Morgunblaðið - 28.07.1998, Síða 24

Morgunblaðið - 28.07.1998, Síða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Er gamalt nýtt og nýtt gamalt? KARLAKVARTETTINN tít í vorið. Söngtónleikar í E gilsstaðakirkju KARL AK V ARTETTINN tít í vorið heldur söngtónleika í Egils- staðakirkju miðvikudaginn 29. júlí kl. 20.30. Fimmtudaginn 30. júlí syngur kvartettinn á sagna- kvöldi í Vopnafírði. Efnisskráin mótast mjög af þeirri hefð sem ríkti meðal ís- lenskra karlakvartetta fyrr á öldinni og hefur einkum verið sótt í sjóði Leikbræðra og MA- kvartettsins. Má því á efnis- skránni finna jög eins og Haf, blikandi haf, Óli lokbrá, Kveld- ljóð og Ó Pepíta. TÓNLIST Skállioitskirkja FIÐLUTÓNLEIKAR Andrew Manze flutti einleiksverk fyrir fiðlu eftir Westhoff, Biber og J.S. Bach. Laugardaginn 25. júlí. ÞAÐ hefur nokkrum sinnum komið fyrir að undirritaður hafí haft undrunina heim með sér frá ein- staka tónleikum og svo var nú, eftir að hafa hlýtt á fíðluleik Andrews Manzes sl. laugardag í Skálholti, en hann lék tvær sónötur eftir Johann Paul von Westhoff (1656-1705), Passacaglíu eftir Heinrich Ignaz Franz von Biber (1644-1701) og d- íslensk framleiðsla síðan 1972 MÚR- VIÐGERÐAR- EFNI ALLAR GERDIR ii steinprýði STANGARHYL 7, SÍMI 567 2777 Kvartettinn var stofnaður í lok október 1992 og hann skipa þeir Einar Clausen, Halldór Torfason, Þorvaldur Friðriksson og Asgeir Böðvarsson, sem allir hafa verið félagar í Kór Langholtskirkju. Við hljóðfærið er Bjarni Þ. Jónatansson, sem jafnframt er aðalþjálfari og leiðbeinandi kvarttettsins. Bjarni starfar sem píanókennari og organisti í Reykjavík og hefur starfað með fjölda einsöngvara og kóra. Raddþjálfari er Signý Sæmunds- dóttir söngvari. moll-partítuna (BWV 1004) eftir Jo- hann Sebastian Bach (1685-1750). Saga þýskrar fiðlutónlistar er um margt sérkennileg og eins og Jo- hann Quantz (1697-1773) ritar: „Þjóðverjar fyrr á tímum höfðu mestan á áhuga erfiðri tækni og vildu síður semja létt tónverk. Þeir leituðust við að vekja frekar undrun en að gleðja.“ Kontrapunktískur (margradda) ritháttur og flóknar stillingar (scordatura) voru í uppá- haldi hjá þýskum fiðluleikurum og var Biber sérlega frægur fyrir þess- ar brellur, en ekki siður fyrir tón- smíðar sínar, sem enn i dag eru vin- sælar, þótt scordaturatæknin sé fyrir löngu aflögð og útgáfur verka hans miðaðar við hina hefðbundnu stillingu fiðlunnar. Einn af þýsku fiðlusnillingunum, sem gleymskan hafði nærri þurrkað út, var Westhoff, sem líklega var fyrstur fiðlusnillinga til að gerast al- þjóðlegur hljóðfæraleikari og halda meiriháttar tónleika, t.d. í Austur- ríki, Frakklandi, Hollandi og Englandi. Westhoff gaf út sónötur fyrir einleiksfiðlu í París, fyrst árið 1682, „Suite pour le Violon sans Basse“, og síðar 1704 er hann gaf út sex sónötur fyrir fiðlu og continuo (sembal og selló). Vitað er að J.S. Bach hitti Westhoff árið 1705 í Weimar og þykir líklegt að þá hafi Bach látið sér detta í hug að semja sín einleiksverk, sem hann lét svo verða af um 1720. Þær tvær sónötur eftir Westhoff sem Andrew Manze lék eru eins og sagt var um þýska fiðlutónlist að mestu „virtúósísk tilbrigði og hljómaleikur", þar sem oft mátti heyra eins konar bassa samhliða lagferlinu. Andrew Manze lék sónöturnar eftir Westhoff mjög vel, með miklum andstæðum í styrk, svo nokkuð sé nefnt. Þessar styrkleikaandstæður voru TOrVLIXT Skálholtskirkja KIRKJUSÖNGVAR Margrét Bóasdóttir, Nora Kornblueh og Jörg Sondermann fluttu nýja og gamla messutónlist. Laugardaginn 25. júlí. ÞEGAR fjallað er um nýja og gamla kirkjutónlist er í raun verið að fjalla um fagurfræði, því megin- inntak kirkjusöngs er tilbeiðslan, tignunin og fórn eigin tilfinninga gagnvart Guði. Enn í dag finnur fólk þá sérstæðu og innilegu tign- un, sem býr í hinum forna kirkju- tóni, og leitar þá gjaman frá nú- tíma tónuninni, því nútíminn hefur tilhneigingu til að setja sjálfan sig og sitt mat fram fyrir trúna og ger- ir þá kröfu, að trúin fylgi tímanum. Það sem