Morgunblaðið - 28.07.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.07.1998, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 28. JÚLÍ 1998 MORGUNB LAÐIÐ LISTIR Septembermálarar MYMDLIST Listaskálinn Hveragerði MYNDVERK Þrír septembermálarar/ ásamt einkasafni Gísla Skúla Jakobssonar. Opið alla daga frá 14-18. Til 9. ágúst. Aðgangseyrir 300 krúnur. ÞAÐ væri að bera í bakkafullan lækinn að tíunda enn einu sinni þá hörðu og óvægu orðræðu sem fylgdi í kjölfar Septembersýningarinnar í Listamannaskálanum gamla við Kirkjustræti 1947, er öllu frekar efni í sérstaka grein eða fleiri greinar. Tvær slíkar skrifaði ég fyrir 26 árum og nú hefur annar aldarfjórðungur runnið sitt skeið. I stuttu máli eu 51 ár liðið frá fyrstu sýningu listhóps- ins, sem orsakaði skiljanlega hatrömustu viðbrögðin. Hvortveggja sýningin og blaðaskrifin eru mér í ljósu minni. Litið til baka, þykja mér þessi hörðu viðbrögð nokkuð skondin, einkum í Ijósi þess að Svavar Guðna- son og félagar hans úr Helhestinum, sem sýndu á sama stað á þessum ár- um, nutu mun meiri sanngirni og skilnings. Mun að sjálfsögðu hafa verið vegna þess að þeir komu frá útlandinu, fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla. En að íslenskir málarar skyldu svo tileinka sér þessa nýju sýn á eðli málaralistar- innar virtist ofvaxið skilningi mör- landans. Landlagshefðin var svo rík í hugum fólks, sem sámaði er ágætir málarar sneru við henni baki nær fyrirvaralaust, þótt auðvitað hafi allt sinn aðdraganda. Einangrunin frá umheiminum styrjaldarárin hafði sitt að segja, en sldlningur og yfir- sýn á sjónlistir var í það heila afar frumstæður og er illu heilli enn, svo sem alltof vel hefur komið fram á allra síðustu árum. En búast má við nokkrum hvörfum í ljósi upplýsinga- flæðis tölvualdar, sem gerir vega- lengdir að engu á samskiptasviðinu. Útilokar mikið til þá annarlegu og einslitu söguskoðun sem margur fræðingurinn hefur tileinkað sér á norðlægum breiddargráðum. Það sem gerðist var einfaldlega, að hræringar sem höfðu verið að gerjast í útlandinu um áratugaskeið komu allt í einu og með braki og brestum til íslands, og menn hrukku við. Hér var engin listakademía né listaháskóH og HáskóH íslands hafði með öllu vanrækt sjónræn og fagur- fræðileg gildi í menntastefnu sinni, stutt er síðan hann hóf að sinna slíku og þá einungis hvað listasögu snert- ir, en að því hef ég vikið áður. Listastofnanir teljast einnig van- rækja hlutverk sitt, því ekki man ég eftir neinni veglegri sýningu á fyrra ári í tilefni þess að hálf öld var liðin frá því Septemberhópurinn kom fyrst fram, né viðburðurinn tíundað- ur í bókarformi. í því tilefni er vert að geta þess, að upp úr Helhestinum spratt Cobra 1948, og æviskeið þessa listhóps Dana, Hollendinga og Belga varaði svipaða tímalengd eða til 1952. Þessa hefur víða verið minnst á árinu og þá helst í Kaupmannahöfn, með sýningum, bókum og annarri út- gáfustarfsemi, auk flennistórra greina í dagblöðunum. Danir kunna list ræktarseminnar við eigin menn- ingararfleifð, eru hér ekki haldnir neinum meinlokum né einsýni. Fram má koma, að afar erfitt reynist jafnaðarlega að nálgast áþreifanlegar heimildir um Septem- bersýningatímabilið, því listamenn- irnir gerðu.sér ekki fulla grein fyrir því hve merkilega hluti