Morgunblaðið - 28.07.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.07.1998, Blaðsíða 10
10 PRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ■ Morgunblaðið/Eyjólfur Guðmundsson Hágöngumiðlun Steypuvinnu lokið STEYPUVINNU við Hágöngu- miðlun lauk á fimmtudaginn. Smiðir kepptust við að ljúka uppslætti við 125 metra langt yfirfall og að því loknu var steypunni hellt í mótin. Mátti ekki tæpara standa, því vatns- yfirborðið hækkaði ört og nálgaðist steypustöðina. Var hún tekin niður strax og síð- asta steypan var komin í mót- in. Ekki var veðrið upp á það besta þennan dag, kuldi og snjókoma. Starfsmenn Landmæl- inga fá ókeypis ferðir sem teljast til vinnutíma ÞRETTÁN af tuttugu starfsmönn- um Landmælinga íslands, hafa tek- ið tilboði stjórnar stofnunarinnar um samning til fjögurra ára sem fel- ur í sér kostnaðarlausar ferðir til og frá vinnu á Akranesi. Að sögn Ingi- mars Sigurðssonar, stjórnarfor- manns Landmælinga, munu ferð- imar að mestu leyti teljast til vinnu- tíma starfsmannanna. Ingimar segir áætlað að kostnað- ur við samninginn fyrstu tvö árin verði 20-25 milljónir króna en inni í þeirri tölu er kostnaður við starfs- lokasamninga 2-3 starfsmanna sem hafa þegið boð um starfslok við 65 ára aldur. Hann segir að þessi samningar séu að flestu leyti sambærilegir við samninga sem gerðir voru við starfsmenn norsku kortastofnunar- innar þegar hún var á sínum tíma flutt frá Osló til Hönefoss. Ingimar sagði að kostnaður og tilhögun við flutninga starfsmann- anna lægi ekki endanlega ljós fyrir en hann sagðist búast við að akstur með starfsmennina yrði boðinn út. Rætt hefði verið um að farnar verði sérstakar ferðir með starfsmennina en einnig sé inni í myndinni að þeir ferðist með sérleyfisbílum. Þrír nýir sérfræðingar ráðnir Við Landmælingar íslands hafa starfað 25-30 starfsmenn, að með- töldum þremur núverandi forstöðu- mönnum. Ingimar segir að nokkrir starfsmenn hafi þegar ákveðið að halda til annarra starfa við flutning- inn um næstu áramót en einnig hafi verið gengið frá nýráðningum þriggja sérfræðinga. Fyrrgi-eint tilboð um ferðakostn- aðargreiðslu og ferðir í vinnutíma var gert öllum sem voru starfandi hjá stofnuninni um síðustu áramót en sjö hafa ekki gefíð nein svör, að sögn Ingimars. Frestur þeirra til að svara rann út síðastliðinn föstudag. Hann segir að þetta tilboð hafi upp- haflega runnið út í lok apiál en því hafi verið haldið opnu lengur gagn- vart þessu fólki. „En einhvern tímann verðum við að loka tilboðinu," sagði Ingimar. Hann sagði því að þar sem slíkir einstaklingsbundnir samningar hefðu ekki verið gerðir við þessa sjö starfsmenn myndu þeir halda sínum núverandi starfskjörum störfuðu þeir hjá Landmælingum eftir flutn- ing og ekki eiga kost á því að stofn- unin tæki þátt í að greiða ferða- kostnað þeirra. Ingimar segir að ekki sé litið svo á að biðlaunaréttur stofnist við þennan flutning Land- mælinga og kjósi þessir sjö starfs- menn að láta af störfum muni þeir ekki eiga rétt til biðlauna, að mati stjórnenda stofnunarinnar. Dómur um lögmæti flutningsins í vikunni í þessari viku er væntanleg nið- urstaða Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sem starfsmaður stofnunarinn- ar hefur höfðað til að fá ákvörðun umhverfisráðherra um flutning Landmælinga til Akraness dæmda ólögmæta. Starfsmaðurinn, María