Morgunblaðið - 09.12.1997, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 09.12.1997, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1997 39 Þrír salir teknir í iiotkun á annarri hæð Edinborgarhússms á ísafirði Ljóðatónleik- ar á íslensku TÓJVLIST Hljómdiskar ÍSLENSKA EINSÖNGSLAGIÐ 3 & 4 Þdra Einarsdóttir, sópran, Björn Jónsson, tenór, Ingveldur Yr Jóns- dóttir, mezzósópran, Finnur Bjarnason, baríton, Hanna Dóra Sturludóttir, sópran, Gunnar Guð- björnsson, tenór, Elsa Waage, kontraalt, Bjarni Thor Kristins- son, bassi. Jónas Ingimundarson, píanó. Upptökustaður: Menning- armiðstöðin Gerðuberg jan.-sept. 1997. Upptaka og hljóðvinnsla: Halldór Víkingsson/Fermata hljóðritun. Umsjón: Jónas Ingi- mundarson. Utgefandi. Menning- armiðstöðin Gerðuberg og Smekkleysa ehf. 1997. Dreifing: Japis. ÞESSIR tveir hljómdiskar með 59 íslenskum einsöngslögum, í mjög vandaðri og fallegri útgáfu, koma í framhaldi af tónleikum í Borgarleikhúsinu í ágúst sl. (upp- haf níunda starfsárs Ljóðatónleika Gerðubergs). I bæklingi kemur fram að um 360 íslensk einsöngslög hafa verið flutt á Ljóðatónleikum Gerðubergs, sem hófust fyrir níu árum. Á afmæli íslenska lýðveldis- ins 1994 komu út geisladiskar und- ir heitinu Fagurt syngur svanurinn - íslenska einsöngslagið 1 & 2, en þeir hafa verið ófáanlegir um nokk- urt skeið. Á þessum hljómdiskum koma fram átta úrvalssöngvarar, sem all- ir eru vel þekktir héðra og jafnvel víðar sumir hverjir. Og þó að sumir séu enn betri (og þekktari) en aðrir (svo sem Gunnar Guðbjörnsson - ég þori ekki að gera upp á milli kvennanna) ber það aðeins vott um hvað sumir hljóta að vera rosalega góðir (sem Gunnar er!). Rödd Björns Jónssonar virtist mér nokk- uð ójöfn að gæðum, hljómminni og „grennri“ á lægra sviði, en blómstrar þegar hann beitir henni af þrótti. Finnur Bjarnason er vandaður söngvari með ljósan og lýrískan baríton. Hann hefur þegar vakið mikla athygli fyrir ljóðasöng. Og það var eins og sjálfur Sarastro væri mættur, þegar Bjarni Thor Kristinsson hóf upp raust sína. Hann ætti að nýtast í óperuheimin- um. Konurnar allar hver annarri betri (þó ein sé vafalaust best!). Og Jónas Ingimundarson, sem á hér tvö ágæt lög um vorið, gæðir und- irleikinn lífí og karakter, einsog venjulega. Um sönglögin er skemmst frá að segja að þau era misgóð og sum ekki mjög skemmtileg, sem er öllu verra. Eg veit ekki hvað (eða hver) hefur ráðið verkefnaskránni, söngvaramir sjálfir eða hvort eins konar kvótaregla um bróðurlega skiptingu með gömlu og „nýju“ hafi verið í gangi. Eg leyfi mér samt að segja að sum laganna séu ekki merkilegar tónsmíðar - og ekkert skemmtilegri fyrir það, ef einhver skyldi halda það. Sum tón- skáld virðast hafa veika tilfinningu fyrir línu (við getum kallað það „landslag lagsins"), sjá ekki skóg- inn fyrir trjánum, en það gildir svosem einnig um marga ljóða- söngvara. Auðvitað er þó megnið af þessu gott - og sumt frábært, eins og t.d. lög Emils Thoroddsen, sem virðast þeim mun betri sem þú heyrir meira af íslenskum lögum. En það er vissulega af nógu að taka í „flóra“ (eða ,,fánu“) íslenskra sönglaga og vel hægt að fylla marga diska af „fínum forréttum og gómsætum desertum“. Þetta er hvað sem því líður vönduð og falleg útgáfa, mörg mjög góð og falleg lög og innanum nokkrar perlur. Og yfirleitt mjög vel sungið (en ekki hægt að segja að hljómburður í Gerðubergi sé ýkja „flatterandi"). Fyrir safnara getur þetta orðið kjörgripur, og þá er ekki spurt um hvort allt sé jafn skemmtilegt og gott. Oddur Björnsson 240 fermetra sýningarsvæði ísafírdi. Morgunbiaðið. STJÓRN Edinborgarhússins á Ísafírði bauð til mannfagnaðar fyrir stuttu, til að fagna stórum áfanga sem náðst hefur í upp- byggingarstarfi félagsins, þ.e. þremur sölum á 2. hæð hússins, samtals um 240 m2, sem nú eru komnir í fulla notkun. Fjölmargir gestir og velunnar- ar félagsins komu til mannfagn- aðarins og var það samdóma álit þeirra að vel hefði tekist til við uppbygginguna. Jón Sigurpáls- son, stjórnarmaöur í Edinborgar- húsinu ehf., flutti ávarp við opn- unina, fluttur var leikþáttur, Söngfjelagið úr Neðsta söng nokkur lög, Eyvindur Eiríksson rithöfundur las úr eigin verki og þrír ungir piltar sem kalla sig Vonarbræður, fluttu nokkur lög. Að sögn Jóns Sigurpálssonar, hófust framkvæmdir við fyrsta áfangann af fjórum fyrir þremur árum. „Næsti áfangi er stórt rými sem