Morgunblaðið - 28.07.1998, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 28.07.1998, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1998 33 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. LÆRDOMSRIT ÞYDD Á ENSKU ÞAÐ HEFUR óneitanlega háð nokkuð rannsóknum á hugmyndum og sögu sextándu, sautjándu og átjándu aldar að nokkur merkustu fræðirit þessa tíma eru rituð á latínu og því fæstum aðgengileg. Nýlegar bækur um ís- lenska bókmenntasögu þessa tímabils og bókmenntakenn- ingar gefa til dæmis ekki nægilega góða heildarmynd af viðfangsefninu vegna þess að þar eru þessi rit ekki skoðuð nægilega vel. Það er því mikið fagnaðarefni að tveir ungir íslenskir latínumenn, Gottskálk Jensson og Svavar Hrafn Svavarsson, hafa ráðist í það mikla verkefni að þýða eitt þessara rita, Kirkjusögu Islands eftir Finn Jónsson, sem kom út á árunum 1772 til 1778. Þetta er gríðarmikið rit, eins og fram kom í viðtali við Gottskálk í síðustu Lesbók, og hefur að geyma sögu íslenskrar kirkju frá kristnitöku til daga Finns Jónssonar sem tengist vitanlega flestu því sem fram fór í hugmyndalegu og stjórnmálalegu lífi þjóðarinnar á þessum tíma. Það er sömuleiðis fagnaðarefni að Gottskálk hyggst þýða bókmenntasögu Hálfdans Einarssonar skóla- meistara á Hólum sem kom út árið 1777. Er þar um annað gríðarmikið latínurit að ræða og mikilvægt fyrir skilning okkar á menningu og hugmyndum þessa tíma. Er ástæða til að hvetja til stuðnings við þessi verkefni. Eitt stingur þó í augun við þetta framtak Gottskálks og Svavars Hrafns en það er að þeir þýða á ensku. í Lesbók- arviðtalinu segir Gottskálk ástæðurnar vera þær að verkið verði aðgengilegra fyrir erlenda fræðimenn á ensku en auk þess séu möguleikar á útgáfu meiri en ef þýtt væri á ís- lensku. Sömuleiðis segir Gottskálk að á ensku sé hægt að halda hinum alþjóðlega húmaníska orðaforða sem er á verkinu en hann myndi tapast að miklu leyti í íslenskri þýð- ingu. Allt eru þetta skiljanleg rök fyrir því að þýða verkið á ensku en það er hins vegar háskalegt að fylgja þeim, háska- legt fyrir íslenska tungu því þau gætu átt við um nánast hvaða texta sem er. Með þessum rökum gætu íslenskir rit- höfundar komist að þeirri niðurstöðu, að það væri betra og hagkvæmara að skrifa á enska tungu vegna þess, að mark- aðurinn fyrir bækur á ensku væri stærri en fyrir íslenskar bækur. Þetta eru vafalaust rök sem við eigum eftir að heyra æ oftar á næstu árum og áratugum en við hljótum að vilja svara þeim með rökum um mikilvægi þess að tryggja fram- tíð íslenskrar tungu. LJÓSMÆÐRADEILAN EFTIR VIKU ganga um 40 ljósmæður út af Landspítal- anum að öllu óbreyttu. Undirrótin að uppsögnum þeirra er óánægja með launamál. Ljósmæður telja sig ekki lengur geta sætt sig við að álag og ábyrgð aukist en að ekki sé komið til móts við þær á nokkurn hátt varðandi kaup og kjör. Þótt sjálfsagt sé einhver munur á stöðu ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga er þó ljóst, að uppsagnir ljósmæðra eru af sama toga. Þótt tekist hafi að forða þeim ósköpum, sem stefndi í með uppsögnum hjúkrunarfræðinga fyrir síðustu mánaðamót er þó ljóst, að enn er veruleg óánægja í þeirra hópi. Ljósmæður vinna að sumu leyti enn sérhæfðara starf en hjúkrunarfræðingar og sennilega er enn erfiðara að manna þeirra stöður en hjúkrunarfræðinganna. Á hinn bóginn fer ekki á milli mála, að það er einfaldlega ekki hægt að vera án ljósmæðra. Um það þarf