Morgunblaðið - 28.07.1998, Síða 56

Morgunblaðið - 28.07.1998, Síða 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM MYNDBÖND Líf og fjör í klám- myndunum Djarfar nætur (Boogie Nights) RICHARD FLEISCHER Gamaii-di'aina Framleiðendur: Paul Thomas Anderson, Lloyd Levin, John Lyons, Joanne Sellar. Leikstjóri: Michael Penn. Handritshöfundur: Paul Tiiomas Anderson. Kvikmyndataka: Robert Elswit. Tónlist: Michael Penn. Aðalhlutverk: Marc Whalberg, Heather Graham, Burt Reynolds, Philip Baker Hall, Julianne Moore, William H. Macy. 152 mín. Bandarík- in. Háskólabíó 1998. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. EDDIE dreymir um að verða eitt- hvað í lífínu og hann segir sjálfur að allir séu fæddir með einhvern einn stóran kost. Leikstjórinn Jack Horn- er er fljótur að átta sig á að kostur Eddies sé í buxun- um hans og brátt er Eddie orðinn eitt stærsta nafnið í heimi klámmynd- anna, þ.e. lista- mannsnafnið hans, Dirk Diggler. Myndin veitir okk- ur innsýn í þennan nýútsprungna geira kvikmyndanna á 8. áratugnum og líf þeitra sem stóðu að honum, fyrir framan og aftan myndavélarn- -ár. Djarfar nætur er 152 mínútna mynd sem fjallar um klámmyndaiðn- aðinn í Bandaríkjunum, en fáar myndir gera kynlíf jafn óaðlaðandi og jafnvel fyndið, og það er ætlunar- verk hennar að sýna fram á það. Paul Thomas Anderson á heiður skilinn fyrir frábært handrit sem gefur skemmtilega innsýn í diskóárin. Strax í hinni stórkostlegu upphafs- senu myndarinnar, þar sem allar að- alpersónurnar koma fram í einu skoti, veit maður að hér er á ferð ein af bestu myndum ársins. Marc Whal- berg, sem var þekktastur fyrir að vera með buxurnar á hælunum í Cal- vin Klein-auglýsingum og einnig sem einn af meðlimum hljómsveitarinnar „New Kids On the Block“, sannar að það er mikið spunnið í hann sem leik- ara. Whalberg túlkar Eddie/Diggler sem strákslegan, einfaldan vælukjóa sem verður hluti af ameríska draumnum vegna risavaxins miðfót- ar. Aðrir leikarar eru ekki síðri en Whalberg og má nefna Burt Reynolds sem leikur Jack Homer, en þessi mynd skaut Reynolds aftur upp á stjörnuhimininn. Julianne Moore leikur konu Horners, sem einnig er klámleikkona, óaðfínnanlega og sömu sögu er að segja um Heather Gra- ham, sem er í hlutverki klámstjörnu sem ber nafnið „hjólaskautastúlka". Margar klámstjörnur koma fram í myndinni í litlum hlutverkum eins og JSummer Cummings og Dee Dee Williams, en mest áberandi er Nina Hartley sem leikur konu Williams H. Macys og er haldin brókarsótt. Myndin er aldrei klúr heldur einbeit- ir hún sér að persónunum og tíðar- andanum. Það er erfítt að finna van- kanta á þessari mynd og ættu allir unnendur góðra kvikmynda að kíkja á hana. Ottó Geir Borg JAMES Mason, Kirk Douglas, Peter Lorre og Paul Lukas í hinni sigildu en afar fáséðu ævintýramynd Sæfar- anum - 20.000 Leagues Under the Sea. gekk prýðisvel en fór fyrir brjóstið á sagnfræðingum (og virðulegum afkomendum hinna norrænu ófriðarseggja). Skömmu síðar gerðist Fleischer fastamaður hjá Fox, þar sem hann vann hálfan annan áratug. Byrjaði á vestranum These Thousand Hills (‘59), sem hlaut góða dóma. I kjölfarið fylgdu tvær óspart lofaðar mynd- ir, Compulsino (‘59) og Crack in the Mirror (‘60). Báðar með Or- son Welles og segja margir þá fyrri þá bestu frá hendi leikstjór- ans. Hef