Morgunblaðið - 28.07.1998, Síða 6

Morgunblaðið - 28.07.1998, Síða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1998 MORGUNB LAÐIÐ FRÉTTIR GUÐMUNDUR Páll Ólafsson jarðfræðingur, sem er mjög ósáttur við fram- kvæmdirnar, virðir hér fyrir sér hver sem brátt mun hverfa. FERÐAMENNIRNIR voru ferjaðir í gúmmíbát út á hverasvæðið sem hæst stendur og var ekki enn farið undir vatn um helgina. Ferðalangar og fræðimenn við Hágöngumiðlun Það voru ýmsir sem lögðu leið sína að Hágöngumiðlunarlóninu um helgina en senn líður að því að það fyllist og hverasvæðið fari undir vatn. MIÐLUNARLÓN Landsvirkjun- ar við Hágöngu hefur vakið at- hygli fjölmiðla undanfarið, sitt sýnist hverjum um framkvæmd- ina en helsti talsmaður mót- mæla við framkvæmdirnar er Guðmundur Páll Ólafsson jarð- fræðingur. Hann setti upp ís- lenska fánann á hverasvæði í lóninu í síðustu viku og var hann íjarlægður af lögreglu á föstudag. Guðmundur Páll var við lónið á sunnudag ásamt Kára Krisljánssyni Iandverði og komu þeir þar fyrir 273 papp- írsfánum til að ítreka mótmæli sín, en hver fáni stendur fyrir um 1.000 Islendinga. „Eg vildi með þessari aðgerð mótmæla þessari meðferð á náttúrugersemum. Fánarnir leysast upp í vatninu en plast- stangirnar standa eftir sem tákn um gerviþarfir mannsins,“ sagði Guðmundur í samtali við Morgunblaðið. Guðmundur og Kári voru ekki einir á ferð við lónið. Ferðaskrifstofan Ultima Thule bauð upp á ferð að lóninu. Að sögn Karls Ingólfssonar farar- stjóra voru um 20 manns í ferð- inni á þeirra vegum og tókst vel til. „Þetta var fólk héðan og þaðan sem kom í þessa ferð sem skipulögð var í skyndi rétt fyrir helgi.“ Ýmsir úr hópnum lögðu Guðmundi og Kára lið og settu niður pappírsfánana en Karl segir að því fari fjarri að ferðin hafí verið skipulögð sem mót- mælaferð heldur hafí vakað fyrir þeim að gefa fólki kost á að skoða hverasvæðið „meðan tækifæri er til“. Þorsteinn Hilmarsson upplýs- ingafulltrúi Landsvirkjunar seg- ir ágætt að Landsvirkjun sé veitt aðhald en mótmælin komi töluvert seint sé miðað við að framkvæmdimar fóm í lögform- lega meðferð, þar með talið mat á umhverfisáhrifum og sárafáar athugasemdir bámst þá. „Öllum sem vom þaraa um helgina, sem vom um 60 manns, á eigin vegum eða í hópferð, var boðið í kaffí hjá okkur og gefnar upplýsingar um framkvæmdirnar, markmið og umhverfísáhrif og mæltist það vel fyrir,“ segir Þorsteinn. „Eg tel einnig að ferð ferða- skrifstofunnar sýni að fram- kvæmdimar og þar með endur- bætur á vegum geti verið örvandi fyrir ferðamennsku á svæðinu." Morgunblaðið/RAX JARÐFRÆÐINGARNIR Guðmundur Ómar Friðleifsson hjá Orkustofnun og Victor Helgason hjá Landsvirkj- un skoðuðu lónið á föstudag en Victor kortlagði svæðið áður en framkvæmdir hófust og Guðmundur skrifaði um eðli og eiginleika svæðisins árið 1996. MEÐALALDUR þátttakenda í hópferð Ultima Thule var um fimmtugt og var þetta fólk sem hefur fiakkað víða að sögn Karls Ingólfssonar fararstjóra. Danska blaðið Politiken í umfjöllun um Islenska erfðagreiningu Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Ahyg’gjur í Færeyj- um veg’na tilboðs IE OOPINBERT tilboð Islenskrar erfðagreiningar til heilbrigðisyfir- valda í Færeyjum, veldur að sögn danska blaðsins Politiken læknum þar áhyggjum, því það feli í sér al- gjöra einokun á erfðaefni Færey- inga og muni veikja frjálst rann- sóknasamstarf lækna þar við um- heiminn. Fréttin er hluti af langri umfjöllun í sunnudagsblaði Politi- ken um leitina að genum og ásókn lyfjafyrirtækja í slíkar niðurstöður. I blaðinu er rætt við August Wang geðlækni og yfirlækni á Amtssjúkrahúsinu í Færeyjum, sem segist hafa fengið vitneskju um það frá færeyskum yfirvöldum að IE sækist eftir heimild til að nota blóðsýni úr Færeyingum til að kortleggja erfðasjúkdóma. Tilboðið feli ekki í sér greiðslur, heldur að IE muni láta Færeyingum í té ýmsa þjónustu og sérfræðiþekk- ingu og styrkja rannsóknarstarf- semi í Færeyjum. Mikil ásókn er í erfðaefni Færey- inga, því ýmsir álíta aðstæður í Færeyjum til genaleitar enn betri en á Islandi. Wang segist sjálfur vera með í rannsóknum fyrir erlent lyfjafyrirtæki og óttast að tilboð IE muni hindra sitt verkefni, því tilboð ÍE muni hafa í för með sér einokun, er hindri vísindamenn í P'æreyjum í að taka þátt í erlendu samstarfi. Skiptar skoðanir eru á því hvort Færeyingar geti einir ákveðið hvort tilboðinu verði tekið eða hvort þeir verði að bera það undir dönsk yfirvöld. Povl Munk-Jorgen- sen yfirlæknir á geðsjúkrahúsinu í Risskov segir þróunina á Islandi vera varhugaverða og ef eitthvað svipað muni eiga sér stað í Færeyj- um verði að taka það fyrir á æðstu stöðum í Danmörku. Frá Gallup MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Gallup. „Vegna frétta um helgina um að rúmlega 77% sjómanna séu fylgjandi veiðileyfagjaldi vill Gallup taka fram eftirfarandi: Könnunin var gerð til að kanna af- stöðu þjóðarinnar til veiðileyfagjalds. Hlutfall sjómanna í slíkri könnun er um 2%, enda var henni ekki ætlað að mæla þann hóp sérstaklega, en ef svo hefði verið hefði úrtak sjómanna ver- ið miklu stærra. Niðurstöður könn- unarinnar gefa þvi ekki tilefni til að álykta sérstaklega um skoðanir sjó- manna um veiðileyfagjald."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.