Morgunblaðið - 09.12.1997, Side 66

Morgunblaðið - 09.12.1997, Side 66
66 ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1997 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Tommi og Jenni Hvar er stóri strákurinn í dag? Hvar eru þá Móðir hans lét hann í annan allir litirnir? Ég Iita himininn alltaf bláan ... skóla... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 Biblían á tunglinu Frá Sigurbirni Þorkelssyni: SENNILEGA mótmæla því fáir að Biblían sé ein útbreiddasta bók veraldar. Hún hefur farið víða og hana má finna á ólíklegustu stöð- um. Jólakveðja frá tunglinu Á jólunum 1968, er geim- farið Appollo 8 var að nálgast tunglið og geimfararstjór- inn var að lýsa hinni miklu víðáttu tunglyfirborðs- ins, þá skýrði hann sjónvarpsáhorf- endum um allan heim frá því að áhöfnin í Apollo 8 hefði jólaboð- skap og kveðju að flytja öllum jarð- arbúum. Geimfararstjórinn hóf síðan að lesa úr Biblíunni. Hann las úr I. Mósebók um sköpunina. Síðan rétti hann Biblíuna áfram til fé- laga síns, sem hélt lestrinum áfram. Því næst var þriðja geim- faranum rétt Biblían og lauk hann lestrinum. Fréttamenn urðu furðu lostnir og einn þulur sjónvarpsstöðvar sagði: „Mennirnir hafa rétt í þessu lok- ið við að lesa úr Biblíunni á tungl- inu og ef barnsminnið svíkur ekki, þá lásu þeir úr I. Mósebók." Sennilega hafa aldrei áður jafn- margir heyrt lesið úr Biblíunni I einu. Á þessu augnabliki var fólk í milljónatali djúpt snortið af orði Guðs. Biblíulestur um aðventu og jól Ég er þess fullviss að við gerum ekkert ljótt eða rangt með því að fínna heimilis Biblíuna nú á að- ventunni og blása af henni rykið, eða Nýja testamentið, sem flestir íslendingar 10-55 ára ættu að hafa fengið að gjöf frá Gídeonfé- laginu. Hvet ég hér með menn til að lesa úr Biblíunni fyrsta kafla fyrstu Mósebókar er fjallar um sköpun heimsins. Fyrsta Mósebók er ritið sem við fínnum fremst í Bibh'unni. Orð varð hold Á jólunum fögnum við og höld- um upp á það að Orðið varð hold og hann bjó með okkur fullur náð- ar og sannleika. Við getum nánar lesið um það í fyrsta kafla Jóhannesarguð- spjalls, sem hefst á blaðsíðu 111 í Biblíunni frá 1981 og á blaðsíðu 163 í Nýja testamentinu frá Gíde- onfélögum, sem öll íslensk börn fá að gjöf frá félaginu við 10 ára aldur. Einnig minni ég á jólaguðspjall- ið, sem skráð er hjá Lúkasi guð- spjallamanni og við heyrum oft hljóma á jólum. Það má finna á blaðsíðu 70 í síðari hluta Biblíunn- ar frá 1981 eða í 2. kafla Lúkasar- guðspjalls og á blaðsíðu 104 í bláa Gídeon Nýja testamentinu. Höfum við nokkru að tapa Ég er viss um að við höfum ekki neinu að tapa þótt við prófuð- um að lesa svolítið í Biblíunni á aðventunni og um þessi jól. E.t.v. er það einmitt það sem við erum að leita eftir, eftir allt saman. Mitt í öllu stressinu, kaup- mennskunni og kapphlaupinu. En við hvað er svo allt kapp- hlaupið eftir allt saman ef við svo gleymum innihaldi jólanna. Hon- um, frelsaranum, sem kemur til okkar á svo látlausan og hógværan hátt að hans eigin menn þekktu hann ekki. Með bæn um sanna, friðsama og gleðiríka jólahátíð. SIGURBJÖRN ÞORKELSSON framkvæmdastjóri Gideonfélagsins á íslandi. Sigurbjörn Þorkelsson Enn og aftur um rafknúin farartæki Frá Gísla Júlíussyni: ÞAÐ var ánægjulegt að heyra að umhverfisráðherra ræddi nú í út- varpinu í fyrsta sinn, að því er ég veit, í sambandi við umræðu um Kyoto ráðstefnuna, að leggja þyrfti áherslu á að fá rafmagnsbíla til landsins til að minnka koltvísýr- ingsútblástur. Framfarir í þróun rafgeyma og smíði farartækja hafa verið það örar, að rafbílar eru nú orðnir vænlegur kostur. Ég kom einu sinni með þá tilgátu, að hér- lend skip myndu verða knúin með raforku, í sambandi við ál-loftraf- geyma, sem ég hef skrifað um, og geri aftur mjög fljótlega. Góðar fréttir eru, að nýja hafrannsókna- skipið verður knúið með rafhreyfli en raforkan unnin með dísilvélum, og er þá ekki langt í það að nýta megi rafgeyma í staðinn fyrir dísil- vélarnar. Það er mjög mikilvægt að raforka okkar verði nýtt til að koma í veg fyrir koltvísýringsút- blástur nú, þegar umræðan fjallar um gróðurhúsaáhrifin, því að mengun frá farartækjum og skip- um er meirihluti útblásturs hér- lendis. Því legg ég til að yfirvöld geri mönnum auðveldara að nýta raforkuna, sem við erum svo hepp- in að eiga í miklu magni, með skattalegri aðlögun, og að fylgjast vel með því, sem er að gerast í þessum málum erlendis. GÍSLIJÚLÍUSSON, rafmagnsverkfræðingur. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.