ekki að hafa mörg orð. Þess vegna er mikilvægt að viðmælendur þeirra leiti allra hugsanlegra leiða til þess að finna lausn á þess- ari deilu. Meðan á deilu hjúkrunarfræðinga stóð lýsti Morgunblaðið þeirri skoðun, að lengra yrði ekki gengið í niðurskurði á sjúkrahúsunum. Við búum nú við góðæri. Þjóðin á að geta borgað starfsfólki sjúkrahúsanna sóma- samleg laun. Nú er betri tími til að leiðrétta það, sem aflaga hefur farið í launamálum heilbrigðisstéttanna en nokkru sinni fyrr á þessum áratug. Þótt forystumenn verkalýðsfélaganna hafi haft uppi orð um, að almennir launþegar geti ekki sætt sig við, að aðrar stéttir fái kjara- bætur umfram það sem um hefur verið samið á almennum vinnumarkaði er ljóst, að launþegar almennt eru sama fólkið og þarf á þjónustu sjúkrahúsanna að halda og óskar þess eindregið að hún sé á svipuðu stigi og það besta sem þekkist. Samskiptatunfflimál í norrænu samstarfi Enska - ógnun eða eðlileg þróun? Ekki er óalgengt að heyra ensku talaða í bland við norrænar tungur á norrænum ráð- stefnum og fundum. Mörgum þykir sú þróun varhugaverð, þó að öðrum þyki hún jafnvel eðlileg. Margrót Sveinbjörnsdóttir grennsl- aðist fyrir um ólík viðhorf fólks með reynslu af norrænu samstarfí og gluggaði í orðalista sem gefnir hafa verið út með það fyrir aug- um að auðvelda þessi samskipti. EIN af grundvallarforsendum norræns samstarfs hingað til hefur verið að Norður- landaþjóðimar hafa getað gert sig skiljanlegar innbyrðis á nor- rænum tungumálum. I stórum drátt- um hafa Norðmenn, Svíar og Danir þannig getað talað sitt eigið móður- mál, Finnar og Álandseyingar sænsku og Grænlendingar, Færey- ingar og íslendingar dönsku. Hin svokallaða skandinavíska hefur auk þess verið áberandi á ráðstefnum og annars staðar þar sem Norðurlanda- búar koma saman og skiptast á skoð- unum. í seinni tíð er enska þó einnig orðin áberandi á þessum vettvangi og þykir mörgum sú þróun varhugaverð, þó að öðrum þyki hún jafnvel eðlileg. A fjölmennri æskulýðsráðstefhu Vestnon’æna ráðsins, sem haldin var í Reykjavík nýverið, vom þessi mál m.a. til umræðu og þar kom fram sú afdráttarlausa afstaða þátttakenda að danska skyldi áfram vera samskipta- mál vestnomænu þjóðanna, Islend- inga, Færeyinga og Grænlendinga. Meðal íyrirlesara var Vigdís Finn- bogadóttir, fyrrverandi forseti Is- lands, sem gerði mikilvægi dönskunn- ar fyrir þessar þjóðir að umtalsefni. Sigvarður Ari Huldarsson, formað- ur Æskulýðssambands Islands, segir í samtali við Morgunblaðið að fyrsta reynsla sín af norrænu sam- starfi fyrir allmörgum árum hafi verið á þá lund að hann hafi verið sendur út á ráð- stefnu í staðinn fyrir dönskumælandi félaga sem forfallaðist. Hann hreyfði mótbámm, þar sem hann taldi sig ekki nógu sleipan í dönsku. Hann varð heldur undrandi þegar honum var svarað á þessa leið: „Það skiptir engu máli - við tölum saman á ensku.“ Svo fór að hann tók þátt í ráðstefnunni, þar sem enska hafði verið tekin upp sem aðalmál, að kröfu Finna. Túlkað fyrir Finna og íslendinga Annars segir hann að á flestum þeim norrænu ráðstefnum og fundum sem hann hafi tekið þátt í hafi verið töluð einhvers konar skandinaviska. Fari einhver sérstaklega fram á það að fá að tala ensku sé oftast orðið við þeirri ósk. Hann segir það þó athygl- isvert að sjálfur hafi hann í raun lært langmesta dönsku af því að taka þátt í evrópsku samstarfi, þar sem fulltrú- ar Norðurlandanna eigi oft með