þeir voru að gera. Þannig gafst ég upp á að skrifa þriðju greinina fyrir 26 árum vegna þess að mér gekk illa að nálgast mál- verk sem ég vildí fá í lit á síður blaðsins, og í mig hljóp einhver hundur. I Ijós kom að sumar myndir voru glataðar og yfir aðrar hafði ver- ið málað að sögn(!), og þannig ekki lengur til, nema kannski á mis- vísandi svart-hvítum Ijósmyndum. Vanmatið var einnig tO staðar hjá þeim í Helhestinum og Cobra. Þannig viðurkenndi höfuðpaurinn í báðum þessum hópum löngu seinna, Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson KRISTJÁN Davíðsson: Smáljón í prófíl, vatnslitir, 1946. JÓHANNES Jóhannesson: Listfræðingurinn, olfa á léreft, 1946. málarinn Asger Jom, að þrátt fyrir alla brokkgengnina hafi þeim ekki dottið í hug að þeir væru að gera við- líka merkilega hluti og seinna kom fram! En þeir höfðu vit á því að henda myndverkunum ekki, jafn- framt mála síður yfir eldri myndir... í ljósi framanskráðs má vera nokkuð ljóst, að merkilegir hlutir eru að gerast í Listaskálanum í Hveragerði, en þar hefur einstak- lingur tekið að sér að bæta upp hlut- drægni og andlegan doða listastofn- ana með því að vekja athygli á þess- um tímamótum í íslenskri list. Vitað er að ekki gekk þetta þrautalaust fyrir sig, útheimti mikla vinnu, harð- drægni og útsjónarsemi, ekki síst vegna þess að maðurinn var einn að verki, og lítið var um fjármagn til að vinna hlutina jafn vel og tilefnið krafðist í raun. Gangurinn var annar er starfsfólk listasafnanna óð með verk spor- göngumanna Septemberhópsins, svonefnds nýlistafólks, milli safn- anna fyrir nokkrum ái-um og héldu fram í síbylju. Guð skapaði víst heiminn upp úr einhverju svartholi um og eftir 1970 ... KJARTAN Guðjónsson: Gríma, olía á léreft, 1947. SNORRI Arinbjarnar: Bátahöfn, vatnslitir, ekkert ártal. Tekist hefur að koma upp mjög frambærilegri sýningu miðað við all- ar aðstæður og takmarkaðan undir- búningstíma, og þetta er vonandi kímið að einhverju meiru sem blómstrar út á næstu árum, eftir góðan undirbúning og í húsakynnum þar sem æft starfslið er fyrir hendi og möguleiki á veglegri sýningar- skrá/bók. Hér hefur ýmislegt verið tínt til frá fyrstu sýningunni, þar á meðal hin fræga mynd Kristjáns Davíðssonar „Smáljón í prófíl", sem hneykslaði svo marga á sínum tíma og óspart gys var gert að. Einnig myndimar Gríma eft- ir Kjartan Guðjónsson og Listfræð- ingurinn eftir Jóhannes Jóhannesson, sem þóttu ekki par smart portrett- kúnst í þá tíð og fáir munu hafa Htið augum. Að öðru leyti eru á sýning- unni málverk frá ýmsum tímabilum á Hstferli þremenninganna, sum jafnvel máluð á þessu ári, sem gefur henni aukna vídd. I sérstökum bás eru sýndar nokkrar myndir úr einkasafni Gísla Skúla Jakobssonar pressara, sem var með þeim fáu er lögðu rétt mat á verk Septembermanna, og festi sér verk þeirra þrátt fyrir lítil efni. Gísli var einn af þeim listhneigðu Islend- ingum, sem svo mikið er af en menn urðu frekar varir við hér á árum áð- ur og festu sér listaverk sem höfð- uðu stórum meira til þeirra fyrir lif- andi útfærslu en gildar áritanir, hæglátur, kurteis og prúður. Vissa mín er að margur hafi af því drjúgan fróðleik og ánægju að nálg- ast framkvæmdina, einkum yngri kynslóðir. Bragi Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.