Morgunblaðið - 28.07.1998, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 28.07.1998, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ * ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1998 45 MINNINGAR + Þórdís Árna- dóttir fæddist á Þverhamri í Breið- dal í Suður-Múla- sýslu hinn 5. apríl 1912. Hún andaðist á Vífilsstaðaspítala hinn 14. júlí síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá BúsLiðakirkju 27. júlí. Vegna mistaka í vinnslu birtist minn- ingargrein Árna um Þórdísi Árnadóttur innan um minning- argreinar um Þórunni Stein- dórsdóttur á blaðsíðu 34 í Morg- unblaðinu á sunnudag og er hún endurbirt hér fyrir neðan. Eru hlutaðeigendur beðnir að af- saka þessi mistök. Það er margs að minnast, þegar ég kveð tengdamóður mína, Þór- dísi. Árið 1966 giftist ég Áma, elsta syni Doddu, eins og hún var ávallt kölluð, og Magnúsar. Betri tengda- foreldra hefði ég ekki getað hugsað mér, þau tóku mér opnum örmum og strax fannst mér ég vera partur af fjölskyldunni. Álltaf var mikið um að vera, líf og fjör, þegar fjölskyldan kom saman í Ásgarðinum og þá var Dodda í ess- inu sínu, berandi fram kræsingam- ar sínar. Tengdamóðir mín var rausnarleg, hafði yndi af að gleðja, gefa barnabörnunum gjafir, hvort sem til- efni var til eða ekki, fjölskyldan var henni allt. Leið ekki sá dagur að hún hringdi og spyrði frétta af barna- bömunum, og seinna af bamabarnabörnun- um þegar þau fæddust. Dodda var afar ósér- hlífin og dugmikil kona, og sýndi það sig best þegar Magnús veiktist. Annaðist hún hann þá heima enda þótt hún væri enn úti- vinnandi og ekki sjálf heil heilsu. Gaman þótti mér þegar hún sagði mér frá tilhugalífi þeirra Magnúsar, á erfiðum árum, þegar þau hófu búskap á Grettisgötunni. Þá kom Dodda best í ljós, hversu nægjusöm hún var og gat gert mik- ið úr litlu. Hún var mikil kona. Ég þakka íyrir að hafa fengið að kynnast Doddu, og ég kveð hana með söknuði. Far þú í friði. Drottinn vakir, Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Elsku amma mín er dáin. Það að fá aldrei aftur að sjá ömmu Þórdísi er sárt og söknuðurinn mikill en minningarnar era söknuðinum yfir- sterkari. Sem barn var ég mikið hjá ömmu og afa í Ásgarði. Þar var yndislegt að vera og, að mér fannst, besti staður í heimi. Þar var eins og tíminn stæði í stað og ég fylltist ró þegar ég kom í Ásgarð- inn. „Fíneríið“ hennar ömmu fyllti allar hillur og hún hafði yndi af að punta upp og halda veislur. Skemmtilegasta veislan sem hún hélt var „prívat-veislan" mín. Ein jólin fékk ég dúkku, stráka-dúkku, í jólagjöf sem ég ákvað að heita ætti Magnús í höfuðið á honum afa mínum. Og þá var tekið til hend- inni. Amma hitaði súkkulaði, þeytti rjóma og bakaði sína frægu „djöflatertu". Afi lék prestinn og með einu handtaki var hvítu laki breytt í skírnarkjól og dúkkan dubbuð upp. Móðirin litla, ég, klæddi sig upp í einn af fínu kjólun- um hennar ömmu, með hatt, hanska og allt. Og með pomp og prakt var bamið skírt. Þarna sát- um við þrjú og gæddum okkur á kræsingunum, þau svo sæl að gleðja mig, litla barnið, ég svo hamingjusöm að eiga bestu ömm- una og besta afann f öllum heimin- um. Svona minningar á ég. Og bíó- sýningarnar, ekki má gleyma þeim. Þá tók afi fram slæds-vélina sína og allar myndirnar frá ferðalögum þeirra til framandi landa lífguðu við stóra hvíta vegginn í svefnher- berginu. Afi var sögumaður og lof- söng löndin sín: Sovétríkin, Jú- góslavíu og Rúmeníu, og amma sat