gerir þessa deilu nokkuð flókna er að hin upprunalega trúar- tónlist varð til í sínum tíma og hef- ur í gegnum aldimar mótast af samtíð sinni hverju sinni. Nú þegar allt er leyft í trúariðkunum er fróð- legt, að samtímis nærri algerri upplausn, að mati margra, hefur skapast sérleg þörf fyrir leitina að hinu uppranalega. Á þennan hátt klofnar fagurfræði trúartónlistar í andstæðurnar nýtt og gamalt en þversögnin er samt sem áður, að mjög skemmtilega útfærðar í passacaglíu úr svonefndum „Rósen- kranz“-sónötum eftir fiðlusnilling- inn Heinrich Ignaz Franz von Biber (aðlaður af Leopold I. keisara árið 1690). Passacaglía er tilbrigðaform yfir stutt bassastef og í þessu tilfelli hjá Biber er tónferlið mí-re-do-tí, sem sífellt má heyra gegnum allt verkið. Tónsmíðatæknin byggist á því að geta sífellt og endalaust samið nýtt tónferli yfir sama tón- stefið. Passacaglían eftir Biber er langt verk en ótrúlega fjölbreytilegt að efni og sýnir í hnotskurn hversu gott tónskáld Biber var. Leikur Andrews Manzes var sérlega glæsi- legur en það var í hinni ótrúlega erfiðu (samkvæmt þýskri venju) partítu í d-moll eftir meistara J.S. Bach sem Andrew Manze sló undir- ritaðan út af laginu og reyndar alla sem á hlýddu, því sá snilldarleikur sem hér gat að heyra upphóf verkið í æðra veldi, en slíkt er ekki á allra færi að gera við Bach gamla. Bæði var leikurinn allur snilldar- lega útfærður og sérlega persónu- legur hvað snertir túlkun og tón- mótun, sérstaklega í hinni frægu chaconnu. Sú hugmynd að verkið sé eins konar sorgaróður vegna frá- falls fyrri konu tónskáldsins og þá sérstaklega síðasti kaflinn, „chaconnan", mótaði túlkun Manz- es, sem var tilkomumikil og hróp- andi í hárisi kaflans og síðar svo dapurleg í deyjandi niðurlaginu. Þessi skilningur er aðeins orðinn til sem hugmynd en gaf verkinu, í túlk- un Manzes, eitthvað sem undirrit- aður hefur aldrei heyrt í öll þau skipti sem þetta meistaraverk hefur fyrir eyru hans borið, og því verða þessir tónleikar einhverjir þeir eft- irminnilegustu í stóra minninga- safni um mikla tónlistarviðburði. Jón Ásgeirsson hið nýja er orðið gamalt og hið gamla nýtt fyrir fólki. „Nýjungin" á Skálholtstónleik- unum um síðustu helgi var tónlist samin af konu sem var uppi á árun- um 1098 til 1179 og gamlir trúar- söngvar sem finnast í handritum, en það „gamla“ var nútímaleg út- færsla raddsetninga og framsamin tónverk. Sú nútímatónlist, sem flutt var á þessum tónleikum, er að því leyti til gömul, að tónmál henn- ar er að verða aldagamalt, á sögu sína allt til „atónal-ismans", sem hefur verið hafður um hönd frá því um aldamótin 1900. Þessar sér- kennilegu andstæður fagurfræði- legra „átaka“ birtust með sérstök- um hætti á fyrri tónleikunum í Skálholti um síðustu helgi og til að ljúka þessum hugleiðingum má geta þess, að margir fræðimenn telja að inntak trúarinnar sé í raun fagurfræði, að gott sé fagurt og illt sé ljótt og að þessi átök eigi sér einnig stað í allri listsköpun, þótt erfitt sé að sjá hvar miðlínan liggur á milli þessara þátta. Fyrsta við- fangsefni tónleikanna var Kyrie- þáttur eftir Hildegard frá Bingen (1098-1179), þýska nunnu er var mikilvirkur rithöfundur og tón- skáld. Tónsmíðar hennar era til í safni (1150) sem ber nafnið „Symphonia armonie celestium revelationum“, en meðal verka hennar er leikverkið „Ordo Virtut- um“, sem allt eins mætti kalla „framópera", vegna þess að það er að mestu sungið og inniheldur um 82 laghendingar. Margrét Bóas- dóttir söng án undirleiks þessa sér- stæðu tónsmíð af glæsibrag. Tvö næstu viðfangsefnin vora radd- setningar á sálmum úr gömlum ís- lenskum handritum, gjörðar af Snorra Sigfúsi Birgissyni. Þessi gömlu lög vora fallega sungin og nútíminn birtist í orgelundirspili eftir Snorra og fór vel á með þess- um andstæðum í tíma, en orgelleik- urinn var framfærður af Jörg Sondermann. Magnificat eftir Samuel Scheidt (1587-1654), nemanda Sweelincks, var næst á efnisskránni. Verk þetta er víxlleikur orgels og