. SALUR tvö, í Háskólabíó, hefur lítið verið notaður til tónleikahalds, enda ekki furða, því salurinn er sér- staklega „þuiT“, þó heyrðin sé að öðm leyti góð, sem líklega á best við talað mál og ætti því að henta vel til fyrirlestrahalds. Tónleikarnir hófust á samleik píanós og fíðlu. Astralski fíðluleikarinn Nicholas Milton er góður fiðlari, með fallegan tón og túlkar af innileika. D-dúr dúóið er falleg tónlist, sem þau Nína Margrét og Milton fluttu fallega sérstaklega iyrsta kaflann og seinni hlutann í þriðja þættinum, en þar er mest að gera fyrir flytjendur í þessu annars frekar einfalda verki. Meira reyndi á í A-dúr sónötunni, op. 100, eftir Brahms og var sam- leikur Onnu Margrétar og Miltons oft mjög fallega mótaður, og þó leik- ur Nínu væri helst til hógvær, var allt að öðru leyti fallega mótaður. Það var auðheyrt að þeim lætur vel að „músísera" saman eins og heyra mátti t.d. í fyrsta kaflanum. Bæði ljóðrænar og átaksmiklar tónhend- ingar voru fallega mótaðar hjá Milton og Nína Margrét sýndi sig vera leikinn píanisti, þar sem Brahms skellti á skeið. Þriðja verkefnið var „Arpegg- ione“ sónatan eftir Sehubert, eitt af sérstæðustu verkum snillingins. Verk þetta er oftast leikið á selló, enda tilheyrir hljóðfærið ,Arpeggione“ sögunni til. Einar Jó- hannesson lék verkið í umritun fyrir klarinett eftir hann sjálfan og Jack Bi-ymer og verður að segjast eins og er, að hljómur klarinettsins nær ekki þeirri dýpt sem sellóið gefur, þó margt væri vel gert hjá Einari. Þá verða tónhugmyndirnar, sem eru sérlega lifandi strengjahugmyndir, ekki sannfærandi á klarinettið, þrátt fyiir ágætan leik Einars, sem varð meira áberandi vegna þess að Nína Margrét var á köflum allt of tillits- söm við klarinettið, hvað snertir styrk. Lokaverkið á tónleikunum var Es-dúr tríóið, op.40, eftir Brahms, stóbrotin tónsmíð íyrir hom, fiðlu og píanó, sem Ognibene, Milton og Nína Margrét léku mjög vel, sér- staklega annan og fjórða þáttinn, þar sem sériega reynir á og tekur í hnúkana. Flutningurinn í heild var frábærlega vel mótaður og fram- færður af öryggi og kammermúsísk- um skilningi, sem byggist á þeirri sérkennilegu _ samtvinnun samleiks og einleiks. Ástralski fiðluleikarinn Nicholas Milton er góður fiðlari, og væri gaman að heyra hann enn frek- ar og þá í einhverju stærra en D-dúr dúóinu. Nína Margrét lék af öryggi, átti oft fallega mótað tónhendingar og Ognibene brást ekki boglistin nú, frekar en endranær. Þrátt fyrir að salur 2 sé einstaklega „þurr“, voru þetta þetta sérlega góðir kammer- tónleikar, bornir uppi af frábærum flytjendum. Jón Ásgeirsson Flautu- kórinn hljómar ÞAÐ VAR hátíðarstemmning í Árbæjarkirkju síðdegis á laug- ardag, þar sem nemendur Tón- skóla Sigursveins héldu jólatón- leika sína. Efnisskráin var fjölbreytt og var unga tónlistarfólkinu vel fagnað af áheyrendum. Sérstak- ur flautukór er í Tónlistarskóla Sigursveins, sem æfir undir sljórn þverflautuleikarans Mar- íu Cederborg. Morgunblaðið/Árni Sæberg Uppkast að sónöt- um Brahms selt EINA uppkast sem vitað er um að verkum tónskáldsins Johann- esar Brahms, var selt á uppboði í London fyrir helgi á um 728.500 dali, um 51 milljón ísl. kr. Er það sagt gefa einstæða mynd af vinnubrögðum tónskáldsins, sem lítið er vitað um. Um er að ræða uppkast að tveimur sónötum fyrir píanó og klarinett sem Brahms samdi árið 1895 og tileinkaði hinum þekkta klarinettleikara Richard Muhl- feld, sem Brahms dáði mjög en þeir höfðu kynnst fjórum árum