G. Hafsteinsdóttir, byggir málsókn sína á því að ráðherra hafi haft heimild til þess að ákveða flutning stofnunarinnar án þess að til kæmi lagaheimild Alþingis. Rafmagnsveita Reykjavíkur og Fræðslumiðstöð Reykjavíkur Upplýsinga- og fræðslu- setur um rafmag*n RAFMAGNSVEITA Reykjavíkur og Fræðslumiðstöð Reykjavíkur hafa tekið upp samstarf um að koma upp upplýsinga- og fræðslu- seturs um rafmagn við gömlu raf- stöðina í Elliðaárdal. Að sögn Mey- vants Þórólfssonar, kennsluráðgjafa á Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, er gert ráð fyrir að setrið taki til starfa í haust og verður það ætlað 11-12 ára börnum. Rúmlega 200 fermetra salur verður innréttaður í safnhúsi Raf- magnsveitu Reykjavíkur inni við Elliðaár og verður hann væntanlega opnaður undir heitinu Rafheimar. Boðið verður upp á fræðslu um sögu rafmagns, eðli þess sem orkugjafa, beislun, rafvæðingu á íslandi, dreifíkeríi rafmagns, rafmagn eins og það birtist notendum, raftækni og Iagnir, rofa og rafmagnstöflur á heimilum. Settar verða upp verkefnastöðv- ar, þar sem nemendur og aðrir geta kynnst rafafli, orkugjöfum, straum- rásum, rafleiðni, straummælingum, mismunandi myndum rafmagns, hagnýtingu rafmagns og ýmsum tækninýjunugm á sviði rafmagns. Sagði Meyvant að við verkefnagerð yrði fyrst og fremst miðað við 11-12 ára börn en aðstaðan sem boðið væri upp á hæfði öllum ald- urshópum. Ekki er ljóst hvenær Rafheimar verða opnaðir, en kynningarfundur með skólastjórnendum er áætlaður um miðjan ágúst. Yiðskiptaráðherra segir ákvarðana að vænta um hagræðingu á fjármálamarkaði Hægt að hagræða um 2,5 milljarða FINNUR Ingólfsson viðskiptaráð- herra segir að með hagræðingu í bankakerfinu sé hægt að ná fram allt að 2,5 milljarða sparnaði. Þetta jafngildi því að vaxtamunur lækki um 0,6-0,7%. Hann segir að ríkis- valdið geti haft afgerandi áhrif á hvort þessi hagræðing næst og ákvarðana sé að vænta af þess hálfu. „Það liggur alveg fyrir að það er hægt að ráðast í verulega hagræð- ingu á fjármagnsmarkaðinum. Skýrsla Landsbankans staðfestir það. Viðskiptaráðuneytið hefur allt frá áramótum undirbúið aðgerðir sem miða að því að ná fram hag- ræðingu á þessum markaði og til- lagna þess efnis er að vænta. Að mati viðskiptaráðuneytisins er hægt að ná fram um 2,5 millj- arða spamaði með hagræðingu í bankakerfínu. Ef sá sparnaður næðist fram mun það lækka vaxta- mun sem hlutfall af eignum um 0,6-0,7% eða úr tæpum 4% niður í 3%. Við gerum ráð fyrir að kostn- aður sem hlutfall af tekjum gæti lækkað um 10% eða úr 70% niður í 60%. Það kemur fram í skýrslu Landsbankans að vaxtamunur hér er allt að helmingi hærri en í ná- grannalöndum okkar. Getur aukið landsframleiðslu um 0,7% Það hlýtur að vera keppikefli okkar á íslenska fjármagnsmark- aðinum að geta skapað fólki og fyr- irtækjum í landinu fjármálaþjón- ustu sem er á sambærilegu verði og fólk og fyrirtæki í kringum okk- ur býr við. Ef 2,5 milljarða sparn- aður gengi eftir værum við að auka landsframleiðslu um 0,7%, sem þýðir að við værum að auka ráð- stöfunartekjur fólksins í landinu að meðaltali um 0,7%. Þess vegna er það skylda okkar að leita allra mögulegra leiða til hagræðingar," sagði viðskiptaráðherra. Finnur sagði að þrjár leiðir væru færar til að ná fram hagræðingu. í fyrsta lagi með virkari og mark- vissari greiðslumiðlun. I