Morgunblaðið - 28.07.1998, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 28.07.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1998 49* I | > s I 3 i 3 | ; > > > > b >• FRÉTTIR Viðbúnaður lögreglu vegna helgarinnar VERSLUNARMANNAHELGIN er framundan en hún er mesta ferðahelgi ársins. Lögreglan verður með sérstakan viðbúnað með það að markmiði að koma í veg fyrir slys á vegunum. Því skorar lögreglan á alla vegfarendur að skipuleggja ferðalagið til enda áður en lagt er af stað. Afengi og akstur eiga ekki saman og hraðinn og óaðgæslan eru aðalslysavaldurinn, segir í fréttatil- kynningu frá samstarfsnefnd lög- reglunnar á Suðvesturlandi í um- ferðarmálum. I frétt lögreglunnar segir einnig: ,A.uk hinna hefðbundnu aðgerða lög- reglunnar til að ná þessum mark- miðum hefui- lögreglunni bæst hðs- auki þar sem eru sérstakir bílar sem ljósmynda hraðakstursbíla og einnig hefur verið tekinn í notkun bíll sem hægt er að fara með hvert á land sem er, en í honum er hægt að mæla áfengismagn með öndunarsýni úr ökumönnum á staðnum, sem sparar dýrmætan tíma bæði lögreglumanna og þeirra sem brotlegir kunna að vera. Reikna má með að þar sem bíllinn verður 1 notkun hverju sinni verði allir ökumenn stöðvaðir og látnir blása í sérstakan handmæli og síðan færðir í öndunarsýnabílinn ef áfengi mælist í andardrættinum. Með samstilltu átald lögreglu og ökumanna er hægt að kveða niður þann vágest sem ölvunaraksturinn er og þá hættu sem hann veldur. Ferðalög með stór fellihýsi hafa aukist í sumar og er allt of algengt að ökumenn hafí ekki framlengt spegla til að geta fylgst með umferð á eftir. Lögreglan mun sérstaklega fylgjast með þessu og eru ökumenn hvattir til að hafa þessi mál í lagi áður en lagt er af stað því það er óskemmtilegt upphaf á sumarleyfis- ferð að vera stöðvaður af vegna þess að speglana eða skráningu vagnsins vantar. Það er ósk lögreglunnar að allir njóti helgarinnar í sátt við náttúr- una og aðra vegfarendur." V erslunarmannahelgin Ferðafé- lagsferðir FERÐAFÉLAG íslands efnir til helgarferða yfir verslunarmanna- helgina og ber þar fyrst að nefna ferð á slóðir Hágöngumiðlunar sem mikið hefur verið í fréttum undanfarið. Brottför er föstudags- kvöldið 31. júlí kl. 18 og ekin Sprengisandsleið í Nýjadal þar sem gist er þrjár nætur í sæluhús- um Ferðafélagsins. A laugardeginum verðm- haldið inn að Hágöngum og skoðað lónið sem nú er að fyllast en óvíst er hvort sést til hveranna. Þeir sem kjósa geta gengið á nyrðri Há- gönguna en þaðan er frábært út- sýni yfir lónið og umhverfi þess. Á sunnudeginum verður ekið norður fyrir Tungnafellsjökul og farið í mynni Vonarskarðs og gengið þaðan til baka í Nýjadal en þeir sem ekki kjósa gönguna geta verið með rútunni til baka. Á heimleið verður ekið um Kvísla- veitur og litið yfir til Þjórsárvera. I þessari ferð gefst einstaklingum tækifæri til að kynnast óbyggðum Islands. Þriggja daga ferð verður í Landmannalaugar með brottför laugardag 1. ágúst kl. 8 árdegis og verður ekið í Laugarnar og gist tvær nætur í sæluhúsinu. Á laug- ardeginum verður farin dagsferð í Eldgjá og á sunnudeginum ekið að fjallinu Löðmundi og þeir sem vilja geta gengið á það. Þriðja ferðin er svo í Þórsmörk þar sem gist verður í Skagfjörðs- skála eða tjöldum og er hægt að velja um heimkomu á sunnudegi eða mánudegi en brottför er á föstudagskvöldinu 31. júlí kl. 20. Dagsferðir í Þórsmörk verða bæði sunnudag og mánudag. I Þórs- mörkinni eru næg tjaldstæði fyi’ir þá sem kjósa að koma á eigin veg- um, bæði í Langadal, Litla- og Stóraenda. Skálaverðir aðstoða við Krossá en þeir eru í síma 854 1191. Pantanir og farmiðar í ferðirnar eru á skrifstofu Ferðafélagsins í Mörkinni 6 en hún er opin virka daga kl. 9-17, nema fimmtudaga til kl. 17.30. Takmarkaður aðgangur að tjaldstæðum Buða Á BÚÐUM á Snæfellsnesi verður takmarkaður fjöldi tjaldstæða- gesta um verslunarmannahelgina. Miðað verður við hámark 300 tjald- stæðagesti og verður mögulegt að kaupa tjaldstæði með