sér óformlega fundi til þess að stilla sam- an strengi - og þá fari umræður vit- anlega fram á norrænum málum og engu öðru. Stefna Norðurlandaráðs hvað sam- skiptamál varðar er skýr, á þeim vettvangi eru töluð norræn mál, nema hvað boðið er upp á túlkun fyr- ir Finna. Á síðustu tveimur þingum Norðurlandaráðs hefur raunar einnig verið túlkað yfir á íslensku fyrir þá sem þess hafa óskað. Berglind Ás- geirsdóttir, framkvæmdastjóri for- sætisnefndar Norðurlandaráðs, segir ensku aldrei vera aðalmálið á fundum á vegum ráðsins. Á síðari árum hefur samstarf Norðurlanda og Eystra- saltsríkjanna aukist til muna en Berglind bendir á að þar séu menn ekki betur settir með enskuna, þar sem enskukunnátta sé ekki það al- menn í þeim löndum, svo þar sé oft valin sú leið að túlka yfir á rússnesku. Norræna ráðherranefndin skipaði í desember 1996 starfshóp um nor- ræna málstefnu, en hlutverk hans var að vinna að mótun norrænnar málstefnu. Hópurinn skilaði nýlega skýrslu til mennta- og menningar- málaráðherra Norðurlandanna með tillögum um norræna málstefnu og samkvæmt upplýsingum frá menntamálaráðuneytinu er þar lýst þremur meginmarkmiðum. Þar ber fyrst að telja að norræn málstefna hafi að markmiði að skandinavísku tungumálin verði áfram rammi um norrænt samstarf, þá skal leitast við að viðhalda gagnkvæmum málskilningi og menning- artengslum og þróa áfram með sérstakri árherslu á finnsku, færeysku, græn- lensku, íslensku og samísku. Þá skal styrkja færni Norðurlandabúa í að skilja hverjir aðra á töluðu jafnt sem skrif- uðu máli, með útgangspunkt í því sem þjóðirnar eiga sameiginlegt hvað varðar menningu og tungumál. Tillögurnar hafa einnig verið lagðar fyrir samstarfsráðherra Norður- landanna til umsagnar, og þeir munu síðan væntanlega leggja þær fyrir Norðurlandaráðsþing í haust. Sigríður Anna Þórðardóttir al- þingismaður situr í forsætisnefnd Norðurlandaráðs og hefur einnig verið fulltrúi íslands í Norðurlanda- nefnd ráðsins. Hún er hlynnt því að íslendingar og Finnar eigi kost á túlkun. „Hinir vilja stundum gleyma því að þarna eru þjóðir sem ekki nota sitt móðurmál og standa því ekki jafnt að vígi. Það er ekki hægt að líta framhjá því að aðstaðan er allt önnur,“ segir hún. Sigríður Anna segir að á þeim sjö árum sem hún hafi tekið þátt í starfi Norðurlanda- ráðs hafi aldrei komið upp sú spurn- ing hvort tala eigi ensku en segist Enskan er að verða eins konar „lingua franca“ t.d. vita til þess að víða í norræna háskólasamfélaginu sé enskan orðin áberandi. Dr. Sigríður Dúna Kristmunds- dóttir, dósent í mannfræði við Há- skóla Islands, segist hafa orðið vör við miklar breytingar hvað þetta varðar frá því að hún fór að taka þátt í norrænum ráðstefnum. „Það er að gerast um allan heim á mínu fræðasviði, mannfræðinni, og ég held að það eigi við um öll félagsvís- indin og líklega víðar, að enskan er að verða eins konar „lingua franca". Hún er að verða það tungumál sem allir skilja og allir geta talað saman á, eins konar esperanto í fræðunum. Síðustu sex árin hef ég t.d. setið í nefnd á vegum Norrænu ráðherra- nefndarinnar sem hefur með rann- sóknir á samskiptum manns og nátt- úru að gera og þar hefur allt starfið farið fram á ensku. Það er einfald- lega vegna þess að fræðimennirnir skrifa á ensku og það er aukaálag að vera sífellt að þýða á milli,“ segir Sigríður Dúna. Tala gjarnan skandinavísk mál utan fundartíma Hún er einnig í norrænum