áður. Muhlfeld fékk uppkastið og hefur það verið í eigu fjöl- skyldu hans síðan. Var ákveðið að selja það í tilefni af hundrað ára ártíð Muhlfelds. I handritinu eru sónata ópus 120 no. 1 í F-dúr og sónata ópus 120 no. 2 í E-moll. Það er fullt af leiðréttingum en þau handrit önnur sem til eru af verkum Bra- hms eru lítið sem ekkert breytt. Var hann vanur að eyðileggja öll uppköst að verkum sínum. í LANDI þar sem óperuhefð er lítil hafa sönglög gegnt veigamiklu hlutverki í gegnum árin - enda þjóðin söngelsk með afbrigðum. Og þótt söngvaramir sem hún elur verði sí- fellt fleiri og sigldari, gleyma þeir ekki upp- runa sínum og arfi - íslenska sönglaginu. Það er þeirra innblástur! „Eg hef hvergi annars staðar kynnst svona lögum. Lögum sem falla í góðan jarðveg, hvar sem ég syng þau, hér heima og erlend- is,“ segir einn af þessum mönnum, Kolbeinn Jón Ketilsson tenórsöngvari, sem sent hefur frá sér geislaplötuna Sjá dagar koma, þar sem hann flytur íslensk sönglög eftir ýmsa höfunda. Hjálmur Sighvatsson leikur með á píanó. „Ég reyni að syngja þessi lög á eðlilégan íslenskan máta enda er íslenski söngstíllinn afar sérstakur," segir Kolbeinn. „Það er eng- in tilviljun að við eigum svona mörg falleg sönglög og svo marga góða söngvara út um allan heim - stíllinn hefur vakið sönggleði með fólki.“ Kolbeinn segir það lengi hafa blundað í sér að gera plötu með þessu sniði. Tíminn, öllu heldur skortur á tíma, hafi á hinn bóginn ver- ið honum óþægur ljár í þúfu. „Ég var að velta því fyrir mér að láta til skarar skríða síðast- liðið sumar en ákvað að salta málið. í haust kynntist ég síðan Hjálmi Sighvatssyni píanó- leikara, sem býr í Köln, og við fórum að æfa saman íslensk sönglög okkur til skemmtunar. Við fundum strax taktinn og skyndilega var geislaplatan farin að freista mín á ný. Ég hafði þá samband við Hrólf Vagnsson, upp- tökustjóra í Hannover, og þegar hann tjáði mér að hljóðverið hans væri laust í nokkra daga í október varð ekki aftur snúið. Það var nú eða aldrei!" Dramatísk óperulög? Æfðu Kolbeinn og Hjálmur fjörutíu lög og tóku upp 27. Að mestu „gullaldarlögin frá því á fyrri hluta aldarinnar“. Segir söngvarinn lögin misjöfn í flutningi, sum séu létt en önnur „þrælerfið" og myndu, sum hver, sóma sér vel í dramatískri óperu. Nefnir hann í því sam- hengi Hamraborgina eftir Sigvalda Kaldalóns og Sjá dagar koma eftir Sigurð Þórðarson. Níu lög á plötunni eru eftir Sigvalda Kalda- Ións en af öðrum tónskáldum má nefna Sigfús Einarsson, Karl O. Runólfsson, Pál ísólfsson, Sveinbjöm Sveinbjömsson, Þórarin Guð- mundsson og Ama Thorsteinsson. Lagði söngvarinn áherslu á að hafa Sjá Á eðlilegan íslenskan máta Kolbeinn Jón Ketilsson hefur sent frá sér geisla- plötuna Sjá dagar koma þar sem hann syngur ís- lensk sönglög eftir ýmsa höfunda. Orri Páll Ormarsson ræddi við tenórsöngvarann sem nýverið skrífaði undir samning við Kölnaróperuna, eitt stærsta óperuhús Þýskalands. dagar koma aðgengilega fyrir sem flesta enda geti geislaplata sem þessi verið góð kynning, ekki bara á lögunum, heldur þjóðar- arfinum í heild. Þannig eru textar laganna birtir á fjómm tungumálum í bæklingi sem fylgir plöt- unni; íslensku, ensku, norsku og þýsku. Voru sumir þeirra þýddir sér- staklega af þessu tilefni, einkum þeir norsku og hafði eiginkona Kolbeins, Unnur Astrid Wilhelmsen, það verk með höndum. Enskar þýðingar era eftir Rut Magnússon og flestar þær þýsku era sóttar í smiðju til F.A, Sehwarz og Bjarna Jónssonar frá Vogi. „Auðvitað fylgdi þessu aukakostnaður og fyrirhöfn - en það var þess virði.