öðru lagi með auknu samstarfi og samein- ingu fjármálastofnana og í þriðja lagi með því að fá aukna erlenda fjárfestingu inn í fjármálakerfið. Alþingi hefur þegar veitt heimild til þess að 49% hlutur ríkisins í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins verði seldur. Jafnframt liggur fyrir heimild Alþingis til að auka hlutafé Búnaðarbanka og Landsbanka um 35%. Finnur sagðist engu geta svarað á þessu stigi um hvenær þessar heimildir yrðu nýttar eða hvernig yrði staðið að sölunni. íslandsbanki ætlar ekki að sitja hjá „Islandsbanki hefur lengi talað fyrir því að ríkið dragi úr umsvif- um sínum á fjármálamarkaði. For- maður bankaráðs Islandsbanka hefur á tveimur síðustu aðalfund- um bankans áréttað þessa skoðun og reyndar lýst þeirri skoðun líka að sameining íslandsbanka og Búnaðarbanka fæli í sér skynsam- lega uppstokkun á þessum mark- aði. Sú skoðun okkar hefur ekkert breyst að það sé löngu tímabært að ríkið dragi úr umsvifum sínum á þessum markaði. Við höfum auðvit- að hug á að verða aðilar að þeirri uppstokkun," sagði Bjöm Björns- son, framkvæmdastjóri hjá ís- landsbanka. Bjöm sagði að stjómvöld hefðu ekki haft samráð við Islandsbanka vegna hugsanlegra breytinga á eignarhaldi viðskiptabankanna. Það lægi hins vegar fyrir að stjórn- völd ætluðu að selja 49% hlut ríkis- ins í Fjárfestingarbanka atvinnu- lífsins á þessu ári þótt ekki lægi fyrir með hvaða hætti staðið yrði að sölunni. Björn sagði því ekki tímabært að svara spurningum um hver afstaða íslandsbanka yrði þegar kæmi að sölunni, en bankinn myndi ekki sitja hjá þegar kæmi að endurskipulagningu á bankakerf- inu og hugsanlega hafa framkvæði í málinu ef tími og aðstæður köll- uðu á slíkt. Björn sagði að skýrsla Lands- bankans um íslenska bankakerfíð væri jákvætt innlegg í umræðuna. I skýrslunni væri vakin athygli á hlutum sem íslandsbanki hefði margsinnis á undanfórnum ámm bent á. Landsbaninn væri að taka undir með Islandsbanka um að það væri þörf á endurskipulagningu á íslenskum fjáimálamarkaði. „Það fer vel á því að það sé áhugi á Fjárfestingarbankanum og að fjárfestar sýni áhuga á að kaupa hlutabréf í bankanum, hvort sem það em sparisjóðimir eða aðrir. Eg vona að þetta hvetji núverandi eigendur bankans til að hrinda í framkvæmd því yfírlýsta markmiði að selja hlut sinn í FBA,“ sagði Bjami Armannsson, framkvæmda- stjóri Fjárfestingarbanka atvinnu- lífsins, um áhuga sparisjóðanna á að kaupa hlut í FBA. Stjómvöld eru að undirbúa sölu á 49% hlut ríkisins í FBA, en rætt hefur verið um að salan fari fram í september og desember. Bjarni sagði að ekkert hefði enn komið fram sem benti til að stjórnvöld ætluðu að fresta sölunni. „Eg vænti þess að stjórnvöld ákveði mjög fljótlega hvemig og með hvaða hætti staðið verður að þess- ari sölu.“ Gott að varpa ljósi á fjármálamarkaðiim Bjarni sagði að í sjálfu sér hefðu ekki neinar nýjar upplýsingar komið fram í skýrslu Landsbank- ans um íslenska bankakerfið. Það væri hins vegar gott að varpa ljósi á fjármálamarkaðinn og breytingar sem verða á honum frá ári til árs. Því væri ástæða til að fagna þessu framkvæði bankans. Það væri hins vegar eigandans að taka frum- kvæðið varðandi breytingar á eign- arhaldi fjáimálafyrirtækja í eigu ríkisins. Slíkt framkvæði þyrfti að koma sem íyrst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.