rann- sóknahópi sem rannsakar kvenna- hreyfingar og þar er sömuleiðis töl- uð enska. „Þar var það raunar upp- haflega vegna þess að Finnarnir báðu um það. Hitt er annað mál að svo tala menn gjarnan saman á sín- um skandinavísku tungumálum utan fundartíma, þegar menn setjast til borðs eða spjalla um daginn og veg- inn. En þegar þarf fræðilega ná- kvæmni og það verður að vera ljóst að allir skilji hver annan þá tala menn orðið ensku,“ bætir hún við. „Loksins skildu allir alla og allir stóðu jafnt að vígi“ „Ráðstefnur norrænna mannfræð- inga voru alltaf haldnar á norrænu tungumálunum og þegar ég byi-jaði að sækja þær fyrst fyrir um tuttugu árum, þá fannst mér þetta mjög sér- kennilegt, því það var alveg ljóst að Danirnir skildu bara Danina og Norðmennirnir bara Norðmennina o.s.frv. Þá fór maður að velta fyrir sér hvers vegna fólk væri yfirleitt að fara að heiman. Mér fannst skilnings- skorturinn á milli Norðurlandanna vera svo mikill og umræður eftir því ómarkvissar, að ráðstefnuhugmyndin datt um sjálfa sig. Þessi ráðstefna var svo haldin hér á Islandi 1990, og þá tókum við þá ákvörðun að halda hana á ensku. Þetta var auðvitað mjög erf- ið ákvörðun en niðurstaðan varð sú að mannfræðingarnir sem hingað komu á ráðstefnuna voru afskaplega ánægðir, margir hverjir búnir að sitja árum og jafnvel áratugum saman á norrænum ráðstefnum og ekki skilið nema helminginn og nú loksins skildu allir alla og allir stóðu jafnt að vígi. Enginn talaði sitt móðurmál en ensk- an var orðin vinnumál. Menn nota það þegar þeir eru að vinna þau verk sem eru unnin í samstarfmu og svo „prata“ þeir sína skandinavísku í huggulegheitunum," segir Sigríður Dúna. Gagnkvæmur skilningur er aðalatriðið Á norrænum ráðstefnum sagn- fræðinema, sem haldnar hafa verið á undanförnum árum, m.a. hér á Iandi á síðastliðnu hausti, vakti það athygli að fyrirlestrar og umræður fóru að nokkru leyti fram á ensku. Björn Ingi Hrafnsson, sagnfræðinemi og þáver- andi formaður Félags sagnfræði- nema, sem tók þátt í skipulagningu ráðstefnunnar, segir að aðstandendur hennar hafi litið svo á að gagnkvæm- ur skilningur væri aðalatriðið, enda hafi umræður verið mjög gagnlegar og skynsamlegar þar sem allir hafi skilið það sem fram fór. „Á ráðstefnu í Árósum fyrir tveim- ur árum bar enn meira á enskunni en hér á landi í fyrra. Við lögðum meiri áherslu á að fólk talaði skýrt og hæg- ar, svo allir fengju nú skilið eitthvað," sagði hann. Björn Ingi er á því að yngri kyn- Norðmenn skilja best hin N orðurlandamálin RANNSÓKNIR hafa leitt í ljós að Norðmenn eiga tiltölulega auð- veldast með að skilja granntung- urnar og að þeir skilja sænsku bet- ur en dönsku. Norska er sömuleið- is það mál sem nágrannaþjóðirnar skilja best. Aftur á móti eiga Danir og Svíar öllu erfiðara með að skilja hver annars tungur og eink- um og sér í lagi virðast Svíar eiga erfitt með að skilja Dani. Erfiðast fyrir Finna að skilja talaða dönsku Sem kunnugt er þá er finnska ekki norrænt mál, en þar í landi er sænska kennd sem fyrsta erlenda tungumál, líkt og danska hefur ver- ið fyrsta erlenda tungumál í ís- ienskum skólum, þó að þar sé raun- ar að verða breyting á. Finnlands- sænski minnihlutinn, sem er álíka fjölmennur og íslendingar allir, tal- ar sænsku sem íslendingum og Norðmönnum þykir yfirleitt mun betra að skilja en sænsku Svía. Örðugleikar Finna við að skilja talaða dönsku eru álitnir einn stærsti þröskuldurinn