hvoruga séð. Velgengni Fleischers fór ekki framhjá Darryl F. Zanuck, hinum goð- sagnakennda yfirstjórnanda Fox. Þeir unnu saman sleitulaust (að undanskilinni Barrabas (‘62), ágætri mynd frá tímum Krists, gerðri fyrir Dino De Laurentiis á Italíu) næsta áratuginn. Sam- starfið gekk vel framan af, en lauk með skelfingu. Fantastic Voyage (‘66) var vel heppnuð og frumleg og malaði gull. Þá kom hin íburðarmikla en mislukkaða fjölskyldumynd um Dagfinn dýralækni, með Rex Harrison og tónlist Leslies Bricusse. Allt kom fyrir ekki; myndin kolféll. Fleischer bætti um betur með næstu mynd, The Boston Strangler (‘68). Þessi magnaði spennuhrollur (í heim- ildamyndarstíl) um hinn sögu- fræga íjöldamorðingja varð vin- sælust af fjölmörgum aðsóknar- myndum leikstjórans. Næstu tvær myndir urðu hins vegar Fleischer að falli í aldingarði Zanucks. Che! (‘69) var ægilega vond, fokdýr stórmynd um ævi uppreisnarmannsins, með Omar Sharif afspyrnulélegan í aðal- hlutverkinu og Jack Palance jafnvel verri sem félagi Castro. Hin var illskárri, Tora, Tora, Tora (‘70), stríðsmynd um árás Japana á Pearl Harbour, en kost- aði morð fjár og gekk illa. Fleischer hvarf á braut frá Fox, en var ekki búinn að vera. Gerði 10 Rillington Place (‘71), góðan hrylli um annan frægan fjöldamorðingja, Christie (Rich- ard Attenborough). The New Centurions (‘72) var firnagóð kvikmyndagerð bókar eftir Jós- ephs Wambaughs um kaldrana- legt líf lögreglumanna í Los Ang- eles og Soylent Green (‘73) var engu síðri, lítil en eftirminnileg framtíðarsýn um lífið í sömu borg á næstu öld. Þegar menn eru farnir að leggjast á náinn. Með Charlton Heston og Edward G. Robinson. Báðar miklar uppá- haldsmyndir. Að þeim loknum hefur Fleischer fátt gert umtalsvert, en klárað engu að síður 15 myndir. Um Kónan villimann, Rauðu Sonju og álíka merkar persónur. Hann er enn í fullu fjöri, Ieik- stýrði siðustu mynd sinni fyrir tæpum áratug, en sér nú um frægasta sköpunarverk föður síns, Sfjána karlinn bláa. Á sínum gósentíma gerði Fleischer góða hluti, skilaði af sér 50 myndum á hartnær hálfum áratug, nokkrar þeirra munu halda nafni þessa fjölhæfa en mistæka leikstjóra á lofti. inni undir stjórn Henrys Fonda og leiðir okkur hægt og bítandi á slóð manndráparans. Heldur athygli manns í helgreipum, að undanskild- um atriðum þar sem hann notar „multiscreen“-tækni, sem var tísku- fyrirbrigði sem hefur elst afleitlega. Magnaður leikhópur styrkir mynd- ina, en auk Fonda koma þeir Geor- ge Kennedy, Murray Hamilton, Jeff Corey og Hurd Hatfíeld við sögu. Sá sem stelur myndinni er þó eng- inn þeirra, heldur enginn annar en Tony Curtis í aðalhlutverkinu. Hann hafði löngum verið kenndur við súkkulaði, en Fleischer gaf hon- um tækifæri og hlaut Curtis óskar- stilnefningu fyrir djúpa, kröftuga og sannarlega óvænta túlkun á mannskepnunni og heimilisföðurn- um Di Salvo. FANTASTIC VOYAGE (1966) ★★★‘/2 Frumleg og minnisstæð vísinda- skáldsöguleg mynd um hóp vísinda- manna sem eru smækkaðir ásamt „geimskipi" sínu og sendir inn í æðakerfi mannnslíkama til að bjarga lífi eigandans, sem varð fyrir skotárás. Æsispennandi, ótrúlega vel gerð mynd enn þann dag í dag (líkt og „Sæfarinn..."), þótt leikhóp- urinn og efnið sé dulítið í ætt við sápuóperu. Með Stephen Boyd, Raquel Welch, Edmund O’Brian, Donald Pleasance og James