Morgunblaðið - 28.07.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.07.1998, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Hríseyjarhreppur Viðræður við nýjan sveitar- stjóra VIÐÆÐUR standa yfir milli Hríseyjarhrepps og Péturs Bolla Jóhannessonar, arkitekts á Þórshöfn, um að taka að sér starf sveitarstjóra, en núver- andi sveitarstjóri, Gunnar Jónsson lætur senn af störfum. Jafnframt er rætt við eigín- konu Péturs Bolla, Rut Ind- riðadóttir, um að taka að sér starf skólastjóra Grunnskólans í Hrísey, en hún hefur verið skólastjóri á Þórshöfn. Smári Thorarensen í hreppsnefnd Hríseyjarhrepps sagði, að viðræður lofuðu góðu, nokkrir hreppsnefndarmanna væru í sumarfríi en kæmu um helgina og þá yrði væntanlega gengið frá málinu. Morgunblaðið/Erlendur Haraldsson Góð veiði við Grímsey Grímsey. Morgunblaðið ÁGÆTISVEIÐI hefur verið hjá smábátum í Grímsey að undanfömu og er þá sama hvort um er að ræða línu- eða handfærabáta. Myndin var tekin þegar Sæmundur Ólason á Kristínu EA-37 kom úr róðri nýlega með rúm þrjú tonn á tíu bala. Skemmtileg verslun TOTO Hafnarstræti 98, Akureyri sími 461 4022 Morgunblaðið/Björn Gíslason Mannlífið lifnað í miðbænum LOKSINS, gott veður, hafa ef- laust margir hugsað þegar sól- in fór að skina um helgina fyr- ir norðan, enda hefur fólk ekki séð mikið af henni síðustu tvær vikur eða svo. Ágætisveð- ur var á Akureyri í gær og mátti sjá þess glögg merki í miðbænum sem lifnaði allur við um leið og fór að volgna. Hitastigið gaf tilefni til þess að setjast niður, fylgjast með mannlffinu, eða kíkja í góða bók. Þá er sívinsælt að kæla sig með ís í miðbæjarferð á góðviðrisdögum. Kaupmenn fóru með varning sinn út í göngugötuna og viðskiptin voru með líflegasta móti. Greinilegt var að gott veður var öllum kærkomin tilbreyting frá kulda- og vætutíð og vona menn nú í lengstu lög að sum- arið sé komið. Góður júnímánuður í farþegaflutningum til Hríseyjar 15% sam- dráttur í júlí MUN færri farþegar hafa tekið sér far með ferjunni Sævari, sem geng- ur milli Árskógssands og Hríseyj- ar, í júlímánuði en í sama mánuði í fyrra. Töluverð aukning varð aftur á móti í júmmánuði, sem gaf góðar vonir um gott ferðamannasumar í eynni, en þær væntingar gengu ekki eftir. Sumarið er þó ekki búið og menn vona að síðari hluti þess bæti kuldakaflann upp. Smári Thorarensen, skipstjóri á Sævari, sagði að aukningin í júní næmi 13-14% miðað við sama mán- uð í íyrra. Engar sérstakar skýr- ingar væru á þessari aukningu, straumurinn hefði verið nokkuð jafn. Kuldakaflinn um miðjan júní setti strik sitt í komur ferðamanna til Hríseyjar og dró þá mjög úr straumi ferðalanga til eyjarinnar. Smári sagði að í vor hefði verið búið að panta óvenjumikið af gist- ingu í Hrísey, mun meira en vani er til á sama tíma, en fjöldi fólks hefði hætt við að koma og afpantað. „Þegar fólk sá hvernig veðrið var hætti það við, treysti sér ekki til að koma í kuldann, þannig að affóll hafa verið mikil,“ sagði Smári. Verslunarmannahelgin er að jafnaði stærsta helgin í flutningi ferðalanga yfir til Hríseyjar og var metið einmitt slegið á einum degi um verslunarmannahelgi fyrir tveimur árum þegar um eitt þús- und farþegar voru fluttir á milli lands og eyja. „Ætli það verði ekki seint slegið,“ sagði Smári. Algengt er að fluttir séu á bilinu þrjú til fimm hundruð farþegar á einum degi um helgi, en nú síðustu helgar hafa þeir verið tvö til fjögur hund- ruð og jafnvel færri. Sendibíll í eigu Ástjarnar eyðilagðist í umferðaróhappi Erum illa stödd bíllaus Fjörutíu og fjórir í lj ósmyndamaraþoni FJÖRUTÍU og fjórir keppendur tóku þátt í ljósmyndamaraþoni sem var haldið í sjötta sinn á Akureyri um helgina, en Áhugaljósmyndaklúbbur Akur- eyrar, ÁLKÁ, hélt keppnina í samvinnu við Kodak-umboðið Hans Petersen og Pedrómyndir