í norrænum tungumálasamskiptum. Samiska er skyld finnsku en þau mál eru þó ekki skiljanleg innbyrðis. Flestir Samar hafa vald á einhveiju hinna þriggja mála, finnsku, sænsku eða norsku. Grænlenska er alls óskyld Norðurlandamálunum en þar í landi er danska annað tungumál flestra, rétt eins og í Færeyjum. Tala hægt og skýrt Á vegum Norðurlandaráðs hefur verið gefið út Ieiðbeiningaritið Att förstá varandra i Norden fyrir Norðurlandabúa sem vilja gera sig betur skiljanlega í samskiptum við norræna nágranna sína. Þar eru meðal annars gefin eftirfarandi ráð: - Ekki tala of hratt. - Vandið framburð. - Þegar því verður við komið, notið þá orð sem eru sameiginleg norrænu tungumálunum. Danir og Norðmenn geta t.d. sagt bara í stað kun og Svíar bara í stað end- ast. - Dönum er ráðlagt að nota töluorðin femti, sexti o.s.frv. í stað lialvtreds og tres. - Verið ófeimin við að spyrja og biðja um nánari útskýringar ef eitthvað er óljóst. Sýnishorn úr leiðbeiningaritinu Att förstá varandra i Norden: danska norska sænska lejlighed leilighet tilfálleAágenhet/váning rolig rolig lugn morsom morsom rolig netop nettopp precis/alldeles udvalg utvalg utskott/kommitté Á frétta- stofum er víða pottur brotinn Einhverju er ábótavant í bandarískri frétta- mennsku þegar sannleikurinn virðist stundum ekki vera helsta keppikeflið lengur, skrifar bandaríski blaðamaðurinn Richard Harwood. Hann telur að helst skorti góða ritstýringu. slóðin hafi önnur viðhorf til norrænna samskipta en hingað til hafi tíðkast. Enskan sé henni jafnvel tamari en norræn mál, jafnvel þó að danska hafi hingað til verið fyrsta erlenda tungu- málið sem kennt er í grunnskólanum, og flestir hugsi sem svo að ekki skipti öllu máli hvaða tungumál sé talað, heldur að menn skilji hver annan. „Ég tók sérstaklega eftir því, að nor- rænu sagnfræðinemunum þótti ekk- ert athugavert við að nota ensku sín á milli og margir gerðu það að fyrra bragði. Ég held því að þjóðemis- rembingur varðandi norrænu tung- una sé á undanhaldi, að minnsta kosti meðal yngiá kynslóðarinnar," segir hann. „Mikilvægt að við förum ekki alveg yfir í enskuna“ Laganemar við Háskóla Islands hafa lagt áherslu á að nota norræn tungumál í samstarfi við aðra laga- nema á Norðurlöndunum. Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir, laganemi á fjórða ári og forseti Islandsdeildar ELSA, sem eru samtök evrópskra laganema, fór á norrænt laganema- mót í Tromso í Noregi í byrjun júní en þar var á fimmta tug laganema frá flestum lagadeildum á Norður- löndunum. „Þar var ekki einn maður sem talaði ensku. Þar töluðu Svíar, Danir og Norðmenn sitt tungumál og við Islendingarnir og Finnarnir héngum með og töluðum skandinav- ísku. I þessu umhverfi hefði engum dottið í hug að tala ensku, en auðvit- að skilja ekki allir allt sem hinir segja og það þarf vissa þjálfun til að hlusta eftir hinum tungunum," segir hún. „Annars er norrænt samstarf laganema aðallega fólgið í norræn- um laganemavikum sem eru haldnar á hverju ári í öllum löndunum. Þá koma í heimsókn 15-20 manns frá öðrum Norðurlöndum og þá er oft- ast töluð skandinavíska - þó að enska heyrist auðvitað líka. Auk þess er haldin norræn málflutnings- keppni laganema í júní á hverju ári og hún fer alfarið fram á Norður- landatungumálum. Ég held að það sé mjög mikilvægt að við förum ekki alveg yfir í enskuna því að Norður- landaþjóðirnar eru það sterkar sam- an í alþjóðlegu samstarfi og eitthvað sem tengir þær ennþá meira saman er þessi sameiginlega tungumálaarf- leifð. Ég held að það sé mjög mikil- vægt að halda áfram að tala saman á Norðurlandamálum þótt það kosti kannski einhverja fyrirhöfn. Oft er það fyrst og fremst feimnin sem ís- lendingar þurfa að vinna bug á.