hjá, blikkaði mig og brosti. Þótt þú sért farin, amma mín, þá lifir þú með mér alltaf. Ég þakka þér fyrir allt og kveð þig með bæn sem þú kenndir mér: Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt (Þýð. S. Egilsson) Þórdís Árnadóttir. Á kveðjustundu streyma fram í huga minn svo margar minningar um þig, Dodda frænka. Bernskuminningar þar sem þú varst sveipuð ævintýraljóma, „góða frænkan í Reykjavík", sem sendi alla fallegu jólapakkana sem voru svo stór þáttur í jólahaldi lítilla sveitadrengja austur á landi. Minn- ingar frá unglingsárum mínum þegar ég dvaldi hjá ykkur Magga í litlu íbúðinni á Skúlagötunni, þar sem þið bjugguð með bömin ykkar þrjú og Herdísi ömmu. Alltaf virtist pláss til að taka á móti fólki að austan sem þurfti t.d. að leita sér lækninga í Reykjavík og varð á góðan að treysta. Ég man dugnaðinn og eljusemina í ykkur þegar þið vomð að koma ykkur upp framtíðarhúsnæði í Ás- garði 33. Þar varst þú aðaldriffjöðr- in og vannst margfalda vinnu til þess að draumurinn yrði að vewtaru leika. Seinna minnist ég margra stunda sem við Gréta áttum með ykkur Magga í Ásgarðinum og nut- um gestrisni ykkar. Þá var margt spjallað og gaman var að heyra ykkur rifja upp utanlandsferðirnar ykkar, oft hafði ýmislegt spaugilegt komið uppá sem hægt var að hlægja dátt að eftir á. Eins gastu talað um alvöru lífs þíns, þegar þú ung stúlka misstir fóður þinn snögglega í blóma lífsins og oft minntist þú þess hversu sárt þú saknaðir hans lengi á eftir. ^ Þegar þú svo með stuttu millibili misstir bæði eiginmann og son þinn voru erfiðir tímar hjá þér, kæra frænka, en þú lést ekki bugast. Nú síðustu árin þín eftir að þú fluttir á Vesturgötuna og varst far- in heilsu áttum við oft saman góðar stundir sem ég sakna nú. Þó að andlát þitt hafi borið tiltölulega brátt að vissum við bæði að hverju stefndi. Þú sagðist vera tilbúin að hlýða kallinu, viss um að hinum megin biðu þín ástvinirnir með opna arma. Aðeins hef ég rakið fáein minn- ingarbrot um þig, kæra frænka, sem skipaðir alltaf einstakan sess í mínum huga, en góðar minningj^ lifa. Við Gréta og fjölskylda sernK um bömum, tengdabömum og bamabömum Doddu innilegar samúðarkveðjur og biðjum öllum guðs blessunar. Þinn frændi Ámi. ÞORDIS ÁRNADÓTTIR Drottinn elskar, - Drottinn vakir daga’ognseturyfirþér. (S. Kr. Pétursson.) Móeiður M. Þorláksdóttir. HALLDÓRA REYKDAL + Halldóra Reykdal Trausta- dóttir var fædd á Akureyri 5. nóvember 1916. Hún Iést 19. júlí síðastliðinn á Kumbaravogi á Stokkseyri. Foreldrar hennar voru Trausti Reykdal og Anna Reykdal. Halldóra giftist Gunn- ari Einarssyni kennara. Hann var fæddur 18. október 1901, dáinn 30. apríl 1959. Böm þeirra vom sex og em fjögur þeirra á lífí. Halldóra verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Blessuð vertu, amma mín, ó hve ég sakna þín. í himnaríki þú unnir þér, þar er drottinn sem gætir að mér. En nú ert þú engill með geislabaug og í hvítum silkikjól. Og nú situr þú við hliðina á mér og hvíslar í eyra mitt, ekki gráta barnið mitt, því ég er alltaf hjá þér. En þegar mér líður illa, þá hugsa ég til þín, því þú varst alltaf svo glöð og hlý, er þú vafðir örm- um þínum um mig. En nú líður þér svo vel og þú finnur ei lengur til. Því nú ert þú hjá drottni, elsku amma mín. Karen Ýr Sæmundsdóttir. Hinn 19. júlí er mér sagt að þú, Halldóra amma sért dáin. í eigin- girni minni felli ég tár, en gleðst þó yfir að nú fáir þú þá hvíld sem þú átt skilið og hefur lengi