á Akureyri auk nokkurra fyrir- tækja. Berglind Helgadóttir hlaut verðlaun fyrir bestu filmu keppninnar, myndavél af Canon gerð en Hilmar Harðarsson tók bestu mynd keppninnar af verk- efni nr. 2, „Sveitapiltsins draumur". Veitt voru verðlaun fyrir bestu mynd hvers flokks, en þeir voru alls 12. Keppendur voru á aldrinum 11 til 62 ára, mörgum hefur brugðið fyrir áð- ur í yómsyndamaraþoni ÁLKA og nokkrir hafa verið með frá upphafí. Sýning með öllum myndum keppninnar, stækkuð- um vinningsmyndum og svip- myndum úr keppninni, verður opin í anddyri fþróttahallarinn- ar við Skólastíg í dag, þriðju- dag, og morgun, miðvikudag, 28. og 29. júlí, frá kl. 17-20 og er aðgangur ókeypis. Eftirlitsferð á Sprengisandsleið BIFREIÐ í eigu sumardvalarheimil- isins að Ástjöm í Kelduhverfi eyði- lagðist i óhappi fyrir helgi og hefur heimilið nú aðeins einkabíl forstöðu- mannsins til umráða við flutning á börnunum milli staða. Verið var að aka til Seyðisfjarðar þegar óhappið varð, að ná í starfsfólk frá Færeyjum sem kom með ferjunni þangað. Bogi Pétursson forstöðumaður á Ástjöm sagði það til mikils óhagræð- is fyrir heimilið að missa bílinn, en mest væri þó um vert að ökumaður slasaðist ekki meira en raun varð á. Um var að ræða 12 manna sendibíl sem m.a. var notaður til að aka börn- um á heimilinu milli staða, í ferðir í Ásbyrgi, Hljóðakletta, á Kópasker ef á þurfti að halda og reiðnámskeið svo eitthvað sé nefnt. „Við erum ósköp illa stödd hér bíllaus,“ sagði Bogi, en hann sagði Færeyinga, sem oft hefðu hlaupið undir bagga, nú vera að skoða hvort þeir gætu aðstoðað með einhverjum hætti. Gekk í rúma tvo klukkutima Starfsmaður á Ástjörn var einn á ferð í bílnum á Hólssandi snemma á fimmtudagsmorgun, mitt á milli Dettifoss og Grímsstaða. Vegurinn var fremur slæmur og lenti bíllinn i leðjupolli með þeim afleiðingum að ökumaður missti stjórn á honum og valt hann út af veginum. Fékk öku- maður gat á höfuðið sem mikið blæddi úr, auk þess að meiðast á öxl og skrámast. Vafði hann peysu um höfuð sér og hélt gangandi af slys- stað. Eftir um eins og hálfs tíma göngu kom hann að fólki, útlending- um í pallbíl sem voru á leið að Ás- _ Morgunblaðið/Björn Gfslason SENDIBÍLL Ástjarnar sem eyðilagðist í umferðaróhappi í síðustu viku. byrgi en ekki alveg strax. Gekk hann því af stað og eftir klukkutíma göngu hitti hann á hóp útlendinga en þeir voru á leið til Grímsstaða og vildu helst ekki snúa við. í sama mund kom rúta með hóp Islendinga sem hann fékk far með niður að Dettifossi en þangað kom sjúkrabíll frá Kópa- skeri og flutti hann á heilsugæslu- stöðina þar. Taldi ökumaður að út- lendingarrir hefðu sennilega ekki viljað blanda sér í málið, hann hefði verið heldur illa til reika með blóðuga peysu um höfuðið. Færeyingar reyna að hjálpa Sendibíll Ástjai-nar var kominn til ára sinni og stóð til að endurnýja síð- asta vor, en Bogi sagði að það hefði ekki tekist. Reynt hefði verið að fá styrki frá fyrirtækjum en ekki geng- ið. „Nú erum við illa stödd, en ég vona að einhverjir geti lagt okkur lið. Færeyingar fóru strax af stað, en það er óljóst hvað kemur út úr því,“ sagði Bogi. LÖGREGLAN á Akureyri hefur nú til umráða nýjan jeppa sem er í eigu embættis Ríkislögi’eglustjóra. Bifreiðin verður á Akureyri a.m.k. fram á haustið og verður á þeim tíma m.a. notaður til eftirlits á há- lendi landsins. Fyrir skömmu fóru tveir lögreglumenn til eftirlits á Sprengisandsleið þar sem þessi mynd var tekin. Voru margir bílar stöðvaðir og rætt var við ökumenn, sem flestir voru ánægðir með að sjá lögreglubifreið á þessari leið. Fam- ar verða margar ferðir í sumar og m.a. verður með í sumum þeirra sérútbúið tæki til að taka öndunar- sýni úr ökumönnum sem grunaðir eru um að aka ölvaðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.