“ Snjólaug Ólafsdóttir, skrifstofu- stjóri Norðurlandaskrifstofu í forsæt- isráðuneytinu, gerir nokkurn grein- armun á hópum í norrænu samstarfi og tungumálanotkun þeirra. T.d. seg- ir hún það alveg ljóst að enskan sæki á í öllu vísindasamstarfi á þeim vett- vangi. „Það er vegna þess að enska er samskiptamálið þar og allir norrænir vísindamenn sem eru einhvers megn- ugir, a.m.k. á raunvísindasviði, birta sínar greinar á ensku. Þannig að ég veit að það ber alltaf við öðru hvoru að þeir tali ensku á samnorrænum fundum. Vilji menn það ekki eiga þeir tvo kosti, annar er sá að sleppa því að taka þátt í fundunum en hinn er að fá túlk. Mér finnst að samskiptin séu það sem skiptir mestu máli, þannig að sé það vandamál að tjá sig á ein- hverju norrænu málanna, þá eigum við að viðurkenna það að í þessu sam- hengi sé töluð enska,“ segir hún. Hvað varðar norræn samskipti fólks í frjálsum félagasamtökum bendir hún á að þar séu margir sem ekki hafi endilega háskólamenntun og jafnvel ekki mikla framhaldsskólamenntun. „Þá finnst mér einboðið að við eigum að gera allt sem hægt er til að hjálpa til með túlkun þegar þess þarf. Þegar kemur að samskiptum okkar emb- ættismannanna finnst mér að við get- um bara lært málin. Ef við eigum í einhverjum vandræðum, þá er boðið upp á fín norræn tungumálanám- skeið, t.d. hjá Endurmenntunarstofn- un. Mér finnst okkur engin vorkunn. Stjórnmálamenn gera þetta líka og vilja það en mér finnst líka einboðið að séu þeir í vandræðum þá eigi bara að túlka fyrir þá,“ segir Snjólaug og bætir við: „Mér finnst samskiptin skipta það miklu máli að þau eiga að sitja í fyrirrúmi." AÐ væru mistök að gera ráð fyrir því að einföld lausn sé til á þeim vanda- málum sem leitt hafa til hrapallegra mistaka í blaða- mennsku undanfarið. Þau eru af- sprengi fyrirtækjarekstrar sem virðist lítt móttækilegur fyrir breytingum og blindur á eigin veik- leika. Fyrir hartnær tuttugu árum skaut upp kollinum sláandi veikleiki í bandarískum fjölmiðlaheimi í tilfelli Janet Cookes og fjölda minna áber- andi atvika af svipuðu tagi á sama tíma. Cooke hlaut Pulitzer-verðlaun- in fyrir hönd The Washington Post fyrir frásögn af átta ára heróínsjúk- lingi þar sem einungis eitt hafði orð- ið útundan: Sannleikurinn. Skortur á ritstýringu Það sem gerðist á The Post - skortur á ritstýringu - var að gerast alls staðar í Bandaríkjunum. Sífellt fleiri frásagnir byggðust á ónafngreindum heimildum og þeirri barnalegu trú að blaðamenn væru heiðarlegar og æruverðugar mann- eskjur. Samtímis því urðu ritstjórar sífellt eftirlátssamari við fréttamenn sem vildu ekkert segja er þeir voru beðnir að geta heimildamanna sinna. Við blaðamenn neituðum að trúa því að fréttastofur, líkt og aðrar stofnanir, ættu sinn skerf af lygur- um, ritþjófum, rummungum og fúskurum. Það kann að vera erfiðara að koma auga á þá í blaðamennsku en öðrum starfsgreinum vegna þess að hjá okkur eru viðmiðin tvíræð. Pípulagningamaður sem ekki gerir við leka, skurðlæknirinn sem gerir of margar aðgerðir og lögfræðingur- inn sem stingur af með fjármuni er hann hefur í vörslu sinni eru líklegri til að