íyrirvara til að tryggja sér aðgang. Nauðsynlegt hefur reynst að stemma stigu við þeim mikla fjölda sem sækir á staðinn um verslunarmannahelgar, bæði vegna takmarkaðrar aðstöðu fyrir tjaldstæðagesti og viðkvæmrar náttúru Búða, segir í fréttatil- kynningu. Forsala tjaldstæða verður á Hótel Búðum og einnig á Kaffi- barnum við Bergstaðastræti í Reykjavík og Kaffi Frank við Lækjargötu. Gjald fyrir hvem tjaldstæðagest er 3.000 kr. yfir helgina, hvort sem dvalið er eina nótt eða fleiri. Aldurstakmark er 20 ára og verður ströng gæsla á svæðinu alla helgina. LEIÐRÉTT Hafliði rangfeðraður Hafliði Helgason, útibússtjóri Út- vegsbanka Islands á Siglufirði frá 1939 til 1977 var ranglega feðrað- ur í frétt í blaðinu sl. föstudag. Beðist er velvirðingar á mistökun- um. AFI/AMMA allt fyrir minnsta barnabarnið ÞUMALÍNA s. 551 2136 Auglýsing um deiliskipulag starfsmannaíbúða við Samvinnuháskólann á Bifröst, Borgarbyggð Samkvæmt ákvæðum 18. og 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, er hér með lýst eftir athugasemdum við ofangreint deiliskipulag. Skipulagsgögn munu liggja frammi á bæjarskrifstofu Borgarbyggðar frá 17. júlí 1998 til 14. ágúst 1998. Athugasemdum skal skila fyrir 28. ágúst 1998 og skulu þær vera skriflegar. Bæjarverkfræðingur Borgarbyggðar. Morgunblaðið/Golli Feðgar að veiðum „HANN er svo ljótur, ég vil ekki koma við hann,“ sagði Aron Daði þegar pabbi hans, Gauti Halldórsson, dró marhnút að landi á Arnarstapa. Kvöldganga í Viðey HAFIN er önnur umferð í rað- göngum sumarsins í Viðey og í kvöld verður fjórða gangan um norðurströnd heimaeyjarinnar og yfir á Vestureyna. Gangan hefst á stéttinni fram við Stofuna, farið verður austur fyrir gamla túngarðinn og með- fram honum yfir á norðurströnd- ina. Hún verður gengin vestur í Eiðishóla en síðan verður farið um Eiðið, yfir á Vesturey austan- verða. Við rústir Nauthúsa er steinn með áletrun frá 1821 og hefur hlotið nafnið Ástarsteinninn, þar sem menn ætla að stafirnir sem klappaðir hafa verið steininn séu fangamörk elskenda sem bjuggu um hríð í Viðey sumarið 1821. Gangan tekur um tvo tíma. Sér- staklega skulu menn minntir á að vera vel skóaðir. Þetta er fjórða ferðin af fimm í raðgöngu en þeir sem koma fimm þriðjudagskvöld í röð eða laugardagseftirmiðdaga kl. 14.15 sjá allt það helsta sem skoðunarvert er í eynni. Hver ein- stök ferð er þó sjálfstæð þannig að enginn er bundið eða háður því að fara fleiri ferðir. Gjald er ekki annað er ferjutoll- urinn sem er 400 kr. fyrir full- orðna en 200 kr. fyrir börn. Göngu- ferðir í Skaftafelli í ÞJÓÐGARÐINUM í Skafta- felli er boðið upp á eftirtaldar gönguferðir í vikunni. Allar ferðirnar hefjast við landlíkanið í porti þjónustumiðstöðvarinn- ar. Á þriðjudaginn kl. 10-12. Gönguferð með landverði frá þjónustumiðstöð að Gömlu tún- um, upp með Eystragili að Hey- götufossi og síðan að Magnúar- fossi í Vestragili. Þaðan verður haldið niður með Vestragih í Lambhaga og tíl baka í þjón- ustumiðstöð. (Þeh- þátttakendur sem vilja geta skilið við hópinn við Magnúarfoss og farið í sögu- stund til þjóðgarðsvarðar í Sel- ið.) Miðvikudagur kl. 10-12.30. Skoðunarferð með landverði frá þjónustumiðstöð upp Gömlu tún, með giljunum að Svarta- fossi og þaðan í selið og til baka í þjónustumiðstöðina. Fimmtudagur kl. 10-12.30. Skoðunarferð með landverði frá þjónustumiðstöð upp Gömlu tún, upp með Eystragili og Vestragili og upp með því að Svartafossi og þaðan í Selið og til baka í þjónustumiðstöðina. Föstudagur kl. 10-13. Gönguferð með landverði frá þjónustumiðstöð upp með Eystragili yfir Austurheiði út á Sjónamípu og þaðan niður Austurbrekkur í þjónustumið- stöðina. Rakin verður þróun jöklanna, saga eldgosa og ham- fara sem mótað hafa land á þessu svæði. Hefnd fráskilinna kvenna Dulbúið þunglyndi mkotar általíu Björn Þór í Barcelona • Búðaráp: Menningarleg tómstundaiðja • Brátt sáðlát • Sumarmatur Eftirlætisblóm grísku guðanna l69l"20Ö00y
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.