kemur til með að geyma fjöl- nota sal undir leiklistar- og tón- listarstarfsemi og raunar hvað sem er. Framkvæmdir við það verk hefjast á næsta ári, en hvenær því lýkur, ræðst af fjár- magninu sem við komum til með að hafa á milli handanna. Okkar vonir standa til að hægt verði að ljúka verkinu á tveimur árum og að húsið verði fullbúið innan fimm ára,“ sagði Jón í samtali við blað- ið. Forsvarsmenn Flugfélags ís- lands, þeir Páll Halldórsson og Thor Ólafsson voru viðstaddir opnunina, en þeir hafa átt í við- ræðum við stjórn Edinborgar- hússins um að fá leigða aðstöðu í húsinu undir söluskrifstofu fé- lagsins. Ráðgert er að skrifstofan verði opnuð fyrir komandi sumar, en þá um leið mun söluskrifstofa Flugleiða á Isafirði verða lögð niður. Á ÆFINGU hjá Lúðrasveitinni Svaninum. Sveifla hjá Svaninum HLJÓÐFÆRALEIKURUM í Lúðrasveitinni Svaninum fjölgaði veralega í haust og era þeir nú um 35. Sveitin heldur jólatónleika í Tjarnarbíó miðvikudaginn 10. des- ember kl. 20 og meðal verkanna verða tvö sem ekki hafa verið flutt fyrr hér á landi. Annars vegar er um að ræða Til- brigði um Big Ben eftir hollenska tónskáldið Kees Vlak og gætir áhrifa enskra þjóðlaga í verkinu. Hins vegar er Quasi una Tarantella eftir Elías Davíðsson en það skrif- aði hann á sínum tíma fyrir sviss- neska blásarahljómsveit. Fluttar verða tvær jólalagasyrp- ur, einnig Reykjavíkurlög í útsetn- ingu Ellerts Karlssonar og mars úr óratóríunni Herkules eftir G. F. Handel. Einnig verða flutt verk eft- ir Alfred Reed, Louis Prima, Maurice Jarre og Malcolm Arnold, að sögn stjóraandans, Haralds Arna Haraldssonar. Uppsveifla er í starfi Svansins og í október var farið í tónleikaferð til Víkur í Mýrdal. Voru haldnir þar tónleikar í samráði við Tónskólann í Vík og nemendum kynnt hljóðfærin. Akveðið hefur verið að endurnýja búninga sveitarinnar og er verið að leita styrkja hjá fyrirtækjum með þetta markmið í huga. Vonast sveit- in til að geta skartað nýju búning- unum á næstu vortónleikum. Félagar í Svaninum era af báðum kynjum, flestir um eða innan við tví- tugt. Langelstur er Gísli Ferdin- andsson sem varð sjötugur á árinu. „Hann reyndi að hætta í fyrra en gat það ekki,“ segir Vilborg Jóns- dóttir, formaður stjómar sveitar- innar. Gísli, sem spilar einkum á piccolo-flautu, hefur nú verið í lúðrasveitinni í rúmlega hálfa öld. Morgunblaðið/Halldór FJÖLMENNI var viðstatt formlega opnun fyrsta áfanga Edinborgar- hússins á Isafirði. MEÐAL skemmtiatriða á opnuninni var söngur og spil þessara þriggja pilta sem kalla sig Vonarbræður. Stjórn kon- unglegu óperunnar segir af sér London. The Daily Telegraph. CHRIS Smith, menningar- málaráðherra Bretlands, þykir ekki öfundsverður af hlutverki sínu en deilurnar í tengslum við stærstu ópera- hús landsins virðast engan endi ætla að taka. Eftir að menningar-, fjölmiðla- og íþróttanefnd breska þingsins samþykkti ádrepu á stjórn konunglegu bresku óperann- ar þar sem hún var sögð van- hæf, ákvað stjómin að segja af sér i heild. Hefur Smith tekið ábyrgð á stjóm hússins um stundarsakir. Mary Allen, sem tók við starfi framkvæmdastjóra óp- erannar fyrir skemmstu, bauðst einnig til að segja af sér en hún var beðin um að sinna starfi sinu áfram. Búist er við að menningar- málaráðherrann muni á næstunni kynna nýja rekstr- aráætlun fyrir konunglegu óperana en að hann bíði fram í janúar með að kynna nýja stjóm. Léleg stjómun? í áliti þingnefndarinnar er fráfarandi stjórn óperunnar sökuð um lélega stjómun og hún sögð óhæf til að fara með opinbert fé. Era sumir stjómarmeðlimir sagðir æva- reiðir vegna álits nefndarinn- ar en þeir era sagðir hafa gert sér grein fyrir því að þeir hafí glatað trausti þings- ins. Daginn áður en stjórnin sagði af sér hafði formaður hennar hins vegar lýst því yf- ir að hann hygðist „berjast fram undir það síðasta". Á meðal þeirra sem sagðir era líklegir til að hreppa sæti í stjórn óperannar er David Mellor, fyrrverandi ráðherra íhaldsflokksins, sem sagði af sér embætti vegna kynlífs- hneykslis, en hann er mikill áhugamaður um tónlist. Þá era nefndir Dennis Steven- son, stjórnarformaður Tate- gallerísins, kvikmyndagerð- armaðurinn Putnam lávarð- ur, Cameron Mackintosh, framleiðandi margra stærstu söngleikjanna á West End og Harvey Goldsmith, sem unn- ið hefúr mikið með rokktón- listarmönnum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.