Morgunblaðið - 28.07.1998, Page 22

Morgunblaðið - 28.07.1998, Page 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Viðskiptajöfurinn „Tiny“ Rowland látinn Litríkur en um- deildur MEÐLIMIR björgunarleiðangursins skoða ástand skipsins. Gat eftir tundurskeyti þýzka kafbátsins blasir við á miðjum skrokknum. „Kampavínsskipinu“ sökkt á ný Helsinki. Reuters. Lehtikuva/Reuters TRÉSKIPIÐ Jönköping leit um helgina dagsljósið á ný eftir rúm 80 ár á hafsbotni. Hér hangir það í krana prammans „Pernilla Diver“, en vont veður knúði björgunarliðið til að sökkva flakinu á ný. London,Jóhannesarborg.The Daily Telegraph, Reuters. VIÐSKIPTAJÖFURINN „Tiny“ Rowland, sem á sunnudag lést í London af völdum krabbameins 80 ára að aldri, var eitt sinn nefndur „hið óásættan- lega andlit kapít- alismans“ af Ed- ward Heath, þá- verandi forsætis- ráðherra Bret- lands. Hann þótti harður í hora að taka í viðskiptum en síðustu æviár sín var hann aðal- lega þekktur fyrir baráttu sína við Mohammed Al-Fayed um yfirráð yfir Harrods-verslunarkeðjunni bresku. Voru illdeilur þær orðnar tuttugu ára gamlar og sá ekki enn fyrir endann á þeim er Rowland féll frá. Al-Fayed sagðist þrátt fyrir það í gær eiga eft- ir að sakna keppinautar síns. Rowland hét réttu nafni Roland Walter Fuhrhop og var af þýskum ættum. Á fjórða áratugnum fluttist hann ásamt fjölskyldu sinni til Eng- lands og árið 1939 tók hann upp nafn- ið Rowland og gerðist afar breskur í háttum, svo mjög svo að hann var framvegis talinn holdgervingur breskrar yfirstéttar. Hann settist að í Suður-Ródesíu. Á sjötta áratugnum græddi Rowland vel á gullæði í Ródesíu, auk annarra viðskiptaævintýra sem hann rataði í. Hann varð árið 1963 æðsti yfirmaður alþjóðlega námafyrirtæk- isins Lonrho en varaði sig á því að halda góðum tengslum við nýja stjórnarherra í Afríkuríkjunum á þeim tíma er þau brutust undan veldi nýlendustjómar. Hann keýpti breska sunnudagsblaðið The Observer árið 1981 en beið lægri hlut fyrir Mo- hamed Al-Fayed um yfirráð Har- rods-verslunarkeðjunnar árið 1984. Æviferill Rowlands þykir um margt lyginni líkastur og voru bæði vinir hans og óvinir sammála um það í gær að veröldin hefði sannarlega verið litríkari staður fyrir þátt hans. Það var árið 1973 sem Edward He- ath lét fyrmefnd ummæli falla enda sveifst Rowland einskis í viðskiptum og aflaði sér margra óvina á löngum ferli. En hann ávann sér einnig vin- áttu þjóðhöfðingja um allan heim og þrátt fyrir allt nutu margir góðs af umsvifamiklum viðskiptum hans í Afríku. LIÐ sænskra og danskra kafara og fjársjóösleitarmanna, sem tókst um helgina að hífa upp á yfirborð- ið flakið af skipi sem var hlaðið stórum kampavínsfarmi þegar því var sökkt í Eystrasaltið á dögum fyrri heimsstyrjaldar, lét flakið sökkva aftur til botns á sunnudag. Hafði þá verið bjargað úr því öllu sem bjargað varð af hinum dýr- mæta farmi. Með hjálp stórs kranapramma náðist flakið á fostudaginn upp af 64 m dýpi, þar sem það hafði legið í rúmlega 80 ár. Á laugardag hafði tekizt að ná úr því 2.000-3.000 flöskum af Heidsieck-árgangs- kampavíni frá 1907 og fjórtán kon- faksámum. Eftir því sem veðrið versnaði um helgina var að lokum ákveðið að hætta við að draga flakið til lands, eins og björgunar- Iiðið hafði gert sér vonir um að geta, og síðdegis á sunnudag var það skorið frá krananum og sökk aftur niður á leirmjúkan hafsbotn- inn. Claes Bergvall, sem fór fyrir björgunarleiðangrinum ásamt köf- unarfélaga sínum Peter Lindberg, sagðist vonsvikinn yfir að hafa neyðzt til að sökkva flakinu á ný, en gladdist engu að sfður yfir góð- um árangri leiðangursins. Trébáturinn „Jönköping" var smíðaður árið 1895 en var í byijun nóvember 1916 á leið frá heima- höfn sinni Gavle til Finnlands með á fimmta þúsund flaskna af kampavíni, 67 koníakstunnur og 17 rauðvínstunnur, sem ætlaðar voru yfirmönnum rússneska hers- ins í Finnlandi, sem þá heyrði sem stórhertogadæmi undir Rússakeis- ara. Þá stöðvaði þýzkur kafbátur för skipsins. Þegar skipstjóri kaf- bátsins hafði látið kanna farm sænsku fleytunnar lét hann sökkva henni eftir að áhöfnin var komin í bátana, þar sem auk vínsins var efni til járnbrautagerðar í farmin- um, og Þjóðveijar vildu ekki að svo hernaðarlega mikilvægt efni lenti í höndum óvinarins. Mikil gróðavon Bergvall og féiagar hafa þegar samið um sölu á miklu af kampa- vfninu, sem sérfræðingar segja að hafi varveitzt vel allan þennan tíma