þráð. Eftir eru ótal ómetanlegar minn- ingar sem lifa áfram. Með þakklæti fyrir þann auð að eiga þig fyrir ömmu og fá að alast upp með þig sem fyrirmynd, læra af góðmennsku þinni, visku, um- burðarlyndi og trú á sannleikann og náungann. Með þakklæti fyrir allar stund- irnar sem ég átti með þér, þegar þú kenndir mér að lesa, þegar við fórum í göngur, þegar þú klæddir mig í sokka og skammaðir mig fyrir að vera alltaf berfætt, jólin sem við áttum saman, þegar við hlógum saman og það sem ég varð aldrei of gömul fyrir, þegar við héldumst í hendur og mjúku hlýju lófarnir þínir fylltu mig vellíðan og öryggi. Með þakklæti kveð ég þig, hvíl í friði, elsku amma mín. Þín nafna, Halldóra Reykdal. „Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með táram, hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu.“ (Úr Spámanninum.) Enginn skuggi, ekkert ský máir burtu minning þína, hún mun í vina hjörtum skína allar stundir, ung og hlý. Brosið þittvar bjart og hreint. Það var ljósblik þinnar sálar, það dró aldrei neinn á tálar, vermdi og græddi ljóst og leynt. Gengin ertu á guðs þíns fund. Upp er runninn unaðsdagur engilbjartur, vonarfagur. Læknuð sérhver sorgarund. Vakir sál, - þó sofi rótt líkaminn af lúa þjáður. Lífsstarf hafið fegra en áður hjá gjafara lífsins. Góða nótt. (Gunnar Einarsson frá Bergskála.) Ég þakka Guði fyrir allar þær góðu samverustundir sem ég átti með yndislegri ömmu minni og ég veit að þar sem amma er núna er hún umvafin ást og hlýju. Snædís Anna Hafsteinsdóttir. Elsku amma mín, nú ert þú far- in frá okkur og komin til afa sem ég veit að þér mun líða vel hjá. Söknuðurinn er alltaf sár og erfið- ur en við sem ávallt elskum þig verðum að hugsa að þú ert búin að vera mikið veik og við vitum að nú ert þú komin til guðs sem mun ávallt passa þig og varðveita þig. Minningarnar komu svo sterkar og miklar þegar þú kvaddir þenn- an heim eins og til dæmis þegar ég kom til þín' á hjólinu mínu, þá komst þú til dyra með bros á vör og ég heilsaði þér með kossi, svo fórum við inn í eldhúsið og töluð- um um allt mögulegt og alltaf varst þú tilbúin til að hlusta á það sem ég hafði að segja, svo fórst þú í búrið þitt til að ná í kræsingar og alltaf fylltir þú borðið af yndis- legum kökum og brauði og ekki má gleyma lummunum með sykri sem mér þótti svo góðar. Orgelið sem þú áttir, amma mín, er mér líka minnisstætt því ég fór oft í herbergið til að spila á það og setti allt í botn og spilaði eitthvað frumsamið ef kalla má frumsamið, þá komst þú til mín með bros á vör og baðst mig um að lækka aðeins en sagðir svo að þetta væri fínt hjá mér. Appelsína og sykur er mér mjög minnisstætt þegar ég hugsa til þín því þú gafst mér stundum appelsínu og settir tvo sykurmola í appelsínuna og sagðir svo með bros á vör að við mættum ekki fá svona of oft. Að lokum, elsku amma mín, mun ég ávallt minnast þess þegar ég kom með strákinn minn, langa- langömmubarnið þitt, fáum vikum áður en þú fórst frá okkur, hvað þú ljómaðir öll þegar þú sást hann og vildir hafa hann hjá þér, kyssa hann og halda í hönd hans. Það var svo margt sem þú sagðir þá við mig, sem fékk mig til að brosa, sem ég gleymi aldrei. Ég er og verð ávallt þakklát fyrir þær stundir sem ég átti með þér, elsku amma mín. Ég mun alla tíð hugsa um allar minningarnar sem ég átti með þér með bros á vör og gleði í hjarta. Ég elska þig, elsku amma mín. Ég votta samúð mína öllum að- standendum og öllum þeim sem þykir vænt