Brolin. Sæbjörn Valdimarsson LEIKSTJÓRINN ásamt George C. Scott við tökur á The Last Run. Tony Curtis við það að murka líftóruna úr einu fórnar- lamba sinna (Sally Kellerman) í The Boston Strangler. ÞESSA dagana er einn af smell- um sumarsins, Dagfinnnur dýra- læknir, að vippa sér yfir 100 milljóna dala múrinn í Bandaríkj- unum, ein sárafárra sem náð hafa því eftirsótta marki. Hún er endurgerð fokdýiTar samnefndr- ar tónlistarmyndar frá 1967, sem skilaði ekki krónu í kassann. Leikstjóri þessarar þrítugu fjöl- skyldumyndar er Bandaríkja- maðurinn Richard Fleischer, sem þrátt fyrir það alvarlega tap sem varð á Dr. Doolittle átti margar vinsælar og góðar myndir og var reyndar á tfmabili einn af aðal- leikstjórum 20th Century Fox. Fleischer er fæddur inn í kvik- myndaiðnaðinn þar sem faðir hans, Max, var einn af frum- kvöðlum teiknimynda í kvik- myndaborginni. Varð hann einn af frægustu og farsælustu höf- undum þessarar listgreinar og skóp m.a. sjálfan Stjána bláa. Richard sonur hans, (1916-), sneri sér hins vegar að hefð- bundnu háskólanámi. Fyrst í sál- arfræði en lauk síðar námi við bókmenntadeild Yale-háskóla. Þar tók hann að sér uppsetning- ar á námsefni og síðar leikstýrði hann nokkrum verkum í sumar- leikhúsum. Sjálfsagt hefur hinn frægi og vel metni faðir hans flýtt fyrir tækifærum í Hollywood, sem hófust við gerð stuttmynda hjá RKO. Þeim ferli lauk hann með því að fá Óskarsverðlaun árið 1948 fyrir heimildarmyndina Design for Death. Við tók tfmabil fjölda B-mynda, flestra lítt eftir- minnilegra, enda lítið mulið und- ir þær. Það kom samt snemma í ljós að Fleischer var óvenju fjöl- hæfur, skilaði yfirleitt af sér góð- um myndum og gilti einu af hvaða toga þær voru. Fyrsta stóra tækifærið kom 1954 þegar Walt Disney valdi hann til að leikstýra Sæfaranum - 20.000 Leagues Under the Sea, byggðri á einu ævintýra Jules Vernes. Útkoman var ein besta mynd sinnar tegumdar fyrr og síðar, en nokkur bið varð á að Fleischer fengi fleiri verðug verkefni. Það kom ekki fyrr en 1958 að Víkingamir - The Vik- ings kom fram á sjónarsviðið fyr- ir tilstilli Kirks Douglas, sem fór einnig með aðalhlutverkið í Disn- ey-myndinni og framleiddi hina fjallbröttu vfkingamynd. Hún Sígild myndbönd SÆFARINN - 20.000 MÍLUR NEÐANSJÁ VAR - 20.000 LEAGUES UNDER THE SEA (1954) irkirk Ein af myndum bernskunnar er sígild skínandi ævintýramynd sem nýtir sér til fullnustu hina litríku oog spennandi framtíðarsýn stór- skáldsins Jules Verne sem gerist í undraheimum undirdjúpanna. Kirk Douglas leikur sæfarann sem lendir skipreika í klónum á hinum snaróða Nemó skipstjóra (James Mason), sem hefur búið um sig í risavöxnum kafbáti. Leikaramir, sem einnig telja Paul Lukas og Peter Lorre, eru óaðfínnanlegir. Það eru þær líka stórkostlegar sviðsmyndirnar svo og búningarnir. Myndin er ekk- ert síðri en það sem Spielberg og Lucas gerðu með allri hátækninni aldarfjórðungi síðar. Mikilfenglegt ævintýri sem sprettur fram af síð- um Vernes undir nánast feillausri og útsjónarsamri stjórn Fleischers. THE BOSTON STRANGLER (1968) kkk'Á Að mörgu leyti óaðfínnanleg mynd um fjöldamorðingja, sem kenndur var við Boston og kyrkti og svívirti fórnarlömb sín á önd- verðum sjöunda áratugnum. Fleischer fylgir lögreglurannsókn-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.