Morgunblaðið - 28.07.1998, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 28.07.1998, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ <* ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1998 55 FÓLK í FRÉTTUM MYNDBÖNP Frábær glæpamynd Andlit (Face)_________ Glæpir / drama ★★★% Pramleiðsla: David M. Thompson og Elinor Day. Leikstjórn: Antonia Bird. Handrit: Ronan Bennett. Kvikmynda- taka: Fred Tammes. Tónlist: Andy Roberts, Paul Conboy og Adrian Cor- ker. Aðalhlutverk: Robert Carlyle, Ray Winstone, Steven Waddington og Philip Davis. 101 mi'n. Bresk. Sam- myndbönd, júlí, 1998. Bönnuð börn- uin innan 16 ára. Breski leikstjórinn Antonia Bird hefur vakið athygli undanfarin ár með kraftmiklum kvikmyndum um óvenjuleg mál- efni. Hún fjall- aði um samkyn- hneigð innan kaþólsku kirkj- unnar í „Priest" (1994) og vanda- mál geðsjúkra í „Mad Love“ (1995). í „Face“ fjallar hún um harðsvíraða glæpamenn í Lundúnum. Ray (Carlyle) og Dave (Winstone) eru atvinnuglæpamenn og sérfræðing- ar í vopnuðum ránum. Þeir fremja vel heppnað rán við fimmta mann, en komast undan með mun minni feng en þeir höfðu vonað. Daginn eftir er allt farið til fjandans. Pen- ingamir horfnir, lík úti um allt og löggan á hælum þeirra. A bak við glæpasöguna sjáum við svo inn í daglegt líf mannanna sem fremja glæpina. Ray er mið- punktur myndarinnar og óaðfinn- anlega túlkaður af hinum frábæra leikara Robert Carlyle („Priest" og „Trainspotting"). Hann er hug- sjónamaður sem hefur villst af þröngum stíg dyggðanna, en er ennþá vænsti maður inni við bein- ið. Hann á í innilegu sambandi við stúlku og býr með einum glæpafé- laga sinna, Steve, hálfþroskaheft- um pilti, sem „hann hefur ekki get- að losnað við síðan hann gaf hon- um te í fangelsinu". Samband mannanna minnir mikið á Lenny og George í leikriti Steinbecks, „Of Mice and Men“ og myndin stæði allt eins vel undir þeim titli sem vísar í ljóð Roberts Burns um jafn hverfular áætlanir manna og músa. Ray og Steve eiga sér fram- tíðaráætlanir, líkt og aðrir í ræn- ingjahópnum, sem velta á fengn- um úr ráninu. Það er mikið í húfi fyrir þá alla að endurheimta féð og komast til botns í því hver sveik þá. Einvalalið leikara fer með helstu hlutverkin í „Face“. Þetta er ekki það eina sem stendur upp úr, því myndataka, klipping og tónlist hjálpast allt að við að skapa stór- kostlega glæpamynd með mann- legri hlið. Flestar formúlur eru brotnar fyrr eða síðar í myndinni, svo erfitt er að átta sig á stefnunni sem hún tekur að lokum. Hún hef- ur yfirbragð harmleiks, sem hún auðvitað er, en dramatískum eigin- leikum er laglega fléttað saman við raunsæja lífssýn og ævintýraleg atriði svo að úr verður óvenjugóð og eftirminnileg kvikmynd. Guðmundur Asgeirsson Útivistarúlpur og jakkar Vind- og vatnsh. Öndunarefni o.fl. Mjög vandaðar flíkur EINNIG A FRÁBÆRU VERÐI: Hettupeysur 09 gerð^ 'ö frðbær HREYSTI Peysur Regngallar Bakpokar o.fl VERSLANIR Fosshálsi 1 - S. 577-5858 - Skeifunni 19 - S. 568-1717 RUSSELL ATHLETIC Útivistar- og sportskór W/p Skyrtur, buxur og veiðivesti m afsláttur Þykkar og mjúkar fleecepeysur sw 0 barna- og fullorðins- sundföt í sólbaðið á ótrúlegu verði rðl 50% afsláttur www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.