“ Kolbeinn starfaði um tveggja ára skeið við óperuna í Hildesheim í Þýskalandi en frá og með síðasta hausti hefur hann verið fastráð- inn við óperana í Dortmund. Kann hann vel við sig þar um slóðir en mun þó gera styttra stopp en ráð var fyrir gert í upphafi. „Ég skrifaði undir tveggja ára samning og var hæstánægður með að vera kominn að hjá svokölluðu A-húsi í Þýska- landi. Nýverið bauðst mér hins vegar að prafusyngja fyrir forsvarsmenn óper- unnar í Köln og að því loknu vildu þeir ganga til samninga við mig. Óperan í Köln er enn stærri en óperan í Dortmund, og þar sem hefð er fyrir því að sleppa hendinni af fólki komi kall frá stærri hús- um, samþykktu stjómend- ur óperunnar í Dortmund að leysa mig undan samn- ingi næsta vor. Ég verð því samningsbundinn Kölnaróperanni frá og með haustinu 1998 til vors árið 2000 - að minnsta kosti." Með þijá umboðsmenn Segir Kolbeinn hlutina hafa gerst svo hratt að hann sé varla farinn að átta sig á þeim ennþá. „Fyrir fáeinum mánuðum var ég að Morgunblaðið/Þorkell „ÉG HEF hvergi annars staðar kynnst svona lögum,“ segir Kol- beinn Ketilsson tenórsöngvari. syngja í húsi sem er í C-klassa og nú er ég búinn að skrifa undir samning við eitt stærsta óperahús Þýskalands. Hvað getur það verið betra? Þá er ég kominn með þrjá umboðsmenn sem bítast um að koma mér á framfæri, sem er reyndar ástand sem horfir til vandræða!“ Mun einn umboðsmannanna hafa verið því andvígur að Kolbeinn semdi við Kölnaróper- una, þar sem hann var sannfærður um að söngvarinn fengi meira en nóg að gera sem lausamaður. „Aö svo stöddu taldi ég aftur á móti öraggara að hafa fast land undir fótum, hvað sem síðar verður.“ Að sögn Kolbeins liggur ekki enn fyrir hvaða hlutverk hann muni taka að sér í Köln á næsta leikári en rætt hafi verið um hlut- verk í Madame Butterfly og Toscu eftir Puccini og Rínargullinu eftir Wagner. Þá mun hann, samkvæmt samningnum, hafa umtalsvert frelsi til að reyna fyrir sér á öðr- um stöðum. Þannig er frágengið að hann syngi í Ariadne á Naxos eftir Richard Strauss í Lausanne í Sviss í nóvember 1998 og til stendur að hann taki þátt í uppfærslu óperannar í Dortmund á Carmen eftir Bizet. „Það var eiginlega eitt af skilyrðunum fyrir því að stjómendur óperannar í Dortmund slepptu af mér hendinni að ég kæmi sem gestasöngvari í þá sýningu.“ Næsta gestahlutverk Kolbeins verður aft- ur á móti í Freischiitz eftir von Weber í Frankfurtaróperanni í mars á næsta ári, að því er hann best veit á þessari stundu. Óperusöngvarar þurfa nefnilega ávallt að vera reiðubúnir að taka að sér hlutverk undir ólíklegustu kringumstæðum. Var Kolbeinn til að mynda beðinn með nokkurra klukku- stunda fyrirvara að hlaupa í skarðið fyrir ten- órsöngvara í sýningu óperunnar í Wuppertal á Ævintýrum Hoffmanns eftir Offenbach á dögunum. Hafði maðurinn misst röddina. Þar sem sýningin er nýstárleg var talið ógjörlegt að æfa nýjan söngvara í hlutverkið á svo skömmum tíma og tók Kolbeinn sér því stöðu við púlt til hliðar á sviðinu. Sá raddlausi lék aftur á móti hlutverkið eins og ekkert hefði í skorist og „mæmaði". „Þetta gekk ágætlega og uppskar ég mikinn fögnuð áhorfenda að sýningu lokinni. En mikið var ég búinn að blaða í nótunum enda næstum tvö ár síðan ég söng hlutverkið síðast, auk þess sem röð atriða var frábrugðin því sem ég á að venjast." Skrýtinn heimur þessi ópera!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.