um hana ömmu mína. Þín Henný Björg. Elsku amma mín. Ég kveð þig með söknuði og þakklæti fyrir all- ar góðu stundirnar sem við áttum saman. Þú varst alltaf svo hlý og góð og gafst þér alltaf tíma til að gera eitthvað með mér, t.d. þegar ég var hjá þér í pössun, þá var svo margt skemmtilegt sem við gerð- um saman og var mér lærdóms- ríkt, eins og þegar þú kenndir mér á klukku og þá þótti mér ég vera orðin ansi stór. Þær vom allar svo fallegar flík- urnar sem þú prjónaðir á dúkkurn- ar mínar. Og aldrei gleymdust nú kaffitímamir hjá þér, elsku amma mín, alltaf var borðið hlaðið af ynd- islegum tertum og brauði. Manstu eftir því þegar við komum stundum með konfektkassa handa þér og hjálpuðum þér svo að borða úr honum og síðan hafa litlu konfekt- skeljamar minnt mig á þig. Þó söknuðurinn sé sár í dag, elsku amma mín, þegar ég kveð þig, þá veit ég að þú varst búin að vera veik svo lengi og orðin þreytt, en núna líður þér vel hjá afa og Gunnari, sem hafa tekið vel á móti þér, og þegar frá líður verður sorgin að fallegri minn- ingu um þig. Ég mun alltaf elska þig og minningin um þig, elsku amma mín, verður mér alltaf kær, og^ veit að þú lifir í hjörtum okkar allra sem þekktu þig. Guð blessi þig og varðveiti. „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gi- bran, úr Spámanninum.) Ég elska þig. Takk fyrir allt. Þín Hafný Hafsteinsdóttir. HRAFNHILD UR STEFÁNSDÓTTIR , + Hrafnhildur Stefánsdóttir fæddist á Hjalta- stöðum í Blönduhlíð í Skagafirði hinn 11. júní 1937. Hún lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga hinn 15. júli siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Sauðár- krókskirkju 25. júli. Það var miðviku- daginn 15. júlí sl. sem þú, elsku besta frænka okkar, lést á Sjúkrahúsi Skagfirð- inga eftir langa og stranga baráttu við erfiðan sjúkdóm. Þú varst alveg einstök. Þú varst ekki bara frænka okkar systra, heldur varstu eins og amma okkar, sem við gátum alltaf leitað til. Þú tókst alltaf á móti okk- ur opnum örmum og vildir allt fyrir okkur gera. Það var svo gott að koma til þín ef eitthvað á móti blés, þér tókst alltaf að láta okkur gleyma stað og stund og láta hug- ann reika inn á allt aðrar brautir. Við systurnar litum svo mikið upp til þín og munum alltaf gera. Stundirnar sem við áttum saman eru alveg ógleymanlegar. Við gát- um setið tímunum saman spjallað og hlegið af frásögnum þínum en þú hafðir alveg ein- staka frásagnarhæfi- leika. Okkur fannst líka svo gaman að koma og hjálpa til við ýmis störf heima eða í Steinahlíð, þar sem þið hjónin áttuð ykkar sælureit. Það er svo eftirminnilegt eitt kvöldið þegar við vor- um litlar og vorum að gróðursetja í litla hól- inn sem þið 1 síðan nefnduð Brynkubjarg- arhól. En Stebbi átti líka sinn mikla þátt í að halda þe^ um fjölskyldutengslum saman með þér. Eins og við vitum sem þekktum þig var þér margt til lista lagt, þú gast aldrei setið aðgerðarlaus, þú fannst þér alltaf eitthvað til að dunda við. Það var ótrúlegt hvað þú gast alltaf staðið upprétt, litið vel út og borið þig vel. Þú hélst áfram sama hvað á gekk, þín mikla unun af lífinu hefur sjálfsagt hjálpað þér mikið. Við erum svo þakklátar íýrir að hafa átt þig að, elsku Lilla. Elsku Stebbi, Ómar, Hjördís, Stefán Vagn og fjölskyldur, ms^*. guð gefa ykkur styrk í sorginni. Ykkar frænkur, Ingibjörg og Brynhildur. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. í»að eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.