vera staðnir að verki en blaðamaðurinn sem hef- ur eitthvað eftir heimilda- mönnum sem ekki eru til. Blaðamennskan hefur einnig orðið fyrir barðinu á öfgamönnum sem ætl- uðu sér að sanna kenningar án til- lits til vísbendinganna. Sú var einmitt rauninn á San Jose Merc- ury News fyrir tveim árum þegar birtur var greinaflokkur á grund- velli þeirrar kenningar að Banda- ríska leyniþjónustan stæði að baki krakkfaraldurs meðal svertingja í Los Angeles. Áhrifamikið gabb Það sama kom fyrir tímaritið Time og CNN nú í sumar þegar samstarf var haft um frásögn, sem hefur síðan verið dregin til baka, þar sem bandarískt herfylki var sakað um að hafa notað eiturgas í hernaðaraðgerð í Laos 1970. Þetta kom fyrir NfíC-sjónvarpið fyrir nokkrum árum þegar kvik- mynd var notuð til þess að „sanna“ að General Motors hefði framleitt jeppa með hættulegan bensíntank. Einn jeppinn sprakk á myndun- um - áhrifamikið andartak, en það var gabb. Tæknimenn, sem NBC hafði á sínum snærum, höfðu komið því svo fyrir að jeppinn sprakk. Öll þessi vandamál er enn að finna í bandarískri fjölmiðlun nú. Vinsæl skýring, einkum hjá ljósvakamiðl- um, er rekstrarlegur þrýstingur. Sjónvarpsstöðvar eru helteknar af áhorfsmælingum og áhorfenda- fjölda, sem ræður auglýsingaverði og hagnaði, og þess vegna er ýmsu sjónvarpað sem ekki hefði átt að sjónvarpa. Dagblöð og tímarit era i svipaðri aðstöðu, illa haldin af minnkandi út- breiðslu og leita leiða til þess að ná* aftur því sem glatast hefur. En gabbfréttimar og uppspuninn undanfarna mánuði verður ekki að öllu leyti útskýrður sem viðbrögð við fjárhagslegum þrýstingi af efri hæð- inni. Það er í grundvallaratriðum eitthvað athugavert við fréttastofu- rekstur þar sem svona lagað gerist ár eftir ár. Að hluta til er um að ræða „nýju blaðamennskuna“, sem oft er kölluð „listin að flytja persónulegar frétt- ir“. Hún spratt upp á sjöunda ára- tugnum og helstu forkólfarnir voru rithöfundar, þeirra á meðal Norman Mailer, Traman Capote og Tom Wolfe. í» Skáldskapur í þjónustu „raunsæis" Þegar þessi tegund ruddi sér til rúms á fréttastofum gafst slakari fréttamönnum og rithöfundum færi á að nota aðferðir skáldskaparins í þjónustu „raunsæis“, „merkingar" og „sannleika", og þyrla ryki yfir skilgreininguna á blaðamennsku og því hvemig hún virkar. Hluti vandans er líka einfaldlega bara stærð fjölmiðlafyrir- tækja nútímans. Fram- kvæmdastjórar á frétta- stofum tileinka sér venjur atvinnurekenda, megnið af vinnutíma þeirra fer í fundasetur og „áætlana- gerð“; í fjárveitingabaráttu; í þróun og umsjá „nýrra vörategunda"; í minnisblaðaskrif; í að „koma til móts við samfélagið“; í „aðgæsluþjálfún“ og í að veita starfsfólki heilræði. Það er oft lítill tími eftir til að rit- stýra og gagnrýna fréttir og fylgja eftir, með þvi að sýna gott fordæmi, þeim grundvallaratriðum sem góð blaðamennska byggist á. Þessi hlut- verk era oft falin fólki sem ekki hef- ur hæfileika til að gegna þeim, eins og komið hefur í ljós á undanförnum mánuðum. Norman Isaacs, kunnur gagnrýn- andi „agaleysis og hroka „nýju blaðamennskunnar“,„ lét orð falla, í kjölfar þess sem Janet Cooke gerði 1981, sem eiga við enn þann dag í dag: „Við þurfum ekki á að halda dagblöðum fyrir fréttamenn heldur dagblöðum fyrir lesendur - og það sem þarf til að skapa þau er góð rit- stýring." Hluti vandans er stærð fjöl- miðlafyrir- tækjanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.