á myrkum og köldum hafs- botninum. Gera þeir sér vonir um að fá sem svarar um 200.000 kr. fyrir hverja flösku, en hluti þeirra verður seldur á uppboði hjá Christie’s í Lundúnum. Menn höfðu líka gert sér vonir um að hægt væri að selja koníakið, en urðu fyrir vonbrigðum þegar fyrstu ámurnar náðust á dekk á föstudaginn og reyndust aðeins innihalda illaþefjandi gulleitan vökva. Margar ámanna voru brotnar. En nokkrar reyndust heil- legri. Bergvall hefur verið í sam- bandi við framleiðanda koníaksins, Bisquit, en talsmenn fyrirtækisins fullvissuðu hann um að það væri mögulegt að endurblanda Jönköp- ing-komakið með nýrra koníaki og setja á flöskur. /r/J^'/Á/// L^L^AM.AU* IFAEANfSUMSIBOX Seðlabanki Evrópu óttast fölsun evró-seðla Lög verði sett um litljósritunarvélar Brussel. The Daily Telegraph. 'X**i „Tiny“ Rowland Ómissandi í ferðalaginu! Setjum boxin á toppinn á staðnum! Mikið úrval og gott verð!! Sími 535 9000 SEÐLABANKI Evrópu hefur hvatt til þess að séð verði fyrir því með lagasetningu, að ekld verði hægt að nota litljósritunarvélar til að falsa nýju evró-seðlana, sem eiga að koma í umferð í öllum þátttöku- ríkjum Efnahags- og myntbanda- lags Evrópu, EMU, í ársbyrjun 2002. Slík lagasetning myndi skylda alla framleiðendur litljósritunarvéla til að útbua þær með sérstöku ör- yggistæki, sem gera ætti falsanir nýju seðlanna erfiðari. Jacques Lafitte, háttsettur emb- ættismaður framkvæmdastjómar Evrópusambandsins (ESB) í Brus- sel, sagði að innan hennar væru til- mæli seðlabankamanna tekin alvar- lega og verið væri að kanna mögu- leika á að koma slíkri lagasetningu um litljósritunarvélar í gang. Talsmaður Seðlabanka Evrópu sagði að hugmyndin væri að ljósrit- unarvélamar yrðu útbúnar búnaði, sem væri fær um að „þekkja" ör- yggisþætti í seðlum sem lagðir EVRÓPA^ væru í vélina til ljósritunar og hindraði að hægt væri að fjölfalda þá. Prentmót hverfur Áhyggjur af fölsun nýju evró- seðlanna, sem verða prentaðir í öll- um ellefu þátttökuríkjum mynt- bandalagsins, jukust um allan helm- ing eftir að prentmót hins nýja gjaldmiðils hvarf á leiðinni frá París til Frankfurt fyrir nokkrum vikum. Lögregla óttast að því hafi verið stolið. Evrópski seðlabankinn vill að bankar verði lögskyldaðir til að koma fölsuðum evró-seðlum í hend- ur lögreglu. Skotárás á N-ír- landi TVEIR kaþólskh- bræður voru særðir skotsárum í London- deiry á Norður-írlandi í gær. Voru þeir staddir í húsi í einu hverfi mótmælenda þegar fimm eða sex menn réðust þar inn og skutu á þá. Er annar bræðranna alvarlega særður á sjúkrahúsi í Belfast. Ekki er vitað hverjir voru að verki, eru mótmælendur helst grunaðir en dæmi eru um, að öfgamenn hafi ráðist á menn úr sömu kirkjudeild séu þeir taldir hafa brotið einhverjar óskráðar reglur. Fyrr í mánuðinum var 33 ára gamall maður skotinn til bana í Belfast og er IRA, írski lýðveldisherinn, grunað- ur um morðið. Nýtt upp- tökutæki JAPANSKA fyrirtækið Matsushita hefur kynnt nýtt Panasonic-segulbands- eða upptökutæki, sem er aðeins á stærð við venjulegt greiðslu- kort en nokkru þykkara. Eru málin 91,5 sinnum 55,8 mm og 13,7 mm þykkt. I tækinu eru engar snældur og upptakan getur verið 60 mínútur. Til að byrja með verða framleidd 3.000 tæki á mánuði og verða þau fáanleg í Evrópu í næsta mánuð. Vopnahlé í Gínea-Bissá SAMIÐ hefur verið um vopna- hlé í Vestur-Airikuríkinu Gínea-Bissá og virtist það vera haldið í gær. I tvo mánuði hafa geisað harðir bardagar milli uppreisnarmanna í hemum, raunar stórs hluta hans, og hermanna hollra stjórninni en þeir hafa fengið aðstoð frá ná- grannaríkjunum, Senegal og Gíneu. Leiðtogi uppreisnai'- manna er Ansumane Mane en þeir gripu til vopna er þeir voru sakaðir um að smygla vopnum til uppreisnarmanna í Senegal. Segjast þeir ekki sækjast eftir pólitískum völd- um en saka forsetann, Joao „Nino“ Vieira, um að óvirða stjórnarskrána með því að sniðganga þingið. Storu flokk- arnir sigur- vissir HVORTVEGGJA stjórn og stjórnarandstaða í Kambódíu hrósaði í gær sigri í kosning- unum sl. sunnudag en talning er aðeins skammt á veg komin og endanleg úrslit verða ekki kunn fyrr en 1. ágúst. Tals- maður flokks Norodoms Ran- arridhs prins fullyrti þó, að þegar þriðjungur atkvæða hefði verið talinn hefði hann nokkurt forskot á flokk Hun Sens forsætisráðherra. I síð- ustu kosningum fékk flokkur Ranai-ridhs flesta þingmenn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.