söngv- ara, sérkennilegt en fallega hljóm- andi, sérstaklega orgelmillispilin, sem voru vel flutt af Jörg Sonder- STÓR hópur eldri borgara, um 90 manns, leggur í dag upp í ferð á ís- lendingaslóðir í Kanada og munu fara víða áður en heim verður snúið þann 12. ágúst. í hópnum eru þrjá- tíu manna kór og 5 félagar úr leik- hópnum Snúði og Snældu sem koma munu fram víða meðan á ferðinni stendur og leika og syngja. Fyrsta uppákoman verður föstu- daginn 31. júlí á vegum Esjudeild- arinnar í Árborg. Þar syngur kór- inn undir stjórn Kristínar Péturs- dóttur og leikhópurinn flytur atriði úr leikritinu Ástandið eftir þær Brynhildi Olgeirsdóttur og Sigi’únu Valbergsdóttur. Þann 2. ágúst verð- ur hópurinn í Gimli og þar koma kórinn og leikhópurinn fram í end- urbyggðri kirkju, sem nú er ein- göngu notuð til flutnings leiksýn- inga og tónleika. „Þar ætlum við að leika atriði úr Gullna hliðinu eftir Davíð Stefánsson og að sjálfsögðu fer allur flutningurinn fram á ís- lensku," segir Sigrún Pétursdóttir mann. O Pastor Animaram eftir Hildegard gæti hugsanlega verið úr „ópera“ hennar, en það söng Margrét sérlega fallega og án und- irleiks. Framsamið verk um þorst- ann, vonina og þrána eftir Jónas Tómasson, við sársaukafullan texta úr Davíðssálmunum, „Eins og hindin sem þráir vatnslindir, þráir sál mín þig, ó Guð“, var næst á efn- isskránni. Þetta er innhverft en þó á köflum leikrænt verk, sérstak- lega í orgelundirleiknum, fallega unnið í nærri aldar „gömlum" stíl, og var auk þess vel flutt af djúpum innileik. Jörg Sondermann flutti næst „Fantasíu, nærri því passacalíu og fúgu“ fyrir orgel, eftir Johannes H.E. Koch, og var þetta „gam- alstílsverk" eiginlega stefnulaus samsetningur, eins konar formlaus tónskrefaþvælingur og fúgan ákaf- lega lítilfjörleg í gerð og kom fyrir ekki, þótt flutningur Sondermanns væri ágætur. Tíma-andstæðumar vora sérlega áberandi í næstu tón- verkum, en þar var um að ræða út- setningar á gömlum kirkju- söngverkum eftir Snorra Sigfus Birgisson og Jón Hlöðver Áskels- son. Músiculof, Sálmur, Hvíta- sunnukvæði og Vocalísa nefnast lögin sem Snorri útsetti fyrir söng- rödd og sellóundirleik, og vora þau ágætlega leikin af Nora Komblu- eh, í góðu samspili við Margréti, er söng þessi fallegu lög mjög vel. Ut- setning Jóns var úr Þorlákstíðum og fyrst var framgerðin flutt ein- rödduð og án undirleiks og síðan í útfærslu Jóns með undirleik org- els. Það má deila um hvort tengslin á milli stfls og tónferlis framhug- myndarinnar og útfærslunnar nái þeirri samvirkni í túlkun sem gera má kröfu um i trúarlegu söngverki. Um það má deila lengi en ekki verður efast um fegurð hins nærri 900 ára gamla himna, Jesu, nostra redemptio, sem tónleikamir end- uðu á og var sérlega fallega sung- inn af Margréti Bóasdóttur og þá vaknar spurningin: Er þörf á að út- setja þessa gömlu tónlist? Er hún ekki fullgerð í einfaldleika sínum og sönnust, eins og hún var upp- runalega hugsuð? Jón Ásgeirsson talsmaður leikhópsins. „Á íslend- ingadaginn 3. ágúst, verða kórinn og leikhópurinn með sérstakan vagn við hátíðahöldin í Gimli og við höfum einnig undirbúið okkur fyrir skemmtanir af ýmsu tagi með kvæðalestri og gamanvísnasöng,“ segir Sigrún. Þann 4. ágúst fer hóp- urinn alla leið til Calgary og dvelur í Klettafjöllunum næstu 5 daga. „Þar hefur verið skipulögð heilmikil úti- skemmtun í garði í borginni og leik- hópurinn og kórinn munu leggja eitthvað til málanna þar. Svo fljúg- um við aftur til Winnipeg þann 9. ágúst og komum heim þann 12. Þetta er mikil ferð með stóran hóp svo mikið mun mæða á fararstjór- anum okkar Oddnýju Sv. Björgvins. Umstangið og skipulagið í kringum þetta allt saman er óskaplega mikið. Þar hefur reynst ómetanlegur Da- víð Gíslason í Calgary, en hann hef- ur skipulagt þetta allt saman fyrir okkur af stakri prýði,“ sagði Sigrún Pétursdóttir. Eftirminnilegur tónlistarviðburður Eldri borgarar Leika og syngja á Islendingaslóðum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.